Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 37. tbl. 18. árg. 9. september 2015 - kr. 750 í lausasölu Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Lúsina burt! Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 898 1779 Njótið veitinga í fallegu umhverfi SK ES SU H O R N 2 01 5 OPIÐ 15.00 – 21.00 Hópapantanir í síma 898-1779 Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Þjóðin fylgdist spennt með því á sunnudaginn þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tók á móti Kazakstan á Laugardalsvellinum. Fyrir leikinn var staða Íslands vænleg, en einungis þurfti eitt stig úr þremur síðustu leikjunum til að tryggja keppnisrétt á EM sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Það tókst og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Eins og í öllum helstu keppnisliðum áttu Vestlendingar sinn fulltrúa, þann sem hér geysist fram völlinn með boltann fyrir framan sig. Það er Jón Daði Böðvarsson sem m.a. á rætur á Mýrunum og í Þverárhlíðina. Skessuhorn óskar landsliðunum í knattspyrnu og körfubolta til hamingju með frábæran árangur að undanförnu. Ljósm. þa. Ljúfir tónar Tónlistarskólarnir á Vesturlandi eru nú byrjaðir vetrarstarf sitt. Hundruðir ungmenna leggja stund á tónlistarnám og talsvert um að eldra fólk afli sér einn- ig menntunar á því sviði. Góðri þátttöku ber að fagna því lífið væri vissulega snauðara án tón- listar. Rætt er við forsvarsmenn þeirra tónlistarskóla sem þrátt fyrir annir gátu gefið upplýsing- ar um starfið sem framundan er. Þetta eru skólarnir á Akranesi, Borgarfirði, Snæfellsbæ, Grund- arfirði og Stykkishólmi. Sjá nánar bls. 30-31 Tekist á um skólamál Fjölmenn- ur íbúafund- ur fór fram á Hvanneyri síðastliðinn mánudag. Sveitarfélagið Borgar- byggð boðaði til fundarins og var tilefnið fyrirhuguð lokun Hvann- eyrardeildar Grunnskóla Borgar- fjarðar. Fulltrúar sveitarstjórnar kynntu fjármál sveitarfélagsins, aðhalds- og sparnaðaraðgerð- ir sem ákveðnar hafa verið ásamt fyrirhugaðri sölu eigna. Fram kom að fjárfestingargeta Borg- arbyggðar er engin án aukinnar skuldsetningar. Íbúar mótmæla harðlega lokun grunnskóladeild- arinnar og halda því fram að um óafturkræfa byggðaaðgerð yrði að ræða. Svo virðist sem málið sé í fullkomnum hnút og engan veg- inn ljóst hvernig takast á að leysa það miðað við einarða andstöðu íbúa. Ítarlega er greint frá fundin- um í Skessuhorni í dag. Sjá nánar bls. 10-11 Víkingur í úrvalsdeild Víkingur Ólafs- vík hefur átt æv- intýralegu gengi að fagna í sum- ar. Í síðustu viku tryggði liðið sér efsta sæti í 1. deild og þar með sæti í Pepsídeild næsta vor. Í Skessu- horni í dag fylgir sérblað þar sem rætt er við formann knatt- spyrnudeildar, þjálfara, stuðn- ingsmenn og þá er bæjarstjór- inn spurður út í þýðingu þessa áfanga fyrir samfélagið. Orð- rómur hefur verið á kreiki um að til standi að byggja yfirbyggð- an knattspyrnuvöll í Ólafsvík til að bæta aðstöðu til boltaíþrótta að vetri. Hvorki forsvarsmenn Víkings eða Snæfellsbæjar geta staðfest sannleiksgildi þess orð- róms. Segja best að hafa um það sem fæst orð þegar ekkert liggi enn fyrir. En vonin er til staðar. Sjá nánar bls. 15-26 Flóttafólk endurheimti sjálfsvirðinguna „Það þarf að stýra umræðunni um flóttafólk inn á slóð- ir sem byggja á meiri reynslu, innsýn og þekkingu á málefnum þess. Það er því miður ekki nóg að hafa sam- úð með flóttafólki til að hjálpa því, þó það sé frábær grunnur til að byggja á,“ segir Anna Lára Stein- dal í viðtali sem annarsvegar snýr að reynslu hennar með að vinna með flóttafólki en hins vegar um bók hennar Undir fíkjutré - saga um trú, von og kærleika, sem kem- ur út á næstu dögum. Þar seg- ir Anna Lára sögu Ibrahems Fa- raj, Líbýumanns sem flýja þurfti æskustöðvar sínar. Anna Lára segir þörfina fyrir hjálp til handa flótta- fólki vera mikla og að nauðsynlegt sé að bregðast hratt við, en ítrekar að vinna þurfi með fólkinu á for- sendum þess sjálfs og með aðstoð færustu sérfræðinga. Sjá nánar bls. 12

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.