Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2016 31 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 1225. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. janúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæð• isflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, laugardaginn 9. janúar kl. 10.30. Frjá• lsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 11. janúar kl. 20.00. Bj• ört framtíð í Vitakaffi, Stillholti 16-18, mánudaginn 11. janúar kl. 20.00. Sa• mfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 9. janúar kl. 11.00. Bæjarstjórnarfundur Orkuveita Reykjavíkur Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6100 • www.or.is Frá og með 4. janúar breytist afgreiðslutími Veitna, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orku Náttúrunnar á Akranesi. Opið verður frá klukkan 13 til 16 alla virka daga. Afgreiðslu í Borgarnesi verður lokað. Þjónustuvakt Veitna er opin allan sólarhringinn í síma 516 6000. Símatími þjónustuvers er frá kl. 8 til 17 alla virka daga. Búið er að ákveða leikdaga í átta liða úrslitum bikarkeppni karla og kvenna í körfunni, Powerade bik- arnum. Þrjú lið af Vesturlandi eru enn með í keppni, þ.e. Snæfell og Skallgrímur í kvennadeild og Skalla- grímur í karladeildinni. Fyrst mætir kvennalið Skallagríms Keflavíking- um í TM höllinni laugardaginn 9. janúar klukkan 14. Kvennalið Snæ- fells mætir hins vegar Val á flugvallar- svæðinu í Reykjavík sunnudaginn 10. janúar klukkan 16. Karlalið Skalla- gríms mætir svo Grindavík í Borg- arnesi mánudaginn 11. janúar klukk- an 19:15. Leikjum í karlariðli lýkur þriðjudaginn 12. janúar með viður- eign grannanna í Njarðvík og Kefla- vík og eftir það verður ljóst hvaða lið taka þátt í fjögurra riðla rimmunni í báðum deildum. mm Átta liða úrslit í bikar- keppninni brátt að hefjast Dag ur í lífi... Nafn: Ólöf Vigdís Guðnadótt- ir (Lóa). Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý með stelpuskottunni minni, henni Ingu Maríu sem fagnar þeim merka áfanga í lífi sínu að verða 3ja ára núna í janúar. Starfsheiti/fyrirtæki: Skólarit- ari í Grundaskóla. Áhugamál: Hreyfing, ferðast, njóta samverustunda með vin- um og fjölskyldu og margt fleira. Mánudagurinn 4. janúar 2016 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði rétt fyr- ir klukkan 07 og fór í sturtu og hafði mig til fyrir daginn. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Weetabix, trópíglas og lýsi. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Lagði af stað ca 07:50 og á bíl. Fyrstu verk í vinnunni: Knúsa allt starfsfólkið gleðilegt nýtt ár og kíkja á tölvupóstinn. Hvað varstu að gera klukkan 10? Skipulagsdagur í vinnunni, sameiginlegt kaffi hjá öllum á þessum tíma. Hvað gerðirðu í hádeginu? Vann í hádeginu því ég þurfti að hætta fyrr í vinnunni. Hvað varstu að gera klukk- an 14: Þá var ég að byggja „hús“ með dóttur minni heima hjá okkur. Mjög metnaðarfullt verkefni! Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Skipulagsdagur í vinnunni og á leikskólanum. Hætti í vinnunni klukkan 13, hafði ekki pöss- un lengur. Síðasta sem ég gerði áður en ég fór heim var að inn- rita nýja nemendur og undirbúa fyrir fyrsta skóladaginn. Þannig að það var óvenju stuttur dag- ur. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Við mæðgur fórum í búðina að versla og svo fór ég í spinning klukkan 17:30. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Það var létt og gott í kvöldmatinn, jógúrt og brauð með áleggi. Komið gott í kjö- táti! Hvernig var kvöldið? Stelpan fór í bað eftir kvöldmat og ég las fyrir hana stutta bók fyrir hátt- inn. Eftir að hún var sofnuð var smá tiltekt og undirbúningur fyrir næsta dag enda leikskólinn að byrja eftir jólafrí. Hvenær fórstu að sofa? Var komin upp í rúm um 23. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Burstaði tennurnar og greiddi lubbann. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Fyrsti vinnudagurinn eftir jólafrí, gaman að hitta allt samstarfsfólkið aftur og gott að rútínan er að detta í gang. Eitthvað að lokum? Gleðilegt nýtt ár og munum að brosa! Lífið snýst ekki um að eiga og eignast, heldur að vera og gera. Skólaritara í Grundaskóla Eins og kunnugt er þá hafa körfu- knattleikskonur í Skallagrími í Borgarnesi komið af miklum krafti inn í fyrstu deildina og voru tap- lausar á toppi deildarinnar þeg- ar farið var í jólafrí auk þess að vera eina fyrstu deildarliðið sem er komið í átta liða úrslit í bikar- keppninni. Þessi góði árangur hefur ver- ið undir stjórn hins öfluga Spán- verja Manuel Angel Rodriques en hann tók sem kunnugt er við liði Skallagríms í haust. Manuel er nú staddur í jólafríi á Spáni en sit- ur þó ekki aðgerðalaus þar sem hann hefur síðustu daga verið með kennslubúðir fyrir þjálfara á veg- um spænska körfuknattleikssam- bandsins. Búðinar sem um ræðir nú eru þjálfarakennsla fyrir varn- arleik en umgjörðin eru skipulögð af þjálfurnarskóla spænska körfu- knattleikssambandsins. Þetta eru ekki fyrstu verkefnin sem Manu- el tekur að sér fyrir spænska körfu- knattleikssambandið en hann hef- ur m.a. verið aðalþjálfari U16 ára landsliðs kvenna á Spáni. mm Fjölhæfur þjálfari meistara- flokks Skallagríms Framherjinn María Björnsdóttir úr Snæfelli var laust fyrir áramótin köll- uð til æfinga með 18 manna hópi A- landsliðs kvenna í körfuknattleik. Þar hitti hún fyrir þrjá liðsfélaga sína úr Snæfelli, Bryndísi Guðmundsdóttur og Berglindi og Gunnhildi Gunn- arsdætur. Landsliðið æfði þá fyrir næsta verkefni sitt sem framundan er seint í febrúarmánuði. Þá leikur verður gegn Portúgal og Ungverjalandi í undankeppni EM. kgk/ Ljósm. sá. María kölluð í landsliðið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.