Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 201614 Nú er unnið að stofnun nýs fyrir- tækis sem verður til húsa á Bifröst í Borgarfirði. Nefnist það Hótel- þvottur ehf. Eins og nafnið gefur til kynna er um rekstur þvottahúss fyrir hótel að ræða. Að fyrirtækinu stendur Inger Helgadóttir í Borg- arnesi ásamt hjónunum Ásdísi Sig- urðardóttur og Guðjóni Guðvarð- arsyni. Hótelþvottur verður í hluta húsnæðis sem Samkaup rak áður verslun í og er miðsvæðis í háskóla- þorpinu á Bifröst. Að sögn Ingerar Helgadótt- ur hefur Hótelþvottur fest kaup á nýjum þvottavélum sem koma til landsins í þessari viku. Strax í næstu viku er svo ráðgert að hefja starf- semina. Nú þegar er búið að gera samninga við nokkur hótel á Vest- urlandi um þvotta á líni og hand- klæðum. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að Hótelþvottur á línið sem hótelin leigir af fyrirtæk- inu og þvotti ekið daglega á milli, eða eftir þörfum. mm Hótelþvottur brátt opnaður á Bifröst Á fundi byggðarráðs Borg- arbyggðar síðastliðinn fimmtudag fór Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir ýmsa þætt varðandi undirbúning að fjárhagsáætlun fyrir 2017 og þriggja ára áætlun. Meðal annars greindi hann frá nið- urstöðum úr verkefni sumar- starfsmanns sem tók saman upplýsingar um gistiheim- ili og gististaði innan sveit- arfélagsins sem ekki höfðu verið skráð sem slík. „Eftir að brugðist hafði verið við þeim athugasemdum sem gerðar voru við útsend gögn þá voru það 60 einingar í skráningarskyldri starfsemi sem ekki höfðu verið skráðar sem slíkar. Áætlaður tekju- auki Borgarbyggðar af þess- um gististöðum á ársgrund- velli er 7,5 milljónir króna,“ segir í fundargerð. mm Við skoðun komu sextíu óskráðar gistieiningar í ljós Slökkvilið eru starfrækt vítt og breitt um landið og mynda ásamt lögreglu, sjúkraliði og björgun- arsveitum mikilvægt viðbragðs- teymi þegar slys og óhöpp verða. Slökkvilið landsins eru misjafnlega burðug, eins og gengur, en flest- öll mönnuð áhugasömu fólki sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins. Slökkvilið í dreifð- ari byggðum landsins eru virkari og starf þess meira en marga órar fyrir. Í Dalabyggð er starfrækt öfl- ugt slökkvilið. Það er prýðilega tækjum búið og mannskapurinn æfir fyrstu helgi hvers mánaðar. Skessuhorn var á ferðinni í Búð- ardal fyrir skemmstu og ræddi við Jóhannes Hauk Hauksson slökkvi- stjóra. „Samkvæmt lögum þá á slökkvilið að æfa 20 tíma á ári að lágmarki og reykkafarar að æfa 20 tíma til viðbótar við reykköfun ein- göngu. Æfing er yfirleitt um fjórar klukkustundir og það þýðir að hver slökkviliðsmaður þarf að sækja tíu æfingar á ári. Ekki komast alltaf allir og því eru tólf æfingar á ári eiginlega lágmark, þó það sé ekki mögulegt alls staðar á landsbyggð- inni því miður,“ segir Jóhannes. Sú var ekki raunin hjá Slökkviliði Dalabyggðar þegar Jóhannes tók við stöðu slökkvistjóra fyrir rúm- um tveimur áratugum síðan. „Þeg- ar ég varð slökkviliðsstjóri 1995 var langt á milli æfinga, lítill búnaður til og sá sem þó var til var gamall og úreltur. Þegar staðan er þann- ig er mannskapurinn eðli málsins samkvæmt að ekki jafn vel í stakk búinn að bregðast við. Menn verða bara ryðgaðir ef það líður of langt á milli æfinga,“ segir hann. „Því var ákveðið að reyna að færa starfið til betri vegar og árið 2000 fengum við fyrsta bílinn okkar og ári seinna fyrsta tankbílinn,“ bætir hann við. Slökkviliðið er vel tækjum búið „Árið 2007 varð síðan stærsta fram- förin í tækjakosti þegar við keypt- um nýjan One Seven slökkviliðs- bíl, en árin á milli höfðum við lagt okkur fram um að fjárfesta í öðr- um búnaði, nýjum búningum og öðru slíku,“ segir Jóhannes, en til- koma bílsins var algjör bylting í tækjakosti slökkviliðs Dalabyggðar því hann leysti af hólmi fjörtíu ára gamlan Bedford slökkviliðsbíl. Er hann mun hraðskreiðari og marg- falt afkastameiri en gamli bíllinn. „Froðu er blandað saman við vatn- ið sem sjöfaldar slökkvigetu þess. Bíllinn er hraðskreiður og útbúinn litlum vatnstanki sem gerir okkur kleift að hefja slökkvistarf um leið og komið er á staðinn og halda því uppi í 30 til 45 mínútur á meðan beðið er eftir tankbílnum,“ segir hann. Þar að auki er bíllinn útbú- inn öflugum bílaklippum. „Við fórum þá leið þegar ákveðið var að kaupa klippur að kaupa öflugustu gerðina, ætlaða til að klippa vöru- bíla og lestir. Umferð flutninga- bíla er það mikil hér í gegn að við töldum það ráðlegt,“ segir slökkvi- stjórinn. Hann bætir því við að slökkviliðsmenn hafi verið heppn- ir bæði þegar nýi slökkviliðsbíllinn og klippurnar voru keyptar. „Bíl- inn keyptum við nýjan frá Amer- íku árið 2007, þegar gengi dollar- ans var mjög hagstætt. Hann kost- aði okkur um 15 milljónir þá, en tveimur árum síðar hefði hann kostað tvöfalt meira. Eins vorum við heppnir með klippurnar, þær kostuðu rúmar tvær milljónir en myndu í dag kosta nær sex,“ seg- ir Jóhannes ánægður en bætir því við að slökkviliðið hafi þurft að safna fyrir klippunum. Söfnunin hafi gengið vonum framar og það sé rausnarlegum framlögum Dala- manna að þakka að þær hafi verið keyptar. Óvenju mörg bílslys á árinu Jóhannes kveðst ánægður að vel sé æft og búnaður sé orðinn góð- ur. Það hafi sýnt sig á síðustu árum og þannig þurfi hlutirnir að vera. „Bara á síðasta ári var slökkviliðið kallað að bæði stórbruna og gríð- arlega vandasömu bílslysi,“ segir hann. Bruninn sem um ræðir var þegar brann á Ljósalandi í Saurbæ. Segir Jóhannes að þar hafi sýnt sig gott samstarf slökkviliðs Dala- byggðar og slökkviliðanna í Reyk- hólahreppi og á Ströndum. „Við kölluðum strax eftir aðstoð og okk- ar vinna gekk mjög vel fyrir sig. Slökkviliðsmenn úr Reykhólasveit og af Ströndum komu með tank- bíla. Alltaf var nægt vatn og við gátum unnið stanslaust í tæpar sjö klukkustundir, dælurnar stoppuðu aldrei,“ segir Jóhannes. Bílslysið vandasama varð síðasta vetur þeg- ar flutningabíll fór út af þjóðvegin- um og valt. „Það var kalt og hvasst, ökumaðurinn var illa fastur; annars vegar voru fætur hans fastir und- ir mælaborðinu og hins vegar var hann fastur á öxl. Að ná mannin- um út var eins erfitt og hægt er að hugsa sér,“ segir Jóhannes. Frásögn af bílslysinu vandasama leiðir um- ræðuna að fjölda slysa og ástands vega í sveitarfélaginu. Jóhannes segir að óvenju oft á undangengnu sumri hafi slökkviliðsmenn ver- ið kallaðir til vegna bílslysa á Lax- árdal og á Skógarströnd. Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni voru 14 umferðaróhöpp skráð á Skógarstrandarvegi frá áramótum til 15. september. Alls var 21 flutt- ur til læknis á sjúkrabílum. Síðan þá hafa orðið fleiri óhöpp og slys, bæði á Skógarströnd og Laxárdals- heiði. Til að mynda var slökkvilið- ið kallað til einu sinni á hvorn stað í fyrstu viku októbermánaðar. Jó- hannes kveðst hafa miklar áhyggjur af ástandi þessara vega. „Slökkvi- liðið er aðeins kallað til þegar þarf að beita klippum til að ná fólki úr bílum. Það er því ekki nema lítið brot slysa og óhappa sem kemur inn á borð til okkar.“ Viðbragðstíminn mjög góður Rekstur slökkviliða landsins er á vegum sveitarfélaganna. Jóhannes áætlar gróflega að rekstur Slökkvi- liðsins í Dalabyggð kosti um 14 til 15 milljónir króna á ári því þar er að mörgu að huga. Slökkviliðs- menn fá að sjálfsögðu greitt fyr- ir útköll og æfingar og tækjakosti, búnaði og húsnæði þarf að við- halda. „Hér áður fyrr fannst manni stjórnendur sveitarfélaga víða um land líta á rekstur slökkviliðs sem útgjaldalið og ekkert annað. Fyr- ir vikið var eldvörnum víða ábóta- vant. En mér finnst þetta vera að breytast, sem betur fer. Stjórnend- ur sveitarfélaga eru í auknum mæli farnir að sjá hag í því að hafa öfl- uga viðbragðsaðila starfandi í sín- um sveitarfélögum, ekki bara hvað það kostar á ársgrundvelli,“ segir hann. Slys eða bruni getur orðið á öll- um tímum sólahrings og slökkvi- liðsmenn geta þurft að hlaupa úr vinnu. Greiðsla slökkviliðsmanna fyrir útköll og æfingar er fyrst og fremst ætlað að mæta tekjutapi auk þess að vera smávægileg áhættu- þóknun. „Það verður að umbuna mönnum fyrir að vera tilbúnir að stökkva til hvenær sem sólar- hringsins og ef til vill leggja sjálfa sig í hættu. En þetta eru ekki stórir peningar, langt því frá. Menn eru fyrst og fremst í þessu af áhuga og skyldurækni, því mönnum finnst auðvitað að það þurfi að vera gott slökkvilið á svæðinu,“ segir Jó- hannes og bætir því við að liðið sé vel mannað og slökkviliðsmenn áhugasamir. „Hér er auk þess allt- af einn maður á vakt um helgar, slökkvistjóri eða aðstoðarslökk- vistjóri. Það verður að vera til að hægt sé að bregðast við með stutt- um fyrirvara. Viðbragðstíminn er orðinn mjög góður og menn kunna orðið vel til verka og geta brugð- ist við hvers kyns óhöppum hratt og örugglega,“ segir Jóhannes að lokum. kgk/ Ljósm. sm. Slökkviliðið vel mannað og slökkviliðsmenn áhugasamir Jóhannes Haukur Hauksson, slökkvi- liðsstjóri Slökkviliðs Dalabyggðar. Ljósm. kgk Slökkviliðsmenn úr Dölum beita klippum á samæfingu slökkviliðs og sjúkrateymis. Hlúð að sjúklingi á samæfingu slökkviliðs og sjúkrateymis. Slökkviliðsmenn berjast við húsbruna á æfingu á Lamba- stöðum í Laxárdal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.