Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 12.10.2016, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2016 29 Nýfæddir Vestlendingar Grundarfjörður - miðvikudagur 12. október Vinahúsið við Borgarbraut 2 er opið alla miðvikudaga frá kl.13 - 16. Borgarbyggð - miðvikudagur 12. október Skallagrímur etur kappi við lið Grindavíkur í úrvalsdeild kvenna kl. 19:15 í Fjósinu Borgarnesi. Akranes - fimmtudagur 13. október Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis, í samstarfi við Akranes- kaupstað, ætlar að mála bæinn bleikan. Bleik stuðningsganga fer frá stjórnsýsluhúsi bæjarins kl. 18 og gengið verður niður að Akratorgi þar sem stutt dagskrá með tónlistaratriðum, heitu kakói og happadrætti tekur við. Borgarbyggð - fimmtudagur 13. október Skallagrímur etur kappi við Íslands- meistara KR í úrvalsdeild karla í Fjósinu kl. 19:15 Stykkishólmur - fimmtudagur 13. október Snæfell mætir Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í íþróttamið- stöðinni í Stykkishólmi kl. 19:15. Akranes - fimmtudagur 13. október Hljómsveitin Fearless Warriors of the Roseland heldur tónleika í Akranesvita kl. 21. Aðgangur ókeypis. Stykkishólmur - fimmtudagurinn 13. október Bleika slaufan, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameini hjá konum, er til- einkað brjóstakrabbameini í ár. Föstudagurinn 14. október næst- komandi verður Bleiki dagurinn. Þessi dagur hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði. Nokkrir aðilar í Stykkishólmi hafa tekið sig saman og ætla að taka smá for- skot á bleika daginn og hafa opið hjá sér fimmtudagskvöldið frá kl: 20 - 22. Norska húsið - BSH: lifandi tónlist, Sjávarpakkhúsið býður upp á bleika kokteila í Norska húsinu og Ísól Lilja sýnir hvernig hún málar mandala myndir. ATH. 1000 kr. aðgangseyrir sem rennur allur til Bleiku slaufunnar. Bókaverzlun Breiðafjarðar: 20% af sölu kvöldsins rennur Bleiku slaufunnar. Mæðgur og Magazín: 20% af hverri seldri flík rennur til Bleiku slaufunnar. Þar eru einnig til sölu Rubz armbönd til styrktar Bleiku slaufunni. Snæfellsbær - laugardagur 15. október Fjölmenningarhátíð í Frystiklef- anum. Matar- og menningarhátíð frá kl. 14 til 17. Borgarbyggð - sunnudagur 16. október Thors Saga Jensen í Landnámssetri kl. 16. Guðmundur Andri Thorsson segir frá langafa sínum á sögulofti Landnámsseturs. Stykkishólmur - sunnudagur 16. október Spiluð verður félagsvist í Setrinu kl. 15:30. Akranes - mánudagur 17. október Katta- og hundahreinsun í þjón- ustumiðstöð Akraness að Lauga- braut 6. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina. Kattahreinsunin verður frá kl. 17 - 21. Hundahreinsun verður frá kl. 17 - 21 miðvikudaginn 19. október. Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar, ófrjósemissprautu, ófrjósemistöflur og örmerkingu hunda og katta. Óskráðir hundar og kettir eru velkomnir og geta eigendur þeirra nálgast skráningar- gögn á staðnum. Seinni hreinsun verður laugardaginn 5. nóvember, nánar auglýst síðar. Á döfinni Íbúð til leigu í Borgarnesi Til leigu 64 fm. 3 herbergja íbúð að Borgarbraut 31, leiguverð 100 þús. með hita og rafmagni. Í boði er að leiga íbúðina með húsgögnum og búsáhöldum þá á 120 þús. Íbúðin getur verið laus 15. nóvember eða 1. desember. Upplýsingar í síma 891-8655 eða á netfangið borgar- braut31@gmail.com. Vantar íbúð til leigu Vantar 2 til 4ja herbergja íbúð til leigu á Akranesi eða nágrenni. Er reglusamur, get útvegað meðmæli. sími 861-9370. LEIGUMARKAÐUR 4. október. Stúlka. Þyngd 3.274 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Marta María Wiacek og Piotr Wiacek, Akranesi. Ljósmóðir: Sara Björk Hauksdóttir. 7. október. Stúlka. Þyngd 3.588 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Jónína Riedel og Bjarki Hjörleifsson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 8. október. Stúlka. Þyngd 3.896 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Karen Rut Ragnarsdóttir og Jón Ingi Þórðarson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 9. október. Stúlka. Þyngd 4.522 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Jóhanna Marín Björnsdóttir og Viktor Már Jónasson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. Opið: INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI. STERKAR OG GLÆSILEGAR Markaðstorg Vesturlands Flísabúðin Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook AUGLÝSING UM STARFSLEYFI fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun er hér með SK ES SU H O R N 2 01 6 SPEGLAR

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.