Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 41. tbl. 19. árg. 12. október 2016 - kr. 750 í lausasölu Hugmyndin með EVE Online var að búa til leik sem margir gætu spilað á sama tíma. Nú erum við aftur á barmi byltingar. Búðu þig undir spennandi framtíð Ferðin frá hugmynd að farsælu fyrirtæki með skýra framtíðarsýn kallar á öflugan samstarfsaðila. Pantaðu viðtal við fyrirtækjaráðgjafa á arionbanki.is/fyrirtaeki eða í síma ��� ���� H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6- 28 39 Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20% afsláttur Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Vökudagar á Akranesi 27. okt. – 6. nóv. Í gærdag kvað óbyggðanefnd upp úr- skurði í málum þar sem fjármálaráð- herra, fyrir hönd ríkisins, gerði kröf- ur á upptöku lands í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu auk Langjökuls. und- anskilin í þessum dómi er land í fyrr- um Kolbeinsstaðahreppi. Uppkvaðn- ingin fór fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík og lá niður- staðan ekki fyrir þegar Skessuhorn var sent í prentun síðdegis. Ráðherra gerir kröfur um gríðarlegt landflæmi í héraðinu, en lesa má um það í 270 síðna kröfulýsingu sem birt var á vef Skessuhorns í gærdag. Skessu- horn mun síðar fjalla um niðurstöðu Óbyggðanefndar, en hann má einnig lesa á heimasíðu óbyggðanefndar þar sem jafnframt verða settar inn upp- lýsingar um helstu efnisatriði þeirra. mm Óbyggðanefnd lýsir kröfum í Borgarfirði Þrátt fyrir að Alþingi sé enn starf- andi standa framboðsfundir nú sem hæst víðsvegar um landið, en nú er einungis hálf þriðja vika í kosning- ar. Þannig verður t.d. opinn fram- boðsfundur allra framboða í Norð- vesturkjördæmi haldinn í Borgar- nesi í kvöld og útvarpað á Rás-2. Annað kvöld, fimmtudag, býður ferðaþjónustan frambjóðendum til samtals á opnum fundi sem einnig verður haldinn í Hjálmakletti, sal Menntaskóla Borgarfjarðar í Borg- arnesi. Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga fengu í gær tækifæri til að hitta frambjóðendur átta stjórn- málaflokka. Þá komu fulltrúar frá Bjartri Framtíð, Dögun, Fram- sóknarflokki, Pírötum, Samfylk- ingu, Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Vinstri grænum. Flokkarn- ir byrjuðu á að kynna sín málefni og fengu svo ungmennin að spyrja spurninga. Nemendur á Patreks- firði tóku virkan þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Unga fólkinu var meðal annars hugleik- ið hvers vegna illa hefur gengið að innheimta skatt af ferðamönn- um, húsnæðismál yngri kynslóð- arinnar bar á góma, námslána- kerfið og spurt var hvort flokkun- um væri almennt treystandi til að standa við gefin loforð. Það stóð ekki á svörum hjá frambjóðendum og vænta má þess að einhverjir af hinum ungu kjósendum hafi náð að gera upp hug sinn. Það verða svo skuggakosningar í skólanum á morgun, 13. október. Þar geta nemendur 21 árs og yngri feng- ið að kjósa á milli þeirra 12 flokka sem eru í framboði. Þetta er hluti af átaki til að vekja á áhuga ungs fólks á kosningum. Þar er notast við myllumerkið #égkýs og hægt að skoða vefsíðuna www.egkys.is til að fræðast nánar um það. mm/tfk Frambjóðendur á ferð og flugi Góð þátttaka var á fundinum í Grundarfirði og voru nemendur duglegir að spyrja spurninga. Nemendur frá Patreksfirði fylgdust með í fjarfundarbúnaði. Ljósm. tfk. Hér mætti halda að færi stilla úr mynd með Lukku Láka, en svo er ekki. Þessi „villta vesturs mynd“ er tekin í landi Fjósa í Búðardal á litríku haustkvöldi. Þarna ganga bræðurnir Daníel Freyr og Alexander Örn Skjaldarsynir inn í kvöldhúmið með félaga sinn Ófeig í taumi. Ljósm. Steinunn Matthíasdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.