Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Page 19

Skessuhorn - 21.10.2015, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2015 19 Eftirtaldar helgar verðum við með dýrindis jólahlaðborð á Hótel Bifröst: 20. - 21. nóv., 27. - 28. nóv. og 4. - 5. des. Sími 433 3030 hotelbifrost.is hotel@bifrost.is Jólahlaðborð á Hótel Bifröst 2015 Jólahlaðborð 7.900 kr. á mann. Jólahlaðborð með gistingu og morgunverði 14.500 kr. á mann. Geiturnar á Bjarteyjarsandi höfðu forystu þegar norsku konurnar fóru í fjárhúsin að skoða féð. Ferðir með mikla möguleika Sjálf er Githa Kristensen ekki í neinum vafa um að þessi hugmynd þar sem prjónakonum er boðið upp á Íslandsferðir til að kynnast betur íslensku ullinni, Íslandi og menn- ingu þess um leið og tækifæri gef- ist til að versla, sé nokkuð sem á mikla möguleika í ferðaþjónust- unni. „Ég held að það mætti mark- aðssetja svona ferðir víðar en í Nor- egi og þá einkum á Norðurlöndun- um. Það var reyndar ein kona með frá Stokkhólmi í Svíþjóð í síðustu ferð. Við eigum alveg eftir að kynna svona ferðir víðar en í Noregi. Við höfum fengið fyrirspurnir frá Dan- mörku. Familien-tímaritið er mjög útbreitt í Noregi og fer víða, meðal annars til Danmerkur og Svíþjóðar svo þetta spyrst út. Við notum líka Facebook mjög mikið til kynningar. Fólk sem hefur áhuga á prjónaskap er mjög virkt í ýmsum prjónahópum á Facebook. Fólk skiptist þar á upp- lýsingum, sýnir verk sín og spjallar saman. Það kom þægilega á óvart að sjá viðbrögin þar þegar við kynnt- um fyrstu ferðina til Íslands.“ Githa segir að þetta sé þó kannski ekki nema eðlilegt. „Íslenskur lopi og garn er eftirsóttur varningur sem hefur sérstöðu. Ullin á Íslandi er af sauðfé sem er af hreinum stofni sem upphaflega kom frá Noregi fyr- ir rúmum þúsund árum síðan. Þið hafið ekki blandað ykkar fé með er- lendum stofnum og það má segja að Íslendingar séu með upphaflega norska fjárstofninn.“ Íslensku ullarafurðirnar einstakar Að sögn Githu skiptir þó mestu að ullin og lopinn á Íslandi hefur sér- staka eiginleika sem norsku prjóna- konurnar finni ekki annars staðar. Úr lopanum megi gera flíkur sem eru næstum vatns- og vindþéttar. „Konurnar sem ferðast með okkur í þessum hópum hafa mikla þekk- ingu á prjónaskap og garntegund- um. Þær eru sérfræðingar sem vita upp á hár að hverju þær eru að leita og eru mjög vel meðvitaðar um eig- inleika íslensku ullarinnar og lop- ans. Af þessum sökum er mjög áhugavert fyrir þær að koma hingað til Íslands, sjá íslenskan landbúnað, kynnast framleiðslunni á lopanum og garninu og síðan versla þennan varning hér. Íslenskt garn og lopi er líka all nokkuð ódýrara hér á landi en komið í verslanir heima í Nor- egi. Svo er það líka svo að það er mikill áhugi á Íslandi í Noregi nú um stundir. Ísland er í tísku. Þess- ar ferðir okkar snúast líka um fleira en prjónaskap og garnhnykla. Við skoðum okkur um á Íslandi, bæði í þéttbýli og dreifbýli, og kynnumst landi og þjóð,“ sagði Githa. Norsku konurnar sem fóru um Vesturland á sunnudaginn voru himinlifandi yfir þeim móttökum sem þær fengu, bæði á Bjarteyjar- sandi, Hvanneyri og í Borgarnesi. Alls staðar beið þeirra bæði fræðsla og veitingar af ýmsu tagi, þar sem nefna má bæði íslenska kjötsúpu og íslenskt kaffihlaðborð með pönnu- kökum, rjómavöfflum og kleinum. Á Bjarteyjarsandi var aukin heldur boðið upp á tónlist þar sem María Jónsdóttir söng á íslensku og norsku konurnar svöruðu með fjöldasöng á sínu tungumáli. Var almælt í norska hópnum að þessi dagur á Vestur- landi hefði verið ógleymanleg upp- lifun. mþh Ærnar á Bjarteyjarsandi voru myndaðar í bak og fyrir enda framleiða þær ull í hinn eftirsótta íslenska lopa. Það var mikið að gera í afgreiðslunni í Ullarselinu þar sem varningnum er pakkað í poka sem heftaðir eru saman úr gömlum opnum úr Skessuhorni. Ástríður Sigurðardóttir og Rita Freyja Bach við afgreiðslu. Endurvinnsla af bestu gerð. Svo geta konurnar stautað sig fram úr innihaldi Vesturlandsblaðsins í fluginu á leiðinni heim. Githa Kristensen prjónakona og fararstjóri hefur skipulagt pílagríms- ferðir norsku prjónakvennanna til Íslands. Þær ferðir eru heldur betur að slá í gegn. Guðrún Bjarnadóttir í Hespuhúsinu á Hvanneyri tók á móti norsku konunum í íþróttahúsinu þar og sagði þeim frá því hvernig hún litar garnið með náttúrlegum aðferðum úr íslenskum hráefnum. Það vakti óskipta athygli norsku kvennanna.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.