Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Qupperneq 14

Skessuhorn - 21.10.2015, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 201514 Síðastliðinn laugardag var ekin loka- umferðin í Íslandsmótinu í rallý. Eknar voru fjórar sérleiðir um Skjald- breiðarveg og Kaldadal. Spennan var mikil því ljóst var að í lok dags myndu úrslit um Íslandsmeistaratitla ráðast í þremur flokkum; jeppaflokki, flokki bíla án túrbínu og heildarkeppn- inni, en í þeim flokki teljast allir þeir bílar sem keppa, óháð afli og útbún- aði. Mikið hafði rignt dagana fyrir keppni og sama var uppi á teningn- um á keppnisdaginn, auk þess sem allhvasst var meðan keppni stóð yfir. Aðstæður voru því erfiðar, vegir bæði mjúkir og ósléttir en keppendur létu það þó ekki á sig fá enda dýrmæt stig í boði. Barist var af öllu afli en and- stætt síðustu umferð var einungis ein áhöfn sem ekki lauk keppni. Úrslit í umferðinni urðu þau að Daníel og Ásta Sigurðarbörn sigr- uðu með yfirburðamun. Þau óku nú í fyrsta skipti á nýjum Subaru bíl sín- um en í öðru sæti urðu Baldur Har- aldsson og Aðalsteinn Símonarson. Í því þriðja lentu Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson en þeir hafa lent í miklum hrakföllum í sumar. Ljóst var í lok dags hverjir hömpuðu Ís- landsmeistaratitlum. Í jeppaflokki urðu þeir Þorkell Símonarson, Keli vert, og Anna María Sighvatsdóttir stigahæst og því meistarar. Má þess geta að þetta var fyrsta keppnissum- ar Önnu Maríu sem verður að telj- ast mjög góður árangur. Keli hefur í sumar keppt ásamt Þórarni K. Þórs- syni á Toyota Hilux bifreið. Hafa þeir nýtt ýmsa hluti til endurbóta á bíln- um svo sem golfkúlu sem hnúð á gír- stöngina. Í flokki bíla án túrbínu sigr- uðu þau Baldur Arnar Hlöðversson og Hanna Rún Ragnarsdóttir eft- ir harða baráttu við hjónin Ólaf Þór Ólafsson og Tinnu Rós Vilhjálms- dóttur. Draumur Óla og Tinnu varð að engu eftir að dekk sprakk á þriðju sérleið. Í heildarkeppni urðu Baldur Har- aldsson frá Sauðárkróki og Aðal- steinn Símonarson úr Borgarnesi í forystu fyrir umferðina. Var ljóst út frá stigagjöf að þeim myndi nægja sjötta sætið í lok dag. Örlaði á tauga- titringi í þeirra liðsbúðum eftir hrak- farir síðustu umferðar á Skjaldbreið- arvegi en þessir þaulreyndu ökumenn óku af skynsemi í bland við góðan hraða, allar fjórar leiðirnar og upp- skáru þannig annað sætið. Sýndu þeir enn og aftur að ekki skal eingöngu leggja áherslu á hraðan akstur held- ur þarf skynsemi og útsjónarsemi að vera með í för. Með þetta í farteskinu tryggðu þeir sér Íslandsmeistaratitil- inn, annað árið í röð. mm/gjg Tveir Íslandsmeistaratitlar á Vesturland Baldur og Aðalsteinn á fleygiferð í lokaumferð mótsins. Annað sætið dugði þeim til sigurs á Íslandsmótinu og verja þeir því titil sinn frá síðasta ári. Keli vert og Anna María sigruðu í jeppaflokki. Í tilefni Bleika dagsins var rætt við Þórhildi Þorsteinsdótt- ur bóndi á Brekku í Norðurár- dal. Hún hefur kynnst krabba- meini og afleiðingum þess meira en hún hefði kosið, horfði á eft- ir fjórum sér nákomnum yfir móðuna miklu á einungis tveim- ur árum. Sjálf hefur hún greinst með frumubreytingu á byrjunar- stigi og er undir eftirliti af þeim sökum. „Ég horfði á eftir móður minni, tengdaföður, mákonu og frænku yfir í sumarlandið vegna krabbameins. Ég fylgdi þeim öll- um á innan við tveimur árum,“ skrifar Þórhildur. „Ég horfa upp á sársaukann, vanlíðanina, von- leysið og að geta ekkert gert nema verið til staðar. Það var óendanlega sárt.“ Þórhildur segir að sínu mati sé mjög svo heimskulegt að fresta því að fara í krabbameinsskoð- un sé maður boðaður. „Kannski er maður jú hræddur við að það sé eitthvað að, ég var alveg í þeim pakka þegar ég var yngri. Það er nefnilega mjög auðvelt að vera í einhverjum blekkingarleik við sjálfan sig. Það er nauðsynlegt að fá greiningu sem fyrst ef eitt- hvað reynist að, þá eru batalík- urnar jú mun meiri, segir sig eig- inlega sjálft. Því er nauðsynlegt að standa saman um öflugt heil- brigðiskerfi, sem býður fólki upp á öflug og árangursrík meðferð- arúrræði. Það gerist ekki með flótta lækna úr landi, biluðum og gömlum tækjum og lélegum launum og óhófslegs álags á þá sem fólk vill og langar að starfi í íslensku heilbrigðiskerfi og með endalausum verkföllum. Ég vil ekki lenda í því að þurfa að vera hrædd við að ef ég greinist, að þá fái ég ekki þá þjónustu sem mér ber og vill fá, vegna niðurskurðar. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins vinnur virkilega gott starf og að sjálfsögðu á maður að mæta þeg- ar maður fær bréf, maður á að bera virðingu fyrir sér og lífinu, þú ein/einn berð ábyrgð á þínu lífi og maður fær aðeins eitt tæki- færi.“ Þórhildur segist alltaf hafa mætt í krabbameinsrannsókn- ir og hún hafi verið heppin. „Ég fékk greiningu á breytingum á frumstigi og er undir góðu eft- irliti. Ég er ein af þeim heppnu. Njótum dagsins saman og vekj- um um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá kon- um,“ segir Þórhildur Þorsteins- dóttir á Brekku. mm Hefur kynnst sjúkdómnum í návígi Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku. Bleiki dagurinn var föstudaginn 16. október en hann er eins og flestir vita tileinkaður árvekniá- taki bleiku slaufunnar í baráttunni gegn krabbameini í konum. Dags- ins var víða um land minnst með ólíkum hætti. Skagamenn þjóf- störtuðu deginum áður með því að mála bæinn bleikan á fimmtu- dagskvöldið. Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis gekkst fyr- ir göngu sem endaði með fræðslu- og skemmtidagskrá á Akratorgi. Þar var dagskrá þar sem slaufuberi félagsins var kynntur, ávarp bar- áttukonu var flutt, happdrætti og kakósala til stuðnings félaginu og tónlist var flutt. Á föstudeginum var síðan ýmislegt í gangi. Nefna má að Geirabakarí í Borgarnesi kynnti til sölu bleikar hnallþórur sem seldar voru í bakaríinu. Rann fimmtungur af verði hverrar seldr- ar kökur til Krabbameinsfélagsins. Þá voru víða starfsmenn á vinnu- stöðum klæddir í bleikt í tilefni dagsins. mm Bleiki dagurinn var á föstudaginn Starfsfólk Geirabakarís hefur selt margar kökur í tilefni dagsins, en hluti söluandvirðis rennur til Krabbameins- félagsins. Ljósm. Geirabakarí á Facebook. Arndís Halla Jóhannesdóttir flutti opnunarerindi á Akratorgi þegar dagskrá í tilefni árvekniátaksins fór þar fram. Ljósm. hs. Karlmenn í Stjórnsýsluhúsinu í Borgarnesi stilltu sér upp til myndatöku. Ljósm. gbf. Prúðbúið starfsfólk á bæjarskrifstofunum á Akranesi. Ljósm. sas. Á leikskólanum Krílakoti í Ólafsvík voru þessar bleiku kræsingar á boðstólnum í morgunsárið, þar á meðal þessi glæsilega bleika slaufukaka, en bleika slaufan er einmitt tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Ljósm. Snæfellsbær á Facebook. Á leið þingmanna Framsóknarflokks á fjórðungsþing sveitarfélaga á Norður- landi vestra, komu þeir við í Borgar- nesi. Þar fengu þeir morgunkaffi og bleika ástarpunga í tilefni dagsins. F.v. Elsa Lára Arnardóttir, Árni Guðjónsson og Ásmundur Einar Daðason.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.