Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2016 23 Frambjóðendur til forseta svara spurningum Skessuhorns Oddviti Dögunar kallar eftir sanngjarnara samfélagi G. Valdimar Valdemarsson skip- ar oddvitasæti Bjartrar framtíð- ar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. „Ég er fædd- ur og uppalinn á Skagaströnd og er kvæntur Sigurlínu H. Stein- arsdóttur frá Borgarnesi. Saman eigum við eina dóttur en Sigur- lína átti tvær fyrir. Nú erum við orðin afi og amma og að rifna úr stolti,“ segir G. Valdimar í samtali við Skessuhorn. Hann starfar við hugbúnaðargerð og hefur starf- rækt eigið fyrirtæki frá árinu 1991. G. Valdimar fékk snemma áhuga á stjórnmálum. Hann gekk í Fram- sóknarflokkinn þegar hann útskrif- aðist úr Samvinnuskólanum á Bif- röst 1982 og var þar virkur félagi í 29 ár. „Ég og Framsóknarflokkur- inn þroskuðumst síðan í sitthvora áttina og 2011 var svo komið að ég ákvað að standa frekar með sjálf- um mér og mínum skoðunum en að halda áfram í flokknum. Ég tók þátt í að undirbúa stofnun Bjartr- ar framtíðar og tók sæti í fram- kvæmdastjórn flokksins sem ritari og hef setið þar frá stofnun flokks- ins,“ útskýrir hann. Hjartað slær í kjördæminu G. Valdimar er búsettur á höf- uðborgarsvæðinu en hjónin eru með smá búskap ásamt öðrum í fjölskyldu Sigurlínu í Straum- firði á Mýrum. „Þar erum við með nokkrar kindur, hesta og æðarvarp. Þar eyði ég mest öllum mínum frí- stundum þegar ég er ekki að vasast í pólitík, en það er líka tímafrekt áhugamál. Ég hef stundum grín- ast með það að ég sef 2-3 nætur í hverri viku í kjördæminu þó ég sé búsettur á höfuðborgarsvæðinu.“ Hann segir hjarta sitt ávallt hafa slegið í NV-kjördæmi, þar sem hann hefur varið stærstum hluta ævinnar. „Hagsmunir kjördæm- isins og landsbyggðarinnar allrar brenna almennt á mér og eru mér hjartfólgin. Mér finnst skorta rödd sem vill líta meira almennt á stöðu landsbyggðarinnar og taka hags- muni landsbyggðarinnar inn í alla ákvarðanatöku stjórnvalda á annan og meiri hátt heldur en hefur ver- ið gert. Ég tel mikilvægt að draga úr aðstöðumun fólks og tel að jafn aðgangur að grunnþjónustu eins og heilsugæslu og menntun, ásamt uppbyggingu innviða eins og sam- gangna, dreifingu rafmagns og fjarskipta, sé forsenda fyrir blóm- legri byggð.“ Vilja einfaldara skattkerfi Að sögn G. Valdimars leggur Björt framtíð áherslu á bætt vinnu- brögð við stefnumótun og ákvarð- anatöku í samfélaginu, þar sem áhersla er lögð á langtímahugsun. „Við tileinkum okkur hugmynda- fræði þjónandi forystu þar sem við teljum að stjórnmálin eigi að snúast um að þjóna samfélaginu og fólkinu í landinu,“ segir hann. Aðspurður um helstu áherslumál flokksins fyrir komandi kosning- ar segir hann að flokkurinn vilji til að mynda einfaldara skattkerfi, þar sem allir sitji við sama borð og greiði sambærilega skatta og beri sömu skyldur í samfélaginu. „Skattaumhverfið stendur litlum fyrirtækjum fyrir þrifum og að þau vaxi og dafni. Við teljum að sérstakar skattaívilnanir skekki samkeppnisstöðu fyrirtækja og hækki skatta á þau fyrirtæki sem ekki njóta þeirra. Þessu viljum við breyta, fækka undanþágum og ívilnunum og lækka frekar skatta á öll fyrirtæki. Lægri skattar á fyrir- tæki gera þau betur í stakk búin að greiða hærri laun. Við teljum líka að það séu tækifæri til að endur- skoða skatta á einstaklinga, fækka undanþágum og einfalda kerfið og í framhaldinu lækka skatta al- mennt. Við fögnum tillögum sam- ráðsvettangs um aukna hagsæld í skattamálum og teljum þær mik- ið framfaraspor.“ Þá segir hann flokkinn vilja leggja aukna áherslu á menntamál enda sé fjárfesting í menntun grundvöllur að sókn í at- vinnulífinu. Hann segir framlög til menntamála á Íslandi fyrir neð- an meðaltal OECD ríkja og langt að baki þeim þjóðum sem Ísland ber sig helst við. „Þessu viljum við breyta og tryggja að íslenskt skólakerfi sé samkeppnishæft og að ungt fólk sjái sína framtíð í að mennta sig og búa á Íslandi. Við viljum auka rannsóknir, styrkja og byggja upp rannsóknasetur há- skólanna um allt land og teljum að það sé góð leið til að auka at- vinnuframboð og skapa fjölbreytt- ari störf og laða fram styrkleika einstakra landshluta.“ Góður búvöru- samningur mikilvægur G. Valdimar nefnir fleiri stefnu- mál Bjartrar framtíðar. Hann segir flokkinn vilja leysa húsnæðisvanda ungs fólks með því að lækka fjár- magnskostnað á Íslandi. „Banka- kerfið er að stærstum hluta í eigu ríkisins og nú er einstakt tækifæri til að endurskipuleggja bankana, draga úr áhættusókn þeirra, lækka kostnað, minnka efnahaginn og auka samkeppni. Þessu viljum við beita okkur fyrir áður en rætt er um sölu bankanna eða aðrar breytingar á eignarhaldi þeirra.“ Þá vill flokkurinn uppboð afla- heimilda. „En við teljum það vera langtímaverkefni sem ekki mun koma að fullu til framkvæmda á einu kjörtímabili. Afkoma sjáv- arútvegsins á hverjum tíma mun þannig hafa mest að segja um hvað greitt er fyrir aðgang að auð- lindinni. Við erum ekki spámenn og teljum óábyrgt að eyða fyrir- fram í loforð einhverjum arði sem enginn veit hver verður,“ útskýr- ir hann. Þá vill Björt framtíð að opinberum fjármunum sé varið betur og telur mikilvægt að gera góðan búvörusamning við bænd- ur þar sem lögð er aukin áhersla á byggðasjónarmið, fjölbreytni og tækifæri bænda til frekari nýsköp- unar og fullvinnslu sinna afurða. „Við teljum að mikilvægt hlut- verk bænda við að uppfylla mark- mið stjórnvalda í loftslagsmálum sé skilgreint og í því felist mikil tækifæri fyrir íslenskan landbún- að. Eins viljum við breikka skatt- stofn kolefnisgjalds og að þeir sem menga greiði þannig fyrir nauð- synlegar mótvægisaðgerðir m.a. við endurheimt votlendis og upp- græðslu.“ Vill sjá byggðamála- ráðherra Byggðamálin eru G. Valdimar hugleikin. Hann segir flokkinn vilja að byggðamál fái meiri at- hygli í stjórnsýslunni og séu tekin með í meira mæli í alla stefnumót- un og ákvarðanatöku. Sjálfur telur hann að byggðamálum sé gert of lágt undir höfði í stjórnsýslunni. „Ég persónulega myndi vilja sjá stjórnvöld koma á fót ráðuneyti byggðamála sem vinnur þvert á málaflokka og tryggi þannig betri ákvarðanatöku og heildstæðari stefnumótun með hagsmuni alls landsins að leiðarljósi. Við höfum í raun aldrei haft alvöru byggða- stefnu á Íslandi. Hér er hún rek- in í gegnum aðra málaflokka, svo sem landbúnað og sjávarútveg eins og atvinnugreinar eigi að leysa byggðamálin. Við horfum aldrei á þau heilsteypt.“ Þá segist hann vilja beita sér í því að auka traust milli landsbyggðarinnar og höfuð- borgarsvæðisins. „Ég held að það það vantraust sem er núna og end- urspeglast til dæmis þegar verið er að ræða sjálfsagða hluti eins og jöfnun atkvæðisréttar, sé ekki til- komið af ástæðulausu.“ Markmið að ná manni inn Líkt og fyrr segir skipar G. Valdi- mar fyrsta sæti lista Bjartrar fram- tíðar í NV-kjördæmi. Kristín Sig- urgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemandi í forystu og stjórnun, er í öðru sæti en Ásthildur Ósk Ragn- arsdóttir, skólaliði og handverks- kona, skipar þriðja sæti listans. Oddvitinn segir flokkinn telja möguleika á að ná inn þingmanni í kjördæminu. Hann segir það mik- ilvægt að í hverjum þingflokki á Alþingi séu fulltrúar allra sjónar- miða og því mikilvægt að lands- byggðarkjördæmi eins og NV- kjördæmi eigi þar fulltrúa. „Það er því höfuðmarkmið okkar í NV- kjördæmi að fá mann kjörinn á þing til þess að vera í sambandi við fólkið í kjördæminu, hlusta, læra og skilja hvaða mál brenna á fólkinu og hvernig við gerum gott samfélag ennþá betra.“ grþ G. Valdimar Valdemarsson skipar fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi. Pennagrein „Hvers vegna fara nú allir á Alþingi að tala um landsbyggðarmál svona rétt fyrir kosningar og telja svo núna upp allt sem þarf að gera,“ spurði glöggur 16 ára bróðursonur minn. Þessi frændi minn fær ekki að kjósa í þessum kosningum en fylgist þó betur með stjórnmálaumræðunni en margir sem hafa náð kosninga- aldri. Hann bætti síðan við: „Hvers vegna er þá ekki búið að gera neitt af þessu á kjörtímabilinu? Eru byggðamál eitthvað sem gleymdist að tala um á Alþingi nema rétt fyr- ir kosningar og svo búið?“ Ég get ekki annað sagt en að ég væri sammála þessum unga frænda mínum. Ég benti honum þó að Vinstri græn hefðu að vísu ekki verið í stjórn á síðasta kjörtímabili – og það dugi lítt að tala í þing- sal þar sem valdið til framkvæmda liggur hjá ráðherrum og ríkisstjórn að miklu leyti. VG hefur frá upphafi beitt sér verið mjög í byggðamálum og átt sterka landsbyggðarþingmenn. Baráttumálin er skýr: Vegirnir, einbreiðu brýrnar, heilbrigðismál- in, menntamálin, náttúrvernd, at- vinnumálin, kjör aldraðra á lands- byggðinni, jöfnun lífskjara óháð búsetu. Þetta eru mín baráttu mál eins og fólk þekkir. Vinsæl og öflugur leiðtogi Formaður flokksins, Katrín Jak- obsdóttir, nýtur virðingar og trausts langt út fyrir raðir flokks- félaga VG. Sterk staða Katrínar kom glögglega í ljós við umræð- ur manna meðal annars fyrir for- setakosningarnar í sumar þar sem fjöldi fólks skoraði á hana í fram- boð. Ég held að það megi fullyrða að hún sé sá stjórnamálaforingi íslenskur sem flestir landsmenn treysta og vilja sjá sem forsætis- ráðherra ef miðað er við skoðana- kannanir. Allt fellur þetta að sama ósi. Vinstrihreyfingin grænt framboð er í kjöraðstöðu til þess að verða leiðandi aðili í næstu ríkisstjórn. Hagsmunir hinna dreifðu byggða er því eitthvað sem við höfum ávallt lagt áherslu en stundum, því miður, fyrir daufum eyrum. Það eru jú verkin sem tala. Forystu- fólk okkar nýtur einnig trausts og þjóðin vill sjá það við stjórnvölinn í landsmálum. Við þurfum félags- hyggjustjórn sem er aðeins mögu- leg með VG sem forystuafl. Baráttusætið í augsýn Við í VG í þessu kjördæmi eig- um góða möguleika á tveimur al- þingismönnum. Ég skipa baráttu- sætið og hef verið félagi í VG frá stofnun, í forystu á vettvangi sveit- arstjórna og landshlutasamtaka, farið víða um og þekki því vel til mála. Kjördæmið þarf á öflugum talsmanni að halda sem þekkir vel aðstæður. Með góðum stuðningi kjósenda er baráttusætið í augsýn. Bjarni Jónsson. Höf. skipar 2. sætið á lista VG í Norðvesturkjördæmi. VG í sókn - baráttu- sætið í augsýn KOSNINGAR2016 „Skattaumhverfið stendur litlum fyrirtækjum fyrir þrifum“ - segir G. Valdimar Valdemarsson oddviti Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.