Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 201618 Haustþing Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi var haldið á Hótel Stykkishólmi miðvikudag- inn 5. október síðastliðinn. Þang- að voru mættir fulltrúar sveitarfé- laga á Vesturlandi til að ræða mál- efni sambandsins og landshlutans. Fundarstjórar voru Sturla Böðvars- son og Lárus Ástmar Hannesson. Á dagskrá voru hefðbundin atriði, tillaga að fjárhagsáætlun auk til- lögur að ályktunum sem fram voru lagðar til umfjöllunar og umsagnar í vinnuhópum. Ferðaþjónusta var sérstakt þema fundarins og pall- borðsumræður um hana. Þá voru tillögur vinnuhóps að Samgön- guáætlun Vesturlands 2017-2029 kynntar fundarmönnum. Um bæði Samgönguáætlun og pallborðsum- ræður um ferðamál er fjallað á öðr- um stað í Skessuhorni vikunnar. En stóra málið á haustþingi var venju samkvæmt að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri gerði grein fyrir þeim lið. Fjárhagsáætlun SSV 2017 gerir ráð fyrir því að reksturinn verði í jafnvægi. Heildartekjur eru áætlaðar rúmar 117 milljónir króna eða tveimur prósentustigum hærri en árið 2016. Heildargjöld vegna rekstrarins eru áætlaðar tæpar 117 milljónir króna sem er fjórum pró- sentum meira en 2016. Samtals er því áætlað að afgangur af rekstri samtakanna muni nema 538 þús- und krónum. Framlög sveitarfélaga hækka um sem nemur tveimur prósentu- stigum og verður samtals tæpar 31,2 milljónir á árinu 2017. Fasta- gjald hvers sveitarfélags verður 530 þúsund og hækkar um tíu þúsund á hvert sveitarfélag en íbúagjaldið verður 1650 krónur og hækkar um 30 krónur á hvern íbúa. Almenningssamgöngur færðar í sér félag Félagið NVB hefur verið stofnað til að reka almenningssamgöngur en ábyrgðin verður eftir sem áður hjá SSV. Framvegis verða almenn- ingssamgöngur því ekki hluti árs- reiknings heldur verður rekstur- inn gerður upp sérstaklega. Fram kom í máli Páls að tekjur vegna almenningssamgangna hafi verið 352 milljónir króna og reksturinn í jafnvægi. Hins vegar séu ákveðn- ir óvissuþættir sem tengist rekstrin- um. Ekki er búið að afgreiða fjár- lög og því óvíst hve hátt framlag Vegagerðarinnar verður. Þá er óvíst hvort farþegatekjur muni skila sér því ekki er búið að fá á hreint hvers vegna samningur Vegagerðarinnar við landshlutasamtök um sérleyfi á ákveðnum leiðum heldur ekki. Erf- itt sé að áætla tekjur því aðrir aki á leiðum þar sem samtökin hafa sér- leyfi. Til marks um það vísaði Páll til þess að farþegum hafi fækkað um fimm þúsund frá síðasta ári. Mögulega atvinnu- ráðgjafi á Akranesi Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, varpaði fram fyrirspurn til Páls vegna stöðu atvinnuráðgjafa og hvort stæði til að dreifa ráðgjöf- unum betur um landshlutann. Páll sagði að slíkt hefði ekki verið ákveð- ið. En samtökin hafi verið að kanna möguleika þess að setja upp að- stöðu fyrir atvinnuráðgjafa á Akra- nesi. Rætt hafi verið við Fjölbrauta- skóla Vesturlands um þróunarsetur á Akranesi, ásamt mögulegri aðstöðu fyrir Símenntunarmiðstöð Vestur- lands, SSV og atvinnuráðgjöf. Ekk- ert væri í hendi eins og er en nið- urstaða myndi liggja fyrir eftir fundi stjórnenda skólans við forsvarsmenn Ríkiseigna í októbermánuði. Þar að auki þyrfti síðan að gera breytingar og lagfæra húsnæðið. 1,1 milljarður í Skógarstrandarveg Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins, voru meðal gesta sem fluttu ávörp á haustþinginu. Fyrst tók Ólöf til máls og vakti máls á því að samskipti ríkis og sveitarfélaga hefðu að hennar viti farið batnandi á undanförnum árum og heyrðist tekið undir það í saln- um. Hún kvaðst þeirrar skoðunar að sveitarfélög ættu að fá að vaxa og dafna út frá sínum eigin forsendum. Þau ættu að fá að sameinast ef íbú- um þeirra sýndist svo og frumkvæð- ið ætti að koma frá sveitarfélögum. Hún sagði að framundan væri lokaspretturinn í vinnu nefndar sem skipuð hefði verið til að gera endan- legar tillögur til að jafna útgjalda- þörf og tekjumöguleika sveitar- félaga. Sú nefnd myndi vinna nýtt reiknilíkan. Í samgöngumálum sagði Ólöf ljóst að stærstu málin á dagskrá væru ekki innan Vesturlands. Þó sagði hún frá því að í nýrri tillögu að sam- gönguáætlun, sem kynnt var undir mánaðamót, að til standi að verja 1,1 milljarði til endurbóta Skógar- strandarvegar. „Ég get í raun aðeins bent á að við erum að sækja í okk- ur veðrið smátt og smátt í viðhaldi vega og jukum verulega í viðhaldsfé þegar við sáum til lands í ríkisfjár- málum,“ sagði Ólöf. Að lokum lagði hún áherslu á mik- ilvægi fjárfestinga, stórhuga fólks og bjartsýnna fyrirtækja. „Ég er bjart- sýn á komandi tíð, efnahagur lands- ins er að rísa,“ sagði Ólöf að lokum. Vill byggðamálin undir forsætisráðuneytið Gunnar Bragi Sveinsson hóf mál sitt á því að hann væri einnig ráð- herra byggðamála, því þau heyrðu undir landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðuneytið. Hann hefði þó talað fyr- ir því að færa þann málaflokk undir forsætisráðuneytið. „Ég tel að svona þverfaglegur málaflokkur eigi heima þar,“ sagði Gunnar Bragi. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að reka ætti öfl- uga, kraftmikla og skapandi byggða- stefnu þar sem landsbyggðin fengi að blómstra. Það væri þjóðhagslega hagkvæmt að halda öllu landinu í byggð og ekki síður mikilvægt höf- uðborginni. „Byggðastefna á ekki að hverfast um ölmusu eða aumingja- gæsku höfuðborgarinnar heldur er hún tækifæri til að auka verðmæta- sköpun um allt land. Öflug lands- byggð hefur höfuðborginni þrótt. Þetta þekkjum við þegar rætt erum þéttbýli versus sveitirnar. Hvorugt getur án hins verið.“ Hann sagði innviði í dreifðum byggðum landsins eiga að vera eins góða og mögulegt er og sem næst því sem gerist í höfuðborginni. Hann sagði ástand efnahagsmála með allra besta móti og aðstæður fyrir kraftmikla sókn á landsbyggð- inni. Sóknarfæri væru í íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu almennt, mikill vöxtur í ferðaþjón- ustunni. Hann lauk máli sínu á að ítreka mikilvægi samgöngumála. Vel áraði og þá skyldi spýta í lófana og fagna skyldi fyrsta skrefinu; auknu fé í við- hald. Sveitarfélög lækki skuldir Næst tók til máls Guðjón Braga- son, sviðsstjóri hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. Hann fjallaði um fjölmörg þeirra verkefna sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Hann sagði heildartekjur sveitar- félaga vegna A hluta hafa hækk- að um 8,3% frá síðasta ári en launakostnað hækkað um 11,6% á sama tíma. Hvatti hann sveitar- félög til að vera raunsæ í áætlana- gerð og nýta tekjuaukningu sína til að lækka skuldir. „Það er góðæri en það eiga eftir að koma mögur ár,“ sagði hann. Guðjón ræddi um að mikil vinna væri framundan við kjarasamninga, ósamið væri við fé- lag kennara og stjórnenda tónlist- arskólanna. Hann benti á að frum- varp ríkisstjórnarinnar um fyrstu fasteign kæmi til með að kosta sveitarfélögin í landinu 7,2 millj- arða á næstu tíu árum. Ferðaþjónustuna ræddi Guðjón sérstaklega. Hann sagði að búið væri að auglýsa eftir umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamanna- staða og hvatti sveitarfélög til að sækja um. Hann sagði það skoð- un SÍS að sveitarfélög fái tekjur af gistináttagjaldi. Hækka ætti gjald- ið og að láta hluta þess renna beint til sveitarfélaga en annað í fram- kvæmdasjóð. Enn fremur lagði hann áherslu á að fá þyrfti á hreint sem fyrst hvort breyta eigi lögum sem heimila bílastæðagjöld við fjölsótta ferðamannastaði. Kostn- aður vegna bílastæða við slíka staði væri fljótur að rjúka upp og bílastæðagjöld væru því aðlaðandi kostur til að flýta uppbyggingu. Nánar ferðamálin í umfjöllun Skessuhorns um pallborðsumræð- ur á haustþinginu. kgk Haustþing SSV fór fram síðasta miðvikudag í Stykkishólmi Ályktanir haustfundar til umræðu í einum af vinnuhópunum. Samgöngumál voru fyrirferðamikil á haustþinginu og flestir sem tóku þátt í umræðum þess vinnuhóps. Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fóru fram pallborðs- umræður undir stjórn Gísla Ein- arssonar fréttamanns um ferða- þjónustu og hlutverk sveitarfélaga í uppbyggingu hennar. Þátttakend- ur í pallborðinu voru Hrafnhild- ur Víglundsdóttir verkefnastjóri Ferðamálastofu Íslands, Skapti Ólafsson upplýsingafulltrúi Sam- taka ferðaþjónustunnar, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri í Landnámssetrinu í Borgarnesi, Guðjón Bragason sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Kristín Björg Árnadóttir formaður stjórnar SSV. Hér á eftir fer frásögn af því helsta sem um var rætt. Slík úttekt er allt- af háð upplifun hvers og eins og getur því aldrei orðið tæmandi. Umræða um tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustunni voru fyrirferða- miklar í pallborðsumræðum. Guð- jón Bragason sagði mikilvægt að sveitarfélög kæmu sér saman um hvaða leið ætti að fara. Ekki væri vænlegt til árangurs í viðræðum við ríkið að eitt sveitarfélag legði til komugjald og annað til gistinátt- agjald. Starfshópur á vegum SÍS hefði einblínt á gistináttagjald sem rynni til þess sveitarfélags þar sem ferðamaðurinn dvelur. Einnig þyrfti að samræma hvernig framkvæma á gjaldtöku ef til stendur að leggja á bílastæðagjöld, eins og mörgum hugnast vel. Sigríður Margrét fékk fyrirspurn um samskipti sín, sem atvinnurek- andi í ferðaþjónustu, við sveitarfé- lög. Hún sagði reynslu sína góða en benti á að henni þætti sveitarfélög hafa verið lengi að átta sig á hve mik- ilvæg atvinnugreinin væri. Margar ákvarðanir hefði þurft að taka mun fyrr og hvatti hún stjórnendur sveit- arfélaga til að taka ákvörðun um til dæmis bílastæðagjöld fyrr en síðar. Mikilvægt að byggja upp innviði Skapti var beðinn um að útlista hvaða mál hann og Samtök ferða- þjónustunnar teldu brýnust í ferða- þjónustunni. Fyrst nefndi hann vegakerfið, taldi að þar þyrfti að hefja stórsókn og því næst salern- ismálin. Hvatti hann ríkið til að ráðast í það verkefni þar sem það er brýnast. Hann sagði samtökin fylgjandi gistináttagjaldi og vildi að hluti þess yrði notaður til að út- rýma ólöglegri og leyfislausri starf- semi um land allt. „Það er óásættan- legt að ólögleg gistirými séu áætluð jafn mörg og þau löglegu.“ Í kjöl- far frekari umræðna um gjaldtöku, m.a. komugjöld af ferðamönn- um, ítrekaði hann þó að hún þyrfti að vera hófleg. Ferðamenn sköp- uðu nú þegar gríðarlegar tekjur. Ef til vill mætti setja á komugjald en hann væri annars ekki fylgj- andi frekari skattlagningu. „Not- um gistináttagjaldið, virðisaukann, bílastæðagjald og jafnvel komu- gjald yfir álagstímann.“ Ragnar Frank Kristjánsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Borgar- byggð, vakti máls á því að sveitar- félög skyldu þrýsta á ríkið um að sinna ferðamannastöðum sem jafn- framt væru friðlönd og heyrðu þar af leiðandi undir Umhverfisstofn- un. Nefndi hann Hraunfossa sem dæmi í því samhengi. Tekjurnar af ferðamannastraumnum rynnu fyrst og fremst til ríkisins og það skyldi því sinna þessum málum. Væri vilji ríkis að sveitarfélögin sinntu málunum skyldi það þá láta tekjurnar renna þangað. Kristín Björg tók boltann á lofti og kvaðst sammála því að henni þætti ríkið eiga að taka þátt. Hins vegar vildi hún sem íbúi gjarnan hafa eitthvað um það að segja hvar ferðamanna- staðir byggjast upp og hvar ekki. Ferðamál voru til umræðu í pallborði á Haustþingi SSV Þátttakendur í pallborðsumræðum um ferðamál. F.v. Skapti Ólafsson upplýsinga- fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, Hrafnhildur Víglundsdóttir verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu Íslands, Kristín Björg Árnadóttir formaður SSV, Sigríður Mar- grét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Landnámsseturs í Borgarnesi og Guðjón Bragason sviðsstjóri hjá SÍS.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.