Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 20162 Íslendingar gengu að kjörborð- inu laugardaginn 25. júní og kusu sér nýjan forseta. Þegar síðustu at- kvæði höfðu verið talin á níunda tímanum á sunnudagsmorni kom í ljós að Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur hlaut flest atkvæði þeirra níu frambjóðenda sem í kjöri voru. Fékk hann alls 71.356 atkvæði, eða 39,1% fylgi. Kjör- sókn á landinu var venju frem- ur góð í þessum forsetakosning- um. 75,7% nýttu atkvæðisréttinn, eða 185.390 manns. Í öðru sæti varð Halla Tómasdóttir en hún hlaut 27,9% atkvæða. Andri Snær Magnason hlaut 14,3%, Davíð Oddsson 13,7% og Sturla Jónsson 3,5%. Hinir fjórir frambjóðend- urnir hlutu innan við eitt prósent atkvæða hver. Síðustu tölur í forsetakosning- unum bárust úr Norðvesturkjör- dæmi á níunda tímanum. Þar voru 21.424 á kjörskrá en 16.798 kusu. Kjörsókn var því 78,4%. Í Norð- vesturkjördæmi urðu úrslit þau að Andri Snær Magnason hlaut 7,2% atkvæða, Ástþór Magnússon 0,5%, Davíð Oddsson 14,1%, Elísabet Jökulsdóttir 0,7%, Guðni Th Jó- hannesson 42,1%, Guðrún Mar- grét Pálsdóttir 0,3%, Halla Tóm- asdóttir 32%, Hildur Þórðardóttir 0,2% og Sturla Jónsson 3,5%. Úrslit þessara kosninga og kjör Guðna Th Jóhannessonar verð- ur að teljast afgerandi. Í framboði voru níu. Hlaut Guðni upp undir sama atkvæðavægi og Ólafur Ragn- ar Grímsson forseti Íslands fékk fyrst þegar hann var kjörinn forseti árið 1996 og mun meira fylgi en Vigdís Finnbogadóttir hlaut þegar hún var kjörin árið 1980. Engu að síður höfðu skoðanakannanir sýnt fylgi Guðna Jóhannessonar meira á framboðstímanum, eða allt upp í tæp 70%. Miðað við þróun skoð- anakannana var það Halla Tómas- dóttir sem vann langmest fylgi á síðustu dögunum fyrir kosningar. Guðni Th Jóhannesson sjötti forseti Íslands er 48 ára sagnfræð- ingur og fimm barna faðir. Hann er giftur Elizu Reid og eiga þau sam- an fjögur börn. Fyrir átti Guðni eldri dóttur. Guðni tekur við emb- ætti forseta 1. ágúst næstkomandi og mun hann, eiginkonan og börn þeirra flytja búferlum af Seltjarn- arnesi og á Bessastaði á Álftanesi. Skessuhorn óskar nýkjörnum forseta og fjölskyldu hans til ham- ingju með kjörið og velfarnaðar í starfi þjóðhöfðingja Íslands. mm Ævintýri Íslands halda áfram í Frakklandi og er karlaliðið komið í 8 – liða úrslit mótsins þar sem það mun keppa við heimamenn. Leikurinn fer fram á sunnudaginn klukkan 19:00. Íslendingar munu sameinast víða til þess að horfa saman á leikinn. Á morgun verður norðaustan 5-10 m/sek og skúrir. Hiti 10 – 15 stig. Á föstudag; norð- an 8 – 13 m/sek, skýjað með köflum og hiti 8 – 12 stig. Á laugardag verður norðan 5 – 13 m/sek. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 6 – 12 stig. Á sunnudag og mánu- dag má búast við norðan 5 – 10 m/sek og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 7 – 17 stig. Á þriðjudag er spáð hægviðri, skýjað verður með köflum og hiti 7 – 17 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns „Hvernig væri að baða sig upp úr dögginni á Jónsmessunótt?“ Flestum Vestlending- um þótti þetta vera góð hugmynd því 60% kusu „Mjög góð hugmynd“, öðrum þótti þetta ekki eins góð hugmynd því 23% kusu að þetta væri „Afleit hugmynd“ og 17% „Dá- lítið hallærislegt.“ Ætlar þú að fylgjast með leik Íslands og Frakklands á EM? Tveir stórir viðburðir fóru fram á Vestur- landi um helgina. Annars vegar Brákarhátíð- in í Borgarnesi og hins vegar Aldursflokka- meistaramót Íslands í sundi á Akranesi. Vest- lendingar vikunnar eru þeir fjölmörgu ein- staklingar sem standa að viðburðum sem þessum og gera það með sóma. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Á annað þúsund hraðakstursbrot VESTURLAND: Óvenju mörg hraðakstursbrot komu upp hjá Lögreglunni á Vest- urlandi í liðinni viku. Frá því á mánudag í síðustu viku voru 1.310 hraðakstursbrot skráð á landinu, sem er liðlega helm- ingi meira en venjulegt er. Fimm lítilsháttar umferðaró- höpp urðu í umdæminu í vik- unni og var einn þeirra sem lenti í óhappi á Snæfellsnesi grunaður um ölvun við akst- ur. Frá því er greint í annarri frétt hér í blaðinu. Engin slys urðu á fólki. Á Akranesi var eitt innbrot í vikunni þegar brotist var inn í eitt af húsun- um á Byggðasafninu í Görð- um. Engu var stolið og ekki voru neinar teljandi skemmd- ir unnar á húsinu, fyrir utan brotna rúðu. -grþ Fénu ekið á afrétt BORGARFJ: Bændur á Vest- urlandi hafa síðustu daga kappkostað að aka fé á afrétti. Gróður er hvarvetna venju fremur snemma í sprettu og landið orðið þurrt yfirferð- ar og því ekki seinna vænna að koma fénu á úthagann og leyfa því að njóta. Meðfylgj- andi mynd bók Björn Hún- bogi Sveinsson í Húsafells- skógi um liðna helgi þar sem bændur úr Hálsasveit og Reyk- holtsdal aka með fé sitt áleiðis á Arnarvatnsheiði. Þar verður féð fram að göngum eftir tæpa þrjá mánuði. -mm Hvetja orku- fyrirtækin til að setja upp hleðslustöðvar STYKKISHÓLMUR: Bæj- arstjórn Stykkishólmsbæjar hefur óskað eftir því að sett verði upp rafhleðslustöð fyr- ir bifreiðar í Stykkishólmi. Ályktun þess efnis var sam- þykkt á fundi bæjarstjórnar 23. júní síðastliðinn. Í fram- haldi af fundinum sendi Sturla Böðvarsson bæjarstjóri erindi til Rarik og Orkuveitu Reykja- víkur þar sem orkusölufyrir- tækin eru hvött til þess að setja upp hleðslustöðvar í Stykk- ishólmi. „Mjög vaxandi um- ferð um Stykkishólm kallar á aukna þjónustu á öllum svið- um. Flest bendir til þess að rafknúnum ökutækjum muni fjölga og hafa stjórnvöld hvatt til þess með ýmsum hætti. Því er mikilvægt að þau fyr- irtæki sem sinna raforkusölu í landinu tryggi sem víðast að- gang að rafhleðslustöðvum. Um leið og hvatt er til þess að komið verði upp rafhleðslu- stöð í Stykkishólmi lýsa bæjar- yfirvöld vilja sínum til þess að eiga samstarf um verkefnið og leggja til aðstöðu á heppileg- um stað í bænum,“ segir í bréfi bæjarstjórans. - grþ Guðni Th Jóhannesson verður næsti forseti Íslands Guðni Th Jóhannesson verður sjötti forseti lýðveldisins frá stofnun þess 1944. Hér fagnar hann á svölum heimilis síns á Seltjarnarnesi morguninn eftir kosningarnar. Ljósm. gó. Niðurstöður úr Norðvesturkjördæmi. Þar hlaut Guðni Th 42,1% fylgi og Halla Tómasdóttir 32%. Grafík: ruv.is Kosið var í Brekkubæjarskóla á Akranesi þar sem bæjarfélaginu var skipt niður í þrjár kjördeildir. Ljósm. mm. Háskólinn á Bifröst skrifaði nýver- ið undir samning við Íbúðalánasjóð um fjárhagslega endurskipulagn- ingu á íbúðum á Bifröst. Í fram- haldinu hafa verið auglýstar til sölu tvær eignir á Bifröst. Um er að ræða rétt tæplega hundrað íbúðir, annars vegar í húsinu Sjónarhól en hins vegar í Hamragörðum 1. Sjón- arhóll er fjölbýlishús sem stendur vestan við skólahúsin en Hamra- borg 1 hýsir rekstur Hótels Bifrast- ar. Í auglýsingunni kemur fram að íbúðirnar verði seldar í einu lagi til sama aðila, auk möguleika á að kaupa rekstrarfélag Hótels Bifrast- ar. Þar er einnig tekið fram að um sé að ræða frábært tækifæri í ferða- þjónustu enda sé Bifrastarsvæðið vel staðsett og umkringt friðsælli og fallegri náttúru í vaxandi ferða- þjónustuhéraði. grþ Fjöldi íbúða á Bifröst settar á sölu Karlakórinn Fugl- set frá Molde í Nor- egi átti viðkomu í Akranesvita síðastlið- inn sunnudag. Sungu kórfélagar nokkur lög í vitanum og voru afar ánægðir með hljóm- burðinn. Talsvert margir fylgdust með, en með í för voru makar kórfélaga og fjöldi ferðamanna var staddur við vitann á sama tíma og fékk því óvænta tónleika. mm/ Ljósm. Sella Andrésdóttir. Norskur karlakór tók lagið í Akranesvita

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.