Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 201618 Nýr bátur í eigu KG Fiskverkun- ar kom til heimahafnar í Rifi að morgni gamlársdags. Ber hann nafnið Faxaborg SH 207. Báturinn hét áður Sólborg RE og var í eigu Brims. Hann er upphaflega svoköll- uð Kínasmíði og er frá árinu 2001. Eftir að KG Fiskverkun keypti bát- inn var hann lengdur úr 19 í tæpa 24 metra og yfirbyggður. „Auk þess var millidekk allt yfirfarið og sett upp nýtt glussakerfi. Veltitank- ur var auk þess settur í bátinn. Að- gerðastaða frá 3X stáli var sett upp en beitningarvél og uppstokkari eru frá Sjóvélum. Eftir breyting- arnar er Faxaborgin með 24 rekka fyrir línuna eða samtals 30 þús- und króka. Tvær krapavélar voru settar í bátinn; ein fyrir millidekk og ein fyrir lest,“ segir Friðþjófur Orri Jóhannsson skipstjóri í samtali við Skessuhorn. Hann segir að með þessu krapakerfi komi áhöfnin með úrvals hráefni í land. Óhætt er að segja að Faxaborgin hafi öll verið tekin í gegn en til við- bótar við framangreindar breyting- ar var ný sjálfstýring og mynda- vélakerfi sett upp sem Vestan ehf í Grundarfirði sá um. Einnig var önnur ljósavélin tekinn upp og sett- ur einn nýr rafall við. Friðþjófur segir að sér virðist sem þessar breytingar allar hafi tekist vel og að honum lítist vel á bátinn. Hann stækkar við þessar breyting- ar um 79 tonn, fer úr 115 tonnum í 194 tonn. „Við fengum leiðinda- veður á heimleiðinni og fór bátur- inn vel í sjó þótt ölduhæð hafi ver- ið upp í fimm metrar og talsverð- ur vindur. Það verða 5-6 í áhöfn og reiknum við með að fara á sjó á fimmtudaginn í þessari viku,“ sagði Friðþjófur skipstjóri. Bæta við fólki í vinnsluna Daði Hjálmarsson útgerðarstjóri KG Fiskverkunar í Rifi segir að hann sé ánægður með þessar breyt- ingar sem gerðar voru á Faxaborg- inni. Fyrir á fyrirtækið línuskipið Tjald SH sem verður áfram gerður út óbreyttur. „Með tilkomu Faxa- borgar SH verða minni sveiflur í vinnslu og jafnari vinnsla allt árið, en við höfum nú þegar bætt við fleira fólki í vinnsluna í landi,“ seg- ir Daði. Hann bætir því við að KG vinnur sinn afla í saltfiskflök og er Spánn aðal útflutningslandið en þó fer eitthvað einnig til Ítalíu. af Nýr bátur - Faxaborg SH 207 til KG Fiskverkunar í Rifi Faxaborg leggur að bryggju á Rifi nóttina fyrir gamlársdag. Daði Hjálmarsson útgerðarstjóri KG ásamt Friðþjófi Orra Jóhannssyni skipstjóra. Gestir að skoða millidekkið á Faxaborg SH, en báturinn var til sýnis á gamlársdag. Óskum KG Fiskverkun og áhöfn Faxaborgar SH 207 til hamingju með nýtt skip SK ES SU H O R N 2 01 6 s: 420-4800

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.