Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 20154
Töluverð hreyfing er á fylgi stjórn-
málaflokka milli mánaða samkvæmt
könnun sem Gallup kynnti í síð-
ustu viku. Í henni bæta Píratar og
Vinstri hreyfingin - grænt framboð
við sig en að sama skapi minnkar
fylgi Samfylkingarinnar og Sjálf-
stæðisflokksins milli mánaða. „Nær
36% segjast myndu kjósa Pírata
sem er um fjórum prósentustig-
um meira en fyrir mánuði. Þetta
er mesta fylgi sem flokkurinn hef-
ur mælst með í Þjóðarpúlsi Gallup.
Næstum 12% myndu kjósa Vinstri
hreyfinguna - grænt framboð sem
er aukning um þrjú prósentustig
milli mánaða. Rúmlega 9% segj-
ast myndu kjósa Samfylkinguna ef
kosið yrði til Alþingis í dag sem er
um þremur prósentustigum minna
en fyrir mánuði. Fylgi Sjálfstæð-
isflokksins minnkar um rúmlega
tvö prósentustig milli mánaða en
tæplega 22% segjast myndu kjósa
flokkinn ef gengið væri til kosn-
inga nú. Fylgi Framsóknarflokksins
og Bjartrar framtíðar minnkar lít-
ið milli mánaða. Liðlega 11% segj-
ast myndu kjósa Framsóknarflokk-
inn og rösklega 4% Bjarta framtíð,“
segir í frétt Gallup. Stuðningur við
ríkisstjórnina er 34% og lækkar um
tvö prósentustig frá því í júlí.
mm
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug-
lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867
kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Þetta var ljótt en það
verður að duga
Litlir sem stórir sigrar á íþróttasviðinu hafa verið landsmönnum hug-
leiknir að undanförnu. Hér á Vesturlandi fögnum við því að karlalið Vík-
ings Ólafsvíkur hefur að nýju tryggt sér sæti í úrvalsdeild næsta sumar.
Góðar líkur eru á að gulklæddir Skagamenn spili áfram í efstu deild, en
það er þó alls ekkert öruggt ennþá, þegar fjórar umferðir eru eftir. Þá gæti
kvennalið ÍA mögulega tryggt endurkomu sína í efstu deild í kvöld með
sigri gegn Grindavík. En það er víðar að ganga vel. Íslenska karlalands-
liðið í körfubolta tekur nú þátt í EM úti í Þýskalandi. Liðið er þrungið
vestlenskri reynslu, með Grundfirðinginn Hlyn Bæringsson fyrrum leik-
mann Snæfells og Skallagríms í broddi fylkingar, Arnar Guðjónsson þjálf-
ara og Skúla I Þórarinsson sem sér um leikgreiningu fyrir landsliðið. Þá
skipa landsliðshópinn meðal annarra Axel Kárason og Pavel Ermolinski
úr Borgarnesi. Þetta lið hefur náð ótrúlega langt og gaman að sjá til þess
í leik og starfi. Öll eigum við að vera stolt af þessu frábæra fólki sem ber
hróður okkar út fyrir landsteinana.
Meirihluti þjóðarinnar fylgdist með í liðinni viku þegar íslenska karla-
landsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt á EM í fótbolta í Frakk-
landi næsta sumar. Í fyrsta skipti í sögunni nær íslenska karlalandsliðið
þeim áfanga að komast á stórmót. Við Íslendingar hljótum að vera stolt-
ir af þeim ekki síður en þeim árangri sem íslenska kvennalandsliðið hefur
í þrígang sýnt, en stelpurnar fóru á EM árin 1995, 2009 og 2013 og náðu
lengst í átta liða úrslit. Reyndar sýnist mér að æði margir hafi gleymt
þessari staðreynd og endurspeglaðist það í að jafnvel íþróttafréttamenn
héldu því statt og stöðugt fram eftir sigurleik íslenska karlalandsliðsins
gegn Hollandi að þetta væri í fyrsta skipti sem íslenskt landslið næði á
stórmót. Fólk á að vita betur og biðja konurnar opinberlega afsökunar.
Þær eru fyrir löngu búnar að ryðja brautina í þessu sem öðru.
En það er fyrst og fremst leikgleðin sem mér finnst að hafi fleytt ís-
lenska karlalandsliðinu í fótbolta þetta langt. Eftir höfðinu dansa limirn-
ir og það er alveg ljóst að persónuleiki þjálfarateymisins Lars Lagerbäcks
og Heimis Hallgrímssonar er bætandi fyrir leikmannahópinn. Húmor og
létt lund hefur löngum fleytt mönnum langt eins og ummæli Heimis í
beinni útsendingu á sunnudagskvöldið í sjónvarpinu báru glöggt merki.
Þar var hann spurður út í annars bragðdaufan markalausan leik gegn
Kazakstan, sem reyndar skilaði þessu eina stigi sem vantaði. Heimir svar-
aði: „„Þetta var ljótt en það verður að duga,“ sagði mamma þegar ég
fæddist.“ Menn sem hafa slíkan húmor að svara svona spontant í hita
leiksins og gera grín að sjálfum sér um leið, eru náttúrlega snillingar.
Þótt að einatt séu einhverjir sem fetta fingur út í það rými sem íþrótt-
ir fá í fjölmiðlum, held ég þó að það séu fleiri sem fagni því. Umfjallan-
ir um íþróttir eru góðar. Eru hvatning fyrir þá sem eru að leggja mikið á
sig og ná langt. Jafnvel hin eina veraldlega umbun og viðurkenning sem
þeir fá, fyrir utan betri heilsu að sjálfsögðu. Við eigum að hvetja börn og
ungmenni til að stunda einhverjar íþróttir. Þó ekki væri nema til að brjóta
upp daginn og minnka hinn ótímabæra doða sem tölvur og sjónvarp geta
valdið. Auk þess hefur það löngum verið svo að þeir sem eru hvað iðn-
astir við þátttöku í heilnæmu sporti ná langt á öðrum sviðum einnig. Öll
umfjöllun um gott gengi fólksins okkar í heilnæmum íþróttum er því af
hinu góða. Stundum hefur heldur ekkert veitt af að lífga upp andann og
gleyma dægurþrasinu rétt á meðan. Til hamingju Íslendingar með fólk-
ið okkar!
Magnús Magnússon.
Nemendum í Háskólanum á Bif-
röst heldur áfram að fjölga, en í
haust verða um 630 nemendur
við nám í skólanum en síðastlið-
ið haust voru þeir 617. Fjölgunin
er fyrst og fremst meðal nemenda í
háskóladeildunum en 500 nemend-
ur eru nú í grunnnámi og meistara-
námi á háskólastigi. Nýnemar við
skólann eru um 300. Nemend-
ur hafa ekki verið fleiri um árabil í
Háskólanum á Bifröst. Skólinn hóf
í haust kennslu í viðskiptalögfræði
í fjarnámi sem hefur hlotið mjög
góðar viðtökur. Ennfremur býð-
ur skólinn nú upp á þann mögu-
leika að vera í lögfræðinámi sam-
hliða vinnu.
Stór árgangur laganema hef-
ur nú nám í Háskólanum á Bif-
röst. Nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs
er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugs-
dóttir og segir hún það mikla og
skemmtilega áskorun að vera fyrst-
ur háskóla á Íslandi til að bjóða upp
á laganám í fjarnámi. „Háskólinn á
Bifröst hefur verið frumkvöðull í
kennslu í fjarnámi og nú er kom-
ið að því að bjóða upp á fjarnám
einnig í lögfræðinni. Þetta nýmæli
hefur orðið til þess að nemendum
fjölgar mikið sem þýðir að áhuginn
og eftirspurnin er sannarlega til
staðar,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Þá má einnig geta þess að Há-
skólinn á Bifröst, undir forystu
Helgu Kristínar Auðunsdóttur,
hlaut nýverið veglegan styrk til að
þróa sérstaka námslínu á meistara-
stigi í fjarnámi í viðskiptalögfræði
ásamt Árósaháskóla og University
College í Dublin á Írlandi. „Okk-
ar sérhæfing hefur verið viðskipta-
lögfræðin og framtíðarsýnin er að
byggja á þeim góða grunni,“ segir
Þorbjörg Sigríður að lokum.
mm/ -fréttatilk.
Nemendur á Bifröst hafa ekki
verið svo margir um árabil
Píratar orðnir langstærsti
stjórnmálaflokkurinn
Í skjalaskáp kirkjunnar á Staðastað
á Snæfellsnesi má finna skjal sem
ritað er af Sigurgeiri Sigurðssyni
þáverandi biskupi Íslands 4. apríl
1950. Sr. Páll Ágúst Ólafsson sókn-
arprestur á Staðastað deildi ljós-
mynd af skjalinu á Facebooksíðu
prestakallsins en þar má sjá hvern-
ig tungumálið okkar hefur tekið
breytingum á þessum 65 árum. Í
bréfinu segir: „Barnaverndarfélag-
ið hefir ákveðið að safna skýrslum
um alla fávita á landinu innan tutt-
ugu ára aldurs og hefir óskað að-
stoðar kirkjunnar í því efni. Fyr-
ir því leyfi ég mér að æskja þess,
að þér, kæri herra sóknarprest-
ur, gefið mér skýrslu á hjálögðum
eyðublöðum um þá fávita, innan
20 ára, sem heima eiga í sóknum
yðar, og sendið mér eigi síðar en
hinn 20. júní n.k.“ Það er því ekki
lengra síðan en þetta að stjórnsýsl-
an notaði orðið fáviti yfir einstak-
linga með þroskahömlun. Orð-
ið þótti þó ekki niðrandi í þá daga
og var einnig talað um „fávitahátt“
og síðar „vangefni“ þegar rætt var
um þroskaskerðingu. Þjónusta við
fatlað fólk hefur breyst mikið frá
þessum tíma og samhliða því hef-
ur orðanotkun breyst. Í dag er
hvorki talað um fávita, vangefna
eða þroskahefta heldur er nú tal-
að um fólk með fötlun eða þroska-
hömlun.
grþ
Safnaði skýrslum um fávita á landinu
Ljósmynd af skjalinu þar sem óskað er eftir upplýsingum um fávita.
Ljósm. Staðastaðarprestakall.