Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2016 21 Umræðan um hvort leika skuli knattspyrnu á grasi eða gervigrasi hefur reglulega skotið upp koll- inum hér á landi undanfarin ár. Grasvallafræðingurinn Haraldur Már Stefánsson er búsettur í Borg- arnesi. Hann á og rekur fyrirtækið HMS-golf og hefur undanfarin ár sinnt umhirðu og viðhaldi Skalla- grímsvallar. Honum þykir umræð- an um gras og gervigras almennt ekki alveg hugsuð til enda. „Ég er alltaf að velta þessari umræðu fyr- ir mér. Ekki aðeins vegna starfs míns heldur vegna þess að við hér á Íslandi höfum tækifæri til að gera grasvellina miklu betri en þeir eru margir hverjir,“ segir hann. Það má segja að Skallagríms- völlurinn sé augljóst dæmi um hvað markviss vinnubrögð með stuðningi vísindanna hafa gefið góða raun. En fyrir þremur árum var gerð úttekt á Skallagrímsvelli. Jarðvegssýni voru tekin á nokkr- um stöðum úr vellinum. Samsetn- ing jarðvegs og jarðvegsáferðin var skoðuð ásamt efnasamsetningu og efnahlutföllum í hverri jarðvegs- einingu. Niðurstöður þeirrar út- tektar voru að völlurinn var í afar bágbornu ástandi. Meðal annars var jarðvegsáferðin afar slæm og rótardýptin mjög lítil. Ákveðið var að fara strax í markvissar aðgerðir til að laga völlinn og unnið út frá niðurstöðum úttektarinnar. Sett var upp markviss áætlun til að bæta ástand vallarins og unnið með út- komu jarðvegssýnanna. Skemmst er frá því að segja að þessar að- gerðir voru upphafið að stórbætt- um Skallagrímsvelli. „Mér var sagt af formanni knattspyrnudeildar- innar að hér hefðu aldrei verið úti- æfingar fyrr en í lok maí. Í ár var hægt að hafa fyrstu æfingarnar á vellinum í lok apríl,“ segir Har- aldur ánægður. Það er þó talsvert í land og mikið verk óunnið. Æski- legt er að taka jarðvegssýni á u.þ.b. þriggja ára fresti til að fylgjast með gangi mála. Knattspyrnuvellir eru rándýr mannvirki og oft mikil bæj- arprýði sem verður að hafa í lagi. Fjárfest í vökvunarbíl Haraldur vill þó taka fram að vel hafi verið að verki staðið þegar völlurinn í Borgarnesi var gerður á sínum tíma. „Við vorum heppnir að því leyti að augljóslega hefur verið vandað til verka í upphafi. Blöndun jarðvegarins hefur upphaflega ver- ið mjög góð og sýrustig vallarins var gott. Það gerir það að verkum að plöntur eiga auðveldara með að nýta næringarefnin í jarðveginum,“ útskýrir grasvallafræðingurinn. Hann vill jafnframt hrósa sveitar- félaginu fyrir að leggja aðeins meiri pening í umhirðu vallarins en und- anfarin ár. Það hafi gert umsjónar- mönnunum kleift að vinna að meiri fagmennsku svo völlurinn komist á þann stað sem við viljum sjá hann. Nýverið var t.a.m fjárfest í vökv- unarbíl sem auðveldar mjög vökv- un á vellinum. „Áður þurftum við að vökva á nóttunni. Við gátum ekki gert það á daginn því þá hrist- ust allar lagnir í sundlauginni,“ seg- ir hann og brosir við tilhugsunina. „En nú erum við komnir með al- mennilegan vökvunarbúnað, sprin- kler þar sem við getum stýrt dropa- stærðinni. Við getum því borið á völlinn í þurrki, vökvað jafnóðum og sáð í hann hvenær sem er. Allt saman hefur þetta verið mikið til bóta,“ segir Haraldur. Snýst ekki bara um fallega áferð En af hverju var völlurinn þá nán- ast ónýtur fyrir þremur árum síð- an? „Þar er engu um að kenna nema slakri umhirðu,“ segir hann. Enginn hafi gert sér það að leik að láta ástand vallarins verða jafn slæmt og raunin varð, fagþekking- in hafi bara ekki verið til staðar. „Með því að sækja sér þekkingu og nýta sér hana við umhirðu íslenskra knattspyrnuvalla er hægt að lengja keppnistímabilið og leika áfram á grasi. T.a.m. varð algjör bylting á golfvöllum landsins um 1990 þeg- ar fyrstu fagmenntuðu grasvallar- fræðingarnir komu heim frá námi. Það leyndi sér ekki að þar sem þeir voru við störf var allt annað hand- bragð en annarsstaðar. Þetta á ekki bara við hér á landi Ef við spólum aðeins til baka og rifjum upp ástand knattspyrnuvalla á Englandi í janúar/febrúar fyrir u.þ.b. tveimur áratugum og sjáum svo hvernig ástandið er í dag þá er það algjörlega tvennt ólíkt. Þannig að það er mjög víða verið að vinna frábæra vinnu við að gera vellina betri. Þetta snýst ekki bara um fal- lega ásýnd heldur líka um meiðsla- hættu. Gervigrasvellir dýr kostur Ef leggja á gervigrasvöll áætlar Haraldur að stofnkostnaður við slíkt sé um 130 milljónir með jarð- vegsvinnu og öllu slíku. Þá er ekki talinn ljósabúnaður og annar bún- aður, sem ef til vill þyrfti að fjár- festa í ef ætlunin væri að æfa á gervigrasvelli utandyra allan ársins hring og spila á honum leiki þeg- ar dag er farið að stytta. Þá áætla fagmenn að kostnaðurinn aukist um allt að 100 milljónir. Stofn- kostnaður við heilsárs keppnisvöll með gervigrasi væri því allt að 230 milljónir króna. Nú skal ekkert fullyrt um stofnkostnað við knatt- spyrnuvöll með grasi, telur Harald hann ef til vill vera svipaðan. Þeg- ar kemur að viðhaldskostnaði segir Haraldur algengan misskilning að viðhald á gervigrasi sé mun minna eða ódýrara en á grasi. Bursta þurfi gervigrasvelli að lágmarki þrisv- ar sinnum í viku, vökva og fleira slíkt. Viðhaldið sé líklega nokkuð sambærilegt og á grasvöllum. „Þar að auki þarf, ef nýta á völlinn sem keppnisvöll, að skipta um gervi- gras á þriggja til fjögurra ára fresti. Það kostar um 40 til 50 milljón- ir,“ segir hann. „Menn tala oft eins og hægt sé að leggja bara gervi- gras og þá sé það bara komið, þurfi enga umhirðu og viðhaldskostnað- ur sé sama og enginn. En það er bara ekki þannig,“ segir Harald- ur. Hinsvegar er gervigrasið gott með, og þá helst sem æfingasvæði yfir vetrarmánuðina. Þannig að ég er ekki að lýsa yfir algjörri bölvun á gervigrasi. Nýtum þekkinguna Haraldur telur því að menn eigi óhikað að veðja á grasið til fram- tíðar. „Það getur ekki verið tilviljun að öll stærstu félög í heimi velja að spila á grasi. Maður kveikir á fót- boltaleik frá Englandi í desember og þar er spilað á grasi,“ segir hann en tekur þó fram að hann geri sér ekki vonir um að hér á landi verði spilað utandyra yfir vetrarmán- uðina. „En við getum, með aukinni fagþekkingu og bættri umhirðu grasvalla, lengt knattspyrnutíma- bilið hér á landi og spilað áfram á grasi,“ segir hann. „Ég held að leikmenn, áhorfendur og aðstand- endur knattspyrnuliða vilji spila á grasi,“ bætir hann við. Fagþekk- inguna hér á landi segir hann hafa aukist til muna undanfarinn ára- tug, sérstaklega eftir að forsvars- menn knattspyrnufélaganna fóru að auka samstarf sitt við golfklúbb- ana. Vonast hann til að sú þróun haldi áfram, öllum til góða. „Þetta snýst bara um að sækja þekkinguna og nýta sér hana,“ segir Haraldur að lokum. kgk Rætt við grasvallasérfræðing um viðhald íþróttavalla Aukin fagþekking og bætt umhirða grasvalla er nauðsynleg Haraldur Már Stefánsson grasvallafræðingur. Skallagrímsvöllur sleginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.