Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 20168
Trillukarlar semja
um eldsneytiskaup
LANDIÐ: Í lok nýliðins árs var
undirritaður samningur milli
Skeljungs hf., Sjávarkaupa hf. og
Landssambands smábátaeigenda
(LS). Þar semur LS fyrir hönd á
þriðja hundrað smábátaeigenda
um kaup á minnst sjö milljónum
lítra af eldsneyti. Samningurinn
tók gildi um áramót og gildir til
ársloka 2017, með möguleika um
endurskoðun á samningstímanum
og framlengingu. „Samningurinn
hefur átt sér töluverðan aðdrag-
anda þar sem LS hefur um nokk-
urt skeið fylgst grannt með olíu-
verði og birt mánaðarlega verð
frá dælu hjá olíufélögunum þrem-
ur; Skeljungi, N1 og Olís. Mark-
miðið var að efla samkeppni og ná
þannig fram lægra verði fyrir smá-
bátaeigendur. Í haust var ákveðið
að reyna að knýja fram lægra inn-
kaupsverð með útboði. LS leitaði
í því skyni til Sjávarkaupa hf. sem
er þekkingar- og þjónustufyrir-
tæki sem sérhæfir sig í útboðum,
innkaupum, innflutningi og eftir-
fylgni útboða,“ segir á heimasíðu
LS. Þannig var fjórum olíufélög-
um gefinn kostur á að bjóða í þessi
viðskipti. Olíufélögin N1 og Olís
skiluðu ekki inn tilboðum. „Með
samningnum fá smábátaeigendur
bætt kjör og formúluverð sem er
beintenging við þróun heimsmark-
aðsverðs og gengis sem er gríðar-
lega stór áfangi fyrir félagsmenn í
LS til bættra kjara. Auk afsláttar á
olíu á bátana tekur samningurinn
einnig til smurolíu, smurefna og
eldsneytis (bensín og olía) á bíla
félagsmanna,“ segir á vef samtak-
anna þar sem félagsmenn sem enn
eiga eftir að staðfesta þátttöku í
samningnum eru hvattir til að gera
það sem fyrst. -mþh
Aflatölur fyrir
Vesturland
26. desember – 1. janúar
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 3 bátar.
Heildarlöndun: 6.157 kg.
Mestur afli: Akraberg ÓF: 3.317
kg í einni löndun.
Engar landanir á Arnarstapa.
Grundarfjörður 3 bátar.
Heildarlöndun: 92.350 kg.
Mestur afli: Grundfirðingur SH:
34.865 kg í einni löndun.
Ólafsvík 11 bátar.
Heildarlöndun: 51.108 kg.
Mestur afli: Brynja SH: 9.055 kg
í tveimur löndunum.
Rif 5 bátar.
Heildarlöndun: 37.210 kg.
Mestur afli: Særif SH: 12.599
kg.
Stykkishólmur 4 bátar.
Heildarlöndun: 29.165 kg.
Mestur afli: Hannes Andrésson
SH: 11.437 kg í tveimur löndun-
um.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Grundfirðingur SH – GRU:
34.865 kg. 30. desember.
2. Hringur SH – GRU:
29.826 kg. 29. desember.
3. Helgi SH – GRU:
27.659 kg. 29. desember.
4. Særif SH – RIF:
6.541 kg. 29. desember.
5. Gullhólmi SH – STY:
6.517 kg. 28. desember.
mþh
Fiskistofa flutt
norður yfir heiðar
LANDIÐ: Fiskistofa opnaði
nýjar aðalstöðvar sínar á Akur-
eyri um áramót. Þar starfa nú
átta manns á skrifstofu í nýj-
um höfuðstöðvum í Borgum
við Norðurslóð þar í bæ. Auk
þess verða fjórir veiðieftirlits-
menn með vinnuaðstöðu við
höfnina. Í vor hyggst Fiskistofa
síðan flytja inn í annað húsnæði
á Akureyri sem til stendur að
taka til leigu en auglýst verður
eftir því á næstunni. Afgreiðsla
Fiskistofu verður áfram í Hafn-
arfirði og þar verður heimilis-
fang stofnunarinnar þar til hún
kemst í varanlegt húsnæði fyrir
norðan. Flutningur aðalstöðva
Fiskistofu frá Hafnarfirði til
Akureyrar hefur verið umdeild-
ur gjörningur en í sumar tók
sjávarútvegsráðherra af skarið
og ákvað að hana skyldi flytja.
-mþh
Juku aflaverð-
mæti um
nálega tíund
SV-LAND: Aflaverðmæti skipa
HB Granda jókst um 9,5% á
nýliðnu ári samanborið við árið
2014. Krónutala þessarar aukn-
ingar nam 1,4 milljörðum. Í
tonnum talið var þessi aukning
15% meiri en á árinu 2014. Þar
vegur mest aukning á uppsjáv-
arafla sem varð þegar loðnu-
kvótinn var aukinn á síðasta ári
samanborið við 2014. Skip HB
Granda veiddu alls tæplega 176
þúsund tonn á árinu 2015 og
var heildaraflaverðmætið tæp-
ir 16,7 milljarðar króna. Þrátt
fyrir að af afli frystitogara hafi
dregist saman um rúm 12% á
árinu vantar þó lítið upp á að
aflaverðmæti þeirra sé hið sama
milli ára. Ísfisktogarar fyrirtæk-
isins veiddu svipað og árið á
undan en verðmætið jókst um
rúm 12%. Það hækkaði alls úr
tæpum 4,6 milljörðum í rúman
5,1 milljarð króna.
-mþh
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neyti staðfesti nýlega synjun Mat-
vælastofnunar á beiðni bónda á
Norðurlandi eystra sem hafði um
nokkurra ára skeið haldið yfir 100
kýr í fjósi sem var hannað fyrir 92
kýr með 92 legubásum. „Matvæla-
stofnun hafði ítrekað gert athuga-
semdir við fjölda kúa í fjósi bóndans
án þess að bóndinn sinnti því. Bónd-
anum var að lokum veittur þriggja
mánaða lokafrestur til úrbóta í mars
2015 og fækkaði þá bóndinn loks
gripum sínum í samræmi við fyrir-
mæli Matvælastofnunar,“ segir í frétt
frá stofnuninni.
Þá segir að bóndinn hafi hins veg-
ar skömmu áður óskað eftir leyfi
stofnunarinnar til að hafa 10% fleiri
kýr en bása í fjósi í 16-20 mánuði til
viðbótar á meðan unnið væri að úr-
bótum og taldi synjun stofnunarinn-
ar ólögmæta. Hann taldi nýjar regl-
ur íþyngjandi og fór fram á að við-
urkenndur yrði réttur hans til bóta
vegna tekjutaps sem væri afleiðing
af niðurskurði á bústofni. Þessari
beiðni synjaði Matvælastofnun.
Ráðuneytið taldi að Matvæla-
stofnun hefði enga heimild haft til
að víkja frá ákvæðum laga og reglu-
gerða varðandi fjölda kúa í fjósi.
Synjun stofnunarinnar hefði því ver-
ið réttmæt. Árum saman hefði stað-
ið í reglugerðum að í lausagöngu-
fjósum þar sem eru mjólkurkýr
skuli allar kýr geta legið samtím-
is á legubásum eða á til þess gerðu
legusvæði. Ekki væri því um hertar
reglur í þessu tilliti að ræða. Óljósar
hugmyndir um stækkun fjóss eða ný-
byggingar dygðu ekki til að réttlæta
umframfjölda kúa um eins og hálfs
árs skeið til viðbótar. Að lokum taldi
ráðuneytið ekki ástæðu til annars en
að bóndinn bæri sjálfur það tap sem
hann taldi að hann hefði orðið fyr-
ir vegna málsins. Synjun Matvæla-
stofnunar var því staðfest.
mm
Óheimilt að hafa fleiri kýr en legubása
Á fornsagnakvöldi í Landnáms-
setri Íslands næstkomandi mánu-
dagskvöld, 11. janúar kl. 20, verð-
ur horft í kringum meginsöguna –
Ólafs sögu helga, og frummæland-
inn Óskar Guðmundsson reifar þar
meðal annars hugmyndir sínar um
tilurð sögunnar og nálgun höfund-
arins. Konungasagnaritun Íslend-
inga á miðöldum náði hápunkti
sínum á 13. öld í verkum Snorra
Sturlusonar í Reykholti og er Ólafs
saga helga langstærst og ítarlegust
þeirra sagna.
Umræðukvöldið á mánudaginn
er þriðja í röð fyrirlestra um Heims-
kringlu á námskeiði Snorrastofu og
Símenntunarstöðvar á Vesturlandi
á þessum vetri. Námskeiðið hefur
verið vel sótt og er fólki velkomið
að sækja einstaka fyrirlestra gegn
gjaldi. Fyrirlestrarnir eru haldnir
á víxl í Landnámssetri og Snorra-
stofu.
Fréttatilkynning
Ólafs saga helga í Landnámssetri