Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 201610 Vöru- og verðskrá áburðar 2016 Áburður í sekkjum: Magni 1 N27 62.709 96.594Græðir 1 12-15-17 79.018Græðir 8 21-7-11 Græðir 9 27-6-6 75.851 Fjölmóði 2 23-12 73.689 Fjölmóði 3 24-5 + Selen 71.992 Fjölmóði 4 24-9 72.252 Fjölgræðir 5 17-15-12 83.060 Fjölgræðir 6 22-11-11 83.939 Fjölgræðir 7 22-12-9 + Selen 84.168 Fjölgræðir 9 25-9-8 80.292 Fjölgræðir 10 23-8-8 + Selen 83.155 Greiðsludreifing kr./tonn. Magni S N26 + 4S 65.033 57.692 88.866 72.696 69.783 67.794 66.232 66.472 76.415 77.224 77.434 73.868 76.503 kr./tonn. 59.830 Kaupfélag Vestur Húnvetninga Strandgötu 1 Hvammstanga Sími: 455 2300 Fax: 451 2354 KS Sauðárkróki Sauðárkrókur Sími: 455 4626 Gsm: 825 4626 Fax 455 4611 Bústólpi ehf. Oddeyrartanga Akureyri Sími: 460 3350 Fax: 460 3351 Kaupfélag Borgfirðinga Egilsgötu 1 Sími: 430 5500 Fax: 430 5501 Kaupfélag Steingrímsfjarðar Höfðatún 4 510 Hólmavík Sími: 455 3100 Fóðurblandan hf. Korngörðum 12 104 Reykjavík Sími: 570 9800 www.aburdur.is Fyrirframgreitt* Viðskiptaskilmálar: Einingar og fleira: Verðskráin sýnir verð (án virðisaukaskatts) miðað við afgreiðslu í 600 kg. sekkjum. Gjalddagi Gjalddagi er 1. dagur hvers mánaðar eir úttektarmánuð. Eindagi er 14 dögum síðar. Fyrirframgreiðsluverð m.v. pöntun fyrir 31.01.2016. Hægt er að dreifa greiðslum á jan. – feb. og mars 2016. Greiðsludreifing Ef pantað er fyrir 31.01.2016 og gerður greiðslusamningur með gjalddaga 1. okt eða með 6 jöfnum vaxtalausum greiðslum jún-nóv. Verðin eru háð gengi á €. Verðskráin gildir til 31.01.2016. Flutningur Boðið er uppá frían fluttning ef pantaðir eru 10 sekkir eða fleiri fyrir 31.01.2016. *Sé pantað fyrir 31. janúar 2016. Áramótin gengu að langmestu vel fyrir sig á Vesturlandi, að sögn Theódórs Þórðarsonar upplýs- ingafulltrúa Lögreglunnar á Vest- urlandi. Laganna verðir þurftu þó að hafa afskipti af ýmsum málum og ekki var laust við að ölvun kæmi við sögu í nokkrum þeirra. Líkamsárás kærð Eitt líkamsárásarmál var tilkynnt til lögreglu í vikunni. Þar hafði maður barið eiginkonu sína og hafði hún flúið hann yfir í næsta hús. Var eiginmaðurinn handtek- inn og færður á lögreglustöð til yf- irheyrslu. Börn voru á heimilinu og urðu þau vitni að árásinni. Var barnaverndaraðilum tilkynnt um málið. Tíu óhöpp í umferðinni Alls urðu tíu umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar í lið- inni viku. Öll voru þau án mikilla meiðsla á fólki. Ökumaður lítill- ar rútu missti stjórn á akstri henn- ar á Snæfellsnesvegi við Brúarland á Mýrum á nýársdag en þæfings- færð og hálka var á veginum. Sner- ist rútan á veginum og rann stjórn- laust áfram og lenti utan í jeppa- bifreið sem kom á móti og síðan á annarri rútu sem var á eftir jepp- anum. Bifreiðarnar þrjár lentu all- ar utan vegar og tvær þeirra voru óökufærar. Enginn meiddist í þess- um árekstrum. Flas ekki til fagnaðar Ökumaður sem var í ótímabær- um framúrakstri undir Hafnarfjalli missti stjórn á bifreið sinni sem varð þess valdandi að bifreið hans fór út af sem og bifreiðin sem hann var að fara fram úr. Skoteldaslys Maður um þrítugt fékk flugeld í andlitið á Akranesi um áramótin. Hann mun hafa borið eld að flug- eldi sem síðan sprakk strax í stað þess að skjótast upp í loftið. Mað- urinn hlaut augnskaða, heyrn- arskerðingu og brunasár í and- lit, auk þess sem að fatnaður hans skemmdist. Maðurinn útskrifaðist af skjúkrahúsi eftir að hafa fengið þar viðeigandi meðferð. Tryllingslegt óánægjuöskur Maður um þrítugt, sem missti sig yfir úrslitum tölvuleikjar sem hann var með í höndunum, rak upp slíkt öskur að það heyrðist vel á milli hæða í íbúðarblokk í Borg- arnesi í byrjun árs. Haft var sam- band við lögregluna, þar sem tal- ið var ljóst að eitthvað mjög alvar- legt væri í gangi. Lögreglan mætti skjótt á vettvang en viðkomandi svaraði ekki strax því hann hafði skellt sér í kalda sturtu til að ná sér niður. Ekki fer sögum af því í hvaða tölvuleik manninum gekk svona illa en svona geta „fullorðn- ir“ menn lifað sig inn í óraunveru- leikann í tölvu- og tækniheimi nú- tímans með svo þessum afleiðing- um í raunheimum. Erlendir vetrarferðamenn Nær daglega þarf að koma er- lendum ferðamönnum til aðstoð- ar á Vesturlandi eftir að þeir hafa lent ú taf eða fest bíla sína í snjó og ófærð. Oftast er um minnihátt- ar vandræði að ræða sem auðleyst er úr með því að kalla til dráttar- bílaþjónustur eða hringja í góðvilj- aða bændur. En einnig kemur fyr- ir að kalla þarf út björgunarsveitir eða að lögreglan þarf að ganga sjálf í málið. „Með bættum upplýsingur til erlendra ferðamanna mætti ef- laust fækka þessum útköllum mik- ið. Spyrja má hvort eðlilegt sé að húsbílar séu yfir höfuð leigðir út til erlendra ferðamanna á veturna þegar allra veðra er von. Nokkrir húsbílar hafa sést á ferðinni á Vest- urlandi að undanförnu og að sjálf- sögðu hafa komið upp vandamál varðandi notkun þeirra í vetrar- færð, vindhviðum og kulda,“ segir Theódór Þórðarson hjá Lögregl- unni á Vesturlandi. mm/ Ljósm. LVL Ólík verkefni en mörg að finna í dagbók lögreglu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.