Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 201616 Það er mat Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, að endurnýjun raforkusamn- ings Norðuráls við Landsvirkjun feli ekki í sér ríkisaðstoð. Þetta seg- ir í niðurstöðu stofnunarinnar sem gefin var út á mánudag. Stjórnvöld tilkynntu ESA um þriðju endurnýj- un samnings Landsvirkjunar, um sölu raforku til álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði, í maí síðastliðnum. Að lokinni forskoð- un hjá ESA var samningurinn und- irritaður í byrjun september og síð- an sendur stofnuninni að nýju til formlegrar og endanlegrar umfjöll- unar. Upprunalegur raforkusamn- ingur Norðuráls og Landsvirkjunar var undirritaður árið 1997, en hann hefur nú verið framlengdur tvisvar sinnum. ESA lagði í umfjöllun sinni mat á skilmála samningsins og þær breyt- ingar sem gerðar voru frá fyrri samningum. Stofnunin kynnti sér auk þess þá arðsemisútreikninga sem Landsvirkjun og Norðurál lögðu til grundvallar samningnum. „Landsvirkjun lagði fram yfirgrips- mikil gögn sem sýna, að mati ESA, að samningurinn er í samræmi við sambærilega samninga sem önn- ur raforkufyrirtæki á Norðurlönd- unum hafa gengist undir. Endur- nýjaður samningur er tengdur við markaðsverð raforku á Nord Pool raforkumarkaðnum og kemur það í stað álverðstengingar í gildandi samningi. Þá er samningurinn arð- samur og skilmálar hans slíkir að einkarekið fyrirtæki myndi sam- þykkja hann við sambærilegar að- stæður. Því er ekki um að ræða rík- isaðstoð, að mati ESA,“ segir í nið- urstöðu stofnunarinnar. Hinn endurnýjaði raforkusamn- ingur nær til fjögurra ára og hljóðar upp á 161 MW, sem er nær þriðj- ungur af orkuþörf álvers Norðuráls á Grundartanga. Hann tekur gildi í nóvember 2019 og gildir til loka árs 2023. Núverandi samningur verður því áfram í gildi út októbermánuð árið 2019. kgk/ Ljósm. úr safni. Endurnýjun raforkusamnings felur ekki í sér ríkisaðstoð Berta Daníelsdóttir hefur verið ráð- in framkvæmdastjóri Íslenska sjávar- klasans ehf. Hún hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir Marel síðast- liðin 18 ár og var nú síðast rekstr- arstjóri Marel í Seattle í Bandaríkj- unum. Berta er með meistaragráðu í stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja frá Háskólanum á Akureyri. Hún er ein af stofnendum félagsins Konur í sjávarútvegi. Berta tekur við starfinu 15. nóvember næstkomandi af Þór Sig- fússyni, stofnanda og eiganda Ís- lenska sjávarklasans. Þór mun starfa áfram að nýsköpunarverkefnum sem klasinn hefur sett á laggirnir, ásamt því að vera áfram stjórnarformað- ur. Berta segir að hún sé afar spennt fyrir starfinu og möguleikunum sem Íslenski sjávarklasinn hefur að bjóða samstarfsfyrirtækjum sínum og við- skiptavinum. „Það liggja mikil tæki- færi í framtíðinni og krafturinn í ný- sköpuninni hér á landi er heillandi, segir Berta. „Þór hefur lagt grunn- inn að Sjávarklasanum síðastliðinn 5 ár og hafa mörg ný fyrirtæki og verkefni hafa litið dagsins ljós sem braggast vel í dag.“ Íslenski sjávarklasinn er drifkraft- ur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frum- kvöðla í haftengdri starfsemi. Klas- inn starfrækir meðal annars Hús sjávarklasans ehf. sem er samfé- lag tæplega 70 fyrirtækja og frum- kvöðla. „Ég starfaði hjá Marel í 18 ár sem eitt sinn var lítil hugmynd og verkefni nokkura háskólanema. Marel er leiðandi fyrirtæki í vinnslu á matvælum á heimsvísu og ég efast ekki um að á meðal samfélagsins í sjávarklasanum eru fleiri Marel að taka sín fyrstu skref. Ég hef mikla ástríðu fyrir nýsköpun og árangri og vonast til að reynsla mín frá Marel muni nýtast vel á nýjum vettvangi“ segir Berta. -tilkynning Berta Daníelsdóttir nýr framkvæmda- stjóri Íslenska sjávarklasans Árbók Akurnesinga fagnar 15 ára útgáfuafmæli um þessar mundir því fimmtánda bindi Árbókarinn- ar er nú komið út. Árbókin er fast- ur punktur í tilveru Skagamanna og bókarinnar jafnan beðið með töluverðri eftirvæntingu. Meðal efnis að þessu sinni er langt og ít- arlegt viðtal Önnu Láru Steindal við Svein Kristinsson; Stranda- strákinn sem varð formaður Rauða krossins á Íslandi. Þá má nefna grein Ingibjargar Pálmadóttur um sýninguna „Sögu líknandi handa“ sem sett var upp í Guðnýjarstofu á síðasta ári. Ásmundur Ólafsson skrifar um skip og báta Þórð- ar Ásmundssonar afa síns og ritstjórinn, Kristján Kristjáns- son, birtir ferðasögubrot um eyjar á Indlandshafi ásamt því að skrifa um Akratorg. Fastir liðir eru á sínum stað: Frétta- og íþróttaannáll ársins 2015 og æviágrip látinna Akurnes- inga. Árbókin er til sölu í Ey- mundsson og hjá útgefanda mth útgáfu, Vesturgötu 45 á Akranesi. mm Fimmtánda Árbók Akurnesinga er komin út Lægðarinnar sem gekk yfir Vestur- hluta landsins síðastliðinn miðviku- dag varð víðar vart en á fasta land- inu. Úti á miðunum biðu sjómenn af sér bræluna áður en þeir héldu til veiða á ný. Sturlaugur H. Böðvars- son, einn af ístogurum HB Granda, var við veiðar á Vestfjörðum á mið- vikudag en vegna óveðursins hélt skipstjórinn skipinu nær landi í vari fyrir verstu vindhviðunum. ,,Við erum nú á Straumnesbankanum og það er ekki hægt að segja að veið- in sé merkileg. Aflinn er um tonn á tímann og hér er bara þorskur. Höfrungur III AK er að ýsuveiðum hér austur af okkur en Ottó N. Þor- láksson RE, sem kom hingað norður í morgun, er úti á Hala. Það er spáð betra veðri með kvöldinu og mér þykir líklegast að við færum okkur út á Halamið þegar líður á daginn,“ segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Sturlaugi á vef HB Granda síðast- liðinn fimmtudag. Fiskveiðiárið fer ágætlega af stað Skipstjórinn segir fiskveiðiárið ann- ars fara ágætlega af stað. „Fiskveiði- árið fer ágætlega af stað. Helsti munurinn nú í samanburði við nokkur undanfarin ár er sá að síð- an í ágúst höfum við þurft að hafa meira fyrir því að veiða þorskinn. Áður þvældist hann frekar fyrir okkur en hitt,“ segir Eiríkur. Þá bætir hann því við að veiði á gull- karfa hafi gengið vel þó lítið hafi verið sótt beint í fiskinn. ,,Það er hægt að veiða gullkarfann fyrir sunnan en við höfum ekki stund- að mið eins og Fjöllin og Skerja- djúpið í lengri tíma. Hér á Vest- fjarðamiðum hefur verið hægt að veiða gullkarfann í Víkurálnum og þorsk og ufsa á Halanum. Það veltur á ganginum í þorskveiðun- um hvort við höfum tíma til koma við í Víkurálnum á leiðinni suður. Annars stjórnar vinnslan í landi ferðinni,“ segir Eiríkur Jónsson að lokum. kgk/ Ljósm. úr safni. Skipverjar biðu af sér óveðrið Á yngsta stigi í Auðarskóla hefur gripið um sig hannyrðaæði en þar sjást bæði strákar og stelpur nýta frítíma sinn í að prjóna og hekla. Starfsfólkið hefur brugðist við þessum áhuga með því gera garn og áhöld aðgengileg fyrir nemend- ur í miðrýminu og án efa á það sinn þátt í að hvetja fleiri nemendur til verka. sm Prjóna- og heklæði í Auðarskóla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.