Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2016 25 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýja Ármann Smári Björnsson, fyrirliði karlaliðs ÍA í knattspyrnu: Þetta var gott og gæfuríkt ár Þegar Skessuhorn sló á þráðinn til Ármanns sagði hann ekkert hafa staðið neitt sérstaklega upp úr hjá sér persónulega á liðnu ári. En að sama skapi kvaðst hann ekki vera ósáttur held- ur með neitt sem gerðist á árinu. „Þetta var bara gott og gæfuríkt ár,“ segir hann. Ármann kveðst ánægð- ur með knattspyrnusumar- ið 2015. „Ég er mjög ánægður með síðasta sumar. Við byrjuð- um mótið ekkert sérstaklega en enduðum það mjög vel,“ seg- ir hann en ÍA hafnaði sem kunnugt er í sjöunda sæti Pepsí- deildarinnar eftir að hafa leikið í næstefstu deild árið áður. Við náðum markmiði okkar, sem var að halda okkur í deildinni og það eru allir ánægðir með það,“ segir hann glaður í bragði og horfir spenntur til komandi keppnistímabils. „Næsta ár verður mikilvægt fyrir okkur. Við þurfum að stíga upp og halda áfram þeirri uppbyggingu sem hafið hefur verið í undanförnu. Bæði við leikmenn og bæjarbúar þurfum að vera samstilltir um að ná lengra, búa til gott lið og samkeppnishæft,“ segir Ármann Smári. Gunnar Svanlaugsson skólastjóri í Stykkishólmi: Áframhaldandi góð heilsa er upphafið að öllu „Ánægjulegast á árinu er að sjálfsögðu að stelpurn- ar okkar í Snæfelli urðu Ís- landsmeistarar í körfu- bolta síðastliðið vor, ann- að árið í röð,“ segir Gunn- ar Svanlaugsson. Aðspurð- ur um vonbrigði ársins seg- ir Gunnar þau vera and- rúmsloftið á Alþingi. Það geri fólkið og um leið starf- ið mjög óspennandi fyr- ir alla, bæði þingmennina sjálfa og þjóðina. „Það er nokkuð ljóst að það gengur allt miklu hægar af því það er endalaus pirringur þar á milli manna sem smitar of mikið út í samfélagið,“ segir hann. „Of mikið sem kemur frá þessum vinnustað er í þessum anda þannig að við, fólkið sem stendur fyrir utan þetta hús, verðum ekki vör við annað. Allt jákvætt sem fer þarna fram, sem ég er viss um að er margt, fellur í skuggann af pirringnum.“ Gunnari þykir mest um vert á nýliðnu ári að stórfjölskylda hans og vinir búa við góða heilsu og vonast til að svo verði áfram á árinu 2016. „Áframhaldandi góð heilsa er upphafið að öllu og undanfari þess að efla sig enn frekar í öllum sínum verk- efnum,“ segir hann. „Í mínu starfi sem dæmi stefni ég að því að gera góðan skóla enn betri og þá þarf góða heilsu hjá fólkinu. Ef við höfum ekki heilsuna þá tökum við ekki að okkur ný verk- efni,“ segir Gunnar. Andrea Björnsdóttir á Eystri-Leirárgörðum: Við eigum að fara bjartsýn inn í árið „Það sem stendur upp úr hjá mér persónulega á árinu sem er að líða er fæðing tíunda barnabarnsins í mars síðastliðnum, ferm- ing elsta barnabarnsins, sem og sextugsafmæli bóndans,“ segir Andrea. „Auk þess má nefna að söfnun mín fyrir Englaforeldra fór langt fram úr mínum björtustu vonum og sagði mér hvað það er góð samstaða meðal fólks þegar kemur að því að leggja góðu málefni lið,“ bætir hún þakklát við. Aðspurð hvað betur hefði mátt fara á árinu kveðst Andrea hafa orðið fyrir vonbrigð- um með að ekkert hafi ver- ið gert fyrir aldraða og ör- yrkja. „Það virðist vera sama tuggan endalaust, alveg sama hver er við stjórn. Ég hefði viljað sjá eitthvað gert fyrir þessa hópa,“ segir hún. „Einnig þykir mér skömm af því að albanska fjölskyld- an hafi verið send úr landi með lífshættulega veikt barn,“ bætir hún við. Þegar Andrea er beðin um að líta til komandi árs stendur ekki á svörum. Væntingarnar eru skýrar: „Að ég verði einn og áttatíu og fimmtíu kíló,“ segir hún og hlær við. „Nei,“ segir hún og dregur heldur úr; „við eigum bara að fara bjartsýn inn í árið. Ég vona bara að við höfum það gott á komandi ári.“ Sóley Bára Bergsteinsdóttir félagsfræðinemi: Ætlar að halda áfram með lottó í áskrift „Þetta var mjög gott ár og það sem stóð algerlega upp úr hjá mér var að ég átti af- mæli á árinu,“ segir Sóley, létt í bragði. „Einnig náði ég miðum á Justin Bieber tón- leikana og var valin Luna Lovegood í #HarryTwitter,“ bætir Sóley við, hæstánægð. Lesendum til glöggvun- ar er #HarryTwitter fram- tak íslenskra Harry Potter aðdáenda, þar sem notend- um samskiptamiðilsins var raðað í hlutverk persóna úr Harry Potter bókunum. Sóley fylgdist grannt með listviðburðum á árinu 2015 og seg- ir einn slíkan hafa staðið algerlega upp úr. „Ánægjulegast var auðvitað að fá að fylgjast með Almari í kassanum,“ segir hún. Aðspurð um vonbrigði ársins segir Sóley þau snúa að pening- um. Hún hafi lengi unnið að því að bæta fjárhaginn en það hafi mistekist á árinu. „Ég var með lottó í áskrift en vann ekki svo mikið sem einu sinni,“ segir hún en vonast til að hagur hennar muni vænkast á árinu 2016. „Ég hef miklar væntingar til ársins, ætla að halda áfram með lottó í áskrift og finn á mér að þetta verður mitt ár,“ segir Sóley. Guðrún Ósk Ámundadóttir, körfuknattleikskona úr Skallagrími: Erfið ákvörðun en góð að koma heim Síðsumars ákvað körfu- knattleiksdeild Skallagríms að senda að nýju lið til keppni í Íslandsmóti kvenna eftir tveggja ára hlé. Guð- rún hefur verið fastamaður í liðinu en gengi þess hef- ur verið afar gott á árinu. „Að við höfum ekki tapað leik er mjög ánægjulegt, að fara taplausar í jólafrí stend- ur algjörlega upp úr,“ seg- ir hún og bætir því við að árangurinn hafi komið sér nokkuð á óvart. „Við erum nýtt lið, með nýjan þjálfara og vissum í rauninni ekkert hvað við værum að fara út í þannig að þetta er nokkuð óvænt,“ segir Guðrún. Sjálf tók hún þá ákvörðun að snúa heim og hefja að leika með Borgarnesliðinu. „Það var erfið ákvörðun en góð að koma heim og fá að vera partur af því að koma meistaraflokknum aftur af stað,“ segir hún. „Mig hafði dreymt um að spila með meistara- flokki Skallagríms frá því ég hætti á sínum tíma til að fara og spila með meistaraflokkum annars staðar.“ Guðrún kveðst í fljótu bragði ekki muna eftir neinu sem olli henni vonbrigðum á árinu. Aftur á móti ber hún miklar væntingar til næsta árs og sérstaklega þegar kemur að körf- unni. „Með eins mikilli vinnu og við erum búnar að leggja í þetta vona ég auðvitað að okkur haldi áfram að ganga vel og að Skallagrímur komist upp í efstu deild. Ef við höldum áfram að leggja okkur jafn mikið fram og við höfum gert hingað til þá hef ég fulla trú á að það takist,“ segir Guðrún. Ejub Purisevic, þjálfari karlaliðs Víkings í Ólafsvík: Er bara ánægður með lífið og tilveruna Karlalið Víkings Ólafsvík- ur tryggði sér sem kunn- ugt er sæti í Pepsídeildinni á nýjan leik síðastliðið sum- ar. Ejub stýrði liðinu líkt og hann hefur gert lengi. Hann kveðst ánægður með knattspyrnuna á nýliðnu ári. „Ég er auðvitað mikið í kringum fótbolta og það eru hlutir tengdir fótbolt- anum sem gleðja mig hvað mest,“ segir Ejub. „Það er mjög gott að hér í Ólafs- vík getum við horft aftur á úrvalsdeildarfótbolta, mér finnst mjög ánægjulegt að vera hluti af því og fá að taka þátt í því,“ bætir hann við. Einnig kveðst hann ánægður að karla- landslið Íslands hafi tryggt sér sæti á EM í Frakklandi næsta sumar. „Það er rosalega gaman fyrir alla sem eru tengdir fót- bolta og elska fótbolta,“ segir hann. Ef litið er utan knattspyrnunnar þykir Ejub sem allt sé ein- hvern veginn að lifna aftur við á Íslandi. „Mér heyrist á fólki að það ríki meiri bjartsýni og jákvæðni en verið hefur undanfarin ár. Ég held að við séum komin aftur á rétta braut og held að það séu bjartir tímar framundan.“ Aðspurður segist Ejub ekki bera neinar sértakar væntingar til ársins 2016. „Ég vona að Víkingur haldi sér í úrvalsdeildinni, það væri mjög gaman. Eins væri gaman að sjá landsliðið ná sér í nokkur stig og komast upp úr riðlinum á EM,“ segir hann. „En hjá mér hafa aldrei verið miklar væntingar svona fyrirfram, ég er bara ánægður með lífið og tilveruna,“ segir Ejub. Olga Sædís Aðalsteinsdóttir, hafnarvörður í Grundarfirði: Maður getur alltaf bætt við sig fróðleik og reynslu „Ég eignaðist mitt fjórða barnabarn og fyrsta lang- ömmubarnið á árinu,“ seg- ir Olga ánægð. „Að öðru leyti var árið fremur venju- legt og rólegt og lífið gekk sinn vanagang,“ segir hún og bætir við að það hafi ver- ið kærkomið eftir erilsamt ár þar á undan. Aðspurð um vonbrigði ársins nefnir Olga að ójöfn- uðurinn í samfélaginu sé að aukast, það þyki henni ekki heillavænleg þróun. Aft- ur á móti þykir henni ým- islegt jákvætt hafa gerst. „Mér finnst fólk farið að hugsa minna um sig og aðra sem eylönd. Fólki er ekki sama um aðra og það kom til dæmis vel í ljós í umræðunni um flóttamenn á árinu,“ segir Olga. „Það er mjög jákvætt að þetta manneskjulega sé að verða meira áberandi og ég vona að sú vakning haldi áfram,“ segir hún og bætir því við að heimurinn sé alltaf að minnka. „Það verður sífellt auðveldara að kynnast öðrum menningarheimum. Son- ur minn er sem dæmi á ferðalagi um Barein og nágrannalönd þess. Hann ber öllum þaðan vel söguna enda eru íbúar heims- ins ekki svo frábrugðnir hver öðrum,“ segir hún. „Ég held að fólk sé að átta sig betur og betur á því og sérstaklega unga fólk- ið. Ég vona að sú þróun haldi áfram.“ Aðspurð um vænting- Framhald á næstu síðu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.