Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 20164
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Áfram Ísland!
Þjóðin fylgdist með öndina í hálsinum með því þegar íslenska karla-
landsliðið í knattspyrnu sigraði það enska á mánudagskvöldið. Þarna
sýndi liðið ótrúlegan karakter og getu langt umfram það sem eðlilegt
getur talist af smáþjóð norður í höfum. Þeir ensku áttu engin svör við
sterkri sókn og óhræddum strákum frá Íslandi sem sýndu sitt besta. Það
skemmtilega við þennan leik var að margar milljónir manna voru einn-
ig að fylgjast með enda telja margir í hinum fjarlæga heimi okkar hreint
með ólíkindum að smáþjóð sem telur ekki fleiri íbúa en miðlungs þorp
á Englandi geti það sem strákarnir okkar gátu. Vísbendingar eru þeg-
ar um að markaðsleg áhrif þessa árangurs muni vega meira en gosið í
Eyjafjallajökli vorið 2010.
Strax í kjölfar leiksins á mánudagskvöldið fór ég létta yfirferð um er-
lenda fréttavefi, svona til að framlengja gleðina. Skammt var þess að
bíða að háðuglegum ummælum tók að rigna yfir vesalings Bretana, sem
engan veginn voru búnir að jafna sig á niðurstöðum kosninganna á
fimmtudaginn þar sem þeir sögðu bless við ESB. Einn ágætur Breti
skrifaði meðal annars á Tvitter þetta kvöld: „Ég hef ekki skammast mín
eins mikið fyrir að vera Breti síðan ...á föstudagsmorgun!“ Ég viður-
kenni að ég íhuga að endurskoða árlega helgarferð til Bretlands í haust,
treysti því alls ekki að vera jafn velkominn þar og áður. Skiptir þá engu
hvort breska pundið verður í sögulegri lægð miðað við krónugreyið.
En hvað veldur því að smáríki nái slíkum árangri á einu stærsta knatt-
spyrnumóti sem haldið er? Bjarni Felixson fyrrverandi íþróttafrétta-
maður og sérfræðingur í knattspyrnu kvaðst aðspurður í viðtali á RUV
á mánudagskvöldið ekki vera í vafa. Efnislega sagði hann að ástæðan
væri sú að Bretar væru fyrir löngu hættir að hlúa að barna- og ung-
lingastarfi í knattspyrnuhreyfingunni og leggðu alla áherslu á að kaupa
erlenda leikmenn. Það bitnaði á möguleika þeirra sem væru að alast
upp heima fyrir. Hér á landi, sagði Bjarni, væri hins vegar lögð áhersla á
vel menntaða knattspyrnuþjálfara og alúð lögð við barna- og unglinga-
starf. Allir fengju að vera með á jafnfréttisgrunni og ættu þar af leiðandi
sína möguleika til frama í greininni. Við skulum taka þessi orð Bjarna
trúanleg og sýna í verki að hann hafi rétt fyrir sér. Ég trúi því að ein-
mitt rétti félagslegi andinn strax í upphafi geti skipt sköpum í árangri
liðs, félags eða lands, hvort sem það er í knattspyrnu, öðrum íþrótta-
greinum, uppbyggingu atvinnugreina eða andlegu ástandi fólks. Hóp-
ur fólks, sem líður vel, er líklegri til að ná árangri en sá hópur sem feng-
ið hefur röng skilaboð. „Trúðu á þig, sýndu hvað í þér býr, og þú munt
uppskera eftir því,“ var boðskapur gamla sparkspekingsins. Takk fyr-
ir þetta Bjarni.
Það hefur sýnt sig að góður árangur í hópíþróttum þjappar íslensku
þjóðinni saman. Þess vegna gleðst ég eins og aðrir á slíkum stundum.
Ég geri hins vegar raunhæfar kröfur til aukins árangurs íslensku strák-
anna úti í París á sunnudaginn. Í mínum huga eru þeir þegar orðnir
þjóðhetjur og hafa lagt meira af mörkum til jákvæðrar athygli á landi
og þjóð en nokkur hefur gert áður. Sama hvort átt er við Björk, Sigur
Rós, sterkustu menn heims eða Eyjafjallajökul.
Áfram Ísland!
Magnús Magnússon.
Leiðari
Vegfarendur í Borgarnesi ráku
upp stór augu síðastliðinn laug-
ardag þegar sextán húsbílum var
lagt í Brákarey. Samkvæmt lög-
reglusamþykkt sem er í gildi fyrir
Borgarbyggð má ekki gista í tjöld-
um, húsbílum, hjólhýsum eða tjald-
vögnum á almannafæri utan sér-
merktra svæða. Ekki eru sérmerkt
stæði fyrir húsbíla í Borgarnesi en
þeim má leggja á tjaldsvæði bæj-
arins í Granastaðalandi. Talsverð
umræða hefur myndast um málið
á samfélagsmiðlum þar sem mynd-
inni hefur verið deilt og eru Borg-
nesingar margir hverjir ósáttir með
þróun mála á meðan aðrir fagna
fjölgun ferðamanna í bænum, þrátt
fyrir að þeir greiði ekki fyrir gisti-
plássið. grþ
Húsbílum lagt ólöglega í Borgarnesi
Fjölmörgum húsbílum var lagt ólöglega í Brákarey síðasta laugardag.
Ljósm. Óli Valur Pétursson.
Umferðarslys varð á þjóðveginum
skammt frá Stykkishólmi síðastlið-
inn föstudagsmorgun. Samkvæmt
heimildum Lögreglunnar á Vestur-
landi fór bíllinn fjölmargar veltur.
Ökumaður var einn í bílnum. Hann
reyndist lítið slasaður og þykir það
ótrúlegt miðað við hversu bíllinn
var illa farinn. Ökumaðurinn er
grunaður um ölvun við akstur.
bþb
Umferðarslys skammt frá Stykkishólmi
Bílinn var illa farinn. Á mynd-
inni sést einnig lögreglubíll sem
er staðsettur þar sem bíllinn fór
út af veginum. Ljósm. LVL.
Í liðinni viku var Bláfáninn við
Langasand á Akranesi dreginn að
húni fjórða árið í röð. Bláfáninn er
alþjóðlegt umhverfismerki og tákn
um markvissa og skilgreinda um-
hverfisstjórnun. Til að öðlast Bláf-
ánann þarf baðströndin á Langa-
sandi að uppfylla 32 skilyrði sem
lúta að vatnsgæðum, umhverfis-
stjórnun, upplýsingagjöf og ör-
yggi. Aðeins tvær aðrar íslenskar
baðstrendur hafa fengið Bláfánann;
Bláá Lónið og Nauthólsvík. Sér-
staða Langasands er þó sú að um
náttúrulega strönd er að ræða, en
svo er ekki á hinum tveimur Bláf-
ánaströndunum.
grþ /Ljósm. mm
Bláfáninn kominn á loft við Langasand
Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavík-
ur hélt aðra umferð Íslandsmóts-
ins í rallý síðastliðinn laugardag.
Ekið var um Tröllatunguheiði og
Steinadalsheiði á Ströndum. Tíu
áhafnir hófu keppni í góðu veðri
en súld og þoka stríddu ökumönn-
um á einstaka stað uppi á heið-
unum. Ekið var um nýjar leiðir,
grýtta vegi í bland við fínustu vik-
urvegi. Voru keppendur ánægðir
með áskoranirnar en átta áhafn-
ir luku keppni. Baldur Hlöðvers-
son og Hanna Rún Ragnarsdótt-
ir urðu fyrir þvi að spindilkúla gaf
sig á fyrsta sérleið og þeir félagar
Gunnar Karl Jóhannesson og
Ísak Sigfússon veltu bifreið sinni
á næst síðustu sérleið. Systkinin
Daníel og Ásta Sigurðarbörn óku
bæði hratt og örugglega sem skil-
aði þeim fyrsta sæti eftir keppn-
isdaginn með öruggt forskot á
næstu áhöfn.
Félagarnir Guðni Freyr Ómars-
son og Pálmi Jón Gíslason gerðu
sér lítið fyrir og unnu nýliða-
flokkinn en sá flokkur nær yfir lít-
ið breyttar bifreiðar sem ekið er
af einstaklingum á sínum fyrstu
tveimur keppnisárum.
Næsta umferð Íslandsmótsins
verður í Skagafirði 22. – 23. júlí
næstkomandi en sú keppni verð-
ur í höndum Bílaklúbbs Skaga-
fjarðar.
gjg
Óku um grýtta fjallvegi í þoku og súld