Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 06.01.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2016 23 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýja Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri í Grundarfirði: Miklar væntingar bundnar við leit að heitu vatni á nýju ári „Árið 2015 hefur verið gott bæði í fjárhagslegu og at- vinnulegu tilliti og hér hef- ur verið stöðugleiki. Tekjur sveitarfélagsins voru ívið betri en búist var við. Það stefnir nú hraðbyrði í mun betri fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins en ver- ið hefur og verulega hef- ur tekist að lækka skuldir. Í nýsamþykktri fjárhags- áætlun bæjarins fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir afgangi bæði á A- og B-hluta sveitarfélagsins. Ég lít líka um öxl til fyrsta heila árs míns hér í Grundarfirði. Mér líst mjög vel á að vera hér í þessu umhverfi. Það er margt spennandi að gerast og möguleikarnir miklir á Snæfellsnesi,“ segir Þorsteinn Steins- son bæjarstjóri. Engin sérstök vonbrigði koma upp í huga bæjarstjórans nú við áramót. „Það hefur allt gengið í samræmi við áætlanir og jafnvel gott betur. Við þurfum þó alltaf að vera á varðbergi, passa upp á atvinnulífið og opinber störf. Það er stöðug vinna að búa í haginn og skapa fjölbreytileg störf á landsbyggðinni, unga fólkið þarf að komast í framhaldsnám og jafnhliða þurf- um við líka að geta boðið því upp á fjölbreytileg störf að námi loknu. Framhaldsskólinn hér skiptir miklu máli. Hann trygg- ir að nemendur geta stundað nám í heimabyggð, sem skipt- ir sköpum fyrir samfélagið hér á Snæfellsnesi. Tryggja þarf rekstrargrundvöll skólans inn í framtíðina, en góð menntun er ein af undirstöðum samfélagsins. Þorsteinn segist sáttur við árið 2015. „Væntingar um lágt verðbólgustig stóðust. Við náðum að reka bæjarsjóð með tals- verðum afgangi. Á nýhöfnu ári þarf ekki að hækka gjaldskrár svo sem í leikskóla og sund og ennfremur verður álagning fasteignagjalda óbreytt milli ára. Þrátt fyrir þetta er ráðgert að ráðast í ýmsar framkvæmdir á árinu Helst má þar nefna lagfæringu á leikskóla, malbikun, lagfæringar og viðhald á skóla, framkvæmdir við sundlaug, vinnu við endurskoðun að- alskipulags og fleira. Ég er ánægður með lífið og tilveruna og tel að Grundfirðingar geti litið björtum augum á framtíðina. Nú síðast er síldin komin aftur í Kolgrafafjörð. Það eru góð- ar fréttir. Við viljum hafa síldina. Henni fylgir mikið líf svo sem hvalir og fugl. Aflabrögðin hafa verið góð og þau skipta þetta svæði mjög miklu máli. Gríðarlegur vöxtur og tækifæri eru í ferðaþjónustunni sem vex hratt. Hér höfum við bæði Kirkjufell og Kolgrafafjörð sem náttúruperlur og á síðasta ári streymdu ferðamenn hingað á öllum árstímum mikilvægt er að nýta þessa auðlind sem best. Bæjarstjórinn í Grundarfirði segir að talsverðar væntingar séu til þess í Grundarfirði að takast megi að finna nægjanlegt heitt vatn, sem nýtast megi Grundfirðingum til hitaveituvæð- ingar. Grundfirðingar hafa hingað til þurft að reiða sig á raf- magn til húshitunar. „Það eru ákveðnar vísbendingar sem gefa tilefni til bjartsýni í þeim efnum að finna megi nægilega mik- ið af heitu vatni. Það mun skipta verulegu máli ef þetta tekst. Almennt teljum við að árið 2016 verði mjög gott til lands og sjávar. Að lokum vil ég óska öllum Grundfirðingum og nær- sveitamönnum gleðilegs nýs árs.“ Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Landnámssetrinu í Borgarnesi: Tækifærin eru mikil í ferðaþjónustunni „Það sem var ánægjulegast á árinu var að ég eignaðist dásamlegt barnabarn sem býr í Borgarnesi og ég get heimsótt á hverjum degi. En að öðru leyti var þetta sér- staklega ánægjulegt og gott ár. En koma nýja barna- barnsins stendur þó upp úr,“ segir Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir eigandi Land- námssetursins. Hún bætir því við að það sé stórkost- legt að vera í ferðaþjónustu í Borgarnesi og upplifa þann mikla vöxt og möguleikana sem ferðaþjónustan býr yfir. „Þetta er at- vinnuvegur sem hlúir svo vel að grasrótinni. Það eru svo marg- ir sem geta komið inn í greinina og þetta hefur mikil marg- feldisáhrif inn í samfélagið. Ferðaþjónustan gefur svo mörg- um tækifæri, gömul hús ganga í endurnýjun lífdaga og matur úr héraði verður vinsæl söluvara. Þetta hefur áhrif bæði á land- búnaðinn og þá sem prjóna peysur heima hjá sér, svo dæmi séu tekin.“ Sigríður segir vonbrigði ársins líta meira í heimsmál- unum. „Hvað maður verður leiður yfir því að fólk skuli aldrei geta lært. Að það skuli enn ríkja þessi hræðilegi ófriður og að svona margir séu á flótta. Mér finnst það mestu vonbrigðin, að enn skuli vera svona mikil grimmd og fátækt í heiminum og að maður viti að það eru til börn í þrældómi sem búi við ömurleg- ar aðstæður. Manni líður svolítið þannig að manni finnst mað- ur þurfa að gera eitthvað en á sama tíma veit maður að það er ekki auðvelt að breyta heiminum á meðan þessi illu öfl fá svona miklu ráðið.“ Aðspurð um nýja árið segist Sigríður vera bjartsýn fyrir hönd Íslendinga. „Ég held að það séu mikil tækifæri hér, sérstaklega í ferðaþjónustunni en við þurfum samt að vanda okkur vel. Ég er bjartsýn fyrir hönd Borgarness og Vesturlands alls, þar tel ég að við eigum mikla möguleika, ekki síst í ljósi þess að einn mik- ilvægasti ferðamiðillinn, Lonely Planet, valdi Vesturland eitt af mest spennandi stöðum í heimi að heimsækja á þessu ári. Það er ekki lítil viðurkenning. Þá vakti loftslagsráðstefnan sem nýverið var haldin í París með mér vonir um að loksins muni ráðamenn þessara valdaþjóða taka sig saman og berjast á móti hlýnun loftslags og gera sér grein fyrir hættunni sem vofir yfir. Maður bara vonar að þeir fylgi því eftir,“ segir Sigríður Mar- grét að lokum. Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri Garðasels á Akranesi: Segir árið hafa verið ljúft og gott Ingunn Ríkharðsdóttir leik- skólastjóri á Akranesi seg- ir árið 2015 hafa verið mjög ánægjulegt í heildina. „Árið var sérlega ánægju- legt og það gekk vel hjá öllum í kringum mig. All- ir voru heilir heilsu og árið var ljúft og gott.“ Hún segir helstu vonbrigði ársins snúa að kjörum öryrkja og aldr- aðra. „Vonbrigði ársins eru svona heilt yfir hvað okkur sem samfélagi tekst illa að tryggja öllum mannsæmandi lífskjör. Þá er ég helst að hugsa um öryrkja og aldraða sem fengu ekki sín kjör leiðrétt eins og aðrir. Eins það að fólk þurfi að standa í biðröðum eftir mat,“ segir Ingunn. Hún segir væntingarnar til ársins 2016 snúast um að gera betur. „Að við förum saman inn í árið sem samfélag og gerum betur en við gerum í dag, það er alltaf hægt að gera betur. Við þurfum að forgangsraða og muna eftir öllum því maður vill að allir fái að njóta sín og hafa það gott, þó það sé kannski langsótt. En ef við erum á góðu róli, þá eigum við að geta gert betur en núna.“ Branddís Margrét Hauksdóttir ferðaþjónustuaðili á Snorrastöðum: Það skiptust á skin og skúrir „Þetta var þokkalegasta ár, þó það hafi skipst á skin og skúrir. Búskapurinn og ferðaþjónustan og það sem við erum að stússast í gekk vel og vonandi verð- ur það þannig áfram,“ segir Branddís M Hauksdóttir hjá ferðaþjónustunni á Snorra- stöðum um árið 2015. Hún bætir því við að ánægjulegt hafi verið að útskrifa tvo einstaklinga úr skóla, bú- fræðing og stúdent. „Ferða- þjónustan gekk vel og það var endalaus halarófa af ferðamönnum sem hingað kom. En það er fínt. Ég er svo mikil Pollýanna að ég á erfitt með að finna út hver mestu vonbrigði ársins voru. Það veldur manni þó von- brigðum þegar fólk stendur ekki undir væntingum,“ segir hún. Branddís segir vonast til þess að nýja árið færi öllum frið, gæfu og allt gott. „Og að maður beri áfram gæfu til að halda ótrauð- ur áfram á sömu braut,“ segir hún að endingu. Ingi Hans Jónsson, Sögustofunni í Grundarfirði: Skemmtileg verkefni og áskoranir Ingi Hans Jónsson í Grund- arfirði er ánægður með árið sem var að líða. „Ég var til dæmis ánægður með veð- urfarið og það var ánægju- legt að það voru skemmti- leg verkefni og áskoran- ir á árinu sem maður var að vinna fyrir fyrirtæki og stofnanir. Sérstaka ánægju hafði ég af vinnu fyrir Sjáv- arsafnið í Ólafsvík sem vonandi tekst að gera að skemmtilegri afþreyingu og menningarmiðstöð fyr- ir svæðið,“ segir Ingi Hans í samtali við Skessuhorn. Hann segir árið hafa verið þeim hjónum ánægjulegt á flestan hátt, enda hafi þau bætt við sig verkefnum og átt góðar stundir með fjölskyldunni. „Við opnuðum lítið gistihús sem hefur tek- ist afskaplega vel. Okkur tókst út árið að halda hæstu mögulegri einkunn frá gestum og erum afskaplega glöð með það. Svo má ekki gleyma Norrænu Sagnahátíðinni, sem stóð í heila viku og var alveg æðisleg,“ segir hann. „Svo var gaman í Sögustofunni minni sem þróaðist ljómandi vel. Það er líka gaman að segja frá því að ég og sex ára gamalt barnabarn smíðuðum götuleikhúsið Brandþrúði, sem við ferðuðumst svolítið með. Það var ánægju- legt og skemmtilegt verkefni.“ Aðspurður út í vonbrigði ársins 2015 segir hann að þau snúi að samfélagsþróuninni og þeim viðsnúningi sem orðið hefur í samfélaginu á pólitísku sviði. „Maður hefði vonað að þegar samfélagið væri að rétta úr kútnum myndu allir njóta, ekki síst þeir sem höfðu það lakast fyrir. Ég hefði líka viljað sjá sveitar- félagið mitt blómstra meira á liðnu ári, að það væri meira stolt og kraftur í því.“ Ingi Hans er tiltölulega bjartsýnn á nýju ári og vonast til að það verði gott. „Og að maður fái áfram ný tæki- færi til að nýta hæfileika sína og krafta til uppbyggjandi verk- efna. Svo vonast ég til þess að ná að hafa bátinn í góðu standi svo ég geti skroppið fram á fjörð og notið þess á síðkvöldum að ná í fisk í soðið.“ Vilborg Þ Guðbjartsdóttir kennari og bæjarfulltrúi á Akranesi: Gott og annasamt ár Vilborg Þórunn Guðbjarts- dóttir segir ansi margt ánægjulegt hafa gerst á ný- liðnu ári. „Árið var í heild- ina nokkuð gott. Mér fannst alveg sérlega ánægjulegt að sjá hversu vel gekk að halda Norðurálsmót og Írska daga, sem sýnir að við get- um gert stóra hluti á vand- aðan hátt þegar við leggj- umst öll á eitt,“ segir Vil- borg. Hún segir árið einn- ig hafa verið gott persónu- lega, þrátt fyrir miklar ann- ir. „Það sem stendur upp úr er skemmtileg ferð vestur á firði í sumar, ég átti þar góða daga á Ísafirði. Það stendur líka upp úr hvað ég á mikið af góðum samstarfsfélögum. Ég vinn með mörgu fólki á mörgum vígstöðvum og er ótrúlega heppin með félagsskap í þeim geira.“ Aðspurð segist hún ekki hafa orðið fyrir neinum sérstökum vonbrigðum með árið en nefnir viðhorf og afstöðu til flótta- manna sem áhyggjuefni. „Svo virðist vera að neikvæð umræða og fordómar séu að aukast í hinum vestræna heimi í garð flótta- fólks með vaxandi straumi fólks sem leitar til Evrópu í leit að skjóli. Mér finnst vera samstöðuleysi í að takast á við vanda- málin og þegar svona stór vandamál dúkka upp, er eins og það kyndi undir neikvæð öfl,“ segir hún. Væntingar Vilborgar til þessa árs eru að árið verði jafn gott, ef ekki enn betra en síð- asta. „Svo vona ég að Akranes haldi áfram að vaxa og dafna eins og á síðasta ári.“ Framhald á næstu opnu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.