Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 20162 Veitingastaðurinn 59 Bistro Bar var opnaður á laugardaginn í Grund- arfirði eftir gagngerar breyting- ar. Veitingastaðurinn er til húsa á Grundargötu 59 þar sem að Kaffi 59 og síðar RúBen voru til húsa. Veitingamaðurinn Hendrik Björn Hermannsson er maðurinn á bak- við 59 Bistro Bar og hefur hann staðið í ströngu síðustu viku en hann fékk staðinn afhentan 1. októ- ber síðastliðinn. Mikið verk hefur verið unnið á þessum sjö dögum en gagngerar endurbætur hafa átt sér stað inni á staðnum. Skipt hef- ur verið um gólfefni og innrétting- ar og margar hendur verið iðnar við kolann á þessum tíma. Staðurinn er glæsilegur á að líta eftir breyting- arnar og verður varla neinn svikinn af heimsókn á 59 Bistro Bar. tfk Núna er orðið tímabært að drífa í ýmsum haustfrágangi ef hann er eftir. Gera má ráð fyrir að haustlægðirnar haldi áfram að minna á sig á þessum árstíma og því þarf að ganga frá garðáhöldum, grillum, trampólínum og öðrum leiktækjum, felli- hýsum, tjaldvögnum og hjólhýsum til geymslu. Á morgun spáir sunnan- og suðaust- an 13-20 m/s og mikilli rigningu en það dregur úr úrkomu eftir hádegi. Suðaust- an 8-15 og bjartviðri norðan- og norð- austanlands. Hiti á bilinu 8 til 13 stig, hlýj- ast norðaustanlands. Á föstudag er útlit fyrir fremur hæga austlæga átt og léttir víða til en suðaustanlands verður skýjað og dálítil væta. Hiti 6 til 12 stig að degin- um. Á laugardag verður hæg breytileg átt og bjart með köflum. Hiti breytist lítið. Á sunnudag er heldur vaxandi austlæg átt og úrkoma suðaustan- og austanlands en lengst af þurrt norðan jökla og á Vest- fjörðum. Hiti 4 til 10 stig. Á mánudag er út- lit fyrir austanátt og vætu um landið aust- anvert en þurrt verður vestan til á landinu. Hiti breytist lítið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hversu oft í viku ferðu í bað eða sturtu?“ 45% lesenda Skessuhornsvefjarins baða sig daglega. 30% segjast baða sig sjaldn- ar, 29% fjórum til sex sinnum í viku, 15% tvisvar til þrisvar í viku og 4% svarenda baða sig einu sinni í viku. Einungis 2% þeirra sem tóku þátt í könnuninni baða sig oftar en einu sinni á dag. Í næstu viku er spurt: „Ertu búin(n) að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?“ Ólafur Davíðsson á Hvítárvöllum í Borgar- firði hefur um áratuga skeið flutt sláturfé á haustin. Fer hann eina ferð á dag frá Borg- arfirði norður á Sauðárkrók með um 400 lömb, eða um 2000 lömb á viku. Ólafur er þrautseigur og öruggur bílstjóri og við til- nefnum hann Vestlending vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Fá óhöpp í umferðinni VESTURLAND: Að- eins urðu fjögur umferðaró- höpp í umdæmi Lögreglunn- ar á Vesturlandi í liðinni viku og telst það að sögn lögreglu vel sloppið miðað við fjölda óhappa undanfarnar vik- ur. Tveir erlendir ferðamenn lentu út af á bílaleigubílnum sínum á afleggjaranum sem liggur að Hótel Hafnarfjalli um liðna helgi. Bíllinn hélst á réttum kili en fólkið fékk högg á sig þegar bíllinn lenti nokk- uð harkalega. Fólkið slapp án teljandi meiðsla enda í örygg- isbeltum og þá blésu líknar- belgirnir út við höggið. Bíll- inn var óökufær eftir óhapp- ið og var fjarlægður af krana- bíl. Á miðvikudag fauk létt- byggður jepplingur út af við Hafnarfjall, eins og segir frá í annarri frétt í blaðinu í dag. Þá fór betur en á horfðist þeg- ar fólksbíll lenti utan í hesta- kerru við mætingu á Snæfells- nesvegi aðfararnótt mánudags. Óhappið atvikaðist þannig að ökumaður sendibíls sem var með hestakerru í drætti þurfti að sveigja fram hjá gangandi vegfaranda rétt um leið og hann mætti fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt. Gangandi vegfarandinn slapp en fólks- bíllinn rakst utan í hestakerr- una (sjá mynd). Allir sluppu án teljandi meiðsla en til öryggis þá var ökumaður fólksbílsins fluttur á heilsugæslustöðina í Borgarnesi til skoðunar. -mm Þúsund myndir teknar LANDIÐ: Alls tóku hraða- myndavélar lögreglunnar í landinu yfir 1000 myndir af ökumönnum sem óku of hratt víðs vegar um landið á liðinni viku. Unnið er úr gögnum frá þeim hjá Lögreglunni á Vest- urlandi. Af þessum þúsund voru 183 myndir teknar af öku- mönnum sem óku of hratt við Fiskilæk sunnan við Hafnar- fjall. Þá tóku lögreglumenn 20 ökumenn fyrir of hraðan akst- ur í vikunni og tíu þeirra óku of hratt á kaflanum við Bifröst í Norðurárdal þar sem leyfilegur hámarkshraði er tekinn niður í 70 km á klst. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akst- ur í umdæminu í vikunni. -mm Lokað um Arnarvatnsheiði BORGARFJÖRÐUR: Í til- kynningu frá Vegagerðinni segir að vegna mikilla rigninga og aurbleytu hefur veginum um Arnarvatnsheiði verið lok- að fyrir allri umferð frá Surts- helli að Arnarvatni stóra. -mm „Uppskeran er ágæt enda hefur tíð- arfarið í sumar verið gott,“ segir Bergþór Jóhannesson bóndi á Staf- holtsveggjum í Borgarfirði. Hann sáði í maí fyrir rófum í tæpan hekt- ara lands og lét acryl-flugnadúk hlífa plöntunum þar til nýlega. Berg- þór er þessa dagana að taka upp en nauðsynlegt er að ljúka því í tæka tíð fyrir frost. Hann reiknar með að uppskeran verði um 15 tonn. „Ég sel til mötuneyta og verslana og einn- ig í beinni sölu í gegnum Facebook, undir heitinu „Stafrófur“. Þar get- ur fólk sett inn pantanir. Þá er ég nú að innrétta geymslu fyrir hluta upp- skerunnar í gamalli hlöðu en það fæst betra verð fyrir gulrófur eftir áramót,“ segir hann. Þetta er annað sumarið sem Bergþór ræktar gulróf- ur en einnig sáði hann í sandborinn garð gulrótafræjum og fékk ágæta uppskeru. Bergþór er frá Stafholtsveggj- um og kveðst smám saman vera að komast inn í búskapinn, en foreldr- ar hans búa með sauðfé og hross á Stafholtsveggjum. Aðalstarf Berg- þórs er þó umhirða með hænsna- búinu sem frændur hans, bræðurnir Kristinn Gylfi og Björn Jónssynir í Brautarholti á Kjalarnesi, eiga. Þeir keyptu fyrir nokkrum árum útihús á jörðinni sem þeir breyttu í hænsna- bú fyrir frjálsar varphænur. Talsverð vinna er að tína egg og koma þeim í stórbakka sem sendir eru suður til hreinsunar og pökkunar í neyt- endaumbúðir. Bergþór stýrir þeirri vinnu. mm Stafrófur þessa hausts komnar í sölu Bergþór Jóhannesson bóndi með fallegar rófur úr garðinum. Nýr veitingastaður opnaður í Grundarfirði Hendrik er hérna ásamt starfsfólki sínu en hann er annar frá vinstri. Verulegar framkvæmdir eru fram- undan við Fosshótel Reykholti á næstu mánuðum. Til stendur að stækka hótelið umtalsvert en bæta á 28 herbergjum við þau 53 sem fyrir eru. Þá á að gera miklar end- urbætur á eldri hluta hótelsins, svo sem að endurnýja öll eldri herberg- in, stækka móttöku og fara í fram- kvæmdir í kjallaranum „Við erum byrjaðir að moka fyrir grunninum á viðbyggingunni, fyrsta skóflustung- an var tekin um daginn,“ segir Arn- þór Pálsson hótelstjóri í Reykholti í samtali við Skessuhorn. Hótelinu verður lokað næstkomandi mánu- dag, 17. október. „Við opnum ekki aftur fyrr en í lok mars á næsta ári. Þá verður fyrsti hlutinn opnaður en við ætlum að gera þetta í tveim- ur hollum. Í vetur verður móttak- an tekin í gegn og stærsti hluti her- bergjanna. 20 bestu herbergin verða látin bíða og þau verða tekin í gegn á næsta ári.“ Það eru TVT ehf. sem sér um byggingar- og verkefnastjórn en að sögn Arnþórs verður vinnan einnig unnin mikið í samstarfi við heima- menn. „Steini Guðmunds sér um uppgröftinn, hann er kominn með einhverja iðnaðarmenn úr sveit- inni og er að leita að fleirum. Þetta er allt unnið í samstarfi við heima- fólk.“ Arnþór segir allt verða tek- ið í gegn á hótelinu og að ekkert verði skilið eftir. „Þetta er heildar- verkefni sem ráðist verður í núna og næsta vetur. Við munum þeg- ar upp er staðið endurnýja öll her- bergi, byggja við hótelið að framan og stækka móttökuna. Við ætlum að taka kjallarann í gegn og þar verður flott heilsulind. Á efstu hæð hótels- ins ætlum við að koma fyrir norður- ljósastofu, þar sem gestir geta setið inni í hlýjunni og horft á norðurljós- in í gegnum gler,“ segir Arnþór að endingu. grþ Undirbúningur vegna stækkunar Fosshótels hafinn Líkt og sjá má er undirbúningur vegna stækkunar Fosshótels Reykholti hafinn, byrjað er að moka fyrir grunni viðbyggingar þar sem m.a. verða 28 ný hótelher- bergi. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.