Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 201626 Elskaður af öllum þeim - sem ekki mikið þekkt´ann! Vísnahorn Gleðilegt ár lesendur mínir! Það er nú svo að áherslur okkar í lífinu breyt- ast með tímanum og það sem var aðalatriðið í gær skiptir litlu máli í dag og þannig verður það áfram. Á mínum æskuárum var handrita- málið lengi mál málanna og út af því var kveð- ið á sínum tíma: Öll er komin okkur frá andleg menning Dana enda finnst þeim eftirsjá í að missa hana. Þessi blessuð menning okkar hefur lengi verið óútskýrð. Hvað telst til hennar og hvað ekki, hvað þá hvernig ætti að skilgreina jaðar- menningu nú eða ómenningu. Skáldið W. H. Auden ferðaðist um Ísland 1936 og gaf síðan út ljóðabókina ,,Bréf frá Íslandi“ sem var ef ég veit rétt snilldarlega þýdd af Magnúsi Ás- geirssyni. Þar í mun þetta vera: Mér kom í hug að hripa þér (Ég held til skila kringumstæðum öllum) á bíl sem tölti um öræfi undir mér á austurleið frá Möðrudal á Fjöllum. Ég brann á vöngum vættum táraföllum með kvef frá Akureyri í veganesti árbitaleysi og fleiri heilsubresti. Prófessor Hásmann hefur skilst mér fyrst hreyft því í bók hve notadrjúgur forði smápíslir holdsins eru í allri list svo annað tæpast stendur þeim á sporði og síst ég tel það ofmælt nokkru orði að háfleyg snilld í mörgu mjúku stefi sé minna að þakka ást en góðu kvefi. Nú er ég skammarlega ókunnugur skáld- skap W. H. Auden. Hvað þá að ég sé fróð- ur um manninn sjálfan. Hef þó hugmynd um að hann hafi að minnsta kosti um tíma verið nokkuð þekkt nafn og man allavega vel eftir umtali um hann. Samt ekki viss um að Onni á Kjörseyri hafi haft hann beinlínis í huga þeg- ar hann orti: Beitti mælsku mjúkum hreim með því ýmsa blekkt’ann. Elskaður af öllum þeim sem ekki mikið þekkt’ann. Ég held að Hjálmar frá Hofi sé höfundur að þessari og mikill sannleikur þar í: Æskan hrífst við öldusog út á þroskans drafnir. -Svo eru örfá áratog inná dauðans hafnir. Menn eru ekki alltaf sammála um það hver sé skáld og hver sé hagyrðingur. Mín pers- ónulega skoðun er að formið hafi ekkert um það að segja og menn geti prýðisvel borið tit- ilinn skáld án þess að gera nokkurn tímann annað en ferskeytlur. Við lát Gísla Ólafssonar frá Eiríksstöðum orti Sigurbjörn Stefánsson: Svartá hæglát syrgir því söngur hljóðnar vinum. Þorrin lind og lífið í lækjarfarveginum. Það er allavega mín skoðun að Lækurinn eftir Gísla Ólafsson standi fyllilega undir því að heita skáldskapur sem og reyndar margt fleira eftir hann. Hinsvegar mun eftirfarandi staka eftir Egil Jónasson ort um allt annan að- ila og ekkert veit ég um andlega eiginleika þess manns: Að guð muni hafa ætlað sér, að gera úr honum mann, það getur engum dulist sem að skoðann. Af leirnum hefur sjálfsagt verið lagt til nóg í hann, en líklega hefur mistekist að hnoð´ann. Vandfundið er það foreldri sem ekki vill börnum sínum allt það besta þegar þau koma í þennan heim en aðstæðurnar geta nú orðið nokkuð misjafnar. Fæðing væntanlegs þjóð- höfðingja er líka meiri frétt en þó að bætist aðeins í krakkahrúguna á einhverju kotinu eða í fátækrahverfum Indlands eða Brasilíu. Einar B. Pálsson orti í tilefni barnsfæðingar í útlöndum: BB- fréttir segir -C, -sið nú einnig logar Fé- -taprins er nú borinn Bre- -bet sér fær Elísa- te. Líklega um eða fyrir miðja síðustu öld stóð svo á að fréttir greindu ótt og títt frá fyrir- hugaðri jarðarför drottningar einnar í Evrópu en daginn áður var jörðuð umkomulítil kona að nafni Steinunn. Þá var kveðið að ég held norður í Húnavatnsssýslu og gaman ef ein- hver gæti upplýst mig um höfundinn: Ólíkan þó hefðu hag hinsta jöfn er borgun. Steinku á að dysja í dag. -Drottninguna á morgun. Nánast svo lengi sem ég man hafa menn kvartað undan kreppu og bágri fjárhagsstöðu. Jæja það var kannske í minna lagi kvart- að þarna um 2007 en hérna áður og reyndar einnig núna er þetta nokkuð algengt. Á ein- hverjum tímapunkti orti Eysteinn G. Gísla- son: Þjóðin er orðin að ambátt auralaust hyskið er framlágt. Ráðamenn standa í stöðugum vanda stundandi lífsgæðasamdrátt. Nú að afloknum áramótunum bresta á oss árshátíðir af miklum móð og þá ekki vitlaust að rifja uppp árshátíðarkvæði Hjálmars Frey- steinssonar ort á árshátíð líklega Sjúkrahúss Akureyrar: Gerist vetrar veður blíð verður margur galinn Allir heimta árshátíð ærnar, kýr og smalinn. Af því verða útgjöld stór sem undir þarf að rísa, buxur, vesti, brók og skór borgað er með Visa. Verulega er veislan fín og veislustjórinn natinn, hani, krummi, hundur, svín hafðir eru í matinn. Margur kátur maður er magnast glens og söngur, einn ég veit sem ætlar sér aftur að fara í göngur. Er á borðum eðalvín og ekki vantar bjórinn, galar, krunkar, geltir, hrín guðdómlega kórinn. Hér er í boði hámenning heldur fátt til vansa, þegar allt er komið í kring kyssast menn og dansa. Margur karlinn klökkur bað af kellu hrifinn sinni: „Leyf mér nú að lúta að látúnshálsgjörð þinni.“ Ansar konan „asninn þinn“ er með geðið snúið, „jæja þá í þetta sinn.“ Þá er kvæðið búið. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is ar til ársins 2016 vonast hún til að fólk læri af reynslunni og bæti sig. „Það á við um mig sem og alla aðra. Mað- ur getur alltaf bætt við sig fróðleik og reynslu og búið til eitthvað úr því,“ segir Olga. Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður Ungmennabúðanna á Laugum: Er einstaklega ánægð með allt unga fólkið „Almennt séð tel ég að loftslags- ráðstefnan í París sé hápunktur árs- ins. Mér þykir mjög ánægjulegt að umhverfismál- in séu að komast á hærra plan hér á landi og vonandi í betri farveg. Það má ekki hætta að halda umhverfis- málunum á lofti,“ segir Anna. Hún kveðst ánægð með þá uppbyggingu sem hefur orðið á úti- svæðinu að Laug- um í Sælingsdal en tekur þó fram að enn sé langt í land. „Við erum búin að merkja gönguleiðir, bæta og stækka Lillul- und svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún. „Að mínu mati er ævintýri að dvelja að Laugum og við höfum auk- ið alla útivist með nemendum sem heimsækja Ung- mennabúðirnar. Það verkefni hefur tekist einstaklega vel, miklu betur en ég átti von á og ég er himinlif- andi með árangurinn,“ segir Anna glöð í bragði. „Þá er ég bara einstaklega ánægð með allt unga fólkið sem ég hef kynnst, sjá það blómstra í sínu og takast á við skemmtileg verkefni og njóta lífsins.“ Persónulega kveðst Anna hafa átt ánægjulegt ár, hún hafi reyndar ekki hlaupið nóg en gert marga skemmtilega hluti í staðinn. „Börnunum mínum líð- ur vel og þau standa sig vel í því sem þau eru að gera og það gleður mömmuhjartað,“ segir Anna og bæt- ir því við að fjölskyldan hafi farið í langþráða og lær- dómsríka ferð til Evrópu og kynnst ólíkum þjóðum og borgum. Þá hafi hún fengið heimsókn ástralskra vin- kvenna, Maree og Sophie, sem báðar reka skólabúð- ir í heimalandi sínu. „Ég ferðaðist með þeim um Ís- land, upplifði landið með öðrum augum fyrir vikið og heimsótti nýja staði,“ segir hún. Vonbrigði ársins segir Anna vera hryðjuverkin í París og öll önnur hryðjuverk, stöðu flóttamanna í heiminum og þá sérstaklega í Sýrlandi. „Einnig bil- ið milli ríkra og fátækra sem sífellt eykst og umhverf- ismál á Íslandi, þ.e. að þau séu ekki komin lengra á veg — að ekki séu allir farnir að flokka og leggja sitt af mörkum. Eins að enn sé verið að ræða um frek- ari stóriðjuframkvæmdir,“ segir hún en tekur fram að hún sé þakklát fyrir þá umræðu sem skapaðist í kjölfar loftslagsráðstefnunnar í París. Aðspurð kveðst Anna vænta þess að á árinu 2016 verði lögð lokahönd á gönguleiðirnar á Laugum, skilti sett upp og göngukortið gefið út. „Eins vona ég að íþrótta- og tómstundamálum verði betur háttað í Dalabyggð, hvorki eru nógu margar né fjölbreyttar íþróttaæfingar í boði. Ég tel það eina að forsendum þess að gera sveitarfélag eftirsóknarvert að íþrótta- og tómstundamálum fyrir börn, unglinga og almenning sé vel fyrir komið. Að öðrum kosti er mjög gott að búa hér í Dalabyggð,“ segir hún. „Auk þess vona ég að árið verði gefandi hjá mér sjálfri ásamt því að eitthvað jákvætt og mannbætandi gerist í flóttamannamálum í heiminum,“ segir Anna að lokum. Samantekt: grþ/kgk/mþh/mm PennagreinHorft yfir liðið ár og litið til þess nýja Á síðasta bæjarstjórnarfundi ársins 2015 var fjárhagsáætlun ársins 2016 samþykkt. Við bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar ákváðum að sitja hjá við þá atkvæðagreiðslu. Það þýðir ekki endilega að okkur þyki þessi áætlun ómöguleg með öllu, í henni er margt jákvætt og þarft eins og viðhald á sundlaugarsvæðinu við Jaðarsbakka, framkvæmdavinna á Sementsreitnum o.fl. Í áætluninni voru hins veg- ar nokkur atriði sem okkur þóttu gagnrýni verð. Fyrst skal nefnt að gert er ráð fyrir að 30 milljónum af framkvæmdafé bæjarins verði var- ið í uppbyggingu á heitri laug, svo- kallaðri Guðlaugu við Langasand. Varðandi þessa framkvæmd teljum við eðlilegra að byrjað sé á að skoða hvað rekstur á slíkri laug kosti til framtíðar fyrir bæjarsjóðinn áður en ákveðið er að fara í framkvæmd á lauginni. Við erum ekki að segja að við séum á móti framkvæmd- inni sem slíkri þar sem við teljum að Guðlaug myndi sóma sér vel við Langasand og eflaust draga fjölda fólks að sandinum. Við teljum það hins vegar ekki vera ábyrga fjár- málastjórn að byrja á framkvæmd- um og skuldbinda bæinn þannig til ófyrirsjáanlegra fjárútláta, án þess að vita hvað reksturinn á lauginni muni kosta til framtíðar. Ekki er mikill afgangur af rekstrarfé bæj- arsjóðs og nú þegar er skortur á fé til nauðsynlegs viðhalds á húsnæði og lóðum sem kaupstaðurinn á eins og íþróttahús, skólabyggingar og skólalóðir. Þess vegna teljum við óráðlegt að fara nú í framkvæmdir sem líklegt er að muni þyngja rekst- ur bæjarsjóðs enn frekar til framtíð- ar, ráðlegra væri að nýta það fé sem handbært er til fjárfestinga í fram- kvæmdir sem líklegar væru til að létta á rekstri bæjarsjóðs. Annað sem veldur okkur áhyggj- um er að ekki er gert ráð fyrir nein- um fjármunum í áframhaldandi vinnu við nýtt sambýli þó svo þörf- in sé til staðar. Nú þegar eru komn- ar nokkrar umsóknir um búsetu í sambýli og eins og staðan er í dag getum við ekki boðið upp á slíka búsetu. Þó svo ekki séu komnar það margar umsóknir að hægt sé að fylla heilt sambýli er nauðsyn- legt að halda áfram með þá vinnu sem hófst á þessu ári, ákveðið verði hvar skuli setja niður nýtt sambýli og hafin verði hönnunar- og/eða framkvæmdavinna við það. Við viljum að lokum óska Skaga- mönnum gleðilegs og farsæls nýs árs og við hlökkum til að vinna áfram að góðum verkum fyrir bæ- inn okkar. Ingibjörg Valdimarsdóttir og Val- garður Lyngdal Jónsson bæjarfulltrú- ar Samfylkingarinnar á Akranesi. Fjárhagsáætlun ársins 2016

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.