Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Qupperneq 31

Skessuhorn - 29.06.2016, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Síðastliðið fimmtudagskvöld mætt- ust lið ÍA og KR í Vesturbænum í Reykjavík. Bæði lið hafa farið illa af stað í deildinni og leikurinn því mik- ilvægur fyrir þau bæði. Fyrir leikinn var KR í áttunda sæti með níu stig en Skagamenn voru í næst-neðsta með fjögur stig. Skagamenn unnu leikinn á dramatískan hátt á loka- sekúndunni með glæsilegu marki Garðars Gunnlaugssonar og komu þeir sér upp um eitt sæti. Þróttur sem nú eru í næst-neðsta sæti á leik til góða. Það voru Skagamenn sem voru frískari aðilinn í upphafi leiks. Skaga- menn fengu aukaspyrnu á góðum stað á 13. mínútu; Garðar Gunn- laugsson tók spyrnuna en skot hans fór yfir markið. Besta færi fyrri hálf- leiks átti Óskar Örn Hauksson á 21. mínútu leiksins. Þessi fimi og snöggi leikmaður fékk boltann við miðlín- una. Þar hafði hann nægt svæði til að athafna sig og kom sér í gott skot- færi við vítateiginn, skot hans var virkilega gott en fór framhjá mark- inu. Leiðinlegt atvik átti sér stað á 26. mínútu þegar Hallur Flosason var kominn á fleygiferð með bolt- ann og stefndi í átt að markteigi KR. Hann stakk boltanum framhjá Præst í vörninni. Þegar Hallur reyndi að komast framhjá Præst skullu þeir harkalega saman svo að báðir lágu eftir. Hallur stóð fljótlega á fætur en Præst var borinn útaf og spilaði ekki meira í leiknum. Lítið var um færi það sem eftir lifði hálfleiks. Þegar Guðmundur Ársæll, dómari leiks- ins, flautaði til leikhlés var staðan 0 – 0. Það virtist vera sem allt ann- að KR-lið hafi mætt til leiks í síð- ari hálfleik. Þeir mættu dýrvitlausir til leiks. Óskar Örn fékk fínt skot- færi strax á 46. mínútu sem endaði í varnarmanni en boltinn barst aftur á Óskar sem átti fínt skot sem Árni varði í horn. Fyrsta mark leiksins kom á 53. mínútu. Daninn Kennie Chopart fékk boltann við miðlínuna vinstra megin. Hann tók á sprettinn inn völlinn og í átt að vítateignum þar sem hann kom sér í skotfæri, lét vaða á markið og boltinn endaði í netinu neðarlega hægra megin. Glæsilegt mark hjá Chopart, 1 - 0. Skagamenn voru ekki mjög hættu- legir eftir þetta og ekki margt sem benti til þess að þeir myndu skora mark. Það gerðist þó á 83. mín- útu þegar Skagamenn fengu víti. Garðar Gunnlaugsson hafði gert vel á vinstri kantinum og náð fyr- irgjöf inn í sem Ásgeir Marteinsson tók á móti og skaut að marki. Bolt- inn fór af stuttu færi í hönd Gunn- ars Þórs Gunnarssonar og víti rétti- lega dæmt. Úr vítinu skoraði Garð- ar Gunnlaugsson 1 - 1. Á lokasekúndu leiksins upplifðu stuðningsmenn ÍA augnablik sem mun líklega seint renna þeim úr minni. Árni Snær Ólafsson negldi boltanum fram völlinn í átt að Tryggva Hrafni Haraldssyni. Stef- án Logi, markmaður KR, kom út úr markinu og skallaði boltann í burtu. Boltinn barst á Garðar Gunnlaugs- son sem negldi honum upp í hornið á markinu með viðstöðulausu skoti. Lokatölur 1 – 2 fyrir ÍA og von- brigði KR halda því áfram. Í kjölfar úrslita þessa leiks og undanfarinna leikja ákvað stjórn KR síðan að segja Bjarna Guðjónssyni þjálfara upp störfum sem þjálfara. Á sunnudag- inn var Willum Þór Þórsson alþing- ismaður og fyrrum þjálfari ráðinn til KR og mun Arnar Gunnlaugsson verða honum til aðtoðar við þjálf- unina. bþb Skagamenn unnu KR á lokasekúndu leiksins Svipmynd frá upphafi leiks á KR vellinum. Ljósm. Halldór Jónsson. Skagakonur hafa ekki náð að safna mörgum stigum í Pepsi deild kvenna það sem af er sumri og sitja á botni deildarinnar með aðeins eitt stig. Á laugardaginn mætti liðið ÍBV í Vest- mannaeyjum en heimamenn þar hafa einnig verið í vandræðum með stiga- söfnun og voru fyrir leikinn með þrjú stig. ÍBV byrjaði leikinn betur en gest- irnir og sköpuðu sér nokkur hættuleg færi sem þær náðu ekki að klára. Því lengur sem leið á hálfleikinn því bet- ur komust Skagakonur inn í leikinn og náðu að skapa sér nokkur fín færi. Það sást greinilega á leik beggja liða að mikið var undir og hvorugt liðið ætlaði að tapa; það var því mikil bar- átta allan leikinn af hálfu leikmanna beggja liða. Á 42. mínútu rétt áður en flaut- að var til leikhlés komust Eyjakon- ur í 1-0. Þar var á ferðinni Natasha Moraa Anasi sem skoraði en boltinn átti viðkomu í varnarmanni Skaga- manna áður en hann fór í markið. Í síðari hálfleik hélt baráttan áfram og bæði lið fengu fín færi. Skagakonur hafa verið í miklum erfiðleikum að skora mörk í sumar og var þessi leikur engin undantekning þar á. Á 77. mín- útu skoraði Lisa-Marie Woods fyr- ir ÍBV og róðurinn því orðinn þung- ur fyrir Skagakonur. Þær reyndu allt hvað þær gátu að minnka muninn en allt kom fyrir ekki og lauk leiknum 2 – 0 ÍBV í vil. Skagakonur sitja því enn á botnin- um með eitt stig og eiga leik gegn efsta liði Stjörnunnar á morgun fimmtudag klukkan 19:15 í Garðabæ. bþb ÍA tapaði í Vestmannaeyjum Frá leik ÍA fyrr í sumar. Ljósm. úr safni. Úrvalsdeildarliðin Víkingur Reykjavík og Víkingur Ólafsvík mættust í Fossvoginum síðastliðið föstudagskvöld í áttundu umferð Pepsi deild karla í knattspyrnu. Víkingur Ólafsvík hefur farið vel af stað í deildinni og var fyrir leikinn í fjórða sæti með 14 stig á meðan Reykvíkingar hafa farið heldur ró- legar af stað og voru fyrir leikinn í níunda sæti með átta sig. Víkingur Reykjavík sigraði leikinn engu að síður nokkuð örugglega 2 – 0. Það voru heimamenn sem fóru betur af stað og voru mjög kraft- miklir í upphafi leiks. Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu. Eftir hornspyrnu Reyk- víkinga var brotið á Arnþóri Inga Kristinssyni og Ívar Orri, dóm- ari leiksins, dæmdi vítaspyrnu við litla hrifningu Ólsara. Vítaspyrn- una tók Englendingurinn Gary John Martin og skoraði af gríðar- lega miklu öryggi. Aðeins tveim- ur mínútum síðar skoraði Gary Martin annað mark. Eftir prýði- lega sókn Reykvíkinga barst bolt- inn inn í vítateiginn og datt fyrir fætur Garys sem hamraði honum í markið. Staðan orðin 2 – 0 eftir tólf mínútna leik. Eftir þetta róað- ist leikurinn töluvert. Hrvoje To- kic átti þó ákaflega skemmtileg til- þrif á 28. mínútu þegar hann skaut boltanum með hjólhestaspyrnu að marki en Róbert Örn í mark- inu náði að verja í horn. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik og staðan því 2 – 0 þegar leikmenn gengu til búningsklefa. Þegar mínúta var liðinn af síðari hálfleik vildu Víkingar frá Ólafs- vík fá vítaspyrnu dæmda þegar Igor Taskovic fyrirliði Reykvík- inga virtist tækla Þórhall Kára inn í vítateig en Ívar dæmdi ekkert að þessu sinni. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn í síð- ari hálfleik en lítið gekk að skapa hættuleg færi. Víkingar frá Reykja- vík unnu því sanngjarnan 2 -0 sig- ur á nöfnum þeirra frá Ólafsvík. Eftir leikinn er Víkingur Ólafsvík í fimmta sæti með 14 stig en Vík- ingur Reykjavík í áttunda sæti með ellefu stig. bþb Víkingar mættust í Fossvoginum Svipmynd úr leik Víkingsliðanna. Ljósm. þa. Leikjaröð liða í Domino‘s deild karla og kvenna auk fyrstu deildar karla er orðin ljós. Það er þó enn langt í mót en fyrsti leikur Dom- ino‘s deildar karla verður spilað- ur 5. október en hjá konunum og fyrstu deild karla hefst mótið degi síðar. Nýliðarnir í Domino‘s deild kvenna, Skallagrímur í Borgarnesi, mæta meisturunum í Snæfelli og fer leikurinn fram í Borgarnesi. Því verður sannkallaður Vesturlands- slagur í fyrstu umferð í deildinni. Í Domino‘s deild karla mun Snæ- fell mæta liði ÍR á útivelli í fyrsta leik og nýliðar Skallagríms spila á móti Haukum, einnig á útivelli. Skagamenn leika í fyrstu deild á komandi leiktíð og hefja leik gegn FSu á útivelli. bþb Vesturlandsslagur í fyrsta leik Domino‘s deildar kvenna Skallagrímur tekur á móti Snæfelli í fyrsta leik á komandi leiktíð. Viktor Marinó fram- lengir við Snæfell Viktor Marinó Alexandersson skrifaði fyrir helgi undir nýjan samning við Körfuknattleiks- deild Snæfells. Viktor er bak- vörður sem stóð sig vel á síðasta tímabili með 5,2 stig að meðal- tali í leik. Snæfell leikur í efstu deild í körfubolta og mætir liði ÍR í fyrsta leik 6. október. -bþb Víkingur Ó. tapaði fyrir HK/Víking Laugardaginn síðasta var toppslagur í fyrstu deild kvenna A – riðli í fótbolta. HK/Vík- ingur og Víkingur Ó. mættust á Víkingsvelli en fyrir leikinn voru bæði lið taplaus. Leikn- um lauk með 3 – 0 sigri HK/ Víkings sem með sigrinum hélt efsta sætinu og er liðið nú með fimmtán stig eftir fimm leiki. Víkingur Ó. er eftir leikinn í þriðja sæti með tólf stig. Næsti leikur Víkings fer fram á morg- un á heimavelli gegn liði Skín- anda. -bþb Kári tapaði í markaleik Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi tók á móti liði Ein- herja síðastliðinn laugardag. Leikurinn var býsna fjörug- ur og litu átta mörk dagsins ljós. Leikurinn endaði með sigri Einherja 3 – 5 en mörk Kára skoruðu þeir Sindri Snæ- fells Kristinsson, Helgi Jóns- son og Páll Sindri Einarsson. Með sigrinum lyftu Einherjar sér upp í fjórða sæti með tólf stig og fóru þar með upp fyr- ir Kára sem eru í fimmta sæti með níu stig en tekið skal fram að Kári á leik til góða. Næsti leikur Kára er í kvöld klukk- an 20:00 gegn Þrótti Vogum á Vogabæjarvelli. -bþb Körfuknattleiksdeild Snæfells samdi fyrir helgi við Andrée Mic- helsson en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið. Andrée er fæddur 1997 og uppalinn í Svíþjóð en á íslenska móður. Hann er 188 cm á hæð og getur bæði leyst stöðu leikstjórnanda og skotbakvarðar. Hann hefur leikið með liði Malbas í Malmö og varð meistari með U19 liði félagsins í fyrra. Á því tímabili var hann með 15,1 stig, 3,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Andrée var einnig í leikmannahópi meistaraflokks Malbas en kom lítið við sögu með þeim. bþb Snæfell semur við ungan Svía

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.