Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Síða 10

Skessuhorn - 29.06.2016, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 201610 „Ég hef tekið Vatnasvæði Lýsu á leigu í sumar, allt svæðið. Nú má veiða alveg niður í ós,“ segir Sím- on Sigurmonsson í Görðum, nýr leigutaki svæðisins. Fram að þessu hafa hinir og þessir haft svæðið á leigu undanfarin ár. Má þar nefna Laxá og Stangaveiðifélag Reykja- víkur. Einkaaðilar voru auk þess með neðsta svæðið en það verður ekki lengur haft aðskilið. „Svæðið er skemmtilegt og bæði lax og silung- ur sem veiðist þarna. Sjóbirtingur hefur líka verið að sýna sig meira á svæðinu og er að ganga niður þessa dagana. Hann kemur sterkur aftur í haust. Ég þekki svæðið vel og hlakka til að takast á við þetta,“ sagði Sím- on, sem bjó og rak ferðaþjónustu á Görðum á Snæfellnesi til fjölda ára og er því öllum hnútum kunnugur. gb Á Jónsmessu var haldið námskeið í flugdrekasmíði í Búðardal fyrir börn fædd á árunum 2006-2009. Nám- skeiðið var haldið með styrk frá Upp- byggingarsjóði Vesturlands og leið- beinandi var Arite Fricke iðnhönn- uður. Mikill áhugi var á námskeið- inu og var sætapláss fljótt að fyllast. Til að byrja með gerðu börnin ein- falda flugdreka úr gömlum síma- skrám, grillpinnum og trélími og fengu að spreyta sig við að fljúga þeim áður en haldið var í matarhlé. Eftir það tók við flóknari drekagerð úr kínverskum pappír þar sem unn- ið var með pappabrot og litun. Af- raksturinn var fjölbreyttur og flugu margir litskrúðugir flugdrekar um loftin þennan daginn undir stjórn ungra og stoltra hönnuða. sm Flugdrekasmiðja í Búðardal Flugdrekafjör á hólnum við skólann. Símon er nýr leigutaki Vatna- svæðis Lýsu á Snæfellsnesi Um miðjan þennan mánuð stóð Sam- Vest fyrir æfingabúðum í frjálsum íþróttum í Borgarnesi. „Um er að ræða nýtt verkefni sem SamVest hef- ur ekki staðið að áður. Hugmyndin vaknaði í vor þegar ljóst var að frjáls- íþróttaskóli UMFÍ yrði ekki haldinn í Borgarnesi þetta árið, vegna anna heimamanna við undirbúning Ung- lingalandsmóts síðar í sumar,“ seg- ir Björg Ágústsdóttir. Um 30 krakkar mættu en nokkrir voru hluta úr degi eða komu þegar þeir höfðu tækifæri til. Yfirumsjón æfingabúðanna var í höndum Kristínar H. Haraldsdótt- ur þjálfara hjá UMFG Grundarfirði. Sigríður Sjöfn Helgadóttir í Borgar- byggð sá um að matreiða ofan í hóp- inn og Herdís Erna Matthíasdótt- ir aðstoðaði í búðunum en þær voru í undirbúningsnefnd ásamt fram- kvæmdaráði SamVest. „Gestaþjálfar- ar voru Íris Grönfeldt úr Borgarfirði, en hún tók kastþjálfun. Hlynur Guð- mundsson yfirþjálfari Aftureldingar Mosfellsbæ kom báða dagana og fór yfir spretthlaup, langstökk og boð- hlaup og síðan fengum við Hermann Þór Haraldsson þjálfara hjá FH sem hefur sjálfur æft og keppt í tugþraut, en hann tók hástökkið sérstaklega fyrir. Gunnlaugur A. Júlíusson sveit- arstjóri Borgarbyggðar og ofurhlaup- ari með meiru kom í heimsókn fyrri daginn og sagði krökkunum frá ýmsu sem tengist hlaupum, markmiðasetn- ingu og hvernig það er að taka þátt í löngum hlaupum,“ segir Björg. Lauk æfingabúðunum með skemmtilegu móti á Skallagrímsvelli þar sem hátt í 30 krakkar tóku þátt. Bjarni Þór Traustason hafði umsjón með mótinu ásamt aðstoðarfólki. „Svona æfingabúðir er ekki hægt að halda nema með góðri samvinnu, skipulagningu og foreldrum sem eru fúsir til að aðstoða. SamVest og und- irbúningsnefnd þakka öllum sem lögðu hönd á plóg í þessu verkefni,“ segir Björg að lokum. arg/ Ljósm. Kristín H. Haraldsdóttir SamVest hélt tveggja daga æfingabúðir í Borgarnesi Hermann Þór Haraldsson úr FH að leiðbeina í hástökki. Hlynur Guðmundsson frá Aftureldingu að leiðbeina Vigni og Elvari með boðhlaup. Háskóli Íslands útskrifaði á laug- ardaginn 2.108 einstaklinga með 2.127 prófskírteini. Í febrúarmán- uði síðastliðnum brautskráði skólinn 410 kandídata og er því heildarfjöldi brautskráðra á árinu kominn 2.518. Við útskriftarathöfnina, sem fram fór í Laugardalshöll, sagði Jón Atli Bene- diktsson rektor Háskóla Íslands með- al annars: „Í mínum huga ber okkur brýn samfélagsleg skylda að stuðla að því að sem flestir fái notið þeirra var- anlegu auðæfa sem menntastofnanir landsins búa yfir, óháð efnahag, kyni eða uppruna. Jón Atli vék að mikil- vægi menntunar í uppbyggingu sam- félagsins og sagði að Háskóli Íslands hefði allt frá upphafi haft þá köllun að veita nýrri þekkingu inn í samfé- lagið. Hann sagði að háskólamennt- un virkjaði þrótt einstaklinganna til virkrar þátttöku í uppbyggingu þess þar sem þekking, samstarf og skap- andi hugsun væri nýtt til hins ýtrasta í þágu aukinna lífsgæða og velsældar fyrir alla. Rektor vék einnig að fjármögn- un háskólanna og menntakerfis- ins í heild og sagði okkur Íslendinga aldrei mega láta stundarhagsmuni og skammsýni bera okkur af leið eða villa okkur sýn. „Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni,“ sagði rekt- or og höfðaði þannig til stjórnvalda að bæta í fjármögnun háskólastigs- ins og menntakerfisins í heild. Hann sagði að háskólinn yrði að geta treyst á að yfirvöld skilji mikilvægi mennt- unar og að þau yrðu á hverjum tíma að setja varanlega hagsmuni þjóðar- innar framar öðrum. mm Á þriðja þúsund brautskráðust frá Háskóla Íslands Það er ekki hægt að segja annað en laxveiðin byrji vel þetta sumarið. Nánast í öllum ám eru komnir lax- ar og víða mikið. Um miðja síðustu viku var Blanda á toppnum, en þar höfðu þá veiðst 535 laxar. Í öðru sæti var Þverá og Kjarará með 302 laxa og Norðurá fyldi í kjölfarið með 280. Veiði er hafin í flestum ánum og alls- staðar hefur orðið vart við mikið af laxi. Til dæmis var Krossá á Skarðs- strönd í Dölum opnuð á laugardags- morgun klukkan sjö. Fyrir klukkan níu voru tveir fallegir laxar komnir á land og sáu veiðimenn marga í ánni. Bjarni Júlíusson var að koma úr sinni árlegu fjölskylduferð í Hítará á Mýrum. Hann segir stöðuna al- veg einstaka í ánni. Aldrei hafi jafn mikið af laxi gengið svo snemma í Hítará, svo hann viti til. Fiskurinn er auk þess dreifður um alla á og til marks um það hafa veiðimenn sett í og landað fiskum fyrir ofan Kattar- foss. Grettisbæli er að gefa laxa og svo eru þessir hefðbundnu staðir eins og Langidráttur, Breiðin og Kverkin einfaldlega stútfullir af laxi. „Fyrstu sex dagarnir gáfu 73 laxa, sem er lík- lega einsdæmi. Þetta er vænn stórlax og smálax í bland. Smálaxinn skiptist alveg í tvo hópa, annars vegar rýrir þriggja punda fiskar, hins vegar flott- ir fimm pundarar. Merkilegt að sjá hvað þeir voru ólíkir,“ sagði Bjarni í samtali við Skessuhorn. „Okk- ur gekk ágætlega, en toppurinn var þegar gamall vinur minn úr Grund- arfirði leit við á föstudagsmorgnin- um. Hann hefur búið í Bandaríkjun- um síðastliðin 40 ár. Lenti á Kefla- víkurflugvelli snemma morguns. Var kominn upp eftir til okkar 90 mínút- um síðar og það tók ekki langan tíma að setja í lax. Svona á að gera þetta,“ sagði Bjarni Júlíusson. Veiðidagur fjölskyldunn- ar afstaðinn Veiðidagur fjölskyldunnar var síð- astliðinn sunnudag. Þá gafst lands- mönnum kostur á að veiða án endur- gjalds í fjölmörgum vötnum víðsveg- ar um landið. Landssamband stanga- veiðifélaga hefur staðið fyrir Veiði- degi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hug- myndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár voru 29 vötn í boði á veiðidegin- um. Á Vesturlandi var frítt að veiða í Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði, Baulárvallavatni og Haukadalsvatni. gb/mm Laxveiðin byrjar víðast hvar vel Símon í Görðum hefur nú tekið vatnasvæði Lýsu á leigu. Ljósm. úr safni. Eðvald Benediktsson með fallegan 84 cm lax úr Klapparfljóti í Þverá. „Við fengum 38 laxa í Þverár hollinu, en þetta holl hefur verið við veiðar hérna í nokkur ár,“ sagði Aðalsteinn Pétursson en veiðihópurinn kallast einfaldlega „Vinir Alla.“ ,,Það er fiskur víða um ána en Þverá er komin í á fjórða hundruð laxa veiði,“ sagði Aðalsteinn enn- fremur. Bjarni Júlíusson og félagi hans við Breiðina í Hítará. Ljósm. gb.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.