Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 201628 Pennagrein Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 KOSNIN GAR 2016 Fiskeldi er ný og blómstrandi at- vinnugrein á Vestfjörðum. Aðrir landshlutar hafa margra ára jákvæða reynslu af fiskeldi á landi sem hefur skapað mörg störf, bæði fyrir kon- ur og karla, faglærða og ófaglærða. Á Vestfjörðum sunnan Dýrafjarðar er óheillaþróun síðustu ára að snú- ast við, fólki fjölgar og fær atvinnu við hæfi. Mitt í þessum jákvæðu fregnum berast mótmæli frá þeim sem telja fiskeldi í sjó ógna lífrík- inu á óafturkræfan hátt og öðrum sem segja að fiskeldi í sjó takmarki notkunarmöguleika þeirra á haf- inu. Það er nauðsynlegt að hlusta á þessar raddir og heyra þeirra rök og reyna að sætta sjónarmið, því haf- ið er okkar sameiginlega auðlind og hana ber að virða og nýta með sjálf- bærum hætti. Eflum fræðin Árið 2004 var farið í víðtæka aðgerð þar sem drjúgum hluta strandlengj- unnar var lokað fyrir sjókvíaeldi á laxfiskum. Þessi aðgerð var varúð- arráðstöfun, ætluð til verndar dýr- mætum villtum laxastofnum. Þann- ig var öllum stærstu farvegum villtra laxa hlíft, en í fjarlægðinni felst mikil vernd gegn mögulegri erfðablönd- un villtra laxa og eldislaxa. Þrátt fyr- ir þetta hafa andstæðingar sjókvía- eldis enn uppi mótmæli og af því tilefni hafa verið nefndar tæknilegar lausnir eins og eldi á landi og notk- un geldhrogna. Neðansjávarkvíar hafa verið nefndar sem lausn á sjón- mengun sem ferðaþjónustan óttast. Hvernig getum við – almenningur og stjórnmálamenn vitað hvað er mögulegt og hvað er ómögulegt? Eigum við að láta fyrirtækin svara því sjálf og láta gæðavottanir mark- aðarins sjá um að finna réttu leið- ina? Eða eigum við að treysta fag- mönnum á sviði náttúruvísinda og fiskeldis til að meta þetta? Vinstri græn telja seinni kostinn hyggilegri, en þá þarf að efla mennta- og rann- sóknarstofnanir eins og Háskólaset- ur Vestfjarða, Háskólann á Hólum og Hafrannsóknastofnun. Í þessum stofnunum fer fram öflugt rann- sóknastarf á sviði haf- og strand- svæðastjórnunar og fiskeldis og liggur því beint við að styðja betur við þetta starf af hálfu ríkisins. Þess- ar stofnanir geta enn fremur gefið okkur vísbendingar um það hvernig sé best fyrir okkur að haga nýtingu og skipulagi strandsvæða, en það er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að fá hlutverk og réttindi í skipulagi utan netalaga. Umhverfi og dýravelferð Í þessari matvælaframleiðslu, líkt og þeirri sem er stunduð með landdýr- um, munu Vinstri græn ekki gleyma dýrunum. Þegar rætt er um notkun svokallaðra þrílitna laxahrogna er mikilvægt að dýravelferð sé höfð að leiðarljósi en reynslan af þeim sýnir að oft þarf að kljást við mikla vansköpun og afföll. Mikilvægt er að tryggja að samskonar gott og strangt eftirlit sé með velferð eldis- fiska og landdýra. Ef slysaslepping- ar verða þurfa að vera ströng við- urlög sem virka. Til þess þarf að efla eftirlitsstofnanirnar. Tryggja þarf að viðbrögð jafnt við brotum á dýravelferðarlögum og umhverf- islöggjöf séu hröð og fumlaus og því ættu viðbragðs- og eftirlitsaðil- ar að vera staðsettir á Vestfjörðum, þar sem mesta framleiðslan er – og mun verða. Fiskeldi hefur alla burði til að verða ein af undirstöðuatvinnu- greinum á Vestfjörðum. Við leggj- um traust okkar á hina faglegu og vísindalegu nálgun sem felst í um- hverfis- og burðarþolsmati og því ferli sem fiskeldisfyrirtæki fara í gegnum við leyfisveitingar. Eftir- lits- og rannsóknarstofnanir þurfa að búa yfir nægri og öflugri þekk- ingu á málaflokknum. Fyrirtækin þurfa líka að hafa skýrar leikreglur og ramma og það verður að tryggja að hluti opinberra gjalda, hvort sem það eru skattar eða hugsanleg auð- lindagjöld, verði eftir í byggðalög- unum á þeirra starfssvæði. Lilja Rafney Magnúsdóttir Höfundur skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Fiskeldi í sátt við samfélagið og náttúruna Pennagrein Samfylkingin hefur sett fram snjalla hugmynd til að koma til móts við ungt fólk og aðrar fjölskyldur sem vilja eignast húsnæði. Við ætlum bjóða fólki að taka út vaxtabætur til fimm ára fyrirfram og nýta í út- borgun. Vandinn núna er að ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð nær ekki kljúfa útborgunina, en myndi frekar ráða við afborganir af húsnæðislánum heldur en himinháa leigu. Margar fjölskyldur eru einn- ig fastar á ótryggum leigumarkaði, þar sem stærstu útgjöld heimilisins eru leiga og minna er til skiptanna fyrir aðrar nauðsynjar. 4.000 almennar íbúðir og 1.000 námsmannaíbúðir Forskot á fasteignamarkaði er einn liður í kosningastefnu Samfylking- arinnar, en í henni felst einnig að byggja upp alvöru leigumarkað fyr- ir börn og fjölskyldur. Fjölskyldur verða að geta leigt til langs tíma og greiða fyrir það raunhæfa leigu ef leigumarkaðurinn á að vera raun- hæfur kostur. Samfylkingin ætl- ar að fjölga almennum leiguíbúð- um um 4.000 á kjörtímabilinu, auk 1.000 námsmannaíbúðum um allt land, með stofnstyrkjum. Betri leigumarkaður er mark- mið jafnaðarmanna, en það tekur tíma að byggja hús og breyta mark- aðnum. Á meðan er ungt fólk og fjölskyldufólk í miklu basli við að greiða himinháa leigu. Þess vegna ætlum við að bjóða forskot verður hægt að nýta strax. Forskot á fasteignamarkaði Þær fjölskyldur sem nýta sér forskot á fasteignamarkaði fengju vaxta- bætur næstu fimm ára greiddar út fyrirfram til kaupa á íbúð. Miðað við tekju- og eignamörk vaxtabóta í dag myndi það þýða 3 milljónir fyr- ir fólk í sambúð, 2,5 milljónir fyrir einstætt foreldri og 2 milljónir fyrir einstakling. Þrjár milljónir króna duga til dæmis fyrir útborgun á 20 milljóna króna íbúð m.v. 85% lán, eða sem stór hluti útborgunar í dýrari eign. Forskotið ætti því að nýtast fólki á landsbyggðinni sérstaklega vel, þar sem húsnæðisverð er lægra. Betri stuðningur Á undanförnum árum hefur stuðn- ingur í formi vaxtabóta minnkað gríðarlega, þar sem viðmiðin um hámarkstekjur og eignir hefur ekki breyst í samræmi við launaþró- un og fasteignaverð. Munurinn er reyndar sláandi en kostnaður ríkis- sjóðs vegna vaxtabóta hefur lækk- að úr 25 milljörðum króna á nú- virði 2012 í um 13 milljarða króna í ár, sem þýðir bara eitt; færri fjöl- skyldur fá stuðning en áður. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta. Sam- hliða því að veit forskot á fasteigna- markaði ætlum við að styðja betur við barnafjölskyldur en nú er gert og láta vaxtabætur ráðast af fjölda barna, sem er nýmæli. Kjósum heilbrigðari húsnæðis- markað. Guðjón Brjánsson. Höf. skipar fyrsta sæti á lista Sam- fylkingarinnar í NV kjördæmi. Húsnæði fyrir venjulegt fólk Píratar kynna áherslumál sín fyrir komandi kjörtímabil í eftirfarandi tilkynningu til fjölmiðla: „Fyrst og fremst leggjum við áherslu á að ný stjórnarskrá komist í gagnið þar sem lögfesting hennar er grunnforsenda mikilvægra sam- félagslegra umbóta. Píratar vilja að þjóðin fái réttlátan arð af auð- lindum sínum og er nauðsynlegt að stjórnarskrárákvæði þar að lútandi verði breytt til að tryggja þennan sjálfsagða rétt þjóðarinnar. Réttlát dreifing arðs af auðlindunum okk- ar gerir okkur kleift að hefja end- urreisn heilbrigðiskerfisins. Ný stjórnarskrá leggur einnig grunn- inn að því að unnt verði að endur- verkja traust fólksins í landinu á Al- þingi og tryggja aðkomu þeirra að ákvarðanatöku. Með þessum skref- um vonumst við til þess að endur- vekja traust almennings á stjórn- sýslunni og tækla spillingu. Framtíðarsýn Pírata hefur einn- ig litið dagsins ljós. Þar förum við ítarlega yfir áætlanir okkar fyrir næsta áratuginn. Stjórnmálamenn- ing á Íslandi skortir heildræna sýn og langtímamarkmið og með fram- tíðarsýn okkar viljum við sýna ís- lensku þjóðinni hvernig bæta má ís- lenskt samfélag til lengri tíma litið. Nálgast má áherslumál Pírata og framtíðarsýn á vefsíðu okkar pirat- ar.is,“ segir í tilkynningu, en und- ir hana ritar Olga Cilia sem situr í kosningastjórn Pírata. mm Píratar kynna framtíðarsýn og áherslumál næsta kjörtímabils

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.