Skessuhorn - 09.09.2015, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 9
Dagur íslenskrar náttúru á Akranesi
Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru þann 16. september næstkomandi ætla Akraneskaupstaður og
Landmælingar Íslands að taka höndum saman og bjóða til fræðslu- og örnefnagöngu.
Kl. 17:00 verður gengið frá aðalinngangi á Jaðarsbökkum meðfram Langasandi, út á Sólmundarhöfða og
þaðan að Garðalundi, undir leiðsögn Guðna Hannessonar og Rannveigar L. Benediktsdóttur starfsmanna
Landmælinga Íslands. Þau munu fræða gesti um örnefni á þessum slóðum.
Kl. 17:45 verður gengið um Garðalund undir leiðsögn Jóns Guðmundssonar garðyrkjufræðings og
Sindra Birgissonar skipulagsfræðings. Garðalundur hefur verið vinsælt útivistarsvæði Akurnesinga
um árabil en hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarin ár.
Allir hjartanlega velkomnir, klæðnaður eftir veðri.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Sunnudagaskóli Akranekirkju hefst næstkomandi sunnudag. Vetrarstarfið
hefst að þessu sinni með leiksýningunni Hafdís og Klemmi - og leyndardómar
háaloftsins sem er fyrir börn á öllum aldri. Persónur sýningarinnar eru þau
Hafdís og Klemmi sem eru jafnframt aðalpersónur þáttaseríunnar Daginn í dag
en sýningin er sjálfstætt framhald þáttanna.
Sýningin er í Safnaðarheimilinu
Vinaminni, sunnudaginn
13. september klukkan 11.
Aðgangur ókeypis!
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Símenntunarmiðstöð Vestur-
lands hefur sett á laggirnar nýtt
nám fyrir þá sem vilja afla sér rétt-
inda í mannvirkja- og málmtækni-
greinum. Námið kallast Tækni-
stoðir og er fjármagnað af verk-
efninu Menntun núna! sem geng-
ur út á að hækka menntunarstig í
Norðvesturkjördæmi. Tæknistoðir
er tveggja anna fjarnám með stað-
bundnum lotum. „Þetta er gert til
að höfða til þeirra sem búa í dreif-
býli. Við erum ekki að útiloka einn
né neinn en þetta er sérstaklega
ætlað þeim sem búa fjarri verk-
námsskóla. Þeir geta unnið stór-
an hluta heima hjá sér en mæta svo
fjórum sinnum á önn í Borgarnes,“
segir Hörður Baldvinsson verk-
efnisstjóri Tæknistoða. Hann seg-
ir þetta fyrirkomulag gera það að
verkum að þeir sem búi fjarri skóla
þurfi ekki að hitta kennara eins oft
og áður var. „Við höfum verið með
nemendur sem hafa þurft að keyra í
þrjá klukkutíma til að komast í tíma
á laugardagsmorgni. Síðasta vetur
var þetta mjög erfitt fyrir þá sem
voru í dreifbýlinu en með þessu
fyrirkomulagi fækkar ferðunum
mikið,“ bætir Hörður við og segir
þetta frábært tækifæri fyrir þá sem
hafa kost á því.
Fyrir alla aldurshópa
Í Tæknistoðum eru meðal annars
kennd fög eins og grunnteikning,
efnisfræði málms og trés, iðnreikn-
ingur og forritun á iðnaðarvélum.
„Vonandi fáum við svo fjármagn í
Tæknistoðir 2, þá myndi bóklegum
fögum fjölga og það myndi hjálpa
þeim sem áhuga hafa á réttinda-
námi að ná sér í þau,“ segir Hörð-
ur. Hann segir verkefnið samvinnu-
verkefni allra framhaldsskólanna í
kjördæminu og að það sé fullmetið
í hefðbundið iðnnám. „Þetta gerir
það að verkum að það verða færri
ferðir í verknámsskólana fyrir þá
sem vilja ná sér í löggild iðnrétt-
indi.“ Hörður segir að góður stuðn-
ingur sé í náminu og haldið sé vel
utan um alla nemendur. „Nemend-
ur fá stuðning frá kennurum allan
tímann í gegnum kennsluforritið
Moodle og kostur er á góðri náms-
og starfsráðgjöf. Námið hentar öll-
um aldri, það má sem dæmi nefna
að sá elsti sem hefur skráð sig er
kominn vel á sextugsaldur en sá
yngsti er rúmlega 23 ára. Svo er
skemmtilegt að nefna að nemendur
koma víðsvegar að, dreifast vel yfir
þetta svæði.“ Námið hefst í byrjun
október og er skráning enn í full-
um gangi. „Það eru örfá sæti eftir
og skráning verður eitthvað fram í
seinni hluta mánaðarins. Þeir sem
vilja skrá sig eða fá upplýsingar
geta haft samband við mig eða far-
ið inn á vef Símenntunar, simennt-
un.is,“ segir Hörður. Áhugasam-
ir geta sent honum tölvupóst: hor-
dur@simenntun.is eða hringt í síma
841-7710.
grþ
Nýtt nám hjá
Símenntunarmið-
stöð Vesturlands
Hörður Baldvinsson er deildarstjóri málmiðnadeildar FVA.