Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 11
ÍRSKIR DAGAR Á AKRANESI
29. júní - 3. júlí 2016
Freisting vikunnar
Í tilefni Írskra daga er tilvalið að
deila með lesendum Skessuhorns
einfaldri uppskrift af vöfflum, sem
auðvelt er að færa í írskan búning.
Margir fá til sín góða gesti á bæj-
arhátíðum og þá er ekki úr vegi að
bjóða upp á góðar vöfflur í réttu lit-
unum. Auðvitað má bjóða upp á
vöfflurnar hvenær sem er og ekki er
nauðsynlegt að lita þær með írsk-
um fánalitum. Uppskriftin er með
eindæmum fljótleg og einföld, það
þarf ekki nema fjögur hráefni ásamt
matarlit. Í uppskriftina er notaður
einn pakki af Betty Crocker van-
illukökumixi og uppskriftinni aftan á
pakkanum fylgt. Vöfflurnar eru sér-
lega flottar og skrautlegar og ekki
spillir að þær eru einstaklega bragð-
góðar.
Írskar vöfflur
1 pakki Betty Crocker vanillukökumix
3 meðalstór egg
180 ml vatn
60 ml ISO4 olía
Aðferð:
Olíu, vatni og eggjum er blandað
saman við vanillukökumixið. Hrært
varlega saman í ca. 2-3 mínútur.
Skiptið deiginu því næst í þrjá hluta.
Setjið appelsínugulan matarlit í eina
skálina og grænan í aðra. Slepp-
ið því að lita síðasta hluta deigsins.
Hitið vöfflujárnið og smyrjið. Setjið
eina rönd af appelsínugulu deigi, því
næst þetta ólitaða þar við hlið og að
lokum græna deigið. Lokið vöfflu-
járninu og leyfið vöfflunni að bakast.
Berið fram með þeyttum rjóma, van-
illuís og sultu.
Einfaldar vöfflur í írskum búningi
Vöfflurnar eru sérlega
flottar og bragðgóðar.
Ljósm. Hjördís Dögg Grímarsdóttir.