Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2016 19 Hunda- og kattaeigendur athugið Hunda- og kattahreinsun fer fram á eftirfarandi dögum í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6: Kattahreinsun verður frá kl. 17:00-21:00, mánudaginn 17. október. Hundahreinsun verður frá kl. 17:00-21:00, miðvikudaginn 19. október. Nánari upplýsingar veita dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Skapti tók undir það og sagði þol- mörk ekki síður félagsleg en nátt- úruleg. Hrafnhildur benti á að hafa þyrfti ferðaþjónustu í auknum mæli í huga við gerð aðalskipu- lags. Þannig mætti stýra umferð og koma í veg fyrir að umferð ferða- manna færi út fyrir þolmörk. Auk þess taldi hún að líta bæri á upplýs- ingamiðstöðvar sem hluta af inn- viðum. Tóku fundarmenn undir þessa ábendingu hennar og voru sammála um að stíga þyrfti varlega til jarðar þegar kemur að félags- legum og náttúrulegum þolmörk- um. Byggja þyrfti upp fjölsóttustu ferðamannastaðin sem fyrst. Hvatt til langtímahugsunar Skapti fékk nokkrar spurningar þess efnis hvort ekki væri eðlilegt að hækka virðisaukaskatt á ferða- þjónustuna, vegna þess að atvinnu- greinin væri orðin fullburða. Hann svaraði á þá leið að ferðaþjónust- an færi nánast öll inn í virðisauka- skattskerfið. Hins vegar sagði hann atvinnugreinina enn unga að árum, ekki langt væri síðan hún hafi ver- ið aukabúgrein yfir hásumarið, ekki síst á landsbyggðinni. Ferða- þjónustan nyti ekki þeirra inn- viða sem til dæmis sjávarútvegur- inn nýtur í formi hafnamannvirkja. Honum var bent á að sjávarútveg- urinn borgaði sérstakt auðlinda- gjald en Skapti vísaði þá til þeirr- ar staðreyndar að sjávarútvegurinn hefði sannarlega ekki alltaf greitt slíkt gjald. „Við erum hins vegar til viðræðna um að borga einhvers konar auðlindagjald þegar byggðir hafa verið upp innviðir. Ég vil ekki vera að hjóla í aðrar atvinnugrein- ar en við erum bara á allt öðrum stað en aðrar greinar hvað innviði varðar. Við skulum tala um auð- lindagjald eftir tíu til fimmtán ár,“ sagði hann. Í lokaorðum pallborðsumræð- unnar notaði Guðjón tækifærið og hrósaði fólki fyrir þátttökuna og þeirra störf varðandi ferða- þjónustu. „Sveitarstjórnarmenn sem hafa komið að málefnum ferðaþjónustu hér á svæðinu eru að mörgu leyti að vinna flottustu vinnu á landinu,“ sagði hann. Taldi hann áskoranir í ferðaþjónustu ákveðið lúxusvandamál því í þeim feldust gríðarleg tækifæri. Hvatti hann að lokum til langtímahugs- unar og taldi innviðaáætlun sem byrjað væri að vinna gott skref í því. Hann vísaði til Vegagerðar- innar, sem nefnd hafði verið fyrr í umræðum um uppbyggingu ferðamannastaða. Sagði hann vel þess virði að athuga að líta til 30 ára verkefnis sem unnið er eftir í Noregi þar sem Vegagerðin gegn- ir lykilhlutverki við uppbyggingu áningarstaða. kgk Ferðamenn á gangi við Hraunfossa í Borgarfirði. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.