Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2016 25 Frambjóðendur til forseta svara spurningum Skessuhorns Guðjón S. Brjánsson skipar odd- vitasætið á lista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi, sem að venju býð- ur fram undir listabókstafnum S. Guðjón er fæddur á Akureyri 1955 og er kvæntur Dýrfinnu Torfadótt- ur gullsmið og eiga þau tvo syni og fimm barnabörn. Hann lærði félags- ráðgjöf í Noregi og stundaði stjórn- unarnám í Bandaríkjunum í eitt ár. Samhliða starfi nam hann við Nor- ræna heilsuháskólann í Gautaborg og lauk þaðan meistaragráðu í lýð- heilsufræðum í lok árs 2014. Guð- jón er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og hefur verið undan- farin fimmtán ár. Hann hefur starf- að í félags- og heilbrigðisþjónustu frá árinu 1979, sem forstöðumaður í öldrunarþjónustu, félagsmálastjóri á Ísafirði og sem forstjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar í Ísafjarðarbæ. Hann var meðal annars forstöðumaður Dalbæjar á Dalvík og kom því dval- arheimili á laggirnar og sömu sögu er að segja um Múlabæ í Reykjavík. Hann segist hafa verið heppinn að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri upp- byggingu. Til fjölda ára hefur hann verið virkur þátttakandi í félagsstarfi sem tengist heilbrigðis- og velferð- armálum og hefur til dæmis verið í stjórn Alzheimersamtakanna, þar sem hann er varaformaður nú. Þá situr hann í stjórn Félags forstöðu- manna ríkisstofnanna, Símenntun- armiðstöðvar Vesturlands og Nor- ræna félagsins á Akranesi svo eitt- hvað sé nefnt. „Mér hefur liðið mjög vel á öllum mínum vinnustöð- um. Ég hef verið lukkunnar pamfíll í mínum störfum. Alls staðar hef ég starfað með afburða fólki og vinnu- andi verið góður. Mér hefur tekist að virkja fólk til góðra verka og það er mikil lífsfylling,“ segir Guðjón. Aðspurður um hvers vegna hann sneri sér að pólitíkinni segist Guð- jón hafa lifað og hrærst í samskipt- um við stjórnsýsluna í þeim störfum sem hann hefur gegnt. „Og ég hef haft mína skoðun á því. Stundum hef ég verið býsna sáttur við verklag og vinnubrögð og stundum ekki. Ég tel að við þurfum að gera verulegar breytingar í öldrunarþjónustunni og að heilbrigðismálin þurfi sömu- leiðis að ganga í gegnum endur- skoðun og endurnýjun. Það er ekki nóg að setja meiri peninga í þessa málaflokka, það þarf að endurskoða hvernig þessum fjármunum er varið með skikkanlegum og árangursrík- um hætti. Þetta er nú meginástæðan fyrir því hvers vegna ég fór að gíra mig upp á þessum vettvangi,“ segir Guðjón. Hann segist einnig hafa al- mennan brennandi áhuga á stjórn- málum og samfélagsmálum yfir- leitt. „Það eru ekki bara heilbrigð- is- og öldrunarmálin sem ég hef áhuga á heldur öll samfélagsmálin. Ég var á lista Alþýðuflokksins 1995 í Vestfjarðakjördæmi en vegna starfa minna fyrir vestan, þá reyndist það ekki samrýmanlegt að blanda sér of mikið í pólitík. Þannig að ég hef haft þetta meira sem stofuáhugamál til þessa.“ Vilja draga úr gjaldtöku í heilbrigðismálum Guðjón segir stefnumál Samfylk- ingarinnar vera margvísleg en höf- uðáhersla sé lögð á nokkra stóra málaflokka; heilbrigðisþjónustuna, málefni eldri borgara og húsnæð- ismál. Hann segir HVE vera virk- an þátttakanda í heilbrigðisþjón- ustu bæði í kjördæminu og á lands- vísu og að stofnunin sé bæði skil- virk, afkastamikil og hagkvæm í rekstri. „Við höfum verið að taka þátt í liðskiptaaðgerðum, þar sem eru hvað lengstir biðlistar og vilj- um enn auka það. 1300 manns bíða eftir aðgerðum á þessu sviði og við jafnaðarmenn ætlum að vinna á þessum biðlistum. Það þarf sér- stakt átak til þess og við höfum út- færðar leiðir í því. Það eru fleiri sem bíða eftir aðgerðum, til dæm- is bíða fimm hundruð konur eftir aðgerðum í landinu. Sumar þessara kvenna hafa beðið í eitt til tvö ár með þeim óþægindum og sársauka sem fylgir. Þarna viljum við gera bragarbætur á,“ útskýrir Guðjón. Hann segir Samfylkinguna einnig hafa lagt áherslu á að draga þurfi úr gjaldtöku í heilbrigðisþjónustu. „Það er mikið ósamræmi í hvenær fólk borgar, hvað það borgar og fyrir hvað. Eitt meginatriði í því er að það er stöðugt að aukast að fólk fari í svokallaðar dagaðgerðir, þar sem það kemur inn að morgni og fer heim samdægurs. Þetta er orð- inn stór þáttur í heilbrigðisþjónust- unni, að fólk leggst ekki inn eins og áður var heldur er þetta gert með nýju verklagi og tækni. Eins og staðan er núna, þá þarf fólk að greiða fyrir þessa þjónustu og það er atriði sem þarf að skoða vel.“ Eldri borgarar hafa setið eftir Varðandi öldrunarmálin segir Guð- jón að kallað sé eftir aukningu á hjúkrunarheimilisrýmum sem hann segir nauðsynlegt að koma til móts við. „En við verðum líka að gæta að því að það eru fleiri þættir í þjón- ustu fyrir aldraða sem við þurfum að huga að. Við sem erum að vaxa úr grasi og eldast viljum kannski ekki þær lausnir sem boðist hafa öldruðum fram til þessa. Við vilj- um miklu fremur búa heima lengur og geta, eftir atvikum, fengið þann stuðning sem við þurfum á að halda og njóta öryggis heima við sem lengst. Það er iðulega öryggisleys- ið og óttinn um að eitthvað komi fyrir sem veldur því að við treyst- um okkur ekki lengur til að búa ein heima. Það eru fjölmargir þættir sem við getum bætt í umhverfinu heima fyrir. Auðvitað kemur að því að mörg okkar þurfum að dvelja á hjúkrunarheimili í miklu verndaðra umhverfi en við getum heima, en við viljum hafa þann tíma sem styst- an,“ segir Guðjón. „Við getum ekki byggt hjúkrunarheimili endalaust, sem er dýrasta úrlausnin. Við erum ung þjóð enn og ráðum við þetta en þegar fram líða stundir lendum við í sama vanda og nágrannaþjóðirn- ar í þessum málum. Það er mann- eskjulegri nálgun að leitast við að aðstoða fólk við að geta fengið eig- ið húsnæði þar sem það getur búið með öryggisneti og góðu aðgengi að þjálfun og matarþjónustu,“ bætir hann við. Auk þess berst Samfylk- ingin fyrir því að kjaramál aldraðra verði lagfærð. Guðjón segir eldri borgara hafa setið eftir að loknu hruninu. „Jafnaðarmenn tóku þátt í ríkisstjórn þar sem þurfti að taka mjög erfiðar ákvarðanir og það hef- ur reynst okkur þungur baggi. Það voru þung þau skref sem þurfti að stíga í fyrri ríkisstjórn til að slökkva þá elda í þjóðarskútunni sem var stjórnlaus og logaði stafnanna á milli. Þær aðgerðir sem við tók- um þátt í til þess að koma á stjórn voru jafnaðarmönnum erfiðar en við reyndum þó að hlífa eins og við gátum bæði heilbrigðiskerfinu, ör- yrkjum og eldri borgurum.“ Tillögur kynntar Varðandi húsnæðismálin segir Guðjón það vanti íbúðir og lausnir fyrir ungt fólk. Búið sé að vinna til- lögur á vettvangi Samfylkingarinn- ar sem kynntar hafa verið, vonandi mæta þær þörfum stórra hópa. á. „Við munum leggja mikla áherslu á að ungu fólki sé gert kleift að kaupa sína fyrstu íbúð eða að skapa aðstæður á leigumarkaði þar sem tryggt verði skaplegt verð og bú- setuöryggi. Þetta eru helstu stefnu- málin en auðvitað eru úrlausnar- efni fyrir barnafjölskyldurnar einn- ig mikilvæg. Við stefnum að leng- ingu fæðingarorlofs sem allra fyrst og barnabæturnar viljum við hækka strax. Stuðningur við ungar barna- fjölskyldur er mikilvægt verkefni og fyrir mína parta stuðningur við ein- stæða foreldra sem þurfa að búa við öryggi og skapleg kjör og stuðn- ing.“ Hann segir heilbrigðismálin þó hafa verið sett á oddinn enda sé um stóran og víðfeðman málaflokk að ræða. Aðspurður hvaðan peningar eigi að koma inn í þessar aðgerðir seg- ir Guðjón að það sé vel hægt og að til séu ónýttir tekjustofnar sem hægt sé að huga að. „Þó er rétt að taka það fram að Jafnaðarmenn eru ekki flokkur skattpíninga eða sér- lega hlynntur skattaálögum. En við viljum að skiptingin sé sanngjörn í samfélaginu, þar með talin gjöld af tekjum og eignum. Að hver leggi sitt af mörkum eftir atvikum og getu. Við eigum auðlindir bæði á landi og í sjó, þjóðin á þetta sameiginlega og við þurfum að skipta því upp á nýtt. Þar gæti okkur auðnast að fá tekjur bæði til að styrkja heilbrigðiskerfið, styrkja veikar byggðir og svo fram- vegis.“ Hann bætir því við að mikill uppgangur hafi verið í ferðaþjónustu að undanförnu og þar væri hægt að breyta gjaldtöku og samræma til að skapa auknar tekjur. Þá væri hægt að huga að almennum skattskilum. „Við höfum heyrt að það séu tugir milljarða sem ekki skila sér í sam- eiginlega sjóði og við viljum að jöfn- uður meðal landsmanna verði auk- inn. Þá erum við ekki að tala um að allir verði endilega jafnir en að allir eigi sína möguleika á að lifa sóma- samlegu lífi. Við erum flokkur sem talar fyrir sanngirni, réttlæti og heiðarleika og við viljum að aukinn jöfnuður meðal landsmanna verði raunin. Langar biðraðir til hjálpar- stofnanna eru svartur blettur á sam- félaginu, með fullri virðingu fyrir þeirra góða starfi.“ Sundabraut aftur á dagskrá Guðjón nefnir að auk þeirra mála sem nefnd eru hér að framan séu samgöngumál honum áleitin og þar með talin fjarskipti. Ferðaþjón- usta sé snar þáttur nú þegar í kjör- dæminu sem verði vaxandi bæði um sunnan- og norðanvert kjördæmið. Því þurfi að leggja sérstaka áherslu á umbætur í samgöngum. „Það er enginn ágreiningur um það, við viljum auðvitað að Sundabrautar- málið verði sett aftur á dagskrá, það er búið að lofa því. Eins viljum við að farið verði í breikkun hringveg- arins í áföngum og það verði sett niður plan um það.“ Hann segir að mikilvægt sé að sem fyrst verði ráð- ist í breikkun á Kjalarnesi og á leið upp í Borgarnes. „Menn hafa talað fyrir breikkun Hvalfjarðarganga og það þarf að gera samhliða því að við byggjum upp Grundartangasvæð- ið sem megin hafnarsvæði fyrir Ís- land.“ Þá séu fjarskiptamálin ofar- lega á blaði. „Kjördæmið okkar er stórt og ólíkt innbyrðis. Við höfum hér iðnað, ferðaþjónustu, sjávarút- veg og landbúnað. Þarfirnar eru því mismunandi en góðar samgöng- ur og örugg fjarskipti með net- tengingu, sérstaklega til dreifðustu byggða, eiga að vera í forgangi.“ Margir Jafnaðarmenn inn við beinið Samfylkingin hefur samþykkt framboðslista flokksins fyrir kom- andi alþingiskosningar og var þar gætt að jafnræði um fjölda karla og kvenna. Líkt og áður segir skipar Guðjón oddvitasætið, Inga Björk Bjarnadóttir háskólanemi úr Borgarbyggð er önnur á lista og Hörður Ríkharðsson kennari frá Blönduósbæ er þriðji. Oddvitinn segist ganga stoltur til kosninga. „Oft hefur verið sagt að Íslending- ar séu flestir Jafnaðarmenn inn við beinið og það er gleðilegt. Stjórn- málahugmynd Jafnarðarmanna er þrautreynd og úthugsuð og hún hefur reynst þjóðum og almenn- ingi best þar sem jafnaðarstefnan hefur fengið að festa rætur. En hún hefur ekki fengið að festa rætur á Íslandi með sama hætti og í ná- grannalöndunum af ýmsum ástæð- um. En það er kannski skrítið fyrst Íslendingar eru svona miklir Jafn- aðarmenn, af hverju kjósa þeir þá ekki jafnaðarmannaflokk Íslands?“ Guðjón segir skýringuna kannski vera þá að þegar kosningar nálgist, þá fari ólíklegustu flokkar að halda gildum Jafnaðarmanna á lofti og tala eins og Jafnaðarmenn. „Það er auðvitað gleðilegt og staðfestir hversu dýrmæt þessi gildi eru og hversu sönn og réttlát þau eru. Þau hitta almenning í hjartastað. Eitt af nýju klofningsframboðunum kennir sig að hluta til við mörg af þessum dýrmætu gildum okkar og Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að tala eins og jafnaðarmannaflokk- ur á köflum. Við auðvitað gleðj- umst yfir þessu, að þessi gildi skuli vega svona þungt á metaskálun- um,“ útskýrir Guðjón. Hann bið- ur fólk þó að varast eftirlíkingar og að skoða sögu og loforð flokk- anna fyrir kosningar og efndirn- ar eftir þær. „Fyrir kosningar tala þeir fyrir gildum sem Jafnaðar- menn tala fyrir ár út og ár inn. En hver eru hin raunverulegu baráttu- mál þessara flokka? Eru það aldr- aðir, öryrkjar, barnafjölskyldur eða almennir launþegar? Því miður, þá hafa efndirnar ekki verið gæfulegar hjá þessum flokkum sem til dæmis sitja við stjórnarborðið núna.“ grþ Jafnaðarmenn setja heilbrigðisþjónustuna, málefni eldri borgara og húsnæðismál á oddinn Rætt við Guðjón S. Brjánsson, oddvita Samfylkingarinnar í NV - kjördæmi Guðjón S. Brjánsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands skipar oddvitasætið á lista Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi. Hann segir talsmenn annarra flokka tala fyrir gildum Jafnaðarmanna fyrir kosningar en biður kjósendur að varast eftirlíkingar. KOSNINGAR2016

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.