Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 201612 Daginn fyrir gamlársdag stóðu Samtök íþróttafréttamanna fyr- ir árlegu kjöri á Íþróttamanni árs- ins 2015. Með yfirgnæfandi kosn- ingu varð Eygló Ósk Gústafsdótt- ir sundkona fyrir valinu að þessu sinni. Í öðru sæti varð Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og í þriðja sæti Hrafnhildur Lúth- ersdóttir sundkona. Mikið var um dýrðir í Silfurbergi í Hörpu þegar kjörinu var lýst. Auk hefðbundinna viðurkenninga voru tveir einstak- lingar teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Það voru þau Sigríður Sigurðar- dóttir handknattleikskona og Rík- harður Jónsson knattspyrnumað- ur frá Akranesi og heiðursborgari í sínum heimabæ. mm Ríkharður kominn í Heiðurshöllina Um miðjan dag á Þorláksmessu valt bifreið út af veginum við bæinn Jaðar í Saurbæ. Einn var í bílnum og slapp hann ómeiddur en bifreiðin er talin ónýt. Miðvikudaginn 30. desember varð önnur bílvelta vestan megin við Bröttubrekku og var sjúkrabíll boð- aður á staðinn. Bifreiðin er talin ónýt en ökumaður, sem var einn í bílnum, telst hafa sloppið vel frá byltunni. sm Tvær bílveltur í Dölum um hátíðirnar Svipmynd úr Suðurdölum. Ljósm. sm. HB Grandi hefur áður upplýst um samninga sem gerðir voru um smíði þriggja nýrra ísfisktogara fyrir fé- lagið, en þeir verða smíðaðir hjá sömu skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og af- henti á síðasta ári uppsjávarveiði- skipin Venus og Víking. Nýju skipin munu leysa þrjá togara af hólmi sem nú eru í rekstri; Ásbjörn RE 50, Stur- laug H. Böðvarsson AK 10 og Ottó N. Þorláksson RE 203. „Með nýju skipunum eykst hagkvæmni í rekstri, þau munu eyða minni olíu, aflameð- ferð og nýting verður betri, rekstr- aröryggi eykst og viðhaldskostnaður mun lækka. Munu hin nýju skip bera heitin Engey RE 9, Akurey AK 10 og Viðey RE 50,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Nú hefur HB Grandi gengið frá lánsfjármögnun skipanna við Íslands- banka hf. og DNB Bank ASA ásamt endurfjármögnun á eldri lánum. Fjár- mögnunin er allt að 55 milljónir evra sem dregið verður á í þremur hlutum og mun lánstími hvers ádráttar vera fimm ár. Gert er ráð fyrir að ádrátt- ur láns og afborganir hvers lánshluta verði í þremur jöfnum hlutum þeg- ar skipin verða afhent úr skipasmíða- stöðinni en áætlað er að fyrsta skip- ið verði afhent í nóvember á þessu ári. Lánssamningurinn ber breyti- lega vexti og eru núgildandi meðal- vextir 2,4%. mm Ljúka fjármögnun smíði þriggja ísfisktogara Teikning af Engey RE 9, en um er að ræða þrjú ný systurskip. „Ég er í hamingjukasti yfir góðum móttökum sem við fengum þegar við opnuðum fiskmarkaðinn form- lega og er hræður en jafnframt mjög þakklátur öllum sem mættu. Það var gaman að finna hvað það var góð stemning og allir jákvæðir,“ segir Friðbjörn Ásbjörnsson fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Snæ- fellsbæjar í samtali við Skessuhorn, en alls komu um 400 gestir til að samfagna við opnum fiskmarkað- arins á gamlársdag. Bárður Guð- mundsson stjórnarmaður í Fisk- markaði Snæfellbæjar sagði í samtali við Skessuhorn að þetta væri raun- ar langur vegur frá því sem upphaf- lega var stefnt að, þegar þrjár trillu- útgerðir ætluðu sér að standa saman að löndum á eigin afla. „En hlutirnir gerðust hratt,“ sagði Bárður. Bárður segir að fundist hafi lít- ið húsnæði og málið talið leyst. „En ekki aldeilis. Þegar leyfisfrum- skógurinn hafi verið skoðaður hafði flestum fallist hendur, en ekki þó ungu mönnunum í okkar hópi. Þeir brettu bara upp ermar,“ segir Bárð- ur og brosir. Aðstandendur markað- arins smöluðu þá saman flestöllum iðnaðarmönnum í sveitarfélaginu og fengu nágranna til að slást í hópinn og tvöfölduðu fermetrafjölda hús- næðisins. „Með góðri skipulagningu og frábærum iðnaðarmönnum tókst á örfáum vikum að breyta þessu gamla virðulega húsnæði í það sem það er í dag.“ Bárður segir það hafa verið ótrúlegt fyrir sig að fylgjast með á hliðarlínunni frá degi til dags og sjá hugmyndir verða að veruleika og hlakkar hann mjög svo til fram- tíðar og sjá Fiskmarkað Snæfellsbæj- ar halda áfram að þroskast. Einnig hafi verið gaman að hitta fjölda fólks sem á minningar úr þessu húsi sem á sér langa sögu. „Hér var fiskmat, fiskvinnsla og fleira í húsinu svo það vekur ýmsar minningar.“ Bárður vill fyrir hönd stjórnar fisk- markaðarins koma á framfæri þakk- læti til þeirra sem komu að þessu verkefni. „Bæði iðnaðarmönnum, lögmönnum og endurskoðanda, sem leiðbeindu okkur í gegn um frum- skóg reglugerða, og starfsmönnum markaðarins sem sinnt hafa lönd- un síðustu vikur af jákvæðni og elju- semi við fátæklegar aðstæður. Ekki síst viljum við þakka Friðbirni Ás- björnssyni fyrir allt það óeigingjarna starf sem hann hefur lagt af mörk- um og örugglega átt nokkrar and- vökunætur yfir,“ segir Bárður Guð- mundsson og bætir við að lokum að ellefu bátar séu nú í viðskiptum við Fiskmarkað Snæfellsbæjar og er það meira en forsvarsmenn markaðarins bjuggumst við í upphafi. „Við höf- um samið við fyrirtækið Djúpaklett í Grundarfirði um að taka að sér flokkun og slægingu,“ segir Frið- björn. Munu Ragnar og Ásgeir sjá um flutninga á fiski milli Snæfells- bæjar og Grundarfjarðar. „Það er öruggt að tækifærin liggja í Snæ- fellsbæ,“ segja þeir félagar Bárður og Friðbjörn að lokum. af Fiskmarkaður Snæfellsbæjar formlega opnaður á gamlársdag Stjórnarmenn Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar. Friðbjörn Ásbjörnsson, Heiðar Magnússon, Sigurður Jónsson, Bárður Guðmundsson og Þorsteinn Bárðarson. Þeir félagar Bárður og Friðbjörn kátir með skiltið sem Fiskmarkaði Snæfellbæjar var fært að gjöf. Stjórn ásamt fjölskyldu og ættingjum. Frumskógur leyfisbréfa á vegg fiskmarkaðarins. Mæðgurnar Guðlaug Íris Jóhannsdóttir og Júníana Óttarsdóttir voru brosmildar og kátar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.