Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 20166 Borgarafundur í NV-kjördæmi VESTURLAND: Miðviku- daginn 12. október klukkan 19:30 stendur RÚV fyrir opn- um borgarafundi með fulltrú- um framboða í Norðvesturkjör- dæmi. Fundurinn verður hald- inn í Menntaskóla Borgarfjarð- ar í Borgarnesi og lýkur kl. 22. Bein útsending verður af fund- inum á Rás 2. „Fulltrúar átta framboða hafa staðfest mætingu. Það eru fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarflokksins, Pírata, VG, Samfylkingar, Bjart- ar framtíðar, Viðreisnar og Dög- unar. Enn gætu bæst við þátttak- endur á fundinum því Íslenska þjóðfylkingin og Flokkur fólks- ins stefna að framboði,“ seg- ir í tilkynningu frá RÚV. Fund- urinn verður opinn gestum og gangandi sem gefst tækifæri til að spyrja oddvitana spjörunum úr. Einnig verður hægt að senda fyrirspurnir á netfangið kosn- ingar@ruv.is. -mm Úrhellisrigningu spáð SUÐUR- OG VESTUR: Veð- urstofa Íslands varar við óvenju mikilli úrkomu á öllu sunnan- og vestanverðu landinu fram á fimmtudag. Gert er ráð fyr- ir meira en 500 millimetra af- rennsli af Eyjafjallajökli og al- mannavarnir eru í viðbragðs- stöðu. Í fréttum RÚV var í gær haft eftir Elínu Björk Jónasdótt- ur veðurfræðingi að ekki hefði sést svo mikil rigningarspá lengi og úrkoma sem stæði yfir svona lengi, eða fram eftir fimmtu- deginum. „Þetta getur verið al- veg frá því að vera 70 - 80 milli- metrar á láglendi upp í 200 - 300 millimetrar til fjalla þar sem úr- koman er mest. Síðan bætist við að það er mjög hlýtt loft þann- ig að það er mikil bráðnun af jöklum og gera spárnar ráð fyr- ir meira en 500 mm afrennsli af Eyjafjallajökli þegar rigningin er búin á fimmtudaginn,“ sagði Elín Björk Jónsdóttir í samtali við fréttastofu RÚV. -mm Opinn fundur um ferðaþjónustu í kjördæminu BORGARNES: Staða og framtíð ferðaþjónustunnar verður til umræðu á opnum fundi sem Samtök ferðaþjón- ustunnar halda með oddvitum flokkanna í Norðvesturkjör- dæmi fimmtudaginn 13. októ- ber næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi og hefst kl. 20. Kastljósinu verður beint að viðfangsefnum ferða- þjónustunnar, sem á skömm- um tíma er orðin umsvifamesta atvinnugrein þjóðarinnar. Rætt verður við fulltrúa flokkanna í kjördæminu um leiðir til að mæta örum vexti atvinnugrein- arinnar í sátt við náttúruna og íbúana. Þeir oddvitar flokk- anna sem taka þátt í fundin- um eru Eva Pandóra Baldurs- dóttir Pírötum, Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarflokki, Gylfi Ólafsson Viðreisn, Har- aldur Benediktsson Sjálfstæðis- flokki, Inga Björk Bjarnadótt- ir Samfylkingu, Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri græn- um og Valdimar Valdemarsson Bjartri framtíð. „Allir eru vel- komnir á fundinn og það verð- ur heitt á könnunni,“ segir í til- kynningu. -mm Áfram í Útsvari AKRANES: Akraneskaup- staður keppti í spurningaþætt- inum Útsvari á RÚV á föstu- daginn. Mótherji liðsins var Árborg. Keppendur frá Akra- nesi voru þau Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, Örn Arnarson og Gerður Jóhanna Jóhanns- dóttir. Eftir fremur erfiða byrj- un náði Skagafólk sér á strik undir lokin og sigraði með 80 stigum gegn 72. Keppnin var æsispennandi eins og sjá má á stigatöflunni, en Árborg er stigahæsta tapliðið til þessa. Frá Vesturlandi eiga tvö sveit- arfélög eftir að keppa í fyrstu umferð. Borgarbyggð mæt- ir Grindavík 4. nóvember og Snæfellsbær mætir Þingeyjar- sveit 2. desember. -mm 24 sækjast eftir stöðu fjármálastjóra AKRANES: Frestur til að sækja um starf fjármálastjóra Akraneskaupstaðar rann út föstudaginn 30. september. Bárust hvorki fleiri né færri en 24 umsóknir, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Þetta kemur fram á heimasíðu Akra- neskaupstaðar. Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með áætl- anagerð og uppgjöri sveitar- félagsins og samhæfingu verk- efna á sviði fjármála. Fjármála- stjóri heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og er fjármálastjóri staðgeng- ill hans. Það er ráðningafyrir- tækið Capacent sem sér um úr- vinnslu umsókna fyrir Akra- neskaupstað. -kgk Ólafur Davíðsson á Hvítárvöllum í Borgarfirði hefur um áratuga skeið flutt sláturfé á haustin. Fyrst fyrir Sláturhús KB í Borgarnesi en eft- ir að það var úrelt hefur hann ekið norður fyrir heiðar. Undanfarin ár hefur Óli ekið með fé úr Borgar- firði sem slátrað er í Sláturhúsi KS á Sauðárkróki. Hann gerir í haust út tvo bíla en hinum ekur Þorvald- ur Jónsson á Skeljabrekku í forföll- um fyrir son sinn Jón Þór sem verið hefur í veikindafríi að undanförnu. „Þetta gengur þannig fyrir sig að fimm daga vikunnar fer ég eina ferð á dag norður. Smala þá á bílinn á bæjum hér í Borgarfirði og fer með um 400 lömb í hverri ferð,“ segir Óli þar sem blaðamaður hittir hann við olíudæluna í Baulunni í Stafholt- stungum. Þar var hann að tanka á bílinn og nesta sig sjálfan fyrir norð- urferð. Óli ekur Scania vörubíl með tengivagni og eru lömbin á þrem- ur hæðum á sérbyggðum flutn- ingavagni á bíl og tengivagninum. „Við byrjum svona viku af septem- ber og keyrum fimm daga vikunnar, frá sunnudögum og fram á fimmtu- daga. Þetta hefur gengið prýðilega í haust. Maður hittir marga og þetta er skemmtilegt. Ég er ekki nema hálfan þriðja tíma norður og því er þetta bara býsna þægilegur vinnu- dagur,“ segir Óli á Hvítárvöllum. mm Ekur með fjögurhundruð lömb á dag á Sauðárkrók Ólafur Davíðsson á Hvítárvöllum við bílinn og áfastan fjárflutningavagn. Þennan dag var rok á veginum við Hafnarfjall og því var Óli nýkominn af malarvegunum yfir Dragháls og Hestháls með fé úr sunnanverðum Borgarfirði á leið til slátrunar á Sauðárkróki. Hinum bílnum hans Óla á Hvítárvöllum hefur Þorvaldur á Skeljabrekku ekið í haust. Hér er verið að flytja fé úr Fljótstungurétt. Á miðvikudag í síðustu viku gerði nokkuð stífa sunnanátt um vest- anvert landið. Þegar verst lét um morguninn náði vindhraði í hvið- um 46 metrum á sekúndu við Hafnarfjallið. Tóm snjósleðakerra fauk þá aftan úr bíl og endaði för eina 200 metra norðan við veg- inn. Þá fauk einn hinna léttbyggðu Suzuki Jimmy bíla, sem einkum eru notaðir af erlendum viðkipta- vinum bílaleiga. Hafnaði bíllinn á hitaveitustokknum sunnan við veginn. Vafalaust hefur ökumaður lent í einum af hinum þekktu hnút- um sem einkenna þennan stað, þar sem vindur getur þeytt léttbyggð- um ökutækjum í báðar áttir. Að sögn lögreglu slasaðist enginn í þessum óhöppum. mm Bílaleigubíll og kerra fuku við Hafnarfjall

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.