Skessuhorn - 09.09.2015, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 201530
Skólastarf Tónlistarskóla Grund-
arfjarðar hófst 1. september og að
sögn Lindu Maríu Nielsen deild-
arstjóra fer skólastarfið mjög vel
af stað. „Í upphafi skólastarfsins
eru 65 nemendur skráðir í nám hjá
okkur og eru örfá pláss enn laus.
Það hafa allir komist að sem vilja
og við erum ekki með neina biðl-
ista eins og er. Þetta er mjög svip-
aður fjöldi nemenda og síðustu ár.“
Við skólann starfa fimm kennarar
og er boðið upp á kennslu á flest
hljóðfæri. „Við erum með tréblást-
ursdeild, málmblástursdeild, gítar,
bassa og píanó. Einnig er söngdeild
sem er mjög vinsæl núna, líklega
vinsælasta deildin eins og er. Skipt-
ingin á önnur hljóðfæri er nokkuð
jöfn myndi ég segja, margir sækja
þó í píanónám,“ segir Linda María.
Börn geta hafið nám í tónlistarskól-
anum þegar þau fara í fyrsta bekk
í grunnskóla. „Við tökum inn frá
fyrsta bekk og uppúr en það er nýj-
ung, við höfum venjulega tekið inn
frá þriðja bekk. Einnig eru nokkr-
ir fullorðnir nemendur hjá okk-
ur en mest eru þetta grunnskóla-
börn. Aldursdreifing grunnskóla-
barnanna eru nokkuð jöfn.“
Hefja samstarf við
grunnskólann
„Framundan hjá okkur er fyrst og
fremst þetta hefðbundna skólastarf,
einkatímar, samspil og tónfræði.
Við erum einnig að hefja samstarf
við grunnskólann. Þar munum
við koma inn með tónlistarstund
einu sinni í viku fyrir 1.-7. bekk.
Þar munum við kenna börnun-
um rythma og tónlistarstefnur og
svo verður sungið og kennt á ýmis
hljóðfæri,“ segir Linda María. „Það
er ein skólahljómsveit hjá okkur
sem æfir saman í hverri viku. Þar
eru börn úr fjórða bekk og uppúr
sem spila saman.“ Það sem fram-
undan er hjá skólanum þetta skóla-
ár eru árlegir jólatónleikar sem all-
ir nemendur skólans geta tekið þátt
og svo lokatónleikar og skólaslit í
vor. „Það geta allir nemendur skól-
ans tekið þátt í þessum tónleikum
og þeir eru alltaf vel sóttir. Það má
eiginlega segja að meirihluti bæj-
arbúa í Grundarfirði mæti á þessa
tónleika,“ segir Linda María að
lokum. arg/ Ljósm. tfk.
Kennsla hófst við Tónlistarskóla
Stykkishólms mánudaginn 24.
ágúst og að sögn Jóhönnu Guð-
mundsdóttur skólastjóra fór skóla-
starfið þokkalega af stað. „Það var
reyndar smá ströggl að púsla spila-
tíma krakkanna saman við íþrótta-
æfingar hjá þeim. Hér eru börnin
mörg að æfa íþróttir og sum jafn-
vel tvær eða þrjár íþróttagreinar
ásamt námi í tónlistarskólanum.
Við reynum okkar besta að koma
til móts við þessar þarfir allra en
í ár hefur þetta verið óvenjulega
mikið púsl. Þetta eru svo flottir
krakkar sem allir mæta glaðir úr
sumarfríinu og eru alveg til í tusk-
ið,“ segir Jóhanna glöð í bragði.
Í vetur eru um 100 nemendur í
skólanum og eru það ögn færri en
í fyrra. „Við fengum á okkur smá
niðurskurð frá bæjaryfirvöldum og
komast því ekki fleiri að, skólinn
er algjörlega troðfullur og nokkrir
eru á biðlista. Það eru níu kennar-
ar í stóru og smáu starfshlutfalli í
skólanum í vetur,“ segir Jóhanna.
Trommurnar eru að
slá í gegn
Í skólanum er boðið upp á kennslu
á flest hljóðfæri, allt nema strok-
hljóðfæri. Að sögn Jóhönnu er
píanóið vinsælast með miklum yf-
irburðum en trommurnar eru að
slá mikið í gegn, bókstaflega. „Við
erum alltaf að reyna að vera vak-
andi og á tánum með að finna upp
á einhverju sem krakkarnir hafa
gaman að. Nú er unnið að einu
skemmtilegu verkefni í trommu-
deildinni. Þar eru börnin að smíða
algjörlega nýtt hljóðfæri úr rör-
um og fittings, hnjám og múff-
um. Hljóðfærið hefur fengið nafn-
ið Hamroníum og er það nafn al-
gjörlega nýtt, eins og hljóðfærið.
Þessi smíði er samstarfsverkefni
krakkanna í trommudeildinni,
mest eldri krakkanna. Spilað var á
frumgerð hljóðfærisins á skólaslit-
um í vor og einnig á skólaslitum
grunnskólans og vakti það mikla
athygli og gleði. Nú er hljóðfærið
í frekari þróun og verður vonandi
hægt að sýna það á tónleikum nú í
haust, jafnvel í endanlegri mynd,“
segir Jóhanna.
Margir tónleikar í
vetur
Aðspurð hvað sé framundan í skól-
anum í vetur segir Jóhanna hefð-
bundið starf, kennslu og tónleika-
hald bera hæst. „Á síðasta skólaári
voru tvö stórafmæli hjá okkur og
við héldum upp á þau en núna í ár
verður skólastarfið fremur hefð-
bundið. Við munum halda nokkra
tónleika t.d. okkar árlegu jóla-
tónleika þar sem öll börnin koma
fram. Fyrir svona marga nemend-
ur þarf að halda um 5-6 tónleika
svo allir geti tekið þátt og í lok-
in verða stórir tónleikar í kirkj-
unni áður en allir halda heim í
jólafrí. Um miðja vorönn, í febrú-
ar og mars er undirbúningur fyr-
ir þátttöku í Nótunni sem er upp-
skeruhátíð fyrir tónlistarskólana.
En við reiknum með að vera gest-
gjafar fyrir svæðistónleika Nót-
unnar í mars,“ segir Jóhanna. „Í
lok skólaársins verða vortónleikar
og eru þeir með svipuðu sniði og
jólatónleikarnir, um 5-6 tónleikar
og að lokum skólaslit þar sem
stærri atriði koma fram. Það taka
allir nemendur þátt og er gríð-
arlega mikill áhugi og metnaður
hjá krökkunum. Um 80 af þeim
100 nemendum sem eru hjá okk-
ur koma úr grunnskólanum, það
er um helmingur grunnskólabarna
sem eru í tónlistarskólanum sem
sýnir hversu mikill áhuginn er,“
segir Jóhanna að endingu.
arg
Kennsla við Tónlistarskólann á
Akranesi hófst 1. september. „Við
erum svona að koma okkur í gang
og fer skólastarfið ágætlega af stað.
Það er þó örlítil fækkun sem við
höfum áhyggjur af. Aðsókn í blást-
urshljóðfærakennslu og söngnám
hefur minnkað verulega en ekki
er mikil skráning í það nú í haust.
Mun færri eru að bætast við heldur
en luku nú í vor og blásturshljóð-
færin virðast bara eiga undir högg
að sækja. Núna eru um 270-280
nemendur skráðir í skólann en í
vor voru þeir um 300. Það eru því
laus pláss bæði í söng og á blásturs-
hljóðfæri,“ segir Lárus Sighvats-
son skólastjóri Tónlistarskólans á
Akranesi. Hann bætir því svo við
að í skólanum er kennt á öll þessi
helstu hljóðfæri sem eru í gangi.
„Við kennum þó ekki á hörpu eða
slíkt,“ segir hann og hlær. „Við
lentum í smá niðurskurði sem var
ákvörðun bæjarstjórnar og því
þurftum við að spara smá í rekstri í
ár. Starfshlutföllum hefur því ver-
ið fækkað um tæplega eitt hlutfall,
vonandi bara til eins árs,“ bætir
Lárus við.
60 ára afmæli skólans
„Píanóið og gítarinn eru alltaf vin-
sælustu hljóðfærin hjá okkur og
þar er alltaf troðfullt af nemendum
og núna eru nokkrir á biðlista. Það
er alltaf biðlisti í gítarnám enda
eitt vinsælasta hljóðfærið,“ segir
Lárus. Aðspurður hvað sé fram-
undan í skólastarfinu í vetur segir
hann stórafmæli skólans á dagskrá
í vetur en þá verður skólinn 60
ára. „Það hefur ekki verið algjör-
lega neglt niður hvernig við mun-
um halda upp á afmæli skólans en
stefnt er að einum svona afmælis-
degi. Þá er ætlunin að nemendur,
núverandi og fyrrverandi, komi og
spili allan daginn og að gestir og
gangandi geti komið og fengið að
sjá og hlusta. Það er enn verið að
móta þetta og ekkert hefur verið
neglt algjörlega niður,“ segir Lár-
us. Fyrir utan þessa afmælishátíð
segir Lárus veturinn vera nokkuð
hefðbundinn þar sem haldnir verða
reglulegir músíkfundir með nem-
endum og spilað verður á árlegum
jólatónleikum og annað slíkt. „Við
munum halda áfram með verkefni
sem við höfum unnið í samvinnu
með grunnskólunum. Þá erum við
að bjóða krökkum í 8.-10. bekk að
taka tónlistarval í skólanum. Þetta
hefur notið mikilla vinsælda hjá
krökkunum og er þetta fjórða árið
sem við erum að þessu,“ segir Lár-
us að lokum.
arg
Tónlistarskólar
Blokkflautusveitin leikur Signir sól.
Tónlistarskóli Stykkishólms
Nýtt hljóðfæri í smíðum
Hér sést hluti nýja hljóðfæris trommudeildarinnar, hið svokallaða „hamroníum.“
Nemendur Tónlistarskóla Grundarfjarðar að spila og syngja fyrir fullum sal
áhorfenda sem mættu á tónleika skólans.
Tónlistarskóli Grundarfjarðar
Meirihluti bæjarbúa
Grundarfjarðar mætir á tónleika
Nemendur við Tónlistarskóla Grundarfjarðar spila saman á tónleikum.
Tónlistarskólinn á Akranesi
Blásturshljóðfærin eiga
undir högg að sækja