Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2016 21
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýja
Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Hvalfjarðarsveitar:
Fyrsta heila árið í sveit-
inni búið að vera farsælt
Árið 2014 var um margt
eftirminnilegt hjá Skúla
Þórðarsyni. „Mér finnst
árið hafa verið farsælt í það
heila tekið, bæði í einka-
lífinu og í mínu starfi sem
sveitarstjóri. Það hefur
gengið vel í Hvalfjarðar-
sveit og margt ánægjulegt
gerst á þessu fyrsta heila
starfsári mínu hér. Ég kom
ókunnugur inn í nýtt sveit-
arfélag í ágúst 2013. Að
flytja hingað hefur verið
mjög ánægjulegt fyrir mig
og mína fjölskyldu. Það var vel tekið á móti okkur og við-
gangsefnin hafa verið fjölbreytt,“ segir Skúli.
Hann bætir því að hann hafi einnig átt ánægjulegt ár við að
sinna frístundaáhugamálunum. „Ég hef mjög gaman af því að
veiða rjúpu, lax og silung og fékk skemmtileg tækifæri til þess
á árinu. Svo má ég ekki gleyma að geta þess að ég lét eldgaml-
an draum rætast sem ég hef átt síðan ég var lítill gutti. Það var
kaupa mér Ford Mustang-bíl.“
Skúli segist ekki geta tiltekið neitt sérstakt varðandi von-
brigði á árinu. Hann hafi hins vegar ríkar væntingar um hag-
sæld bæði til sjós og lands á nýju ári. „Ég vona að árið verði
blómlegt bæði í atvinnulífinu og rekstri sveitarfélagsins. Hér
í Hvalfjarðarsveit höfum við verið að láta framkvæma leitar-
boranir eftir heitu vatni bæði í Svínadal og í landi Grafar und-
ir sunnanverðu Akrafjalli. Við fáum skýrslu um niðurstöður
þeirrar leitar nú í janúar. Það verður spennandi að sjá hvort það
geti komið eitthvað meira út úr því. Svo er fjölmargt í pípun-
um á Grundartanga.“
Regína Ásvaldsdóttir
bæjarstjóri á Akranesi:
Dætrunum þremur
gekk vel á liðnu ári
Bæjarstjóri Akraness seg-
ir að í starfinu hafi verið
ánægjulegast að sjá fjölg-
un íbúa á Akranesi sam-
hliða almennum uppgangi
í samfélaginu á Skagan-
um. Það kom kippur í sölu
og kaup á eignum í bæn-
um og mörgum fyrirtækj-
um gekk mjög vel á árinu.
Það var líka mjög ánægju-
legt að fá ný skip til Akra-
ness; Bjarna Ólafsson AK
70 og Víking AK 100. „Svo
fékk Akranesbær nokkrar viðurkenningar. Okkur hlotnuðust
íslensku lýsingaverðlaunin fyrir Akratorg, vefur bæjarins var
kosinn besti sveitarfélagavefurinn, leikskólarnir okkar fengu
viðurkenningar sem stofnanir ársins í könnun Starfsmanna-
félags Reykjavíkur og starfsmaður Þorpsins fékk viðurkenn-
ingu fyrir þróunarstarf. Hvað varðar mig sjálfa og mína fjöl-
skyldu þá gekk dætrum mínum vel á árinu. Ein þeirra var að fá
langþráða vinnu sem atvinnuflugmaður, önnur, sem er hönn-
uður, fékk ákveðin tækifæri í Kína og sú þriðja var að leggja
lokahönd á meistararitgerð sína í lögfræði,“ segir Regína Ás-
valdsdóttir.
Regína segir að það hafi valdið sér einna mestum vonbrigð-
um á liðnu ári að þess hafi ekki sést nægilega góð merki í bók-
haldi Akranesbæjar að það gengi vel í bæjarfélaginu. „Við vor-
um ekki að sjá aukningu á tekjum bæjarsjóðs í samræmi við
uppgang í samfélaginu og almenna hækkun launa á vinnu-
markaði.“
Heilt yfir gerðist þó mjög margt gott á síðasta ári að mati
Regínu. „Jú, jú það skiptast svo sem á skin og skúrir eins og
alltaf. Í persónulega lífinu setti andlát tengdaföður míns Páls
Skúlasonar svip á árið. En ég minnist líka ánægjulegra ferða-
laga á árinu og það gaf mér margar góðar minningar.“
Regína segist hafa ákveðnar væntingar til nýs árs. „Ég vona
að samhliða auknum framkvæmdum í samfélaginu munum við
sjá jákvæða tekjuþróun hjá bæjarfélaginu. Svo er þess að óska
að ÍA njóti velgengni og fari nú vel upp fyrir miðjuna í meist-
aradeild í knattspyrnu. Ég hef góðar væntingar um áframhald-
andi öflugt atvinnu,- menningar- og íþróttalíf á Akranesi.“
Gísli Gíslason hafnarstjóri
Faxaflóahafna:
Akranes aldrei búið
að jafn mörgum fram-
tíðarmöguleikum
„Það er svo margt ánægju-
legt á síðasta ári. Við hjón-
in eignuðumst nýtt barna-
barn, fluttum í nýtt hús-
næði og margt gekk vel,“
segir Gísli Gíslason hafn-
arstjóri Faxaflóahafna þeg-
ar Skessuhorn nær tali af
honum að morgni fyrsta
mánudags nýs árs. Gísli var
þá staddur í Tyrklandi eftir
að hafa flogið þangað strax
á nýju ári sem farastjóri 21.
árs landsliðs Íslands í knattspyrnu. Fyrir dyrum stóð æfinga-
landsleikur við lið Katar sem háður verður í dag, miðvikudag.
Aðspurður sagðist Gísli ekki muna nein stór vonbrigði á árinu
en sorgin hafi knúið dyra. „Það skyggði á árið að sjá á bak vina-
fólki, meðal annarra Bjarnfríði Leósdóttur tengdamóður minni
og Guðbjarti Hannessyni góðum vini. Þannig er lífsins gangur
með góðum minningum í bland við þær sem þyngri eru,“ seg-
ir Gísli. „Varðandi vinnuna þá hefði sumt kannski mátt ganga
hraðar. Ég horfi þar fyrst og fremst á framkvæmdir á Grund-
artanga en allt hefur sinn tíma. Sé litið til Akraness þá má segja
að bæjarfélagið hafi aldrei búið að jafn mörgum möguleikum til
framtíðar. Spurningin er nú hvernig menn vilji nýta þau tæki-
færi.“
Gísli segist sáttur með síðasta ár og hann vonist til að nýtt
ár verið ekki síðra. „En það er hvað gert er sem skapar gæfuna.
Nýtt ár bíður upp á marga möguleika eins og ég sagði áðan.
Næstu mánuðir verða spennandi að mörgu leyti. Á fyrstu mán-
uðum mun ráðast hvort mikilla breytinga sé að vænta, hvort
vænta megi stærri framkvæmda á Grundartanga. Þar er ég að
tala um sólarkísilverksmiðju Silicor. Að sjálfsögðu verður svo
líka, þegar Akranes er haft í huga, að muna eftir væntingum um
knattspyrnuna og Íslandsmeistaramótið í henni. Menn verða að
ganga bjartsýnir til leiks og vonandi að Skagaliðið verði áfram
á réttri braut. Það er mikil sálarbót fyrir bæjarbúa á Akranesi
að fótboltinn gangi vel,“ segir hafnarstjórinn og fararstjórinn í
símanum frá Tyrklandi þar sem dæmigerður „íslenskur haust-
stormur“ með roki og rigningu „yljar“ mönnum eins og Gísli
orðaði það glaðbeittur á nýju ári.
Vilhjálmur Egilsson rektor
á Bifröst í Borgarfirði:
Nú rofar til í rekstri
Háskólans á Bifröst
„Það sem stóð upp úr á
árinu var að sjá að Háskól-
inn á Bifröst er á réttri leið.
Við sem erum hér í skól-
anum erum að sjá árang-
ur af erfiði okkar. Nem-
endum við skólann fjölgar,
það er ákveðinn stöðugleiki
að komast á reksturinn og
skólann sjálfan. Síðan bætt-
ist okkur hjónum við nýtt
barnabarn á síðasta ári,“
segir Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst. Vilhjálm-
ur segist ekki muna nein sérstök vonbrigði á árinu. „Síðasta ár
var vissulega að mörgu leyti erfitt og krefjandi. Það var mik-
ið að gera en rættist þó úr öllu. Heilt yfir þá er ég mjög sáttur
við 2015. Allt saman gekk áfallalítið og þegar litið er um öxl er
margt mjög gott um árið að segja.“
Nýtt ár verður krefjandi eins og hið fyrra en jákvæð teikn eru
á lofti. „Varðandi skólann þá erum við að gera okkar besta til
að halda áfram að fjölga nemendum og styrkja skólann þann-
ig enn meir. Það eru ýmis járn í eldinum til þess að svo megi
verða. Við köllum þetta ár 2016 „Ár stöðugleikans.“ Við höfum
væntingar um að komast á þessu ári upp úr þessu kappstundi í
rekstrinum sem við höfum verið í. Eftir það ættum við að geta
farið að sigla skútunni af meira öryggi. Þetta er stóra málið hjá
okkur á Bifröst núna. Ég vil nota tækifærið til að koma á fram-
færi þakklæti til allra sem hafa lagt hönd á plóg í þessum efn-
um. Svo minni ég á að það eru ekki nema tvö ár þar til skólinn
verður hundrað ára. Það gerist 2018 og á þessu ári þurfum við
að fara að huga að því hvernig við minnumst þessa,“ segir Vil-
hjálmur Egilsson rektor.
Sigrún Þormar verkefnastjóri
við Snorrastofu:
Fyrsta barnabarnið
fæddist í París
„Mér fannst árið 2015 al-
veg stórfínt. Ánægjuleg-
ast finnst mér að ég varð
amma í fyrsta sinn. Það
var drengur sem fæddist
20. nóvember. Dóttir okk-
ar hjóna sem býr í París í
Frakklandi eignaðist hann
þar. Við hjónin fórum út
í eina viku nú fyrir jól og
kíktum á hann. Þetta er
myndarpiltur, sérstaklega
vel hærður og hann heitir
Jóhann Elías Thomasson.
Sonur okkar og tengda-
dóttir fluttust síðan er-
lendis frá til Íslands í febrúar og það hefur allt gengið vel
hjá þeim,“ segir Sigrún Þormar verkefnisstjóri Snorrastofu
í Reykholti.
Sigrún hugsar sig aðeins um þegar hún er spurð hvort
hún muni á hinn bóginn einhver sérstök vonbrigði á árinu.
„Nei, þessir atburðir sem ég nefndi yfirskyggja allt annað.
Það voru engin stór vonbrigði á árinu 2015. Heilt yfir er ég
mjög ánægð með það. Hér í Snorrastofu var nóg að gera og
við reiknum með að bæta í 2016.“
Sigrún Þormar segir að persónulega hafi hún góðar vænt-
ingar til ársins 2016. „Eina sem ég hef áhyggjur af núna er
hvern við fáum sem nýjan forseta á árinu. Annars er ég bara
bjartsýn.“
Sveinn Pálsson sveitarstjóri
Dalabyggðar:
Gott sumarfrí og
batnandi rekstur á
sveitarfélaginu
Þegar Sveinn Pálsson er
spurður að því hver honum
þyki ánægjulegasta minn-
ingin frá liðnu ári nefnir
hann sumarfríið sitt. „Ég
átti afskaplega gott frí með
góðum vinum. Við hitt-
um vel á með veður og átt-
um góða viku á Vestfjörð-
um, fórum um sunnan-
verða Vestfirði og vorum
svo á Ísafirði. Hér í Dala-
byggð opnuðum við síðan
nýtt þjónustuhús a tjaldsvæðinu. Það var ánægjulegt að koma
því í höfn.“
Sveinn segir að ekkert poppi upp í kolli hans þegar vonbrigði
á liðnu ári séu annars vegar til umræðu. „Jú, ég skal koma með
eitt,“ segir hann svo. „Það voru vonbrigði að sjá í fjárlögum rík-
isins að menn ætluðu ekki að hella sér í ljósleiðaraverkefnið á
landsvísu eins og væntingar stóðu til. Alþingi lagði ekki þá fjár-
muni í þetta sem þurfti. Það var verið að vinna að verkefni um
ljósleiðaravæðingu í hinum dreifðu byggðum landsins þar sem
stefnt var að því að setja allt að milljarð króna í framkvæmd-
ir árlega en áður hafði verið veitt í þetta 300 milljónum. Þeg-
ar upp var staðið við afgreiðslu fjárlaga nú fyrir jól kom í ljós
að þetta urðu ekki nema 500 milljónir. Þetta þýðir að verkefnið
fer ekki af stað af þeim krafti sem vonað var og það eru von-
brigði.“
Að öðru leyti segir Sveinn að þetta hafi á margan hátt ver-
ið ágætt ár. „Það er ekki yfir mörgu að klaga. Hér í Dalabyggð
gengur ágætlega. Það hefur verið batnandi rekstur hjá sveit-
arfélaginu á síðustu árum og við höfum væntingar um að árið
2015 hafi komið ágætlega út hjá okkur. Við höfum reyndar
glímt við miklar launahækkanir á árinu en vonandi komumst
við vel í gengum það.“
Sveitarstjóri Dalabyggðar segir hlæjandi að hann sé alltaf svo
bjartsýnn á að hlutirnir fari vel að hann hafi bara hreint ágæt-
ar væntingar til nýhafins árs. „Ég sé ekkert annað í kortunum
en að við eigum von á góðu ári. Við erum til dæmis að auglýsa
núna eftir skólastjóra og ég hef væntingar um að það gangi vel.
Síðan erum við að hefja endurbyggingu og stórt viðhald á hús-
næði grunnskólans sem
farið verður í á árinu,“
segir Sveinn Pálsson. Framhald á næstu opnu