Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 201620 Um þessar mund- ir er að koma út Vísnakver Jóhann- esar úr Kötlum. Um er að ræða bók sem samanstend- ur af lausavísum sem Jóhannes orti við ýmis tækifæri, stundum í sam- starfi við aðra og í nokkrum tilvikum er um að ræða vís- ur sem aðrir ortu til hans. Það er bóka- útgáfan Griffla sem gefur út bók- ina en að útgáf- unni standa Svan- ur sonur Jóhannes- ar og Einar Svans- son. Svanur hefur í áratugi séð um út- gáfu bóka eftir föð- ur sinn ásamt því að hafa safnað og flokkað efni eftir hann. „Þetta er að mörgu leyti mjög merkileg bók og margir hafa verið að bíða lengi eftir þessu,“ segir Einar Svansson hjá Grifflu. „Hugmynd- in um að safna þessu saman kvikn- aði hjá pabba mínum, meðal annars vegna þess að margar af þessum vís- um eru mjög frægar og hafa verið munnmælavísur hjá þjóðinni í lang- an tíma,“ heldur hann áfram. Saga í kringum hverja vísu Líkt og fyrr segir hefur Svanur safn- að saman efni eftir Jóhannes um árabil. Eru vísurnar í Vísnakverinu úr ýmsum áttum og eru að mestu birtar eftir tímaröð. Fyrstu vísurn- ar í bókinni orti Jóhannes sem barn í Dalasýslu. „Þetta byrjaði í raun og veru á því að við settum inn vísur inn á vefinn johannes.is. Við höf- um fengið góð viðbrögð frá fólki sem hefur haft gaman af því að sjá þessar vísur. Þær eru úr öllum átt- um og ortar við ýmis tækifæri.“ Það var svo um síðustu áramót sem þeir feðgar fengu þá hugmynd að sækja um styrk til útgáfu bókarinnar frá Miðstöð íslenskra bókmennta. „Við fengum styrkinn og þá var ekki aft- ur snúið. Við höfum því verið að safna saman öllu sem við áttum og pabbi skrifaði texta í kringum vís- urnar. Það er svolítil saga í kringum hverja vísu, hvernig hún verður til og svo framvegis. Það má segja að þetta sé dálítil endurspeglun á lífs- hlaupi afa, sem sýnir til að mynda hvar hann bjó.“ Byrjaði að yrkja sem barn Jóhannes úr Kötlum var fæddur að Goddastöðum í Laxárdal í Dölum en ólst upp í Ljárskógaseli í sömu sveit. Hann byrjaði að yrkja tíu til ellefu ára gamall. „Ég efast um að nokkuð barn á þessum aldri myndi geta það í dag. En afi var mikill ís- lenskumaður og hafði gott vald á tungumálinu,“ segir Einar. Jó- hannes fór síðan til náms en varð farkennari á sínum heimaslóðum áður en hann fluttist til Reykja- víkur og seinna til Hveragerðis. Í Vísnakverinu má finna vísur eftir Hveragerðisskáldin svo sem Krist- mann Guðmundsson, sr. Helga Sveinsson og Kristján frá Djúpa- læk og fleiri þekkt skáld og hag- yrðinga. Í fyrsta sinn á prenti í bók Vísur í bókinni eru fjölmargar og flokkaðar í kafla, bæði eftir þema og tíma. „Við erum sáttir við bókina og finnst hún hafa heppnast vel. Hún er vel hönnuð og fer vel í hendi og við vonumst til að hún geti vakið dálitla athygli. Forlagið Griffla var stofnað á síðasta ári og er Vísnakver Jóhann- esar úr Kötlum þriðja bók útgáfunn- ar. Áður hafa verið gefnar út ljóða- bókin Elddropar og hin sívinsæla vísnabók Jólin koma eftir Jóhann- es úr Kötlum í enskri þýðingu. Þá hefur forlagið einnig gefið út skáld- sögur Jóhannesar á rafrænu formi. „Vísnabókin verður einungis gefin út á prenti sem hefðbundin jólabók. Við verðum með útgáfuhóf í Máli og menningu á Laugavegi 18, fimmtu- daginn 10. nóvember næstkomandi. Vísnakverið er skemmtileg bók með gamansömum frásögnum og vísum þar sem frægar persónur koma við sögu. Margar þeirra eru landsfræg- ar og hafa gengið manna á milli um langan tíma en eru núna að koma í fyrsta sinn á prenti í formlegri bók,“ segir Einar Svansson framkvæmda- stjóri Grifflu. grþ Gefa út Vísnakver Jóhannesar úr Kötlum Vísnakver Jóhannesar úr Kötlum verður ein af bókunum í jólabókaflóðinu í ár. Fyrsta umferð Domino‘s deild- ar kvenna í körfuknattleik hófst á miðvikudaginn í síðustu viku. Sannkallaður Vesturlandsslag- ur var í Borgarnesi þar sem nýlið- ar Skallagríms tóku á móti ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Snæ- fells. Báðum liðum hefur verið spáð toppbaráttu í deildinni í vet- ur og leiksins var beðið með mik- illi eftirvæntingu. Áhorfendur fjöl- menntu á pallana. Varla var autt sæti í húsinu og mikil stemning og læti þar sem var sungið og tromm- að allan leikinn. Eins og reglur segja til um hófst leikurinn með uppkasti á miðju- hring. Dómari blés í flautu sína og kastaði boltanum upp í loftið. Eitt augnablik á meðan boltinn sveif í loftinu datt allt í á dúnalogn en um leið og fyrsti leikmaður snerti bolt- ann ætlaði allt um koll að keyra. Langþráð keppnistímabilið var hafið og körfuboltaveturinn fram- undan. Skallagrímur byrjaði leikinn af miklum krafti og sigldu Íslands- meistarana nánast í kaf á fyrstu mínútum leiksins með öflugum varnarleik og hröðum sóknum. Snæfell var lengi að finna taktinn og sama hvað þær reyndu þá fór ekkert niður. Allt gekk á afturfót- unum hjá þeim og á tímabili hefðu þær ekki getað keypt sér körfu. Á meðan röðuðu Skallagrímskon- ur inn stigunum hinum megin og staðan eftir fyrsta leikhluta 23-7. En aldrei skyldi afskrifa Snæfells- konur. Þær þéttu sig heldur betur í vörninni og gerðu Skallagrímslið- inu erfitt fyrir. Góður varnarleik- ur skilaði þeim auðveldum körfum eftir hraðar sóknir og skotin fóru að detta. Tókst þeim að minnka muninn niður í sex stig og staðan 37-31 þegar hálfleiksflautan gall. Eftir leikhlé var mikið jafnræði með liðunum og hart barist um hvern bolta. Um miðjan þriðja leikhluta tóku Skallagrímskonur hins vegar að síga fram úr á nýjan leik en Snæfellskonur voru hvergi nærri hættar. Þær áttu mjög góðan kafla í upphafi lokaleikhlutans og tókst að minnka muninn í tvö stig þegar sex mínútur lifðu leiks. Nær komust þær hins vegar ekki því Skallagrímur skoraði góðar körfur og sigldi að lokum sigrinum heim. Lokatölur í Borgarnesi því 73-62 í mjög kaflaskiptum en spennandi og skemmtilegum körfuboltaleik. Tavelyn fór á kostum Tavelyn Tillman fór á kostum í leiknum og skoraði hvorki fleiri né færri en 38 af 73 stigum Skalla- gríms og tók níu fráköst að auki. Hún skaut afar vel utan af velli, hitti úr 70% þriggja stiga skota sinna og 60% alls. Þar að auki rötuðu öll sjö vítaskot hennar rétta leið. Næst henni kom Ragnheið- ur Benónísdóttir með tólf stig og níu fráköst og þá skoraði Sigrún Ámundadóttir átta stig, reif niður 14 fráköst og gaf fimm stoðsend- ingar. Stigahæst í liði Snæfells var Tay- lor Brown með 19 stig, fjögur frá- köst og fimm stolna bolta. Næst henni kom Gunnhild- ur Gunnarsdótt- ir með 13 stig, sjö stoðsendingar, sex stolna bolta og fjög- ur fráköst og Helga Hjördís Björgvins- dóttir skoraði ell- efu stig og tók sex fráköst. Það er stíf dag- skrá fyrstu vikur Ís- landsmótsins. Bæði liðin hafa leikið síðan Vesturlands- slagurinn fór fram. Greint er frá þeim leikjum liðanna á íþróttasíðum í Skessuhorni vik- unnar. kgk Skallagrímur sigraði Snæfell í Vesturlandsslagnum Tavelyn Tillman skorar tvö af 38 stigum sínum í leiknum. Taylor Brown ber upp boltann fyrir Snæfell en Sólrún Sæmundsdóttir er til varnar. Hugrún Eva Valdimarsdóttir skorar fyrir Snæfell. Áhorfendur fjölmenntu á leikinn, húsið var troðfullt og mikil stemning á pöll- unum. Skallagrímskonur fögnuðu að leikslokum og þökkuðu áhorfendum veittan stuðning.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.