Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Page 4

Skessuhorn - 12.10.2016, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Trump og Saga Vestur í Bandaríkjahreppi hafa ótrúlegir hlutir verið að gerast á liðn- um mánuðum og heldur má segja að undarlegheitin hafi verið að áger- ast. Þar býtast nú tveir frambjóðendur um hilli kjósenda, þau Hillary Clinton og Donald Trump. Að mínu viti hefur hvorugt þeirra það sem kalla mætti kjörþokka. Engu að síður hefur hin fyrrum forsetafrú yfir- burði þegar þokki er annars vegar, hvernig sem á það er litið, því mót- frambjóðandi hennar er beinlínis óþokki ef marka má nánast allt sem um manninn er fjallað. Nefna má ummæli sem hann hefur látið frá sér í áranna rás um álit sitt á konum. Í skjóli peninga og populisma af verstu tegund hefur þessi montrembingur og rasisti náð með óskiljanlegum hætti að verða sá forsetaframbjóðandi sem bandarískir hægri menn binda trúss sitt við. Kannski er það eðlilegt í ljósi þess að Repúblik- anar eru sá flokkur sem setur sig á móti hjónabandi samkynhneigðra og eru fylgjandi dauðarefsingu, svo dæmi séu tekin. Þá sýna þeir ótrú- lega hræsni í ríkisfjármálum. Vilja draga saman seglin í velferðarmál- um, en á sama tíma moka peningum í hernaðarbrölt út um allan heim, einkum þar sem þeir geta komist yfir olíu og skjótfenginn auð. Kannski mætti því segja að Trump sé eftir allt saman vel geymdur á þessum stað. Tryggir að þessir öfgar eignist ekki málsvara í Hvíta húsinu og að Bill gamli flytji þangað á ný, en nú með annað hlutverk. Út um allan heim hafa flokkar langt til hægri, þjóðernissinnaðir öfga- hópar, verið að vaxa ásmegin á undanförnum árum. Nasistar urðu ekki útdauðir þótt þeir hafi lotið í gras í seinna stríðinu. Þeir lögðust ein- ungis í dvala og afkomendur þeirra tóku við. Nýnasistar eiga nú jafn- vel fulltrúa á þjóðþingum hins vestræna heims en þrífast best á skugg- sælum stöðum líkt og rottur. Meira að segja hér á landi eru að spretta upp flokkar sem fá hárin til að rísa á stöðum sem maður hélt að væru engin hár. Íslenska þjóðfylkingin er dæmi um slíkt. Flokkur sem heldur því fram að allt hið illa megi rekja til þess að hingað er þegnum annarra landa heimilt að koma. Svo eru fleiri öfgakenndir hópar. Einn þeirra vill til dæmis þjóðnýta lífeyrissjóðina í skjóli meintrar aumingjagæsku og segir að efnað fólk sé vont fólk. Reyndar held ég að það sem sam- einar slíkar hreyfingar fólks, fyrir utan Útvarp Sögu, er að meðlimir þeirra þjást af einhvers konar minnimáttarkennd. Halda að rót alls sem illt er sé annað fólk, einhverjir aðrir. Þegar öllu er á botninn hvolft er það þó fólkið sem skipar slíka flokka og hreyfingar sem á sjálft mest allra bágt. Eru lítilmagnar sem finna fró í að kenna öðrum um eigin ófarir og vanlíðan. Ég hef gert það að gamni mínu undanfarið að hafa útvarpið í bíln- um stillt á Útvarp Sögu þegar ég þarf að aka stuttar vegalengdir og er einn. Í stuttum ferðum get ég tryggt að ég fái ekki „óverdósis“ af kaleik hinna sannkristnu þjóðernissinna. Og mikil lifandis, skelfingar, ósköp af hroða sem fólk getur látið út úr sér! Það ætla ég sannarlega að vona að þjóðin sé ekki svo illa haldin fyrir kosningarnar síðar í þessum mán- uði, að hún kjósi yfir sig öfgafólk eins og það sem útbreiðir þarna boð- skap sinn - og mærir Donald Trump! Reyndar finnst mér það orka tvímælis að slíkir öfgafullir minnihlutahópar skuli í skjóli jafnfræðis fá sama tíma í Ríkisútvarpinu til að útbreiða boðskap sinn og þeir flokkar og framboð sem boða þrátt fyrir allt heilbrigða sýn á lífið og tilveruna. Flokkar sem boða að kannski sé einfaldlega betra að sýna aðeins meiri manngæsku til að þegnar þessa lands hafi það betra en þeir hafa í dag. Magnús Magnússon. Leiðari Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar síðastliðinn fimmtudag var lagð- ur fram tölvupóstur innanríkisráðu- neytisins dags. 30. september síðast- liðinn varðandi vistun hælisleitenda á Bifröst. Í tölvupósti þessum kem- ur fram að í undirbúningi sé að auka við móttöku hælisleitenda á Bifröst í stað þess að leggja hana af í lok sept- ember eins og til stóð. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðu- neytinu mun á Bifröst verða komið fyrir barnlausu fólki og hraustu sem ekki mun þurfa á þjónustu sveit- arfélagsins að halda. Byggðarráð gagnrýnir engu að síður harðlega samráðsleysi við sveitarfélagið, sam- anber meðfylgjandi bókun frá fund- inum: „Byggðarráð átelur að ekki skuli hafa verið haft formlegt samband við sveitarfélagið fyrr vegna vist- unar hælisleitenda á Bifröst en þessu úrræði var komið á fót í byrj- un júlí. Byggðarráð leggur áherslu á að gengið verði frá samningum um endurgreiðslu kostnaðar vegna þessa verkefnis ef um slíkt verður að ræða. Byggðarráð felur sveitarstjóra og félagsmálastjóra að vinna að og ganga frá slíkri samningsgerð við hlutaðeigandi stofnanir ríkisins.“ mm Hælisleitendur vistaðir á Bifröst án samráðs við sveitarfélagið Kvenfélagið Gleym mér ei í Grund- arfirði kom færandi hendi í Grunn- skóla Grundarfjarðar á dögunum. Þá færðu þær Mjöll og Sólrún Guð- jónsdætur skólanum fimm hrærivél- ar af gerðinni KitchenAid en hræri- vélar skólans voru orðnar lúnar og varla nothæfar. Nú geta nemend- ur grunnskólans hrært í hvers kyns deig og hnossgæti þannig að for- eldrar bæjarins eiga von á bragð- góðum sendingum með nemendum skólans. tfk Kvenfélagið gefur hrærivélar Frá vinstri eru Björgvin Sigur- björnsson aðstoðarskólastjóri, Mjöll Guðjónsdóttir, Sigrún Hilmarsdóttir heimilisfræðikennari, Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri og Sólrún Guðjónsdóttir ásamt nemendum í öðrum bekk skólans. Fimmtudaginn 6. október var undir- ritaður samningur Akraneskaupstað- ar við Pípó Pípulagningarþjónustu og GS Import vegna framkvæmda við endurnýjun á heitum pottum Jað- arsbakklaugar og gerð heitrar laug- ar við Langasand á Akranesi. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist mánudaginn 17. október næstkom- andi. Áætlað er að endurnýjun pott- anna við Jaðarsbakkalaug verði lok- ið 1. apríl og að heit laug við Langa- sand verði tilbúin til notkunar í júlí á næsta ári. Sundlaugin að Jaðarsbökkum verður áfram í fullri notkun nánast allan verktímann og munu bæjaryf- irvöld auglýsa sérstaklega þegar loka þarf öllu svæðinu vegna endanlegs frágangs. Að sögn stjórnenda bæjar- ins verður markvisst unnið að því að almenn starfsemi sundlaugarinnar raskist sem minnst. Því er ætlunin að prófa, á meðan á verkinu stendur, að hita rennibrautarlaugina upp í u.þ.b. 38°C og nota sem heitan pott til að koma til móts við sundlaugargesti á framkvæmdatímanum. kgk Fulltrúar Akraneskaupstaðar og verktakanna við undirritun samninganna. Við borðið sitja f.v. Þráinn E. Gíslason f.h. GS Imports, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Ingólfur Hafsteinsson frá Pípó Pípulagningaþjónustu. Fyrir aftan þau standa Sigurður Páll Harðarson, Jón B. Ólafsson Stefán Þór Steindórsson, Valgerður Janusdóttir, Hörður Kári Jóhannesson og Sindri Birgisson. Hefja framkvæmdir við heita potta og laug

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.