Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 20166
Fannst látinn við
Löngufjörur
VESTURLAND: Fjölmennt
lið björgunarsveita af Vestur-
landi auk leitarhunda var síð-
degis á sunnudaginn kallað út
til leitar að ferðamönnum við
Löngufjörur á Snæfellnesi. Í
fyrstu var talið að um tvo ein-
staklinga væri að ræða en síðar
kom í ljós að eins var saknað.
Eftir skamma leit björgunar-
manna fannst lík mannsins. Í
tilkynningu frá Lögreglunni á
Vesturlandi sagði eftir líkfund-
inn á sunnudagskvöldskvöld-
ið um atburðarásina: „Í dag
fannst mannlaus bílaleigubif-
reið við Skógarnes á Snæfells-
nesi. Lögreglan á Vesturlandi
hóf eftirgrennslan og kom í
ljós að leigutaki bifreiðarinnar
hafði ekki skilað sér í flug sem
hann átti bókað. Óskað var
eftir aðstoð björgunarsveita og
hófst leit skömmu fyrir myrk-
ur. Maðurinn, sem var erlend-
ur ferðamaður, fannst látinn
skömmu eftir að leit hófst.
Ekkert bendir til að andlát-
ið hafi borið að með saknæm-
um hætti.“ Ekki hefur enn
verið hægt að greina frá nafni
mannsins, en hann var Breti,
sextugur að aldri.
–mm
Veisla
framundan
BORGARFJ: Karlakórinn
Söngbræður ætlar að halda
árlega veislu sína í Logalandi
næstkomandi laugardag kl.
20:00. Á matseðli verða bæði
heit og köld svið frá Fjalla-
lambi. Einnig hið víðfræga
saltaða hrossakjöt ásamt með-
læti sem hefð er fyrir að bjóða
upp á í þessari veislu. Söng-
bræður munu að sjálfsögðu
syngja og farið verður með
gamanmál. Hljómsveit kórs-
ins leikur undir.
-mþh
Skilyrði fyrir
arðgreiðslum OR
samþykkt
SV-LAND: Eigendur Orku-
veitu Reykjavíkur; Reykjavík-
urborg, Akraneskaupstaður og
Borgarbyggð, hafa samþykkt
tillögu stjórnar um fjárhags-
leg skilyrði fyrir því að arður
verði greiddur úr fyrirtækinu
til eigenda í framtíðinni. Sam-
þykktu sveitarstjórnirnar tillögu
stjórnar um að OR greiði eig-
endum ekki arð nema að fjár-
hagsstaða fyrirtækisins upp-
fylli tiltekin skilyrði. Þau snúa
meðal annars að eiginfjárhlut-
falli, lausafjárstöðu, skuldsetn-
ingu og hlutfalli hagnaðar sem
greiða má út í formi arðs. Skil-
yrðin eru m.a. þau að veltufjár-
hlutfall sé yfir einum, eiginfjár-
hlutfall verði á bilinu 35-40%
og að svokallaðar RCF nettó-
skuldir fari ekki yfir 13-17%.
Samkvæmt Planinu, aðgerða-
áætlun sem OR hefur unnið eft-
ir frá árinu 2011, er ekki greidd-
ur arður á gildistíma þess út árið
2016. Bjarni Bjarnason forstjóri
segir samþykktina afar mikil-
væga og að hún sýni hve eig-
endur Orkuveitu Reykjavíkur
telji mikilvægt að tryggja góðan
rekstur og traustan fjárhag OR
til framtíðar. –mm
Varp sjófugla
rétti úr kútnum
BREIÐAFJ: Rituvarp við
Breiðafjörð gekk skár en í mörg
undanfarin ár og sáust nú hreið-
ur með fleygum ungum á flestum
talningarstöðum. Jafnvel sáust
stundum tveir og þrír ungar í
hreiðri. Flest björgin litu mun
betur út í ár en í mörg ár þar á
undan. Sama má segja um varp
lunda og kríu. Álftir voru tald-
ar í Álftafirði fram á mitt sumar
en dreifing álfta hefur aukist um
Snæfellsnes síðan talningar hóf-
ust 2008 og verða álftatalningar
því endurskoðaðar á næsta ári.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í ársskýrslu Rannsóknaset-
urs Háskóla Íslands á Snæfell-
nesi. Nú eru Jón Einar Jóns-
son forstöðumaður og Árni Ás-
geirsson náttúrufræðingur báð-
ir í 100% starfi við Rannsókna-
setrið. Norski vísindamaðurinn
Thomas Holm Carlsen kvaddi
Rannsóknasetrið í júní eftir
tveggja ára dvöl í Stykkishólmi
þar sem hann stundaði meðal
annars rannsóknir á æðardúni.
Thomas starfar nú í Noregi en
mun þar vinna við rannsókna-
verkefið um eiginleika æðar-
dúns sem greint hefur verið frá
í Skessuhorni. -mþh
Hangikjötið var
vinsælasti
jólamaturinn
LANDIÐ: Enn sem fyrr er
hangikjöt sá matur sem flestir
Íslendingar kjósa að hafa í mat-
inn á jóladag. Könnun MMR
sýnir að 72% landsmanna völdu
það á borð sín á nýliðnum jól-
um. Fólk er einnig íhaldsamt á
hefðirnar því nær allir, eða 94%,
þeirra sem völdu það í hitteð-
fyrra kusu það aftur um síðustu
jól. Hamborgarhrygg borðuðu
7,3% um nýliðin jól, 3,2% voru
með lambakjöt, 2,9% með kalk-
ún og 14,6% með eitthvað ann-
að. -mþh
Into the Glacier, eignarhaldsfélag
um ísgöng í Langjökli, hefur fest
kaup á nýjum átta hjóla jöklatrukki.
Er hann af gerðinni MAN KAT
8x8, þeirri sömu og þeir tveir sem
fyrirtækið á fyrir. Að sögn Sigurð-
ar Skarphéðinssonar, framkvæmda-
stjóra Into the Glacier, er nýi
trukkurinn væntanlegur til landsins
í vor. „Hann er úti í Bretlandi núna
þar sem verið er að smíða á hann
hús, gera ýmsar smábreytingar og
fleira,“ segir Sigurður.
Mun nýi trukkurinn taka 55 far-
þega. Er hann því talsvert stærri
en hinir og að sögn Sigurðar er
hann hugsaður til að ferja sérhópa
og eins ef þarf að bæta við sæt-
um við brottför. Hann verður því
ekki í jafn mikilli keyrslu og hin-
ir. „Með þessum kaupum erum við
að auka rekstraröryggi og eins ger-
ir þetta okkur kleift að flytja fleira
fólk á háannatíma,“ segir Sigurður
og bætir því við að fyrirtækið hafi
þurft að leigja fjallatrukk frá Mo-
untaineers of Iceland vegna mikilla
anna yfir hátíðirnar. „Það var allt
fullt dagana sem við höfðum opið
yfir jól og áramót. Ein ferð var farin
á hverjum degi og ásóknin var tals-
vert meiri en við gerðum ráð fyr-
ir á miðað við árstíma,“ segir hann.
„Við vorum til dæmis eina jöklafyr-
irtækið sem var með opið á gaml-
ársdag, fórum þá eina ferð og seld-
ist upp á örfáum klukkutímum.“
Bjartsýnn um nýtt ár
Ísgöngin í Langjökli voru vinsæll
viðkomustaður ferðamanna á liðnu
ári og heildarfjöldi gesta varð mun
meiri en áætlað var. Sigurður tel-
ur að allt í allt hafi milli 22 og 23
þúsund manns sótt ísgöngin heim á
þeim sjö mánuðum sem liðin eru frá
opnun. Vel hefur gengið að komast
upp að gangamunnanum og sjaldan
hefur þurft að aflýsa ferðum. „Það
hefur gengið betur að komast upp
eftir en við þorðum að vona. Núna
yfir háveturinn, erfiðasta tímann,
hefur mun sjaldnar þurft að fella
niður ferðir en við gerðum ráð fyr-
ir í upphafi,“ segir hann og kveðst
bjartsýnn fyrir komandi ári. „Spáð
hefur verið allt að 20-25% fjölgun
ferðamanna til Íslands á árinu og ef
þær spár rætast má gera ráð fyrir
auknum fjölda gesta til okkar,“ seg-
ir hann. Eins telur Sigurður val Lo-
nely Planet á Vesturlandi sem eins
af eftirsóknarverðustu áfangastöð-
unum heims muni hafa sitt að segja,
sem og opnun Hótels á Húsafelli
og væntanleg opnun Krauma, nátt-
úrulauganna við Deildartunguhver,
svo dæmi séu tekin. „Við fáum lík-
lega milli 30 og 40 þúsund gesti í
ísgöngin á næsta ári. Margir þeirra
munu vilja staldra lengur við og
heimsækja fleiri staði í nágrenn-
inu. Allt hjálpast þetta að og styð-
ur hvort annað. Vonandi opna fleiri
ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu,“
segir Sigurður Skarphéðinsson.
kgk
Fjölgar um einn í trukkaflota
Into the Glacier
Vegna mikilla anna yfir hátíðirnar brugðu forsvarsmenn Into the Glacier á það ráð að leigja jöklatrukk frá Mountaineers of
Iceland. Fyrirtækið hefur nú fest kaup á einum slíkum til viðbótar og er hann væntanlegur til landsins á vormánuðum.
Ljósm. tfk.