Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2016 27
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem
vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang-
ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu-
dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að
fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að
tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra-
nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi
á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum
lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessu-
horni.
Minnum einnig á að frestur til að senda inn lausn
á endurbirtri jólakrossgátu úr síðasta blaði, rennur út
fimmtudaginn 14. janúar nk.
mm
Burðar-
dagur
Félagar
Þegar
Systur
Snót
Jór
Átt
Söngvís
Fara
fetið
Pípa
Skýr
Fljóta
Álmur
Mál
Duft
Árbók
Áköf
Þaut
Gæfa
5
Ætla
Snagi
Mjöður
Étandi
Sk.st.
Droll
Nafn-
laus
Galli
Áma
Harma
Líka
Frjáls
Ávalt
Alda
7 3
Upphaf
Fjar-
stæða
Samhlj.
Form
Gára
Ekra Þegar
Tjása
Blika
Ögn
Botn-
fall
Op
Treg
Offur
Japlar
Temja
Hita-
tæki
Sk.st.
Tæpa
Vild
Hæla
Smaug
Bjálkar
Sk.st.
Beita
Gelt
1 Hvíldi
Mikill
Korn
Elfur
Fugl
Hindra
Upphr.
Kvað
Geisla-
baugur
Skapið
Veislu-
matur
Harður
Sverta
Slá
Ekki
Á flík
6 Mak-
indi
Lykkju
Tómar
Væl
Grugg
Þófi
Gróður
4 MJór
Neyttu
Rösk
Sk.st.
Atburður
Tónn
Kelda
Býli
Óhóf
Liða-
mót
Samhlj.
Átt
Elfur
Sóminn
2
Öxull
1 2 3 4 5 6 7
Gleðilegt nýtt ár !
Jólaauglýsingar Norðuráls á
Grundartanga fóru verulega fyrir
brjóstið á forsvarsmönnum Land-
verndar sem fyrir jól kærðu til
Neytendastofu auglýsingar fyrir-
tækisins sem þá höfðu m.a. verið
lesnar í ljóskvakamiðlum og birtar
á prenti. Landvernd fór þess á leit
að Neytendastofa hlutaðist til um
að þessar auglýsingar yrðu tafar-
laust stöðvaðar. Í rökstuðningi kær-
unnar sagði m.a. að settar hafi verið
fram ósannar, ófullnægjandi og vill-
andi upplýsingar sem að mati sam-
takanna brjóta klárlega í bága við
lög um eftirlit með viðskiptahátt-
um og markaðssetningu. „Í aug-
lýsingum Norðuráls koma meðal
annars fyrir eftirfarandi fullyrðing-
ar sem samtökin gera athugasemd-
ir við: „Málmur af norðurslóð“ er
röng eða í besta falli villandi full-
yrðing. „Norðurál notar umhverf-
isvæna orku“ er afar umdeild full-
yrðing. Setningarnar „….málm-
inn má endurvinna nánast enda-
laust“ og „Það má endurvinna ál-
dósir allt að hundrað sinnum“ eru
villandi í samhenginu. „Álið okk-
ar…“ er væntanlega með vísun í
Norðurslóðir og Ísland og: „….er
einhver grænasti málmur í heimi“
er ósönn fullyrðing,“ sagði í kæru
Landverndar.
Mótrök létu
ekki standa á sér
Norðurál svaraði kæru Landvernd-
ar og virðist jafnvel hafa tvíeflst
við gagnrýnina ef marka má fjölda
auglýsinga sem birtust í fjölmiðl-
um eftir að kæran var lögð fram.
Í tilkynningu sem forsvarsmenn
Norðuráls sendu frá sér í kjölfar-
ið sagði m.a. að það væri óumdeil-
anlegt að umhverfisáhrif af fram-
leiðslu áls á Íslandi eru með því
allra minnsta sem gerist í heimin-
um og að álið okkar er framleitt úr
umhverfisvænni orku. „Saman skil-
ar þetta því að losun gróðurhúsa-
lofttegunda við framleiðslu áls á Ís-
landi er u.þ.b. sex sinnum minni en
að meðaltali í Evrópu og nærri tíu
sinnum minni en í Kína. Norðuráli
er fullljóst að ál er ekki grænt á lit-
inn líkt og Landvernd sér ástæðu til
að benda sérstaklega á. Ál er grænt í
þeim skilningi að notkun þess í stað
annarra málma, sem eru þyngri
og á ýmsan hátt óæskilegri, hefur
stuðlað að stórum framfaraskrefum
í þágu umhverfisins. Ál gegnir lyk-
ilhlutverki í minnkun á losun gróð-
urhúsalofttegunda,“ segir í tilkynn-
ingu Norðuráls. Þá sagði einn-
ig: „Verðmæti áls liggur ekki síst
í því hversu auðvelt er að endur-
vinna það. Það er hagur Norðuráls
að ál sé verðmæt afurð sem er not-
uð með hugvitsamlegum hætti sem
allra víðast. Fullyrðing Landvernd-
ar um að Norðurál hafi beinan hag
af því að ál sé ekki endurunnið er
því alröng. Efnisatriði kæru Land-
verndar á hendur Norðuráli geta
vart flokkast sem annað en hártog-
anir, s.s. eins og að ál sem framleitt
sé á Íslandi sé ekki íslenskt og að ís-
lensk raforka sé ekki umhverfisvæn
sem hún auðvitað er í öllum eðli-
legum samanburði. Ál, unnið með
hreinni íslenskri orku, er óneit-
anlega einhver grænasti málmur í
heimi,“ segja forsvarsmenn Norð-
uráls.
mm
Togast á um jólaauglýsingar Norðuráls
Á nýársdag sneri
lestrarátak Æv-
ars vísindamanns
aftur. Í fyrra átaki
Ævars, sem haldið
var á síðasta skóla-
ári, voru 60 þús-
und bækur lesnar
og því þótti Æv-
ari Þór, leikara og
rithöfundi, ærin
ástæða til að end-
urtaka leikinn.
Átakið stendur til
1. mars 2016 og
er fyrir alla krakka
í 1.-7. bekk. „Í
lok átaksins verða
dregin út nöfn
fimm barna og fá
þau í verðlaun að
verða persónur
í stórhættulegri
ævintýrabók eft-
ir Ævar (Bernsku-
brek Ævars vís-
indamanns 2: Árás vélmennakenn-
aranna) sem kemur út með vorinu
hjá Forlaginu - svo það er til mikils
að vinna. Þetta er lestrarátak gert af
bókaormi, til að búa til nýja bóka-
orma - en það er dýrategund sem
má alls ekki deyja út,“ segir í til-
kynningu.
Lestrarátakið virkar þannig að
fyrir hverjar þrjár bækur sem nem-
endur í 1. - 7. bekk lesa fylla þeir
út miða sem sóttir eru í gegnum
www.visindamadur.is. Foreldri eða
kennari kvitta á hvern miða og svo
verður miðinn settur í lestrarkassa
sem er staðsettur er á skólasafninu í
hverjum skóla. Því fleiri bækur sem
börnin lesa því fleiri miða eiga þau
í pottinum.
Það skiptir engu máli hvort bók-
in sem er lesin sé löng eða stutt,
teiknimyndasaga, Myndasögu-
syrpa eða skáldsaga - bara svo lengi
sem börnin lesa. Sömuleiðis skipt-
ir tungumálið sem bókin er á ekki
máli. Bækurnar mega vera á ís-
lensku, dönsku, frönsku, pólsku,
japönsku, ensku o.s.fv. - bara svo
lengi sem börnin lesa.
mm
Ævar hvetur krakka
til lestrarátaks
Ásatrúarfólk stóð fyrir blótinu Níu
nætur að Görðum á Akranesi í rökk-
urskiptunum síðdegis á gamlársdag.
Nafnið Níu nætur er dregið af því
að jól heiðinna manna eru á vetrar-
sólstöðum 22. desember, en þann
dag lofaði Gerður Gymisdóttir, sem
er tákn sólarinnar, að verða kona
frjósemisguðsins Freys og sagðist
myndu hitta hann eftir níu nætur í
skóginum Barra. „Einmitt á þeim
tíma fer næmt fólk að finna fyr-
ir því að daginn er tekið að lengja á
ný og því fögnum við hækkandi sól
og biðjum goðmögnin af gefa okk-
ur bjarta framtíð,“ segir Jóhanna G
Harðardóttir Kjalnesingagoði sem
býr í Hlésey við Hvalfjörð. „Ég var
afskaplega glöð með mætinguna að
Görðum, en þangað kom á sjötta
tug manns á öllum aldri í hressingu
að athöfn lokinni og enn fleiri voru
með okkur úti. Við höfum fund-
ið fyrir því víða í samfélaginu að
heiðnu fólki er að fjölga en þessi
mæting var langt umfram vænting-
ar okkar. Komi allir fagnandi,“ sagði
Jóhanna. mm
Héldu níu nátta
blót í Görðum
Flestir mættu í kaffi og kökur í Stúkuhúsinu að athöfn lokinni.
Níu nátta blótið að Görðum.