Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 201630 Ólafur „Icesave“ Ragnar Gríms- son (hugtakið Icesave hefur ann- ars konar merkingu ef maður vipp- ar því á bóndann á Bessastöðum) hefur ákveðið að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við kyndlinum. Margir hafa verið kallaðir til verks- ins, allsherjardiplómatinn hann Þor- grímur Þráinsson og Halla Tómas- dóttir standa mér efst í huga. Líst reyndar vel á Höllu því hún hef- ur þetta bjartsýna hugarfar sem við þurfum að hafa þegar um þjóðarleið- toga er um að ræða, við erum best og allt það. Ég myndi líklega kjósa hana ef hún færi fram því við þurf- um Þorgrím áfram til að skrifa bæk- ur og Samkeppniseftirlitið gæti lit- ið það hornauga að forsetaembætt- ið stæði fyrir bókaupplestri á Arnar- hóli í miðju jólabókaflóðinu og svo lét hann misskilja sig svo rækilega að um munaði þegar hann velti fyr- ir sér brjóstagjöf og símanotkun, allt mjög skemmtilegt. Já, við Íslend- ingar höfum margt til að gleðjast yfir og höfum það tiltölulega gott, það er búið að kanna það sjáiði til. Frétt Viðskiptablaðsins 4. janúar síðastliðinn sem fjallar um könnun Gallup á andlegu heilsufari Íslend- inga segir að niðurstaða hennar sýni að við erum almennt ánægð með líf okkar eða svona hér um bil. 73% sögðust vera ánægðir, 17% hvorki né og svo 4% sem voru óánægðir. Það er líka margt að gleðjast yfir, nýtt ár og ný tækifæri til að bæta sig í því sem maður gerir. Reynd- ar kemur það fram að yfir heiminn eru Kólumbíumenn ánægðastir með líf sitt enda er forsetinn nýbúinn að samþykkja lög sem heimila notkun á maríjuana í lækningaskyni, allt í „sky high“ hamingju þar á bæ. En við höfum annars konar ham- ingju held ég, svona kaldlyndari í ætt við veðurfar og staðsetningu okkar í Norður-Atlantshafi. Ég horfði til dæmis um daginn á upptöku af at- kvæðagreiðslu þingheims um aft- urvirkni lífeyris til öryrkja og eldri borgara og hafði grátbroslega gaman af. Það sem veitti mér mesta ánægju var að fylgjast með skjánum ofarlega í vinstra horninu þar sem hæstvirtur forsætisráðherra sat rólegur reynd- ar í mismunandi stellingum þeg- ar hver þingmaðurinn á fætur öðr- um lýsti yfir gríðarlegri vanþókn- un sinni á ákvörðun meirihlutans að hafna afturvirkni lífeyris til aldraðra og öryrkja. Svo þegar það kom að honum spratt hann upp líkt og box- ari, svaraði fyrir sig og vísaði í verk síðustu ríkisstjórnar. Gott sjónvarp segi ég bara. En helstu rök meiri- hlutans eru að þessi hópur mun fá sína kjarabót einhvern tímann, rík- ur vilji sé til þess og markmið ríkis- stjórnar um 300 þúsund króna lág- markslaun árið 2018 sé næg ástæða til að segja nei við öryrkja og aldraða núna. Þeir verði bara að hafa það frekar skítt á meðan en þetta redd- ast örugglega hjá þeim. En hvern- ig sem það á að ráða í og takast á við fréttir um ákvarðanir kjararáðs varðandi kjarabætur ýmissa hópa þá segi ég bara „bíbb“. Með nýárskveðju, Axel Freyr, Borgarfirði „Hvernig fannst þér Skaupið?“ Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Baldur Guðmundsson: „Ég var nú ekki voðalega hrifinn af því.“ Jens I. Magnússon: „Mér þótti það bara fínt, með betra móti.“ Veronica Líf Þórðardóttir: „Mér fannst það mjög skemmti- legt og langoftast fyndið.“ Hafrún Tinna Hafsteinsdóttir: „Skemmtilegt og fyndið.“ Gleðilegt heilsuræktarár 2016 Morguntrimm • spinning • hádegispúl • átakstímar • sundleikfimi • leiðsögn í þreksal Opið alla virka daga kl. 6.00 – 22.00 • Laugardaga og sunnudaga kl. 9.00 – 18.00 Verið velkomin Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - www.borgarbyggd.is S K E S S U H O R N 2 01 6 Annars konar hamingja PIstill Þorrablót Skagamanna verður hald- ið með pompi og prakt í íþrótta- húsinu við Vesturgötu laugardaginn 23. janúar næstkomandi. Er þetta í sjötta skipti sem blótið er haldið og alla tíð hafa Skagamenn tekið vel í framtakið og fjölmennt á þorrablót. Að vanda er það Club 71 á Akra- nesi sem á veg og vanda að fram- kvæmd og skipulagningu blótsins. „Eins og alltaf áður verður gleðin í fyrirrúmi og skemmtiatriðin í hæsta gæðaflokki,“ segir Guðráður Gunn- ar Sigurðsson, betur þekktur sem Gurri, talsmaður Club 71. „Yfirskrift blótsins í ár er „hæfi- leikaríkir heimamenn“ og eigum við nóg af þeim hér á Skaga,“ bætir hann við en vill ekki gefa upp hverjir og með hvaða hætti heimamennirnir hæfileikaríku munu koma við sögu á Þorrablóti Skagamanna. Gurri er þó tilbúinn að ljóstra því upp hverjir veislustjórarnir verða. „Veislustjórn verður í höndum Skagamannsins og stórleikarans Hallgríms Ólafsson- ar. Honum til halds og trausts verð- ur svo enginn annar en Rúnar Freyr Gíslason leikari,“ segir hann. Að öðrum kosti segir Gurri blót- ið verða með nokkuð hefðbundnu sniði. Veitingarnar verða í hönd- um matreiðslumeistara Galito á Akranesi og sömu íþróttafélög að- stoða við undirbúning og fram- kvæmd blótsins og síðast. Knatt- spyrnufélag ÍA, Þjótur, Golfklúbb- urinn Leynir, Sundfélag Akra- ness og Fimleikafélag Akraness auk Björgunarfélags Akraness lögðu öll hönd á plóg í fyrra. Að launum út- deildu forsvarsmenn Club ´71 hagn- aðinum á milli þessara félaga í hlut- falli við framlagða vinnu, en þann- ig hefur félagsskapurinn frá upp- hafi stutt við íþrótta- og tómstunda- starf í heimabyggð. Á síðasta ári var vel á þriðju milljón króna til skipt- anna. „Ég held að við höfum í gegn- um árin safnað heilt yfir í kringum níu milljónum króna sem deilt hef- ur verið á félögin sem hafa aðstoðað okkur hverju sinni,“ segir Gurri. Forsala hefst á föstudag Eins og verið hefur verður forsala aðgöngumiða í útibúi Íslandsbanka að Dalbraut 1 á Akranesi og eru að- eins 650 miðar í boði. Hefst forsalan föstudaginn 8. janúar næstkomandi og ráðleggur Gurri fólki að tryggja sér miða í tíma því undanfarin ár hafi verið uppselt á blótið. „Það má búast við röð og mikilli stemn- ingu í Íslandsbanka að morgni fyrsta forsöludagsins. Ég veit til þess að starfsfólk bankans hefur þegar hafist handa við að undirbúa forsöludag- inn. Magnús Brandsson útibússtjóri hefur lofað harðfiski og hákarli á meðan birgðir endast að morgnin- um,“ bætir hann við. Áhugasömum er bent á að nánari upplýsingar má nálgast á facebook- síðu þorrablótsins, Þorrablót Skaga- manna Akranes, þegar nær dregur. Þar verður að sögn Gurra ef til vill einhverju ljóstrað upp sem enn hvíl- ir mikil leynd yfir þegar þessi orð eru rituð. Gurri bætir því við að hann, líkt og aðrir félagar í Club 71, bíði blótsins með mikilli eftirvænt- ingu. „Það er orðið árvisst hjá okkur að hittast snemma í janúar og skipu- leggja Þorrablót Skagamanna. Við hlökkum mikið til,“ segir Gurri að lokum. kgk Styttist óðum í Þorrablót Skagamanna Guðráður Gunnar Sigurðsson, betur þekktur sem Gurri, talsmaður Club 71. Hér sést Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri tryggja sér miða á síðasta þorrablót. Fjölmenni var þá samankomið í útibúi Íslandsbanka að morgni fyrsta for- söludagsins og löng röð myndaðist. Búast má við því sama á föstudag en selst hefur upp á blótið undanfarin ár og því vísast að tryggja sér miða í tíma. Tómir diskar og glaðir gestir á Þorrablóti Skagamanna. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.