Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 201620 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýja Einar Guðmundsson hafnarvörður á Akranesi: Vill að atvinnumál Skaga- manna batni á nýju ári Einar Guðmundsson hafn- arvörður hjá Faxaflóahöfn- um á Akranesi segist tengja ánægjulegar minningar lið- ins árs við sumartímann. „Sjálfsagt er margt sem má telja upp en sem mér dett- ur fyrst í hug er að ÍA skuli hanga uppi í deild.“ Við nán- ari umhugsun koma atvinnu- málin síðan upp hjá Einari. „Fiskmarkaðurinn á Akra- nesi lokaði ekki eins og lengi var óttast. Hann er mikilvægur.“ Þegar Einar er spurður um vonbrigði ársins hugsar hann sig um áður en hann svarar. „Það væri þá að bátum fækkar alltaf á Akranesi. Það syrtir í álinn í útgerð hér á Skaganum, sérstaklega meðal smábátanna. Síðan fáum við ekki togaralandanir hér frekar en fyrri ár.“ Persónulega segir Einar án hiks að árið hafi verið gott hjá honum sjálfum. „Ég var sáttur við veður og vinda og persónu- lega átti ég gott ár.“ Hann segist ekki hafa miklar væntingar til nýja ársins. „Þær eru litlar. Það er þá helst að atvinnumál og ann- að slíkt á Akranesi haldist í horfi og helst batni. Ég við sjá að at- vinnumöguleikum fjölgi á Akranesi,“ svarar hann ákveðinn. Þórður Þ. Þórðarson framkvæmdastjóri á Akranesi: Mikil orka fór í nýbyggingu og eigin flutninga á liðnu ári Árið 2015 markaði söguleg tímamót hjá hinu rótgróna fyrirtæki Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akranesi. Þórður Þ. Þórð- arson framkvæmdastjóri þarf ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann er spurður um hvað honum þyki ánægju- legast þegar hann horfi um öxl til liðins árs. „Fyrirtækið flutti á árinu í nýbyggt hús- næði við Smiðjuvelli og við erum búin að koma okkur fyrir hér. Síðan seldum við húseignir og lóðir sem fyrirtækið átti við Vesturgötu til HB Granda og skiluðum því öllu af okkur nú á milli hátíða. Við eru þannig í þeirri stöðu að geta byrjað af full- um krafti á nýju ári.“ Þórður hlær við þegar hann er spurður um hvað séu vonbrigði ársins að hans mati. „Ég veit það ekki,“ segir hann eftir smá um- hugsun. „Það kemur ekkert í hugann hvað það varðar. Það þýð- ir ekkert að vera með einhverja neikvæðni.“ Þórður segir að árið 2015 hafi verið gott fyrir hann. Þar sem mikið gekk á við nýbygg- ingu og flutninga fyrirtækisins þá var athyglin mikið bundin við það. „Það má segja að allt árið hafi farið í að koma sér fyrir á nýj- um stað með vinnuna. Það fór mikill tími og orka í að hreinsa út úr húsunum sem við vorum með og færa allt á einn stað. Þar á ég bæði við húsið sem við höfum við Dalbraut og svo Vesturgötuna. En það gekk allt saman vel.“ Varðandi væntingar til nýs árs segist Þórður vona að þjóðarbú- ið haldi áfram að ganga eins hefur verið og hagurinn batni hjá öllum. „Ég hef miklar væntingar um að það verði farið að byggja fyrirhugaða sólarkísilverkmiðju á Grundartanga. Svo vantar okk- ur að koma upp meiri smáiðnaði hér í bæjarfélaginu á Akranesi.“ Kristrún Snorradóttir húsmóðir og handverkskona á Laxeyri í Hálsasveit: Barnalánið það ánægju- legasta á liðnu ári Kristrún Snorradóttir segir að sér hafi þótt ánægjuleg- ast á árinu að fylgjast með börnum sínum þroskast og stækka. „Við eigum tvær litlar stelpur. Önnur varð þriggja ára í febrúar og hin sú yngri er eins árs frá því í ágúst. Þær hafa báðar verið hressar og frískar.“ Þegar Kristrún er spurð um hvað hafi helst valdið henni vonbrigðum á árinu sem er að líða segir hún að þeir sem fara með völd virðist aldrei geta lært af mistökum fyrirrennara sinna. „Það er alltaf sama þrætan í gangi í samfélaginu. Það eru einhvern veginn alltaf allir jarm- andi og þar sem hver bendir á hinn.“ Kristrún heldur að þessu verði kannski ekki breytt svo auðveldlega. „Mannfólkið er bara mannfólk.“ Sjálf segist hún sátt við liðið ár. „Ég er búin að vera að takast á við móðurhlutverkið, hef verið í fæðingarorlofi, haft nóg að gera og allt gengið vel.“ Kristrún hefur vakið athygli fyrir myndir sem hún málar af miklu listfengi. Hún vill þó ekki kalla sig listakonu. „Ég hef þó ákveðnar væntingar um að geta haldið áfram að sinna þessu og vona að mér takist að þróa mig meira á þessu sviði. Síðan eru hugmyndir um að fara út í vissa uppbygginu á árinu en best að segja sem minnst um það enn sem komið er.“ Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar: Himinlifandi með ömmustúlkuna „Það sem var ánægjulegast á árinu er fæðing ömmu- stúlkunnar 9. júlí í sumar. Hún heitir Emilía Fann- berg og er dóttir elsta son- ar míns. Emilía býr hér í Borgarnesi, dafnar mjög vel og það er alveg svip- ur með henni og ömmu sinni. Ég kannast aðeins við sjálfa mig í henni. Þetta er yndislegt barn,“ segir Kol- finna Jóhannesdóttir sveitarstjóri. Hún segist ekki hafa orðið fyrir neinu sem hún geti lýst sem vonbrigðum á árinu. „Ég er kannski ekki þannig manneskja að ég verði fyrir vonbrigðum þó hlutirnir gangi ekki alveg í fyrstu atrennu.“ Kolfinna segir að persónulega hafi henni fundist 2015 mjög gott ár. „Það er allt mjög bjart í kringum mig, bæði í mínu lífi og vinnunni. Það eru allir heilsuhraustir og gengur vel hjá mínum nánustu. Þá starfa ég með mjög góðu fólki og það er uppgang- ur í atvinnulífinu. Sjálf hef ég notið þess að hafa nóg af krefj- andi verkefnum. Ég er þannig manneskja að mér finnst gaman að hafa nóg að gera. Árið hefur uppfyllt þetta allt saman.“ Sveitarstjóri Borgarbyggðar segist hafa miklar væntingar til næsta árs. „Þá held að við förum að sjá uppskeru af ýmsu sem við höfum verið að vinna að hér í Borgarbyggð. Það eru já- kvæðar horfur í efnahagslífinu og það skiptir miklu máli fyrir okkur. Ferðaþjónustan og önnur starfsemi er að ganga vel. Fyr- ir sjálfa mig hef ég ákveðnar væntingar um að halda áfram að þroska mig í starfi og vinna sem best úr þeim tækifærum sem eru í kringum mig.“ Eggert Kjartansson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps: Miklar annir framundan á nýju ári Oddviti Eyja- og Mikla- holtshrepp er jákvæður og bjartsýnn á áramótunum. Eggert Kjartansson bóndi á Hofsstöðum segir að pers- ónulega standi gott frí sem fjölskyldan fór í til Þýska- lands upp úr sem ánægju- legasta minningin. „Við vor- um þar í rúman hálfan mán- uð og það var alveg kominn tími á það,“ segir hann og hlær dátt. „Sé litið á annað þá náðum við góðum áfanga í ljósleiðaramálum hér í sveitinni eftir mikla törn nú í haust. Það er búið að kveikja á kerfinu og þetta virkar. Nú erum við að hefjast handa við að tengja fólk í upphafi nýs árs. Það verður því fjör víða í sveitinni nú í janúar.“ Aðspurður segir Eggert að vonbrigði séu fráleitt efst í huga hans á þessari stundu. „Það var mikið að gera á árinu og það leystist farsællega úr öllu. Kannski hefði sumt mátt fara bet- ur en það þýðir ekkert að velta sér upp úr því.“ Heilt yfir segist hann mjög ánægður með árið. „Það gerðist mikið, bæði pers- ónulega og í vinnu. Það var gríðarlega mikið að gera á árinu. Þetta var mjög gott ár. Fjölskyldunni líður vel og dæturnar blómstra og dafna. Þá er þetta í þessu fína.“ Eggert segir að það sem næst sé framundan sé að tengja fólk við ljósleiðarakerfið í sveitinni. „Þar verður mikil törn en ég á ekki von á öðru en fólk verði ánægt með það. Fyrir mig skipt- ir það miklu máli að svo verði. Þetta verður annasamt ár bæði á sviði sveitarstjórnarmála, í fjölskyldunni og bústörfunum.“ Elísabet Axelsdóttir fram- kvæmdastjóri á Hvanneyri: Stofnun nýs fyrirtækis á árinu reyndi á þolrifin „Mér finnst nú það að mað- ur skuli hafa sloppið lifandi frá árinu það sem stendur upp úr,“ segir Elísabet og hlær við. „Ég stofnaði fyr- irtæki í efnagreiningum fyr- ir landbúnaðinn og fagaðila í landinu sem hefur aðsetur hér á Hvanneyri. Því fylgdi mikið álag bæði fyrir mig og fjölskylduna. Þetta er búið að vera stöðug vinna frá morgni til kvölds. Ánægjan er svo að þetta skuli allt hafa gengið upp. Fyrirtækið er komið af stað og í rekstur og ég hef haft nóg af viðskiptavinum. Okkur er efst í huga þakklæti í garð allra þeirra fjölmörgu Hvanneyr- inga, ættingja og vina sem hjálpuðu okkur við að koma þessu á laggirnar.“ Elísabet segir að helstu vonbrigði ársins að hennar mati snúi að stöðunni í sveitarstjórnarmálunum í Borgarbyggð. „Þar á ég einkum við ákvörðun sveitarstjórnar um að leggja nið- ur Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar.“ Persónulega fannst henni þó árið 2015 mjög gott ár. „Þetta var erfitt ár en gefandi á margan hátt.“ Hún hefur ákveðnar væntingar til nýja ársins. „Nú er að hefjast kafli tvö hjá fyrirtækinu mínu. Ég þarf að fara í markaðsstarf til að finna fleiri viðskiptavini. Þar hef ég heilmikil verkefni í sigtinu sem ég vonast til að fá. Síðan vonast ég til að geta sinnt fjölskyldunni betur en á liðnu ári.“ Horft yfir liðið ár og litið til þess nýja Nokkrir valinkunnir Vestlendingar spurðir hvað stóð upp úr árið 2015 Nú þegar árið 2015 er á enda er vel við hæfi að líta aðeins til baka. Skessuhorn leitaði til nokk- urra valinkunnra Vestlendinga víðs vegar um landshlutann og spurði þá spurninga um árið sem leið. Meðal annars var fólk fengið til að rifja upp hvað var ánægjulegast og hver vonbrigði ársins hafi verið. Þá var spurt um væntingar til ársins sem nýlega er gengið í garð. Svörin létu ekki á sér standa og voru flestir sammála um að nýliðið ár hafi verið ánægjulegt og gott, þó að sums staðar hafi skipst á skin og skúrir eins og gengur. Væntingar til ársins 2016 eru góð- ar og eru Vestlendingar almennt bjartsýnir í garð þess. Lesa má svör þeirra hér á síðunni og á næstu opnum í blaðinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.