Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2016 21 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Kjörskrá vegna alþingiskosninga 29. október 2016 Kosningar til Alþingis fara fram 29. október næstkomandi. Kjörskrá á Akranesi hefur nú verið lögð fram og samþykkt. Alls hafa 2521 karlar og 2461 konur, eða alls 4982 einstaklingar rétt samkvæmt henni til að kjósa hér á Akranesi. Á kjörskrá eru þeir sem tilkynnt hafa lögheimilisflutning fyrir 24. september síðastliðinn. Kjörskráin liggur frammi í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 1. hæð, frá og með 12. október næstkomandi og er þar opin almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma fram til kjördags. Þeim sem vilja koma athugasemdum á framfæri vegna kjörskrár er bent á að snúa sér til sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur allt til kjördags gert leiðréttingar á kjörskrá ef við á. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis, í samstarfi við Akraneskaupstað, ætla að mála bæinn bleikan fimmtudaginn 13. október næstkomandi. Bleik stuðningsganga fer frá stjórnsýsluhúsi bæjarins (Stillholti 16-18) kl. 18.00 og gengið verður niður að Akratorgi þar sem stutt dagskrá með tónlistaratriðum, heitu kakói og happadrætti tekur við. Ekki láta þennan viðburð framhjá þér fara! Dagskrá mun birtast á facebooksíðu Krabbameinsfélagsins og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Fimmtudaginn 13. október málum við bæinn bleikan SK ES SU H O R N 2 01 6 Verkstæðisformaður Þörungaverksmiðjan hf. Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum sækir þang- og þara í Breiðafjörðinn og framleiðir mjöl af háum gæðum. Nýting sjávargróðurs er vottuð sem sjálfbær og vinnsla og afurðir eru lífrænt vottaðar. Ársverk eru um 20 í verksmiðju og á skipi félagsins auk verktaka á sláttarprömmum þess. Ársvelta er um 500 milljónir kr. Afurðir eru að langmestu leyti fluttar út og m.a. nýttar til framleiðslu fóðurbætis, áburðar og snyrtivara auk alginats sem notað er í matvæla- og lyfjaframleiðslu. Þörungaverksmiðjan er að stærstum hluta í eigu FMC Health and Nutrition (71%) og Byggðastofnunar (28%). Rekstur Þörungaverksmiðjunnar hefur gengið vel og er fyrirhugað að efla hann frekar á komandi árum. Á Reykhólum er mikil náttúrufegurð. Þar er m.a. grunnskóli, leikskóli, heilsugæsla, dvalarheimili, verslun, sundlaug, bókasafn og önnur þjónusta. Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Helga Rún Runólfsdóttir (helga@intellecta.is). Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2016. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Menntunar- og hæfniskröfurHelstu verkefni Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum óskar eftir að ráða verkstæðisformann. Hann hefur yfirumsjón með eftirliti og viðhaldi á sláttarprömmum, vélum og búnaði verksmiðjunnar. Verkstæðisformaður tekur þátt í áætlunum og undirbúningi við breytingar og endurbætur verksmiðju, tækjabúnaðar og verkstæðis. Hann gegnir mikilvægu hlutverki varðandi kröfur um öryggi og umhverfismál. Í boði er áhugavert og krefjandi starf í fallegu umhverfi Reykhóla ásamt góðum kjörum. Intellecta Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225. Nemendur í 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi nýttu sér góða veðrið í lok september til að sinna haustverkum en í vor settu þau niður kartöflur í matjurtargarð skólans. Verkefnið er hluti af átt- hagafræðinámi skólans en þau létu kartöflurnar spíra í vor og með að- stoð kennara og starfsfólks stungu þau upp garðinn og settu kartöfl- urnar niður. Þegar svo kom að því að taka kartöflurnar upp létu þau sitt ekki eftir liggja og voru dug- leg. Uppskeran var svo þvegin og kartöflurnar þurrkaður áður en þær voru vigtaðar. Var uppsker- an að þessu sinni rúmlega fjörutíu kíló af gómsætum kartöflum sem Fúsi matráður hefur soðið undan- farið með matnum í skólanum. Á myndinni eru nemendur nýbúin að vigta uppskeruna og heldur betur ánægðir með árangurinn. þa Stoltir nemendur með fjörutíu kílóa uppskeru Í lok síðasta mánðar tóku þeir Bjart- ur Bjarmi Barkarson og Atli Ágúst Hermannsson af Snæfellsnesi þátt í hæfileikamótun KSÍ. Nú um síðustu mánaðamót fór svo fram í Kórnum í Kópavogi Hæfileikamótun KSÍ og N1 stúlkna. Líkt og áður fór mótið fram undir stjórn Halldórs Björnssonar en hann hefur undan- farið ferðast um landið með hæfi- leikamótun. Að þessu sinni tóku þátt tvær ungar og efnilegar stúlk- ur úr Snæfellsbæ, þær Aníta Ólafs- dóttir og Birgitta Sól Vilbergsdótt- ir. Stóðu þær sig mjög vel og nutu helgarinnar við æfingar og fræðslu. þa Tóku þátt í hæfileika- mótun KSÍ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.