Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2016 15 Jólatré sótt 11.-12. janúar SK ES SU H O R N 2 01 6 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Akraneskaupstaður mun sjá um hirðingu jólatrjáa daganna 11.-12. janúar og er það í boði fyrir alla bæjarbúa. Eina sem þarf að gera er að setja trén út við götu. Ath. eingöngu jólatré verða tekin, ekki annað sorp. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að ganga vel um og hreinsa upp eftir flugelda, sprengjur, kökur og fleira sem fallið hefur til eftir nýárs- og þrettándagleði. Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarmanns skipulags– og byggingarfulltrúa á umhverfis- og skipulagssviði. Aðstoðarmaðurinn starfar með skipulags- og byggingarfulltrúa við alla almenna meðferð skipulags- og byggingarmála sam- kvæmt skipulagslögum og lögum um mannvirki svo sem við yfirferð aðaluppdrátta, úttektir, samskipti við umsækjendur, hönnuði, stofnanir og fleira. Menntunar og hæfniskröfur eru háskólapróf í byggingar-, arkitekta-, eða skipulagsfræðum. Reynsla af sambærilegum störfum er æskileg. Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að við- komandi getið hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2016. Upplýsingar um starfið veitir Guðrún S. Hilmisdóttir í síma 433-7100. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið gudrunh@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Aðstoðarmaður skipulags– og byggingarfulltrúa SK ES SU H O R N 2 01 6 Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar tímabundið 70% starf við afleysingar við afgreiðslu í ráðhúsi Borgarbyggðar. Verkefni og ábyrgðarsvið Móttaka og símsvörun. Almenn skrifstofustörf. Önnur tilfallandi verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur Stúdentspróf. Reynsla sem nýtist í starfi. Góð tölvukunnátta. Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum. Sjálfstæð, skipulögð og nákvæm vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti. Aðallega er um starf að ræða við afleysingu í afgreiðslu en viðkomandi þarf að geta unnið ýmis tilfallandi ritarastörf og létt bókhaldsstörf. Upplýsingar veitir Kolfinna Jóhannesdóttir í síma 433-7100. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Staðan er laus frá og með 15. janúar nk. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið kolfinna@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja starfs- ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Starf við afleysingar SK ES SU H O R N 2 01 6 Það á vel við í dag, á þrettándanum, þegar síðustu jólasveinarnir kveðja mannabyggðir, að heiðra þá og forfeður þeirra með þessari fallegu mynd af Grýlukerti. Myndina tók Áskell Þórisson á Ægissíðu í Hvalfjarðarsveit.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.