Skessuhorn - 09.09.2015, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 201510
Um tvö hundruð íbúar í Borg-
arbyggð mættu á íbúafund sem
sveitarstjórn boðaði til á Hvann-
eyri síðastliðið miðvikudagskvöld.
Á dagskrá var kynning á ákvörðun
sveitarstjórnar frá 11. júní í sumar
þess efnis að loka Hvanneyrardeild
Grunnskóla Borgarfjarðar vorið
2016. Börnum sem verið hafa þar
í 1. til 5. bekk yrði þá annað hvort
ekið í skóla að Kleppjárnsreykj-
um eða í Borgarnes. Óhætt er að
segja að fyrirhuguð lokun grunn-
skóladeildarinnar hafi vakið hörð
viðbrögð íbúa. Ásakar hluti þeirra
sveitarstjórn um samráðsleysi og
að hafa tekið ákvörðun um lokun
Andakílsskóla án þess að fyrir lægi
með óyggjandi hætti hver ávinn-
ingurinn yrði. Segja þeir að það
yrði afturför um áratugi að hætta
að bjóða upp á nám á öllum skóla-
stigum á Hvanneyri, eitthvað sem
myndað hafi sérstöðu staðarins
umfram aðra þéttbýlisstaði á land-
inu og átt þátt í velgengni háskól-
ans á staðnum og eflingu þorpsins.
Sögðu fundarmenn að háskóla-
þorpið yrði vængstíft eftir lokun
grunnskólans á staðnum.
Rakti ástæður
og aðgerðir
Fundurinn hófst á fyrirlestri Kol-
finnu Jóhannesdóttur sveitar-
stjóra sem tók 70 mínútur í að
kynna m.a. ástæður þeirra aðgerða
sem sveitarstjórn hefur ákveðið
að grípa til, fór vítt yfir fjárhags-
og skuldastöðu Borgarbyggð-
ar, aðgerðir og tillögur hagræð-
ingarhópa og kynnti ólíkar sviðs-
myndir í sameiningu skóla í hér-
aðinu. Sagði hún sveitarstjórn hafa
ákveðið að einblína á aðgerðir til
hagræðingar án þess að það leiddi
til skerðingar þjónustu. Þær sviðs-
myndir gengju misjafnlega langt,
allt frá lítilli breytingu frá núver-
andi formi skólahalds í að fækka
skólum í sveitarfélaginu í tvo, einn
í Borgarnesi og annan í Borgar-
firði. Það þýddi lokun tveggja
af þremur deildum Grunnskóla
Borgarfjarðar. Kolfinna rakti að
framlegð sveitarsjóðs væri óviðun-
andi miðað við rekstur sveitarfé-
laga almennt. Þá hafi launahækk-
anir milli áranna 2013 og 2014
þýtt 11,2% hækkun launakostnað-
ar hjá sveitarfélaginu meðan tekjur
jukust einungis um 6,6%. Upp-
lýsti Kolfinna að verkefni sveitar-
stjórnar væri að bæta framlegð um
200 milljónir á ári. Nú væri fjár-
festingageta sveitarsjóðs engin án
þess að þurfa að auka skuldir. Þrátt
fyrir þær hagræðingar sem sveit-
arstjórn hefði þegar gripið til, svo
sem hækkun fasteignaskatts, vant-
aði 90 milljónir til að bæta afkom-
una. Upplýsti hún að fræðslumál
tækju til sín 60% af tekjum sveit-
arsjóðs og að þar væri kostnaður
á barn í grunnskóla nú komið yfir
400 þúsund krónur á íbúa, á sama
tíma og sá kostnaður væri t.d. um
250 þúsund á Akranesi.
Sveitarstjóri viðurkenndi í lok
erindis síns að sveitarstjórn hefði
mátt vinna nokkur atriði betur í
aðdraganda umdeildra ákvarðana.
Nefndi hún samráðsskort við íbúa,
uppýsingaflæði hefði þurft að vera
betra, fleiri skýrslur gerðar að-
gengilegar, betra samstarf haft við
stjórnendur í sveitarfélaginu og að
utanaðkomandi ráðgjöf hefði þurft
að koma fyrr þegar kom að hag-
ræðingu í fræðslumálum.
Kolfinna kynnti þann möguleika
sem sveitarstjórn vildi bjóða að í
leikskólanum Andabæ á Hvann-
eyri yrði hægt að hýsa tvo fyrstu
árganga grunnskóla, en að Anda-
kílsskóla yrði lokað eins og ákveð-
ið hafi verið. Nú væri leikskólinn
ríflega hálfsetinn miðað við húsa-
kost og hægt að koma tveimur ár-
göngum þar fyrir með góðu móti.
Það þýddi að í blönduðum leik-
og grunnskóla yrðu börn á aldrin-
um 18 mánaða til 8 ára. Væru íbú-
ar tilbúnir að skoða þennan mögu-
leika yrði auglýst staða stjórnanda í
sameinuðum leik- og grunnskóla á
Hvanneyri í haust. Eftir sem áður
færu börn á Hvanneyri í 3. bekk og
uppúr annaðhvort á Kleppjárns-
reyki eða í Borgarnes til náms.
Stuðla að verbúðarlífi
Að loknu erindi Kolfinnu gafst
íbúum kostur á að tjá skoðan-
ir sínar og varpa fram fyrirspurn-
um. Mikill tilfinningahiti var í
þeirra röðum og þung orð féllu í
garð sveitarstjórnar. Það var skoð-
un sumra að búið væri að mynda
gjá milli íbúa og sveitarstjórnar og
að vanlíðan væri mikil, ekki síst í
röðum barnafólks sem teldi að um
forsendubrest væri að ræða fyrir
búsetu á Hvanneyri og í nágrenni
yrði grunnskóladeildinni lok-
að. „Traustið milli ykkar hrepps-
nefndarmanna og íbúa er einfald-
lega ekki lengur til staðar,“ voru
orð séra Geirs Waage sem var afar
þungorður í garð sveitarstjórnar.
Sagði hann meðal annars að engu
líkara væri en að sveitarstjórn væri
að stofna til verbúðarlífs þeirra
sem ættu að starfa við vaxandi og
ný ferðaþjónustufyrirtæki í Borg-
arfirði. Nýir starfsmenn þar veldu
frekar að keyra langa leið til og frá
vinnu fremur en að setjast að í hér-
aði þar sem brestur og óvissa ríkti
í skólamálum.
Lýsti annarri skoðun
Heimamenn á Hvanneyri og aðr-
ir sem kváðu sér hljóðs voru flest-
ir á einu máli um að þeir vildu við-
halda starfsstöðvum grunnskól-
anna eins og þær eru í dag, enda
um grunnstoð samfélagsins að
ræða. Með einni undantekningu
þó. Einar Guðmann Örnólfsson
frá Sigmundarstöðum í Þverár-
hlíð lýsti þeirri skoðun sinni und-
ir lok fundar að hann væri ósam-
mála því að fækkun skólastöðva
leiddi til lakara skólastarfs. Hvatti
hann þvert á móti sveitarstjórn til
að fækka starfsstöðvum skólanna
í Borgarfirði enn frekar þann-
ig að fjölga mætti í bekkjardeild-
um. Taldi hann að fámennir bekk-
ir gætu jafnvel verið hamlandi fyr-
ir félagslegan þroska ungmenna og
útilokað væri annað en samkenna
í tveimur eða fleiri bekkjum við
núverandi fyrirkomulag og fjölda
skóladeilda. Kvaðst hann til dæm-
is fylgjandi því að skólinn á Klepp-
járnsreykjum yrði efldur og tæki
til sín börn sem nú ganga í skóla
á Varmalandi og Hvanneyri. Slík-
ur skóli hefði 222 nemendur eins
og íbúafjöldinn væri í dag, eða að
jafnaði 22,2 nemendur í árgangi.
Andstætt aðalskipulagi
Hart var deilt á sveitarstjórn fyrir
samráðsleysi í aðdraganda ákvörð-
unar um lokun skólans. Fulltrú-
ar úr Íbúasamtökum Hvanneyrar
kynntu sjónarmið félagsins. Bryn-
dís Geirsdóttir og Sólrún Halla
Bjarnadóttir sögðu að búið væri
að segja þeim ósatt. Þeim hafi allt-
af verið sagt: „Hafið engar áhyggj-
ur, það hefur engin ákvörðun verið
tekin um lokun skóla.“ Annað hafi
svo komið á daginn. Sögðu þær
skýrslu sem sveitarstjórn byggði
ákvörðun sína á innihalda rangar
upplýsingar og úreld gögn. Bentu
þær á að með ákvörðun sinni væri
sveitarstjórn að ganga gegn gild-
andi aðalskipulagi. Þar væri með-
al annars gert ráð fyrir að íbúar
á Hvanneyri yrðu 850 árið 2022.
Bentu þær á að fjórða mesta fólks-
fjölgun á landinu væri nú í Borg-
arbyggð og því væri ákvörðun um
fækkun skóla úr takti við þá þróun
sem hafin er og sögðu að allsstaðar
á landinu væru reknir grunnskólar
í þorpum af svipaðri stærðargráðu
og Hvanneyri. „Það er fordæma-
laust að loka skólum í þéttbýli í svo
miklum vexti,“ sögðu þær Bryndís
og Sólrún Halla.
Andstætt
hagsmunum LbhÍ
Björn Þorsteinsson rektor LbhÍ
kvað sér hljóðs. Sagði hann hags-
munum Landbúnaðarháskólans
stefnt í uppnám með ákvörðun
sveitarstjórnar. Sagði hann Hvann-
eyringa gera kröfur um metnað og
gæði en ekki undanhaldsstefnu eins
og sveitarstjórn Borgarbyggðar
virtist vera upptekin af. Sagði hann
að með ákvörðun sveitarstjórn-
ar yrði mun erfiðara að fá fólk á
barneignaraldri til að setjast að á
Hvanneyri og það rýrði möguleika
á að ráða starfsfólk og nemendur.
Benti Björn á að lokun grunnskól-
ans væri óafturkræf aðgerð og var-
anleg stefnumörkun sem leiddi til
neikvæðrar byggðaþróunar. Sagði
hann sveitarstjórn ekki trúa á vöxt
héraðsins og engu líkara væri en
að Hvanneyri ætti ekki að dafna.
Fagnaði Björn frumkvæði ungra
íbúa að verja hagsmuni byggðar-
innar en lýsti jafnframt áhyggjum
yfir hvernig samskiptum íbúa og
sveitarstjórnar hefði verið háttað.
Grunnskólinn
var stoðin
Bjarni Guðmundsson á Hvann-
eyri kvaðst hafa upplifað fleiri ár í
skólamálum á Hvanneyri en marg-
ur annar. Sagði hann frá því hversu
Hvanneyrarstaður efldist eftir að
Andakílsskóli var byggður og hóf
starfsemi. Það hafi tekist með trú
og dyggum stuðningi Jakobs Jóns-
sonar á Varmalæk og fleiri mætra
manna. Grunnskólinn hafi þannig
alltaf verið sú stoð sem þurft hafi
til að staðurinn byggðist upp í það
sem hann nú er. Sagði hann upp-
byggingu í ferðaþjónustu í hér-
aðinu einnig byggja á því að til
staðar væru skólar sem gætu hýst
börn þeirra sem vinna þurfa við
slík fyrirtæki.
Hiti í mannskapnum
Margir fleiri tóku til máls og flestir
tjáðu sig með svipuðu sniði og þeir
sem nefndir hafa verið hér að fram-
an. Útilokað er í skammri yfirferð
af nærri fimm tíma fundi að geta
þeirra allra. Einna fastast deildu
þó á störf sveitarstjórnr þau Hall-
grímur Sveinsson, Bjarni Bene-
dikt Gunnarsson, Álfheiður Sverr-
isdóttir og Kristbjörg Austfjörð.
En Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir,
móðir og kennari, baðst í upphafi
máls síns afsökunar á því að vera
baggi á sveitarsjóði! Hún ætti jú
tvö börn, annað í leikskóla en hitt
að bíða eftir leikskólaplássi. Baðst
hún jafnframt afsökunar á því að
sem kennari hafi laun hennar verið
hækkuð eftir starfsmat. Flutti Þóra
Geirlaug fasta ádrepu á störf sveit-
Fjölmenni mótmælti lokun grunnskólans á Hvanneyri
Fundarmenn samþykktu vantraust á meirihluta sveitarstjórnar
Horft yfir salinn og hluta fundargesta.
Sveitarstjórn í upphafi fundar. F.v. Björn Bjarki, Guðveig Anna, Jónína Erna,
Ragnar Frank, Geirlaug, Magnús Smári, Finnbogi og Helgi Haukur. Á myndina
vantar Huldu Hrönn sem kom skömmu síðar.
Horft fram salinn.