Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 201614 Það er ekki á hverjum degi sem fimm ættliðir kvenna koma sam- an. Það gerðist þó síðastliðinn laug- ardag þegar fimm konur hittust sem allar eru af Galtarlækjarætt. Frá vinstri eru: Sigríður Árnadóttir (dóttur-dóttir) Silvía Rut Ástvalds- dóttir (dóttur,- dóttur-dóttir) Ætt- móðirin Guðbjörg Guðmundsdóttir með barna-barna-barna-barnabarn- ið Aríu í fanginu og Halldóra Sæ- mundsdóttir við hennar hlið. jbs Fimm ættliðir í beinan kvenlegg Nú er unnið hörðum höndum að því að betrumbæta aðstöðuna í húsnæði Íslandspósts að Mið- braut 13 í Búðardal. Fyrirhugað er að þar deili Pósturinn og Ar- ion banki saman húsnæði. Nú þegar hafa fyrirtækin samein- ast í öðru húsnæði, húsnæði Ar- ion banka að Miðbraut 15, en sá flutningur var gerður fyrir um mánuði síðan svo framkvæmd- irnar gætu hafist án tilheyrandi truflunar á starfsemi Póstsins. Stefnt er að því að endurbótum ljúki í marsmánuði og starfsemi beggja fyrirtækja færist þá alfar- ið yfir að Miðbraut 13. Ekki hafa verið gerðar breytingar á opn- unartíma. Hjá Póstinum er opið kl. 10-14 og Arion banki er með opnunartímann 9-12 og 13-16. sm Pósturinn og Arion banki undir sama þak í Búðardal Nú á gamlársdag var síðasti vinnu- dagur Jóhannesar B. Björgvinsson- ar aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Jóhannes, eða Jói lögga eins og margir þekkja kappann, hefur starfað í 36 ár hjá lögreglunni. Hann hefur verið víða, byrjaði lögreglu- störfin á æskuslóðunum í Stykkis- hólmi en fór víða eftir það. Frá 2004 fram á þetta ár var hann svo búsettur í Búðardal. Jóa var haldið kaffisam- sæti á lögreglustöðinni í Borgarnesi á gamlársdag þar sem hann var leyst- ur út með gjöfum og góðum óskum samstarfsfélaganna. Aðspurður seg- ist Jói hafa starfað undir þrettán lög- reglustjórum frá upphafi. Í fyrravet- ur keypti hann síðan æskuheimili sitt við Víkurgötuna í Stykkishólmi og þangað fluttu hann og Sigríður H Melsted eiginkona hans í vor. Síð- ari hluta ársins tók Jói út langt og uppsafnað frí sem hann átti inni hjá lögreglunni, en tók að endingu tvær vaktir hjá lögreglunni milli jóla og nýárs; „svona til að vinnufélagarn- ar myndu betur eftir mér og fynd- ist skemmtilegra að kveðja karlinn,“ segir Jói og hlær. Dágóður ferill Jóhannes Björgvin er fæddur og upp- alinn í Stykkishólmi á barnmörgu heimili, í ellefu systkina hópi. Sem ungur strákur ætlaði hann sér ekk- ert endilega að verða lögregluþjónn og var að aka vörubíl hjá útgerðar- fyrirtæki þegar eitt tók að leiða af öðru. Í viðtali sem Birna G Konráðs- dóttir blaðamaður tók við Jóa fyr- ir fimm árum og birtist þá í Skessu- horni sagði hann að við upphaf starfs fyrir lögregluna hafi eitt leitt af öðru. „Ég var semsagt að aka vörubíl þegar ég var beðinn um að vera dyravörð- ur í samkomuhúsi og sinnti því starfi samhliða akstrinum í tvö ár. Þá var óskað eftir því að ég færi að starfa í héraðslögreglunni og lét ég tilleið- ast að prófa. Nú svo kom að því ég var beðinn um að leysa af í lögregl- unni í eitt ár. Ég fékk semsagt árs- leyfi hjá útgerðinni og það er enn við líði,“ segir Jói og brosir. „Í framhaldi af þessu fór ég síðan í Lögreglu- skólann og hóf störf sem mennt- aður lögreglumaður í Stykkishólmi árið 1984. Ég var að taka það saman um daginn að líklega er ég búinn að starfa hjá þrettán lögreglustjórum í gegnum minn starfsferil. Hef starfað á Ísafirði, Hafnarfirði, var hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins þar til hún var lögð niður, á Selfossi, í Dölum, þá sameinuðust embætti Borgfirð- inga og Dala og loks var ég hjá Lög- reglunni á Vesturlandi. Þetta er bara dágóður ferill.“ Lögreglustöðin var heima Að vera lögreglumaður getur oft ver- ið erfitt, ekki síst á litlum stöðum þar sem allir þekkja alla og nálægðin er mikil. Engu að síður hefur oft þurft að taka á erfiðum málum. Jóhann- es segir ástæðu þess að hann entist þetta lengi í starfi einfaldlega vera þá að hann eigi skilningsríka konu. Sig- ríði fann hann á Staðarfelli þar sem hún stundaði nám í húsmæðraskól- anum en þau eru þó hvorugt Dala- menn, hann úr Stykkishólmi eins og áður segir en hún vestan úr Selárdal. „Þegar ég var að byrja sem lög- reglumaður í Stykkishólmi voru eng- ir farsímar eins og í dag. Þegar lög- reglumaður var ekki á vakt gat því verið erfitt að ná í viðkomandi. Þá var verið að hringja heim í gegnum Gufunesradíó. Ef ég var ekki heima þá var konan skömmuð vegna þess að ég væri ekki við. Eiginlega má segja að lögreglustöðin hafi verið komin heim á þessum árum. Svona var líf- ið þá og átroðningur á heimili lög- reglumanna oft með ólíkindum. En að hafa enst þetta lengi í fámennum lögregluembættum er eingöngu því að þakka að ég á góða konu sem hef- ur staðið með mér í gengum þykkt og þunnt. Ef hennar hefði ekki not- ið við væri ég löngu hættur. Í starfi lögreglumannsins sérð þú allar hlið- ar mannlegrar flóru, bæði súrar og sætar. Sem betur fer eru góðu stund- irnar mun fleiri og oftast er gaman í vinnunni en það er líka margt erfitt. Vinnufélagarnir og samstarfsfólk- ið hefur hins vegar allt verið prýðis- fólk.“ Bíður spenntur eftir hverri söngæfingu Í frístundum syngur Jói fyrsta bassa í karlakórnum Söngbræðrum og hefur gert í mörg ár. Hann segir það vera sálarbætandi að vera í karlakór og bíður hann spenntur eftir hverri æf- ingu. Nú fer hann hálfs annars tíma akstur hvora leið til að sækja æfingar, en telur það alls ekki eftir sér. „Við æfum alltaf á Bifröst, en það er svona miðsvæðis miðað við búsetu kór- félaganna. Um næstu helgi bjóðum við til dæmis til árlegrar sviðaveislu í Logalandi og það verður gaman,“ segir Jói. Hann segir það stytta vetur- inn að mæta á æfingar, syngja og eiga samfélag með góðum félögum. „Ég byrjaði í kórnum strax og ég flutti í Búðardal og hef ekki látið það trufla þótt ég þurfi nokkuð langa leið á æf- ingar hvorki þá né eftir að við flutt- um aftur í Hólminn. Þetta er ekkert langur akstur miðað við kórstjórann sem kemur norðan af Ströndum.“ En Jói kvíðir ekki verkefnaskorti þótt lögregluhúfan sé komin á hill- una. Sameiginlega stunda hjón- in stangveiði og kveðst Jói vera for- fallinn stangveiðimaður. „Á sumrin förum við einnig eins mikið og við getum norður í Selárdal þar sem við eigum sumarhús úti við fjörðinn. Þar eigum við okkar dásemdarstundir og viljum dvelja eins mikið og hægt er. Ég hef því alveg nóg að gera með mínar tómstundir,“ segir Jói að end- ingu og bætir við að þau hjón séu af- skaplega sæl með að vera komin á æskuslóðir hans í Stykkishólmi. „Hér blasir við fallegt útsýnið, inn Skógar- ströndina og út á Gullhólmann, fal- legra verður það ekki. Hér lék mað- ur sér í æsku og þekkir hvern stein og hverja þúfu. Lífið er yndislegt,“ segir Jói, ekki lögga, að endingu. mm Jói lögga hættur eftir 36 ára þjónustu Fluttur með konunni á æskuheimilið í Hólminum Jóhannes B Björgvinsson hefur nú lagt embættisskrúðanum. Ljósm. Steina Matt. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri kveðjur Jóhannes á gamlársdag og þakkar honum góð störf. Ljósm. LVL.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.