Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Qupperneq 21

Skessuhorn - 29.06.2016, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 21 Ýmsir viðburðir eru orðnir að föst- um liðum á Írskum dögum. Má þar nefna keppnina um rauðhærðasta Ís- lendinginn, götugrillin sem fram fara víðsvegar um bæinn á föstudeginum, tónleikana í miðbænum á föstudags- kvöldinu og Lopapeysuballið á laug- ardagskvöldinu. Þá er brekkusöngur- inn á þyrlupallinum fyrir margt löngu orðinn að föstum lið. Brekkusöngur- inn hefur frá upphafi verið skipulagð- ur af 1971 árganginum á Akranesi, eða Club 71 eins og hann kallar sig. „Það bara kviknaði einhver hugmynd hjá hópnum og henni var framfylgt. Þetta er bara gaman, við förum sjálf á brekkusönginn og höfum gaman af þessu,“ segir Hannes Viktor Birgisson einn af meðlimum Club 71. Hannes segir brekkusönginn hafa verið hald- inn á hverju ári undanfarin ár og að sífellt fleiri leggi leið sína á þyrlupall- inn. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel og fer bara stækkandi. Ég held að það hafi verið mætt um þrjú til fjög- urhundruð manns fyrst og fjöldinn hefur farið alveg upp í 2.500 manns. Það verðist ekki skipta neinu máli með veðrið, það er bara góð stemn- ing sama hvernig viðrar. Brekkusöng- urinn er fjölskylduvænn viðburður, það svona stemningin sem við viljum hafa.“ Helstu styrktaraðilar Brekku- söngsins eru Síminn og Ölgerðin og verður brekkusöngurinn styrktur af Ölgerðinni í ár. Landsþekktir tónlistarmenn leiða brekkusönginn á hverju ári og verð- ur engin undantekning á því í ár þeg- ar Ingó Veðurguð mun stíga á stokk með gítarinn og leiða hópsöng- inn. Síðar um kvöldið verður Lopa- peysuballið árlega haldið, þar sem fram mun koma hljómsveit sem ekki hefur komið fram í langan tíma og á brekkusöngnum verður tilkynnt hver sú hljómsveit er. Brekkusöngur- inn hefst klukkan 22 og stendur í um klukkustund. grþ Brekkusöngurinn sífellt vinsælli Þau Ólafur Rúnar Sigurðsson og Ellý Sandra Ingvarsdóttir reka fyrirtæk- ið REHO á Akranesi og framleiða minjagripi. Aðallega framleiða þau bolla með áprentuðum myndum en auk þess hafa þau gert platta og stefna að því að hefja framleiðslu diska með myndum á. „Þetta byrjaði allt með því að það var umræða hérna í bænum um að það væri ekki hægt að fá minjagripi sem tengdust Akranesi. Við ákváð- um þá að fara að framleiða platta með Akranesvitanum á. Það gekk vel og þá fór boltinn að rúlla,“ segir Ólafur Rúnar í samtali við Skessuhorn. „Í dag erum við mestmegnis að gera bolla bæði sem minjagripi og einnig fyrir fyrirtæki og einstaklin- ga. Við seljum vöruna í gegnum vef- síðuna okkar reho.is og Facebook. Við höfum mikið verið að vinna með ljósmyndir á bollana sem teknar hafa verið á Akranesi, eins og til dæmis af Akranesvita og Akraneskirkju. Við höfum gert það vegna þess að það er nærtækast, það var ekkert sérstakle- ga ætlunin. Við erum síðan að fara að framleiða diska fljótlega,“ segir Óla- fur. Bæði Ólafur og Ellý eru í öðrum störfum auk þess að reka REHO. „Það hefur kannski verið svolítið erfitt að koma sér á framfæri og markaðs- setja sig þegar maður er í öðru starfi líka en það er klárlega næsta skref að bæta það. Við höfum fengið myndir frá öðrum til þess að setja á bollana og það væri alveg frábært ef fólk gæti sent á okkur fallegar myndir á oli@ reho.is,“ segir Ólafur að endingu. bþb Minjagripaframleiðsla á Akranesi Ólafur Rúnar Sigurðsson. Akranesviti á bolla. Verið að gera tilraunir, hér eru Hraun- fossar komnir á keramikið. Hrafnar fara vel á bollunum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.