Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2016 11
Hjúkrunarforstjóri
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir
stöðu hjúkrunarforstjóra lausa til umsóknar.
Á Höfða eru 75 íbúar, 56 í hjúkrunarrýmum og 19 í dvalarrýmum.
Nánari upplýsingar um heimilið er á heimasíðu þess
www.dvalarheimili.is.
Hjúkrunarforstjóri hefur faglega forustu og ábyrgð á sviði
hjúkrunar og umönnunar á heimilinu.
Stjórnar faglegri þróun, rekstri og starfsmannahaldi heimilisins á
sviði hjúkrunar og umönnunar.
Menntunar- og hæfnikröfur:
Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi.•
Framhaldsmenntun í stjórnun og rekstri æskileg.•
Góð tölvukunnátta áskilin.•
Reynsla og þekking á rekstri og stjórnun á sviði •
öldrunarmála er æskileg.
Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum er áskilin sem og
hæfni til að vinna sjálfstætt og skipulega. Leitað er að einstaklingi
með áhuga á öldrunarmálum og vilja til að takast á við krefjandi
verkefni.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga og launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar 2016.
Nánari upplýsingar um stöðu hjúkrunarforstjóra veitir:
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri, sími 856-4302
netfang: kjartan@dvalarheimili.is
Umsókn og ferilskrá ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið sendist
á netfangið kjartan@dvalarheimili.is. Umsókn má einnig senda til
framkvæmdastjóra Höfða, Sólmundarhöfða 5, 300 Akranesi.
Öllum umsóknum verður svarað.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns með
fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli.
HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is
SPENNANDI SUMARSTÖRF
FJÖLBREYTT VINNA Á SKEMMTILEGUM STAÐ!
HÆFNISKRÖFUR:
• 18 ára lágmarksaldur
• Mikil öryggisvitund og árvekni
• Heiðarleiki og stundvísi
• Góð samskiptahæfni
• Dugnaður og sjálfstæði
• Starfsfólk í raf- og vélvirkjun þarf
að hafa sveinspróf eða vera langt
komið í námi í viðeigandi fagi
• Bílpróf er skilyrði
Við leitum að metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og
eftirsótt sumarstörf í álverinu á Grundartanga.
Í boði eru störf af ýmsu tagi við framleiðslu,
raf- og vélvirkjun og fleira.
Öll störfin henta jafnt körlum og konum.
Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt,
öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og
góðan starfsanda.
Árangurstengd laun sumarfólks í vaktavinnu
eru um 470.000 krónur á mánuði fyrir fullt
starf. Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi,
Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu.
Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar.
Umsóknir og upplýsingar eru á www.nordural.is
og hjá Helgu Björgu Hafþórsdóttur í síma 430 1000.
Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið.
Tæplega fimm milljónir farþega
lögðu leið sína um flugstöðina í
Keflavík á nýliðnu ári. Nánar tiltek-
ið voru það 4.850.000 manns. Þetta
var einni milljón fleira fólk en árið
2014. Aukningin milli 2014 og 2015
var 25,5% eða fjórðungur. Isavia
spáir því að 6,25 milljónir farþega
fari um flugvöllinn á þessu ári. Rétt
tæplega 1,7 milljón farþega kom til
landsins um flugvöllinn og svipaður
fjöldi fór frá landinu. Tæplega 1,5
milljón farþega millilenti á Kefla-
víkurflugvelli á síðasta ári. Flestir
farþegar fóru um flugstöðina í júlí,
tæplega 663 þúsund farþegar.
Isavia segir í tilkynningu að öflugt
markaðsstarf síðustu ára hafi skilað
mikilli fjölgun ferða um flugvöllinn,
að mestu utan háannatíma. Þó sé enn
mikill vannýttur tími utan háanna-
tíma. Unnið er að því að dreifa bet-
ur álagi á vellinum. Einnig er verið
að því um þessar mundir að stækka
flugstöðina um 16 þúsund fermetra.
Taka á níu þúsund fermetra í gagn-
ið í ár og sjö þúsund til viðbótar á
næsta ári. Gert er ráð fyrir að flug-
stöðin verði 140 þúsund fermetrar
árið 2032, ríflega tvöföld sú stærð
sem nú er. Með betri nýtingu flug-
vallarins og betri dreifingu álags-
tíma ætti flugvöllurinn að geta tekið
við hátt í tíu milljónir farþega þeg-
ar framkvæmdunum sem nú standa
yfir verður lokið.
Samhliða þessu berast fregnir um
að fyrirhugað sé að reisa stóra versl-
unarmiðstöð skammt frá Keflavík-
urflugvelli. Hún á að heita Rósa-
selstorg. Kaupfélag Suðurnesja, í
samvinnu við sveitarfélagið Garð,
stendur að byggingunni. Nýja versl-
unarmiðstöðin verður á 20 þúsund
fermetra lóð. Þar verður matvöru-
verslun Nettó, veitinga- og kaffihús,
ýmis þjónusta og bensínstöð. Allt
þetta samanlagt í minnst tvö þúsund
fermetra byggingum. mþh
Aldrei fleiri farþegar um flugstöðina
Umferðaróhapp varð á gatnamótum
Kirkjubrautar og Háholts á Akranesi
síðdegis þriðjudaginn 29. desember
síðastliðinn þegar tveir bílar skullu
saman. Engin meiðsli urðu á fólki
því þegar lögregla kom á vettvang
gengu bílstjórar og farþegar beggja
bifreiðanna til fundar við lögreglu-
þjónana. Einhverjar skemmdir urðu
á ökutækjunum. Leiðindafærð var
þegar óhappið varð og götur Akra-
ness þaktar snjókrapa og ef til vill
hefur það haft sitt að segja við til-
drög óhappsins. kgk
Árekstur á
Akranesi