Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2016 17
E
LD
V
A
R
N
A
R
-
N
Á
M
S
K
E
IÐ
INNLEIÐING HACCP
SAMSKIPTI
INDEX MIRACLE
ÞJÓNUSTUNÁMSKEIÐ
ADR
EXCEL II
HAFNARVERNDARNÁMSKEIÐ
www.attin.is
IS
O
/I
E
C
2
7
0
0
1
P
O
W
E
R
P
IV
O
T
B
Ó
K
LE
G
T
V
IN
N
U
V
ÉL
A
N
Á
M
SK
EI
Ð
Á
R
A
N
G
U
R
S
R
ÍK
S
A
L
A
L
ÍK
A
M
S
TJ
Ó
N
A
G
R
N
Á
M
S
K
E
IÐ
U
P
P
LÝ
S
IN
G
A
TÆ
K
N
I
F
O
R
R
IT
U
N
FJ
Á
R
M
Á
L
O
G
R
EK
ST
U
R
R
A
F
R
Æ
N
IR
R
E
IK
N
IN
G
A
R
TR
EL
LO
N
Á
M
SK
EI
Ð
R
A
K
I
O
G
M
YG
LA
Í
H
Ú
SU
M
L
J
Ó
N
IÐ
Í
V
E
G
IN
U
M
A
FN
Á
M
H
A
FT
A
S
O
LV
E
N
C
Y
2
Áttin veitir þér fjármagn til fræðslu
Rétt fræðsla og þjálfun eflir starfsfólk og er lykillinn að velgengni fyrirtækja til
lengri og skemmri tíma. Nú getur þú sótt um styrk til fræðslu starfsmanna
fyrirtækisins á einum stað. Skilaðu inn einni umsókn og sæktu þannig um styrk
úr mörgum fræðslusjóðum atvinnulífsins samtímis. Flóknara er það ekki. Áttin.is
er eina heimasíðan sem þú þarft að heimsækja. Þú getur sótt um styrk til fræðslu
fram í tímann eða allt að 12 mánuði aftur í tímann.
Miðvikudaginn 13. janúar verður fundur til kynningar á Áttinni
kl. 17:00-18:30 í Landnámssetrinu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, SA
Halldór Grönvold, ASÍ
Sveinn Aðalsteinsson, verkefnastjóri Áttarinnar
Nánari upplýsingar á attin.is
ÞÉR ER BOÐIÐ Á KYNNINGARFUND
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Í lok síðasta árs var tekið í
notkun í Björgvin í Noregi
hæsta timburhús sem reist
hefur verið í heiminum
hingað til. Húsið er fjór-
tán hæðir, grind úr límtré
sem tilbúnum einingum
er raðað inn í. Heimsmet-
ið stendur þó ekki lengi
því ákveðið hefur verið að
reisa 20 hæða timburhá-
hýsi í Vancouver í Kanada
sem áætlað er að verði til-
búið næsta haust.
Norska blaðið Dagsavisen grein-
ir frá þessu og ræðir við Kjell Arne
Malo hjá mannvirkjastofnun norska
tækni- og náttúruvísindaháskólans
NTNU í Þrándheimi. Hann spá-
ir því að sex til tíu hæða blokkir úr
timbri verði algeng sjón í norsk-
um bæjum og borgum á komandi
árum. Malo stýrir fjög-
urra ára verkefni sem felst
í að þróa hentugar aðferð-
ir við smíði stórra timb-
urbygginga sem stand-
ist kröfur um hagkvæmni
og gæði. Norsk, sænsk og
þýsk fyrirtæki taka þátt í
verkefninu ásamt arkitekt-
um, verkfræðingum, at-
hafnamönnum og birgj-
um en norska landbúnað-
ar- og matvælaráðuneytið
styrkir það gegnum For-
skningsrådet, norska rannsókn-
arráðið. Frá þessu var greint á vef
Skógræktar ríkisins.
mm
Búnir að reisa hæsta timburhús í heimi
Húsið er fjórtán hæðir og stendur í Björgvin í Noregi.
Ný skrifstofa búnaðarmála hóf starf-
semi innan Matvælastofnunar í upp-
hafi þessa árs. Á síðasta ári voru sam-
þykkt lög frá Alþingi um að stjórn-
sýsluverkefni í tengslum við búvöru-
samninga yrðu flutt frá Bændasam-
tökum Íslands til Matvælastofnun-
ar frá og með 1. janúar 2016. Vinna
við þennan flutning stjórnsýsluverk-
efna hefur verið samstarfsverkefni
Matvælastofnunar, Bændasamtak-
anna og atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytisins. Bændur munu
verða varir við að frá og með 4. janú-
ar 2016 munu Bændasamtökin ekki
lengur hafa umsjón með stuðnings-
greiðslum til bænda, heldur verð-
ur það verkefni Matvælastofnunar í
umboði ríkisins.
Verkefni skrifstofu búnaðarmála
eru stjórnsýsluverkefni í tengslum
við búvörusamninga og búnaðarlaga-
samning í samræmi við búvöru- og
búnaðarlög. Skrifstofan annast fag-
og fjárhagslega framkvæmd verk-
efna á sviði landbúnaðar sem stjórn-
völd og Alþingi felur Matvælastofn-
un. Verkefnin snúa m.a. að fram-
kvæmd á stjórnvaldsákvörðunum
um opinberar greiðslur til bænda,
útreikningi, afgreiðslu og eftirliti
með framkvæmd þeirra. Skrifstof-
an heldur utan um skrá um hand-
hafa beingreiðslna og greiðslumark
mjólkur og sauðfjárafurða auk þess
að sjá um greiðslur til bænda sam-
kvæmt samningum um starfsskilyrði
í mjólkur-, sauðfjár- og grænmet-
isframleiðslu. Þannig eru eftirfar-
andi stuðningsgreiðslur á verksviði
hinnar nýju skrifstofu: beingreiðslur,
álagsgreiðslur vegna gæðastýrðar
framleiðslu, gripagreiðslur í naut-
griparækt, og geymslugjald vegna
sauðfjárframleiðslu. Umsjón með
styrkjum vegna nýliðunar í mjólk-
ur- og sauðfjárframleiðslu, jarða-
bóta bænda, lýsingarbúnaði í gróð-
urhúsum og styrkir vegna vatns-
veitna á lögbýlum eru sömuleiðis
á verksviði skrifstofunnar. Þá safn-
ar hún upplýsingum og birtir ár-
lega skýrslu um framleiðslu búvara,
vinnslu þeirra og sölu og gerir áætl-
anir um framleiðslu og sölu búvara.
Söfnun hagtalna hvað varðar búfjár-
fjölda og fóðurbirgðir í tengslum
við búfjáreftirlit verður eitt af verk-
efnum skrifstofu búnaðarmála. Því
fylgir umsjón með tölvukerfinu Bú-
stofni og þróun þess. Reglusetning
og eftirlit með skráningu í hjarð-
bókargagnagrunna verður jafn-
framt á verksviði skrifstofu búnað-
armála hjá Matvælastofnun, sem um
leið tekur við eftirfarandi tölvukerf-
um og gagnagrunnum: Tölvukerf-
ið AFURÐ, greiðslukerfi landbún-
aðarins, tölvukerfið MARK (skyldu-
merking búfjár) og sá hluti Bænda-
torgsins, sem snýr að fyrrgreindum
stjórnsýsluverkefnum.
Starfsmenn nýrrar skrifstofu hjá
Matvælastofnun verða fimm og er
Jón Baldur Lorange framkvæmda-
stjóri hennar. Skrifstofan er staðsett
í Bændahöllinni á 2. hæð og mun
síðar sameinast öðrum starfseining-
um Matvælastofnunar á Reykjavík-
ursvæðinu, en þar eru nú fyrir um-
dæmisskrifstofa Suðvesturumdæmis,
þar sem starfa héraðsdýralæknir, eft-
irlitsdýralæknar og dýraeftirlitsmað-
ur, og einnig skrifstofa inn- og út-
flutningsmála. Fréttatilkynning
Búnaðarmál flytjast til
Matvælastofnunar