Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Side 26

Skessuhorn - 29.06.2016, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 201626 Borgnesingar, Borgfirðingar og gestir þeirra gerðu sér glaðan dag um síðustu helgi og héldu Brák- arhátíð. Veðrið hélst þokkalegt allan tímann meðan formleg dagskrá stóð yfir. Lagt var upp með að höfða til allra aldurshópa og tóku til dæmis börn virkan þátt í skreytingum allra hverfa. Á föstudagskvöldinu voru götu- og hverfagrill en hátíðin hófst formlega á laugardagsmorgni með Brákarhlaupi þegar hlaupið var frá Granastöðum að Landnámssetrinu. Þar bauð kvenfélagið upp á dögurð en eftir það tók við dagskrá. Fyrir hádegi var boðið upp á bátasigling- ar og víkingaskart fyrir börnin en eftir hádegið var skrúðganga sem Michelle Bird stjórnaði frá Brák- arey og upp í Skallagrímsgarð. Þar voru skátar með kaffisölu og boðið upp á fjölskyldudagskrá, ræðuhöld, tískusýningar, söng og víkinga- markað svo eitthvað sé nefnt. Um kvöldið var sungið við dvalarheim- ilið Brákarey undir harmonikku- leik Sigurgeirs Gíslasonar og far- in þaðan kvöldganga að Englend- ingavík. Þar sungu Jógvan Hansen og Danni tjokkó. Hljómsveitin Buff kom svo fólki í stuð á kosninganótt- ina með balli í Hjálmakletti sem knattspyrnudeildin stóð fyrir. Eiríkur Jónsson, einn af skipu- leggjendum hátíðarinnar kveðst afar ánægður með hvernig hátíð- in tókst. Hann vill koma á fram- færi þakklæti til fyrirtækja í Borgar- nesi sem lögðu sitt af mörkum til að styðja við framkvæmdina með ýms- um framlögum. „Það er mikið leit- að til fyrirtækja þessar vikurnar og kom það okkur skemmtilega á óvart hversu vel þau studdu við hátíðina,“ sagði Eiríkur. Þá tóku íbúar í hverf- um bæjarins virkan þátt í skreyting- um en hefð er fyrir því að ríkjandi hverfameistarar skipi dómnefnd. Rauða hverfið var sigurvegari síð- asta árs og valdi Bláa hverfið glæsi- legast að þessu sinni og Garðavík best skreyttu götuna. Eiríkur sagði að það hefði einnig staðið uppúr lít- ið en fallegt augnablik í Englend- ingavík þegar Erlendur Samúelsson meindýraeyðir færði ADHD sam- tökunum hundrað þúsund krónur að gjöf. Þorsteinn Eyþórsson, sem nýverið hjólaði hringveginn um landið til stuðnings samtökunum, veitti gjöfinni viðtöku. „Það mátti sjá einstaka tár á hvarmi yfir þess- ari fallegu og einlægu gjöf frá Ella,“ sagði Eiríkur Jónsson í samtali við Skessuhorn. mm/ Ljósm. mm/gj/arg Brákarhátíð tókst með ágætum í Borgarnesi Hér liggur einn víkingurinn í valnum, en aðrir hlæjandi. Í skrúðgöngu Michelle frá Brákarey í Skallagrímsgarð. Ljósm. gj. Fylgst með dagskránni í Skallagrímsgarðinum. Eiríkur Theódórsson ræðir við fulltrúa ungu kynslóðarinnar. Þau áttu stóran þátt í skipulagningu og undirbúningi Brákarhátíð- ar. Myndin var tekin á fyrsta skipulagningarfundi. Eiríkur Jónsson, Kristín Amelía Þuríðardóttir, Rúnar Gíslason og Hlédís Sveinsdóttir. Í biðröðinni að taka þátt í tískusýningu sem RKÍ búðin stóð fyrir. Sigursteinn Þorsteinsson og nokkur börn á sviðinu í garðinum. Ljósm. gj. Víkingaþema einkenndi marga dagskrárliði. Mæðgur sýna það nýjasta í tískunni frá RKÍ búðinni í Borgarnesi. Milt og þægilegt veður var í Skallagrímsgarði á laugardaginn, þrátt fyrir að sólin léti ekki sjá sig. Ævintýrin sögð í ævintýralegu umhverfi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.