Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 20164
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Það kostar að
hafa gæði
Finnur Árnason forstjóri Haga fer í grein sem hann ritaði nýverið hörðum
orðum um þá fyrirætlan stjórnvalda að ætla að endurnýja búvörusamninga
við bændur á Íslandi. Þrátt fyrir að ekki sé mér vitanlega búið að skrifa und-
ir nýjan búvörusamning fullyrðir forstjórinn að til standi að niðurgreiðslur
til íslensks landbúnaðar verði 18 milljarðar á ári og þar sem samningurinn á
að gilda í tíu ár muni hann kosta íslenska skattborgara 180 milljarða á tíma-
bilinu. Þetta er ekki í fyrsta skipti og vafalítið ekki það síðasta að forstjóri
stærsta verslunarfyrirtækis landsins ræðst á íslenskan landbúnað.
Í ljósi gríðarlegrar markaðshlutdeildar Bónuss og Hagkaupa, sem eru í
hópi verslanasafns Haga, ákveður Finnur Árnason að heilladrýgra sé fyrir ís-
lenska þjóð að kaupa mat frá útlöndum. Bændur séu ekki nema um 2% þjóð-
arinnar og þessi stuðningur sé alltof dýru verði keyptur. Auðvitað er það and-
stætt hagsmunum stórfyrirtækisins Haga að geta ekki ráðið því að flytja megi
inn óheft innfluttan mat. Það segir jú í upplýsingum um Haga að hlutverk
fyrirtækisins sé að skapa virði fyrir hluthafa þess með arðsömum rekstri. Á
hreinni íslensku heitir það að fyrirtækið telur sig geta grætt meira á því að
kaupa mat frá útlöndum, sem aðrar þjóðir sannanlega niðurgreiða, og selja
hann á því verði sem þeim sýnist til íslenskra varnarlausra neytenda sem búa
við fákeppnisaðstæður á matvörumarkaði. Hvílíkt bull!
Það má vel vera að deila megi um hversu mikið sé réttlætanlegt að íslenska
ríkið komi innlendri landbúnaðarframleiðslu til hjálpar til að hún geti þrifist
sem best. Ekki síst ber að óttast að of háir framleiðslustyrkir dragi úr hvata
manna til að hagræða líkt og gera þarf í öllum atvinnugreinum. Tilgangur
slíkra niðurgreiðslna er engu að síður fyrst og fremst sá að hér sé tryggt að-
gengi að nauðsynlegri vöru. Svo skemmtilega vill til að þessi nauðsynlega
vara er auk þess einhver sú heilnæmasta sem völ er á í heiminum og þá eru 18
milljarðar, ef rétt reynist, kannski bara alltof lág upphæð! Hér á landi er sára-
lítið notað af lyfjum til að framleiða gæðakjöt og mjólkurvörur í samanburði
við í öðrum þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við. Hagaforstjór-
inn gleymir hins vegar að nefna að þetta fyrirkomulag, að niðurgreiða inn-
lendra framleiðsluvöru, er viðhaft um allan heim og þessi grátkór forstjórans
og hans fylgissveina er því langt frá því að vera séríslenskt fyrirbrigði.
Ég velti því líka fyrir mér af hverju forstjórinn formæli ekki öðru sem ís-
lenska ríkið stendur fyrir. Við til dæmis niðurgreiðum starfsemi Sinfóníu-
hljómsveitar þótt ennþá lægra hlutfall þjóðarinnar en íslenskir bændur fari á
tónleika með henni. Ef ekki væri fyrir tilstuðlan niðurgreiðslna hins opinbera
þá þyrfti líklega að borga um fimmtíu þúsund krónur fyrir miðann á tónleika
hljómsveitarinnar og fáir aðrir en forstjórar með tæpar tíu milljónir í mánað-
artekjur hefðu efni á því! Nei, við niðurgreiðum tónlistina vegna þess að við
sem þjóð höfum tekið ákvörðun um að verja þessa einu klassísku hljómsveit
okkar af því við teljum okkur geta gert það og meirihlutinn vill það. Alveg á
sama hátt er talsvert breið samstaða, meira að segja þvert á stjórnmálaflokka,
um að niðurgreiða íslenskar landbúnaðarvörur af því við viljum hafa bændur
starfandi í landinu og geta keypt af þeim framleiðsluna.
Íslenskir bændur munu á allra næstu árum verða enn þýðingarmeiri en
þeir eru í dag. Þeir eru landverðir og munu vegna dreifingar sinnar vítt um
sveitir gegna sífellt mikilvægara öryggishlutverki þar sem landið er að fyllast
af ferðamönnum sem oft þurfa aðstoðar við. Þó ekki væri nema fyrir þær sak-
ir er bæði eðlilegt og skylt íslenska ríkinu að styðja búsetu þeirra sem víðast,
enda er ferðaþjónusta orðin stærsta atvinnugrein landsins. Hvers virði væri
landið okkar ef enginn nytjaði það og slökkt væri á ljósum bæjanna? Hvort
niðurgreiddar landbúnaðarvörur eru kallaðar stuðningur við íslenskan land-
búnað, eða eitthvað annað, skiptir þannig engu máli, en bændur vil ég hafa
áfram sem víðast. Ég sé allavega ekkert eftir því að hluti minna skatta renni
í stuðning við niðurgreiðslur á gæðavöru sem ég get gengið að í búðinni.
Kannski einungis spurning um í hvaða búð?
Magnús Magnússon.
Í liðinni viku hélt sjómannadeild
Verkalýðsfélags Akraness aðal-
fund sinn. Eðli málsins samkvæmt
var staða kjara- og hagsmunamála
sjómanna efst á dagskrá enda hafa
þeir verið án samnings við útgerð-
ir í rétt tæplega fimm ár. Að sögn
Vilhjálms Birgissonar formanns
VLFA hefur djúpstæður ágrein-
ingur verið milli samningsaðila
en ein af aðalkröfum útvegsmanna
hefur verið að sjómenn tækju þátt í
aukinni kostnaðarhlutdeild í veiði-
gjöldum, tryggingagjöldum og
kolefnisgjaldi. Sú krafa útvegs-
manna myndi þýða að laun sjó-
manna gætu lækkað um 10-15%
ef gengið yrði að henni. Vilhjálm-
ur segir kröfuna bera vott um óbil-
girni og ósanngirni, sérstaklega í
ljósi þeirrar staðreyndar að afkoma
sjávarútvegs hefur aldrei verið jafn
góð og á undanförnum árum.
„Sem dæmi þá liggur fyrir að arð-
greiðslur til eigenda sjávarútvegs-
ins námu 13,5 milljörðum króna á
árinu 2014 og rúmum 11 milljörð-
um árið 2013. Þessu til viðbótar
hafa skuldir sjávarútvegsins hríð-
lækkað á undanförnum árum, eða
um 153 milljarða, sem gerir 31%
frá árinu 2009,“ segir Vilhjálmur.
Á aðalfundi sjómannadeildarinn-
ar kom fram að sjómenn telja ör-
yggi sínu ógnað með þeirri fækk-
un sem er að eiga sér stað í áhöfn-
um fiskiskipa. Telja þeir brýnt að
hvergi verði kvikað frá þeirri kröfu
að tryggð verði lágmarksmönn-
un um borð í skipunum. Vilhjálm-
ur Birgisson bendir á að hagnað-
ur sjávarútvegsfyrirtækja og arð-
greiðslur til eigenda hafi stórauk-
ist en auk þess hafa rekstrarskil-
yrði sjávarútvegsins einnig batn-
að og nefnir hann í því samhengi
að olíuverð árið 2015 hafi ver-
ið 44% lægra að meðaltali en það
var árið á undan. „Þrátt fyrir þess-
ar staðreyndir og mikinn hagn-
að sjávarútvegsfyrirtækja á und-
anförnum árum þá hafa útgerðar-
menn gert þessa óbilgjörnu kröfu
á íslenska sjómenn. Það gætir mik-
illar gremju á meðal sjómanna í
þessari kjaradeilu enda er þolin-
mæði þeirra á þrotum. Megin-
krafa sjómanna er að þeir fái bæt-
ur vegna afnáms sjómannaafslátt-
ar en hann var tekinn af sjómönn-
um í þrepum. Einnig er krafa frá
sjómönnum um að tekið verði á
verðmyndun sjávarafurða og allur
fiskur fari á markað. Eins og áður
sagði vilja sjómenn einnig að tek-
ið verði á mönnunarmálum á skip-
um en krafa er um að á uppsjáv-
arskipunum verði eigi færri en tíu
skipverjar þegar veiðar eru stund-
aðar með flottrolli og eigi færri en
12 þegar um nótaveiðar er að ræða
og 15 á ísfiskstogurum. Öllum
þessum kröfum hafa útvegsmenn
alfarið hafnað,“ segir Vilhjálm-
ur og bætir því við nú sé svo kom-
ið að sjómenn íhugi að láta sverfa
til stáls og hóta verkfallaðgerðum
verði ekki sest til samningaborðs
og samið um þau atriði sem þeir
nefna í kröfugerð sinni. „Ég mun
koma þessum skilaboðum áleið-
is til Sjómannasambands Íslands
sem fer með samningsumboð fyr-
ir Verkalýðsfélag Akraness sem og
önnur aðildarfélög sín,“ segir Vil-
hjálmur að endingu.
mm
Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.
Segir sjómenn tilbúna í átök
Áfram heldur leitin að réttu hand-
höfum Vetrar-Kærleiks hjá Blóma-
setrinu Kaffi kyrrð í Borgarnesi.
Átak mæðgnanna Svövu og Kötu
í Blómasetrinu hefur vakið mikla
athygli en í því er kallað eftir til-
nefningum um það sem vel er gert
í sérstökum Vetrar-Kærleik.
Rósir vikunnar fóru að þessu
sinni á tvö heimili. Annars veg-
ar voru það söngelsku systkin-
in frá Einarsnesi; þau Sigríð-
ur Þóra, Þórarinn, Guðmundur,
Soffía Björg og Kristín (sem vant-
ar á myndina) Óðinsbörn. Hins
vegar var það tónelska fjölskyldan
á Kveldúlfsgötu 23; Olgeir Helgi,
Sigríður Ásta, Hanna Ágústa og
Theodóra. Rósina fá báðir hóp-
arnir fyrir þann kærleik og óeigin-
gjarna framlag sem þau sýna sam-
félaginu með söng og gleði á að-
ventunni. mm
Söngur sameinar blómahafa vikunnar