Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 20162
Nú eru liðlega tvær vikur frá vetrarsólstöð-
um og dag tekið að lengja á ný. Tíminn líð-
ur æ hraðar og áður en langt um líður verð-
ur hér á norðurhveli jarðar glaðasólskin alla
daga og allar nætur. Vestlendingar eru því
minntir á að dusta rykið af sólstólunum og
pússa sólgleraugun. Vísast er að vera við
öllu búinn því myrkrið hverfur jafn skjótt og
það skellur á.
Á morgun, fimmtudag, er gert ráð fyrir aust-
lægri átt, víða 15-23 m/s. Snjókoma eða
slydda austan til og rigning með ströndinni
en annars staðar úrkomulítið. Hiti 0-7 stig,
hlýjast suðvestanlands. Norðaustan 10-18
m/s á föstudag. Él en þurrt og bjart sunn-
an heiða. Kólnandi veður. Á laugardag og
fram á mánudag spáir norðan- og norð-
austanátt með éljum fyrir norðan og austan.
Yfirleitt léttskýjað á Suður- og Vesturlandi.
Kalt í veðri.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns
þeirrar nærgöngulu spurningar: „Þyngd-
istu um jólin?“ Flestir sem tóku afstöðu, eða
46,49%, svöruðu neitandi og kváðust hafa
haldið sinni þyngd. „Já, en óverulega“ sögðu
næstflestir, 31,58%. 11,4% sögðust hafa
þyngst verulega en 10,53% sögðust hafa
lést, ef eitthvað er.
Í næstu viku er spurt:
Hver ætti lágmarksfjöldi meðmælanda
vegna forsetaframboðs að vera?
Jóhannes B. Björgvinsson, Jói lögga, lét um
áramótin af störfum eftir 36 farsæl ár und-
ir alls þrettán lögreglustjórum víðs vegar á
landinu. Jói lögga er Vestlendingur vikunnar.
Rætt er við hann vegna þessara tímamóta í
Skessuhorni í dag.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Nýr sóknarprestur
á Reykhólum
REYKHÓLAR: Biskup Íslands
hefur ákveðið að skipa mag. the-
ol. Hildi Björk Hörpudóttur í
embætti sóknarprests í Reykhóla-
prestakalli. Þetta kemur fram í
frétt á vef þjóðkirkjunnar. Alls
sóttu sex um embættið en frest-
ur til að sækja um rann út 11.
desember síðastliðinn. Það voru:
cand.theol. Arnaldur Máni Finns-
son, séra Elín Salóme Guðmunds-
dóttir, mag. theol. Hildur Björk
Hörpudótir, cand. theol. Krist-
inn Snævar Jónsson, mag. theol.
María Rut Baldursdóttir og mag.
theol. Viðar Stefánsson. -grþ
Dagatal
Blindrafélagsins
L A N D I Ð :
Blindrafélagið,
samtök blindra
og sjónskertra
á Íslandi, gef-
ur út dagatal
fyrir árið 2016
með myndum
af hinum ýmsu leiðsöguhundum.
Tilgangurinn með útgáfu þess
er að fjármagna kaup og þjálf-
un leiðasöguhunda fyrir blinda
einstaklinga. „Blindrafélagið tel-
ur mikilvægt að tryggja stöð-
ugt framboð leiðsöguhunda fyrir
blinda hér á landi, eins og raun-
in er í nágrannalöndum okkar,
enda hafa þeir margsannað mik-
ilvægi sitt. Á Íslandi eru einungis
starfandi sex leiðsöguhundar fyr-
ir blinda fyrir tilstuðlan Blindra-
félagsins og er þörf fyrir mun
fleiri. Þjálfun leiðsöguhunds fyr-
ir blindan einstakling er mjög sér-
hæfð og tímafrek. Hver leiðsögu-
hundur getur unnið á bilinu 8-10
ár og allan þann tíma, á hverj-
um einasta degi, bætir hundur-
inn lífsgæði notanda síns umtals-
vert. Dagatalið er sent heim til
allra velunnara félagsins en einnig
er hægt að kaupa það í vefverslun
Blindrafélagsins (www.blind.is) og
í síma 525 0000. Dagatalið kostar
2.300 krónur. -mm
FJARNÁM
Skráning á vorönn stendur til 10. janúar
á slóðinni www.fa.is/fjarnam
Menningarsjóðurinn Fegurri
byggðir veitti þann 29. desember
síðastliðinn viðurkenningarskjal fyr-
ir eftirtektarverð og vel unnin störf
á svæðinu sem áður var Neshreppur
Fegurri byggðir veita
Öldu Dís viðurkenningu
utan Ennis. Að þessu sinni var það
hin unga og hæfleikaríka Alda Dís
Arnardóttir sem hlaut viðurkenn-
ingu sjóðsins. Viðurkenninguna
hlaut hún fyrir góðan árangur á tón-
listarsviðinu og að vera með dugn-
aði sínum og staðfestu fyrirmynd
þeirra sem vilja láta drauma sína
rætast. Það var Þórhalla H. Bald-
ursdóttir formaður stjórnar menn-
ingarsjóðsins sem afhenti Öldu Dís
viðurkenninguna í húsnæði Lands-
bankans í Snæfellsbæ. þa
Ritstjórar ferðatímaritsins Condé
Nast Traveller hafa valið Hótel Búð-
ir á svokallaðan „Gulllista“ ársins,
meðal þeirra hótela sem þeir telja
best í heimi. Hótel Búðir er eina
íslenska hótelið á listanum en alls
eru hótelin á listanum frá 47 lönd-
um í sex heimsálfum. Með birtingu
listans eru ritstjórarnir að leitast við
að svara þeirri tíðu spurningu um
hver séu uppáhalds hótelin þeirra.
„Umhverfi hótelsins er töfrum lík-
ast, þar sem sjórinn er á eina hönd,
hraunbreiða á aðra og eini nágrann-
inn er lítil átjándu aldar kirkja,“ seg-
ir í umsögninni um Hótel Búðir. Þá
er einnig tiltekið að útsýnið sé stór-
fenglegt þar sem blasi við tignarleg
fjöll, útdautt eldfjall og hinn magn-
aði Snæfellsjökull sem sé uppspretta
sagna og andlegrar orku. Jafnframt
kemur fram að hið 28 herberja hót-
el eigi sér langa sögu, sé notalegt
og með veitingastað sem hafi verið
frumkvöðull á sviði nútímamatar-
gerðar á Íslandi.
Í október á síðasta ári var hótelið
auk þess valið sem eitt af bestu hóte-
lum Norður Evrópu árið 2015 af
lesendum Condé Nast Traveller. Var
það í annað skipti í röð sem hótelið
var kosið inn á þann lista. grþ
Hótel Búðir meðal
bestu hótela í heimi
Mikil náttúrufegurð er við Hótel Búðir. Hér má sjá hótelið í vetrarbúningi.
Ljósm. Arnaldur Halldórsson.
Fyrsta barnið sem fæddist á Heil-
brigðisstofnun Vesturlands á Akra-
nesi kom í heiminn á nýársdag kl.
17:45. Var það drengur sem vó 3.325
grömm og var 51 sentímetri að lengd.
Foreldrar hans eru Anna Caroline
Wagner frá Dresden í Þýskalandi og
Arnar Þór Haraldsson úr Kópavogi.
Drengurinn er þeirra fyrsta barn og
er litla fjölskyldan búsett í Reykja-
vík. Það var amma barnsins, Ásthild-
ur Gestsdóttir ljósmóðir, sem tók
á móti drengnum. Að sögn Arnars
Þórs lét drengurinn ekki bíða eftir sér
og kom í heiminn á settum degi. „Á
gamlársdag vorum við stödd í matar-
boði á Akranesi, heima hjá ljósmóð-
urinni, þegar Anna Caroline missti
vatnið. Rúmum sólarhring seinna
var drengurinn fæddur og allt gekk
ljómandi vel,“ segir faðirinn nýbak-
aði í samtali við Skessuhorn. Fjöl-
skyldan er komin heim til Reykjavík-
ur og heilsast móður og barni vel.
Margar fæðingar
yfir hátíðirnar
Á Akranesi fæddust alls 127 dreng-
ir og 132 stúlkur árið 2015. Samtals
eru það 259 börn, sem er tíu börnum
færra en árið áður. Mikið var að gera
á fæðingadeildinni yfir hátíðarnar og
fæddust níu börn frá 25. desember til
30. desember, þar af fjögur á jóladag.
grþ
Amman tók á móti fyrsta Vestlendingi ársins
Nýbakaðir foreldrar ásamt nýársbarninu.