Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Eftir 17 stiga tap gegn FSu í fyrsta leik var komið að fyrsta heima- leik ÍA í 1. deild karla í körfuknatt- leik. Hann fór fram á sunnudags- kvöld þegar Skagamenn tóku á móti Hamri frá Hveragerði, en gest- irnir voru að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu. Veikindi hrjáðu hóp ÍA og nokkrir leikmenn fjarri góðu gamni af þeim sökum. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku gestirnir öll völd á vellinum og unnu að lokum stórt, 83-110. Skagamenn byrjuðu af krafti og höfðu yfirhöndina í fyrsta leikhluta en gestirnir voru aldrei langt undan. ÍA fór með þriggja stiga forskot inn í annan fjórðunginn áður en Hamars- menn komust yfir. Skagamenn héldu í við þá en góður sprettur gestanna undir lok fyrri hálfleiks skilaði þeim ellefu stiga forskoti í leikhléi, 32-43. Gestirnir byrjuðu vel í síðari hálf- leik og tóku stjórn leiksins í sín- ar hendur. Þeir juku forskot sitt og leiddu með 15 stigum fyrir loka- fjórðunginn og róðurinn orðinn þungur fyrir ÍA. Hamarsmenn léku á als oddi í fjórða leikhluta, skor- uðu í honum 34 stig og stungu af. Skagamenn áttu engin svör og máttu að lokum sætta sig við stórt tap, 83-110. Derek Shouse var stigahæstur Skagamanna í leiknum með 28 stig. Næstur honum kom Fannar Freyr Helgason með 24 stig og þá Björn Steinar Brynjólfsson með 20 stig. Skagamenn hafa því tapað fyrstu tveimur leikjum vetrarins. Þeir leika næst fimmtudaginn 20. október þegar þeir leggja land undir fót og mæta Hetti austur á Egilstöðum. kgk Erfið byrjun Skagamanna í deildinni Fannar Freyr Helgason í mikilli baráttu í leiknum gegn Hamri á sunnudag. Ljósm. jho. Fotbolti.net greinir frá því að Hrovje Tokic, króatíski sóknarmað- ur Víkings Ólafsvíkur, muni ekki spila með liðinu á næstu leiktíð. Jónas Gestur Jónasson formaður Víkings staðfestir þetta. Ejub þjálf- ari hefur jafnframt sagt að mikilla breytinga sé að vænta á Víkingslið- inu fyrir næstu leiktíð. Tokic skor- aði 9 mörk með liðinu í sumar og var þriðji markahæsti maður deild- arinnar, en átta af þeim mörkum skoraði hann á fyrri helmingi móts- ins, þegar allt lék í lyndi hjá liðinu. Markahæstur í sumar var Skaga- maðurinn Garðar Gunnlaugsson með 14 mörk og Kristinn Freyr Sigurðsson í Val skoraði 13. Eins og kunnugt er slapp Víkingur Ólafsvík naumlega við fall og spilar áfram í Pepsídeildinni næsta sumar. mm Tokic hættir með Víkingi Hér er Tokic á lokahófi Víkings. Ljósm. þa. Keppni í Domino‘s deild karla í körfu- knattleik hófst síðastliðinn fimmtu- dag með tveimur leikjum. Snæfell heimsótti ÍR í Breiðholti. Hólmarar riðu ekki feitum hesti frá þeirri viður- eign. ÍR-ingar voru sterkari meira og minna allan leikinn og ungt lið Snæ- fells náði aldrei að gera neina alvöru atlögu að forystunni. Að lokum fór svo að ÍR-ingar sigruðu stórt, 96-65. Snæfell réði hraða leiksins fyrst um sinn og jafnt var á með liðunum í fyrsta leikhluta. Eftir það fundu ÍR- ingar fjölina sína og tóku öll völd á vellinum. Þeir bættu hægt og rólega við forskot sitt í og leiddu í hálfleik, 50-37. Munurinn breyttist lítið sem ekk- ert í þriðja leikhluta. Snæfelli tókst ekki að gera atlögu að heimamönn- um sem héldu alltaf 12 til 15 stiga forskoti. ÍR-ingar bættu svo í allan lokafjórðunginn og stigamunurinn varð smám saman meiri og meiri. Að lokum fór svo að ÍR-ingar sigruðu með 31 stigi, 96-65. Sefton Barrett var atkvæðamestur Snæfells í leiknum með 27 stig og 14 fráköst. Næstur honum kom Viktor Marinó Alexandersson með 14 stig en aðrir höfðu minna. Fyrsti heimaleikur Snæfells fer fram á morgun, fimmtudaginn 13. október, þegar Njarðvíkingar sækja Hólminn heim. kgk Ungt lið Snæfells tapaði stórt í fyrsta leik Sefton Barrett treður í leiknum gegn ÍR. Ljósm. fengin af facebook síðu Karfan.is. Eftir góðan sigur á Snæfelli í fyrsta tímabilsins í Domino‘s deild kvenna heimsótti Skallagrímur lið Stjörn- unnar á laugardaginn. Leikurinn var fremur jafn en Stjarnan var ívið sterk- ari lungann úr leiknum og sigraði að lokum með ellefu stigum, 86-75, eft- ir æsispennandi lokafjórðung. Skallagrímskonur byrjuðu betur og leiddu leikinn framan af fyrsta leikhluta. Stjarnan tók nokkrar mín- útur í að komast í gang en sóttu að Skallagrími og tóku forystuna á loka- mínútu upphafsfjórðungsins. Þær bættu í um miðjan annan leikhluta en Borgnesingar svöruðu og minnkuðu muninn í fjögur stig áður en flautað var til hálfleiks og útlit fyrir jafnan og spennandi síðari hálfleik. Sú varð einmitt raunin. Stjarnan byrjaði betur eftir hléið en Skalla- grímskonur voru aldrei langt und- an. Þær fikruðu sig nær og nær og komust loks yfir snemma í lokafjórð- ungnum. Upphófust þá æsispenn- andi lokamínútur. Skallagrímskon- ur höfðu yfirhöndina, leiddu með tveimur til þremur stigum og leikur- inn galopinn. Leikmenn Stjörnunn- ar höfðu verið ískaldir utan þriggja stiga línunar allan leikinn en hrukku skyndilega í gang þegar fimm mín- útur voru eftir og settu tvo gríðar- lega mikilvæga þrista og náðu foryst- unni á nýjan leik. Lagði það grunn að sigri þeirra í leiknum því Skallagrím- ur náði ekki að svara. Stjarnan bætti lítillega í síðustu mínúturnar sigraði með ellefu stigum, 86-75. Tavelyn Tillman var stigahæst Skallagrímskvenna með 28 stig og fimm stolna bolta að auki. Sigrún Ámundadóttir var ekki langt undan í stigaskorun. Hún setti 26 stig og tók tíu fráköst. Skallagrímur hefur því einn sigur og eitt tap úr fyrstu tveimur leikjum deildarinnar. Næsti leikur Skalla- gríms fer fram í kvöld, miðvikudag- inn 12. október þegar liðið tekur á móti Grindvíkingum í Borgarnesi. kgk Þurftu að játa sig sigraðar eftir spennandi lokamínútur Sigrún Ámundadóttir lætur vaða í fyrsta leik vetrarins gegn Snæfelli. Hún lék einnig vel gegn Stjörnunni á laugardag en það dugði ekki til. Eftir tap gegn nágrönnum sínum í Skallagrími í fyrsta leik Domino‘s deildar kvenna var komið að fyrsta heimaleik Íslandsmeistara Snæfells á sunnudag. Gestirnir voru Njarðvík- ingar, en liðunum er spáð mjög mis- jöfnu gengi í deildinni í vetur; Snæ- felli efsta sætinu en Njarðvíkingum því neðsta. Í leiknum á sunnudag sást greinilega hví spámennirnir röð- uðu liðunum á sitt hvorn enda deild- arinnar. Snæfell réði ferðinni allan leikinn og vann mjög sannfærandi sigur, 84-59. Gestirnir úr Njarðvík áttu mjög erfitt uppdráttar á fyrstu mínútum leiksins gegn sterkum og vel skipu- lögðum varnarleik Snæfellskvenna. Þær lokuðu á allar aðgerðir gestanna sem skoruðu aðeins fjögur stig fyrstu tíu mínútur leiksins. Á meðan skor- uðu Íslandsmeistararnir 17 stig og lögðu grunn að öruggum sigri strax í fyrsta leikhluta. Munurinn átti að- eins eftir að aukast eftir því sem leið á. Gestirnir tóku þó aðeins við sér undir lok fyrri hálfleiks en það hafði lítið að segja, Snæfell leiddi með 21 stigi í hálfleik, 43-22. Snæfellskonur komu til síðari hálfleiks með unninn leik í hönd- unum en slógu aldrei af. Þær héldu 20 stiga mun og rúmlega það allt til loka. Yngri og mínútufærri leikmenn Snæfells sýndu áræðni í leik sínum og skiluðu góðu framlagi. Liðsheild- in hefur lengi verið aðalsmerki Snæ- fellsliðsins og leikurinn á sunnudag gaf vísbendingu um að engin breyt- ing hefði orðið þar á. Það var sama hver var á vellinum, allir skiluðu sínu og gestirnir áttu aldrei séns. Að lok- um fór svo að Snæfell vann mjög sannfærandi 25 stiga sigur, 84-59. Alls komust ellefu af þrettán leik- mönnum Snæfells á blað í stigaskor- un liðsins. Flest stig skoraði Taylor Brown, eða 27 talsins. Hún tók auk þess fimm fráköst og gaf fimm stoð- sendingar. Berglind Gunnarsdótt- ir kom henni næst með 14 stig og Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði átta stig, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst. Snæfell hefur því sigrað annan af tveimur fyrstu leikjum tímabilsins. Síðast lék Snæfell í gær, þriðjudag- inn 11. október, þegar liðið heim- sótti Val. Leikurinn var hins vegar ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í prentun. kgk Framherjinn Sveinn Arnar Davíðs- son lék með Snæfelli þegar liðið tap- aði fyrir ÍR í fyrsta leik liðsins í Dom- ino‘s deild karla á fimmtudag. Síðasta haust ætlaði hann að segja skilið við úrvalsdeildarkörfubolta sökum anna. Hann lék þó tvo leiki með Snæfelli í fyrra en þess á milli með liði Grund- firðinga í 3. deildinni. Í samtali við Skessuhorn segir Sveinn Arnar að hann hyggist klæðast Snæfellstreyj- unni í vetur. Endurkoma hans í efstu deild sé því komin til að vera. „Ég ætla að reyna að vera með eins mikið og ég get,“ segir Sveinn Arnar. Hann segist nánast hafa tapað áhuganum á körfubolta fyrir ekki löngu síðan en að sá áhugi hafi kvikn- að að nýju síðasta vetur. „Það var mjög gaman að spila með Grundar- firði síðasta vetur, mjög góður hóp- ur. Ég fann, eftir að hafa spilað þar í fyrra og þessa tvo leiki með Snæ- felli, að ég gæti ennþá spilað körfu- bolta og þá fann ég aftur áhugann,“ segir hann. „Það verður gaman að fá að nýta það sem ég kann til að hjálpa ungu liði Snæfells í vetur,“ segir hann að lokum. Ungir leikmenn Snæfells njóta því góðs af að geta leitað í reynslu- banka Sveins Arnars á komandi vetri því hann hefur ýmislegt reynt á sín- um ferli. Hann er fæddur árið 1986, uppalinn hjá Snæfelli og hefur leikið með liðinu lungann úr sínum körfu- knattleiksferli. Varð meðal annars Ís- landsmeistari með Stykkishólmslið- inu árið 2010. kgk Sveinn Arnar klæðist Snæfellstreyjunni í vetur Snæfell vann sannfærandi sigur á Njarðvík Ellefu leikmenn Snæfells skoruðu stig í leiknum og er fáheyrt að svo margir komist á blað. Atkvæðamest var Taylor Brown, sem hér skorar þrjú af 27 stigum sínum. Ljósm. sá. Sveinn Arnar skorar í leik með Snæfelli árið 2015. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.