Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Síða 24

Skessuhorn - 29.06.2016, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 201624 Birna Guðrún Konráðsdóttir á Borgum í Stafholtstungum hefur vermt formannssætið í Veiðifélagi Norðurár frá árinu 2009 og verið í stjórn félagsins frá 2005, þrátt fyr- ir að vera ekki mikil veiðikona sjálf. „Það er örugglega ágætt að ég sé ekki með veiðidellu. Þá væri ég ef- laust alltaf að freistast til að kom- ast í veiði sjálf og um það snýst þetta ekki, rekstur á einu veiði- félagi,“ segir Birna. Nú er hún að segja skilið við formannssætið og segir það brjóta í bága við allar þær venjur sem skapast hafa í kringum formennsku í félaginu, en félagið fagnaði 90 ára afmæli í vor. „Í fyrsta lagi er ég kona og kem af neðsta svæði árinnar, sem var nú aldrei tal- ið fínt hér áður fyrr, hvað þá fyr- ir formann,“ segir Birna og hlær. „Svo sit ég stutt sem formaður, en á þessum 90 árum hafa aðeins ver- ið fimm formenn verið í félaginu að mér meðtalinni. Það segir nú eitt- hvað um hvað þessir karlar hafa set- ið lengi,“ bætir hún við brosandi. Í stuttu spjalli við Birnu kemur fram að ýmislegt hefur á daga henn- ar drifið að undanförnu. Hún hef- ur undanfarin ár setið á skólabekk og lært nútímafræði og stefnir á að skrifa mastersritgerð eftir áramót- in, helst úti á Ítalíu af því hún veit að hún þarf hvort eð er að kúpla sig frá öllu annríki dagsins á meðan á ritsmíðinni stendur. En Birna hef- ur fastar skoðanir. Hún gagnrýn- ir harðlega það sem hún kallar af- skiptaleysi þéttbýlisins gagnvart dreifbýlinu. Telur sveitirnar algjör- lega sitja eftir í fjarskiptamálum og hefði talið eðlilegt að byrjað hefði verið að ljósleiðaravæða þau svæði sem eru nánast enn með gamla sveitasímann. Ofan á allt hefur hún verið að glíma við krabbamein og dvaldi meðal annars á „grillhús- inu,“ eins og hún sjálf kallar geisla- meðferðina sem hún gekk í gegn- um fyrr á þessu ári. Sótt um þúsund króna styrk En fyrst að Veiðifélagi Norðurár sem Birna hefur gegnt formennsku í undandarin ár. Hún segir að ekki séu til nákvæm gögn um það hvenær Veiðifélagið við Norðurá var stofn- að en öruggt er talið að það hafi í síðasta lagið verið árið 1926, sem gerir það að elsta starfandi veiði- félag á landinu. „Við héldum upp á 90 ára afmæli félagsins í lok maí og þá fundum við gamla umsókn til Al- þingis sem landeigendur í Norðurá sendu í mars 1926. Þar er óskað eftir 1000 króna styrk til að gera fossana Laxfoss og Glanna laxgenga. Við teljum að það gæti hafa verið hvat- inn að stofnun félagsins. Væntan- lega hafa menn tekið sig saman og sótt um þennan styrk en 1000 kall hefur trúlega verið mikill peningur á þessum tíma,“ segir Birna. Stækka veiðihúsið við Norðurá Birnu er annt um Norðurá og henn- ar sögu, þrátt fyrir að vera ekki veiðimanneskja sjálf. „Ég hef haft þá sýn að landeigendur lyfti ánni upp til fyrri vegsemdar. Hér áður fyrr var það fína fólkið sem veiddi í Norðurá, konungafólk og aðrir fyrirmenn. Áin er góð og laxgefin svo hún sjálf stendur enn alveg fyr- ir sínu en við þurfum að gera um- gjörð sem hæfir svona flottri á,“ seg- ir Birna en hennar síðasta verk sem formaður veiðifélagsins er að ráð- ast í stækkun á veiðihúsinu. „Fyrsta skrefið er að gera veiðihúsið þann- ig að það sæmi því fólki sem hingað kemur að veiða,“ segir Birna. „Við ætlum að rífa tvo nyrstu hluta húss- ins og byggja þar við. Eftir breyting- ar verða 14 tveggja manna herbergi, um 26 fermetrar hvert þeirra, með sér baðherbergi. Auk þess verður þvottahús í nýju byggingunni en það hefur ekki verið áður. Þetta slagar í 1000 fermetra hús að loknum fram- kvæmdum,“ bætir hún við. „Ég ætl- aði að hætta í stjórn félagsins í vor en ákvað að sitja þar til framkvæmd- irnar væru komnar af stað en þær eiga að hefjast í september og gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið í maí á næsta ári,“ segir hún og bæt- ir því við að samningar við verktaka séu á lokastigi. Dreymir um að skrifa á Ítalíu „Maður á ekki að vera í starfi ef maður hefur bara hálfan hugann við það. Núna er hugur minn farinn að hvarfla að öðru,“ segir Birna um það hver sé ástæðan fyrir því hún sé að hætta sem formaður veiðifélags- ins. Birna hefur ekki verið þekkt fyrir að hafa lítið að gera en þessa dagana er það mastersnámið sem á hug hennar allan, auk þess sem hún er í sumarstarfi við Háskólann á Ak- ureyri, forseti Rótarýklúbbs Borg- arness og í ritnefnd Borgarbyggð- ar, sem er að láta skrásetja 150 ára sögu Borgarness. Birna lauk í fyrra BA námi í Nútímafræðum við Há- skólann á Akureyri og stefnir á að ljúka MA námi, jafnvel næsta vor. „Nútímafræði er mjög skemmtileg. Þar erum við að skoða af hverju nú- tíminn er svona og hver sé sagan á bakvið þær breytingar sem hafa orðið,“ segir Birna en þessa dagana er hún að safna gögnum í 90 ein- inga mastersverkefni. Hún á þann draum að fara til Ítalíu í janúar og skrifa ritgerðina sjálfa þar. „Ég veit bara að ég þarf að fara eitthvert í burtu að skrifa, annars verður mér ekkert úr verki,“ segir hún og hlær. „Ég ætla að safna saman gögnum í sumar og haust og vonandi verð ég komin með góða beinagrind í janú- ar ef ég læt verða af því að fara til Ítalíu,“ bætir hún við. Lét krabbann ekki hafa mikil áhrif á sig Í fyrravor greindist Birna með krabbamein í hálsi en hún hefur ekki látið það halda aftur af sér. „Í janúar í fyrra fann ég smá ber und- ir húð á hálsinum og í apríl var það orðið stærra svo ég fór að troða mér í einhverjar skoðanir. Það voru nátt- úrulega verkföll þá en með minni landsfrægu ýtni tókst mér að fá allar þær rannsóknir sem ég þurfti,“ seg- ir Birna og hlær. „Ég var svo skor- in 10. júní, þremur dögum fyrir út- skriftina mína. Ég hef sem fullorð- in aldrei komist í eigin útskriftir og því ætlaði ég að komast í þessa. Það gerðist hins vegar eitthvað í þessari aðgerð sem gerði mig eins og Ho- mer Simpsons í framan. Ég hugsaði með mér að ég gæti ekki farið svona í útskriftina svo ég reyndi með köld- um bökstrum að laga á mér andlitið og þetta slapp til og ég mætti í út- skriftina, 13. júní,“ segir Birna. Það kom í ljós eftir aðgerðina að í kýl- inu hafði verið komið krabbamein svo ákveðið var að senda hana í svo- kallað Pet-skann. „Hann Kári var ekki búinn að gefa okkur tækið þá svo ég varð að fara til Köben og þá fundust breytingar í tveimur frum- um svo það var ákveðið að grilla það, þ.e. senda mig í geislameð- ferð. Mér var sagt að bragðskynið gæti breyst og ég gæti misst nokk- ur kíló og fengið smá roða undan geislanum. Ég var bara mjög ánægð með það. Ég er náttúrulega aðeins þétt á velli og þétt í lund eins og sumir Íslendingar,“ segir Birna kát. „Þetta var því bara eins og að fara í megrun á kostnað ríkisins,“ bæt- ir hún við og hlær. „En bragðskyn- ið breyttist ekkert og ég léttist bara um 100 grömm en ég brann hins vegar eins og kjúklingur á grilli.“ Brunameðferðin gerði þó sitt gagn og Birna er að öllum líkindum laus við krabbameinið „Hjúkkurn- ar á grillhúsinu hafa nú alltaf verið að skamma mig fyrir að slaka ekki nægilega vel á en það er líklega all- ur krabbi farinn. Ég heimtaði nú samt að fara aftur í sneiðmynda- töku til öryggis. Geislalækninum mínum þótti það óþarfi en ég lét ekki segjast og ætlaði að fara, þó ég þyrfti að borga það allt sjálf. Ég hef verið í eftirlitli hjá Hannesi Hjart- arsyni háls,- nef og eyrnalækni, sem skar mig og hann var sammála og pantaði fyrir mig tíma 18. júlí. Ég verð að fara aftur til Köben þar sem ekki er búið að byggja undir hann Kára hér heima,“ segir Birna. „En ég vil bara vera örugg um að allur krabbi sé dauður því maður leikur sér ekkert að þessum eldi.“ Líður eins og dreifbýlið sé annars flokks Borgarfjörðurinn er Birnu mjög kær og segist hún vera Borgfirðing- ur með stóru B-i. Hún hefur miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er upp þar í dreifbýlinu. „Ég held að Borgarbyggð eða Borgarfjörður líði ansi oft fyrir það að vera þetta nálægt höfuðborginni. Það er eins og fólk haldi að nálægðin geri allt jafn gott hér eins og þar. Mér finnst sem dæmi alveg fáheyrt hvað Ríkis- útvarpið sinnir okkur illa. Það eru nánast engar fréttir af þessu svæði. Ef við hefðum ekki svona öflugan héraðsfréttamiðil eins Skessuhorn er, myndum við lítið vita hvað ná- grannarnir eru að aðhafast. Og það sem meira er; fólk er hætt að reyna að láta RÚV vita ef eitthvað er í gangi, því sá miðill er ekki að sinna okkur hvort sem er. Þetta er ekki síst úldið í ljósi þess að við, lands- menn, borgum öll það sama til þess- arar stofnunar. En einnig er mikill skortur á grunnþjónustu hjá okk- ur í Borgarbyggð, þá sérstaklega í dreifbýlinu. Það er nú þekktur ríg- urinn á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Ég upplifi oft að svoleiðis rígur sé líka í Borg- arbyggð nema bara á milli Borgar- ness og sveitarinnar,“ segir Birna. Hefði átt að byrja á ljósleiðaravæðingu þar sem þurfti Hún segir dreifbýlið í Borgar- byggð vera mjög afskipt og að íbú- ar í sveitinni finni lítið fyrir stuðn- ingi frá sveitarfélaginu. „Nú hefur t.d. verulega verið dregið úr póst- þjónustu í dreifbýli og við fáum stundum póst bara einu sinni í viku. Af hverju stendur sveitarfé- lagið ekki upp og beitir sér gegn þessu og af hverju gera t.d. sam- tök sveitarfélaga ekkert í þessu? Við sitjum bara ekki við sama hlut og aðrir og ég efast um að það sé löglegt að mismuna fólki með þessum hætti eftir búsetu. Það er samt ekkert aðhafst. Svo var far- ið af stað með að ljósleiðaravæða Borgarnes og Andakíl en á sama tíma erum við hér í sveitinni bara á sveifinni. Það var þó nothæft int- ernet í Borgarnesi og á Hvanneyri en það er varla hægt að segja um internetið hér. Ég get mest sent 10 MB tölvupósta, annars stífl- ast hólfið mitt bara. Af hverju var ekki byrjað á því að leggja ljós- leiðara til þeirra sem hafa lélegar nettengingar í stað þess að byrja á þeim sem höfðu alveg þokkalega tengingu fyrir? Þetta er bara svona Borgfirðingur með stóru B-i og telur dreifbýlið sitja eftir Rætt við Birnu G Konráðsdóttur nútímafræðing og félagsmálamanneskju Birna G Konráðsdóttir á útskriftardaginn sinn við Háskólann á Akureyri. Það stóð tæpt að hún sjálf kæmist í útskriftina vegna krabbameinsmeðferðarinnar. Birnu þykir afar vænt um Norðurá og hefur verið formaður Veiðifélags Norðurár frá 2009 en lætur af formennsku um næstu áramót.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.